Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 3
MORiGUN'BtLAÐIÐ, FIMMTITÐAGUR 5. NÓVEMBER 1970 3 - Kosningarnar Framhald af bls. 1 ; hafi talningar. Má búast við end urtalningu þar. f Vlða eru úrslit öldungadeild- ar'kosninganna athyglisverð, ekki | sízt í Kaliforníu, New York, s, Tennessee, Ohio, Conneoticut og Illinois. 1 Kaliforníu áttust þeir við George Murphy fyrrum kvik- myndaleikari, nú frambjóðandi republikana til endurkjörs, og nýliði á sviði stjórnmála John Tunney að nafni, sonur Gene Tunney fyrrum heimsmeistara í hnefaleik i þungavigt. Þótt Ron- ald Regan rikisstjóra og repu- blikana tækist að halda embætti sinu með um 900 þúsund at- Jamcs Buckley kvæða meirihluta, felldi Tunney Murphy og sigraði með yfir- burðum. Er þessi ósigur Murph- ys talinn mikið áfall fyrir Nix- on forseta, sem lagði Murphy mikið lið í kosningabaráttunni. Verða nú báðir öldungadeildar- þingmennirnir frá Kaliforníu demókratar, en það hefur ekki gerzt síðan fyrir borgarastyrjöld ina í Bandaríkjunum á árunum 1861—65. í New York voru þrír fram- bjóðendur í kjöri, Charles Good- elh sem verið hefur þingmaður repúblikana en átt í deilum við Nixon forseta, Richard Ottinger friaimbjóðandi demókrata, og Jameis Buckley, sem er íhalds- maður og naut stuðnings Nixons. Fóru leikar þaninig að Buckley var kjörimn með um 2,3 milljón- um atkvæða, Ottingar hlaut 2,1 milljón, en Goodell 1,4 milljónir. Þótt Buckley sé kjörinn sem frambjóðandi íhaldsmanna, er vist að Nixon á stuðnimg hans vissan í flestum málum. Albert Gore hefur verið öld- ungiadeildarþingmaður fxá Tenn essee frá árinu 1952, og var nú enm einu sinni í framboði ti'l end urkjörs. Tapaði hann að þessu simmi fyrir frambjóðanda repú- blifcana, William Brock, sem sigraði með 554 þúsund atkvæð- um gegn 509 þúsund. í Ohio kepptu þeir Robert Taft finambjóðamdi republikana og Howard Metzenbaum firambjóð andi demóknata um þimgsætið, sem demókratar hafa skipað und anfarin ár. Taft er þekkt nafn í Ohio, því faðiir frambjóðamd- ans var um langt skeið þingmað fcr rfkisins og aíi nm» Wiilliam Howard Taft, forseti Biandia- ríkj'anna árin 1909-1913. Fóru leifcar svo að Robert Taft tókst að fella Metzenbaum, en mjótt var á mununum. Hlaut Taft rúm- lega hálfa aðra milljón atkvæða, en Metzenbaum tæplega hálfa aðra milljón. 1 IRinois kom einnig þekkt nafn fram á stjórnmálasviðið að þessu sinni. Er það Adlai E. Stevenson þriðji, sem bauð sig fram fyrir demókrata. Faðir hans og nafni var um langt skeið þingmaður demókrata og tviveg- is framibjóðandi fliokksins við forsetakosningar. Repubiikanar skipuðu þingsæti það, sem nú var kosið í, og var þingmaður- inn Everett McKinley Dirksen, sem lézt fyrir skömmu. Við lát Dirksens tök republikaninn Ralph Tyler Smith við þingsæt- inu, og var nú í framboði fyrir flokk sinn gegn Stevenson. Stev- enson bar sigur a-f hólmi og fékk um 450 þúsund atkvæða meiri- hluta. Ótaldir eru þrír öldungadeiid- arþingmenn, sem mjög eiga eft- ir að koma við sögu í Banda- ríkjunum, en það eru þeir þrir menn, sem líkl'egastir eru taldir sem forsetaefni demókrata við kosningarnar 1972. Þetta eru þeir Hubert Humphrey, fyrrum vara- forseti, Edmund Muskie, þing- Edmund Muskie maður frá Maine og Edward Kennedy, þingmaður frá Massa- chusetts. Náðu þeir allir kosn- ingu i gær, og það með yfirburð um. Humphrey hlaut 58% at- kvæða í Minnesota, Muskie 63% í Maine og Kennedy 63% í Massachusetts. Hafði þeim öll- um verið spáð yfirburða sigri, og komu þeir því ekki á óvænt. Þó má benda á að þegar Kenn- edy var kjörinn á þing fyrir sex árum hlaut hann um 74% at- kvæða, en þess ber að geta að þá lá hann i sjúkrahúsi eftir flugslys og naut almennrar sam- úðar. Fulltrúadeildin AUdr þimigimiemn Fuilltrúadeild- airiinnar, 435 a0 töliu, eru kjörndr Edward Kennedy á tveggja ára fresti. Fyrdr kosin- inigar var dkiptiing þingisætanma þammiig a@ demókratar áttu 243 ®æti auk þess seim þrjú sæta þeirra voru ósíkipuð, em repú- blikanar áttu 187 ®æti og tvö, sem voru óakipuð. Urslit uirðu þau í gær að demókratar hlutu 254 iwenm kjöma o,g mepúblik- amar 180 en úrslit eru ókumm í eimu kjördæmi. Bru þetta óvenju 'litlar breytimigar á fýligi flokfc- amma oniðað við kosmdmgar á mniðju kjörtiimatoili foriseta, því vemjam hiefur verið að flokkur fonsetains miissi imin meira fylgi en nú varð. Of lamgt mál er að teija hér upp eimstaka fraimbjóðendur. Þó má til ganrams geta þess að nú náði jesúítapresturinm Robert F. Drinan kjöri i Massaehus- etts, og felildi bæðii frambjóð- aruda repúblíkana og demókrata. Verður hamm fyrsti kalþólslki presturkin, sem fær ®æti á B ain'daríkjaþi'ngi. Ríkisstjórar Umidamfarim tíu ár hafa repú- bl'íkanar stöðugt uinmið á í ríkis- stjóratoosniniguim, og fyrir kosn- inigairmar í gær höfðu þeir ríkiis- stjóira í 32 ríkjuim, en demókrat- ar í 18. Ríkisstjórar voru nú kjörnir í 35 rikjuim, oig höfðu repúblíkamar gegnt embættum í 24 þeinra en demó'kratar í 11. Búizt hafði verið við að demákratar yninu eitt’hvað af rík- isstjóraembættum frá republik- önium, em stórsigur þairra var það, sem helzt fcom á óvart í þessuim kosminguim. Þegar t'aflm- imgu vair lokið í 32 þeirra 35 ríikja, sem kosið var í, höfðu demókratar fengið 20 rilkisstjóra kjörma en repúhiífcamar aðeims 12. Lokatöluir voru ekki komm'ar frá Maime, Rhode Islamd og Micbigan, em búizt var við að demófcratar mæðu kjöri í tveim- ur fynnnefndu ríkjumum, em repúblikanar í Michigan, Fari svo verður skiptimg ríkisstjóra- embættanna þamnig að demó- kratar Skipa 29 þeirra, em nepú- blíkamiar 21. Mörg þefckt nöfn komu við sögu rík isstjórakosn inigamma að þessu sinmi. Má þar fyrst telja Neflson Rockiefeller, sem niáði enidurkjöri sem nlkisstjóri New York. Hanm baiuð sig nú friam í fjórða Skipti, og er það eins- dæmi í sögu níkisinis að sami miaðurimn geigmi rikiisstjóraiem- bæitJtiniu fjögur kj'örtímabil í röð. Rnaimtojóðamdi demókraitia vtar Artíhur Goidbeng fyxrum ráð- herra í stjjórn Kenmedys forsieta, hæstaréttardómari og aðaillfull- tnúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Naut hianm me'ðal anmlars stuðn- inig8 Lindsays borgansitjóna í New York. Kjörsóton vaa- óvemju miStíi og sigraði Rockiefefflier gflæsiilega, hl*aut hamm um 3,1 milljón atkvæða, en Goldberg 2,4 millljónir. í Alalbama var kjörinm George C. Wallace, og hiliaut hamm um 80% atlkvæðia, emda emginm republíkami þar í framfooði. Wafl'liace var áður ríkissfjóri í Aiabama árin 1963—67, en gat lögum samfcvæmt e&ki boðið sig fram á mý við kosmingarnar í nióvember 1966. Fór þá kona hams í framíboð og náði kjöri. Húrn lézt á miðju kjörtímabili. Wallace bauð sig fram utan- fidktoa við fiorsetaikosmdnigarnar 1968, og siguir hanis í gær úti- iokar erngan veginm forsietafram- boð árið 1972, Þrátt fyrir mikið fyflgi Ed- wards Kennedys öldumigadteifldar- þinigmamns í Massachucetts var repulblitoaninm Framcis Sargemt kjörinm þar ríkisstjóri, en hanm hefur igtegnt embættimu undam- farin tvö ár, eða frá því þáver- andi ríkiisstjóri Jobm Volpe tók viið embætti flutndngamiáfl'airáð- hierra í stjóm Nixoms. Sigraði Sargent með nærri 200 þúsund aitikvæða meiribluta yfir fram- bjóðamda demókrata, Kevin Wbite borgarstjóra í Boston. í Kal'iforniiu var leikarinm fyrrverandi Ronald Regan end- urkjördnm mieð yfirburðum, og hafa því repufolikamar haldið ríkisstjóraembættum í tveimur fjölmeranustu ríkjunum, Kali- fomáu og New York. Repub’ikanar unmu tvö ríkis- stjóraeim'bætti af demókrötum, það er í Tennessee og Conneticut. Athygfliisverður er sigur þeirra í Tennessee þar sem demókratar höfðu gegnt ríkisstjóraembættinu í gær í nær hálfa öld sam- fleyt.t. Þar var nú kjörinn repu- blitoaninm dr. Winfield Dunm með um 60 þúsumd atfcvæða meirihfluta. Demókratar unnu 13 ríkis- stjóraembætti af republikönum, það er í Alaska, Arkansas, Flor- ida, Idaho, Minnesota, Nebraska, Nevada, New Mexico, Ohio, Okla homa, Pennsylvania, South Da- kota og Wisconsin. í Arkansas var það Wjnthrop Rockefeller, bróð- ir Nelsons í New York, sem féll fyrir fraimbjóðanda demókrata, Dale Bumpers. Var Bumpers spáð naumum sigri fyrir kosn- ingar, en hlaut nærri tvöfalt fylgi Rockefellers. 1 Florida féll Claude Kirk fyrir demókratan- um Reubin Askew, sem hlaut um 230 þúsund atkvæða meiri- hluta. Yfirburðasigur auðkýf- ingsins Miltons Shapps í Penn- sylvania kom nokkuð á óvart, en hann hlaut um 500 þúsund atkvæðum meira en frambjóð- andi repúblíkana, Raymond Broderick, þótt skoðanakannanir hafi talið frambjóðendurna njóta mjög svipaðs stuðnings kjósenda. Mamma skilur mig ekki Samt er hún bezta mamma í heimi. En minnist ég á ís, segir hún: „Ekkert ís- kvabb, drengur, þú færð ís á sunnudag- inn." Persónulega held ég, að hún geri ekki greinarmun á rjómaís og sælgæti, bara af því að ís er svo góður á bragð- ið. Samt er fullt af vitamínum, eggja- hvítuefnum og svoleiðis í (snum. Ef ég gæti galdrað, þá mundi ég galdra, að það væri sunnudagur á hverjum degi. min \ ess íspinnarog ístoppar STAKSTEINAR ** *** 40* ******* Staða vinstri hreyfingar Nokkra kátínu hafa vakið að undanfömu viðræður þriggja þingflokka og eins þingmanns utan flokka um stöðu vinstri hreyfingar á íslandi. Ekki verð- ur annað séð en þessar umræð- ur beri nokkum keim af stjóm- málalegum látalátum, enda stendur nú yfir „kosningaþing“. Vegna sundurlyndis og ósam- stöðu hafa fundirnir til þessa verið haldnir í tvennu lagi, og tæpast kemur það mörgum á óvart. Viðræður þessar fara hins vegar fram með leynd, og ekkert er gert uppskátt um það, sem þingmönnum fer á milli. Af þeim sökum er auðvitað nokkrum vandkvæðum bundið að henda reiður á um hvað þessar viðræð- ur snúast í raun og veru. Tals- menn Alþýðuflokksins, sem átti fmmkvæði að þessum vlðræð- um, hafa hins vegar sagt bemm orðum, að til viðræðnanna sé stofnað til þess eins að kanna, hvort þessir þrir stjómmála- flokkar og eini þingmaður utan flokka gætu ekki tekið höndum saman og unnið í einum og sama stjómmálaflokki. Því verður ekki annað séð en að í viðræðum þessum eigi fyrst og fremst að kanna möguleika á eins konar pólitískum hrossa- kaupum, en ekki eigi að vega og meta málefnagrundvöll eða hug- myndafræði svonefndrar vinstri hreyfingar. f fljótu bragði mættl þó ætla, að það væri brýnna verkefni, og ef allt væri með felldu ætti það að vera forsenda samstarfs. Á eftir tímanum Þeir stjórnmálaflokkar, sem kenna sig við vinstristefnu, em nú á greinilegu undanhaldi í ís- lenzkum stjórnmálum. Þessi þró- un á sér eðlilegar skýringar, þar sem starfsaðferðir þessara flokka og óljósar stjómmálastefnur slá ekki í takt við nútímann. Komm- únistar í Alþýðubandalaginu hafa þannig t.a.m. lagzt mjög eindregið gegn aukinni þátttöku fólksins í stjórnmálunum og lýð- ræðislegum vinnubrögðum inn- in stjómmálaflokkanna. Innan Framsóknarflokksins hefur hreyf ing ungra manna gjörsamlega verið brotin á bak aftur; ástæð- an fyrir því getur tæpast verið önnur en nú, að forvígismenn Fpamsóknarflokksins telja nú- tímalegan hugsunarhátt hættu- legan og andstæðan stefnu sinni. í hinu margþætta og síbreyti- lega nútímaþjóðfélagi verður það stöðugt augljósara, hversu mikilvægt það er að tryggja ein- staklingnum andlegt og efna- legt frelsi. Andstaðan við múg- þjóðfélag, þar sem allir eru steyptir í sama mót vex í sifellu. En einmitt meðan þetta er að gerast, og unga fólkið brýzt fram og boðar ný viðhorf, þá halda hinir svonefndu vinstri flokkar áfram að boða löngu uppdagað- ar kenningar um sósíalisma, allsherjar ríkisforsjá og þjóð- skipulag hópsálarinnar. Þegar á þessi atriði er litið, kemur í ljós, að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, þó að nú halli undan fæti hjá þeim stjóm málaflokkum, sem þannig starfa. Þróun í þessa átt er óumdeilan- leg staðreynd. Nýjasta dæmið er sigur lýðræðissinnaðra stúdenta í kosningum í Háskóla íslands, en í háskólunum hafa jafnan verið uppsprettur þeirra nýju við- horfa, sem einkennt hafa þjóð- félagsumræður víða um heim hin síðustu ár, og svo hefur einn ig verið hér á landi. f þessum kosningum kom það einmitt fram, að hugtakið vinstri segir í sjálfu sér ekkert; það er hinn málefnalegi grundvöllur, sem skiptir sköpum. Þegar þetta er haft í huga, væri ekki óeðlilegt, að hinir svonefndu vinstriflokk- ar skeggræddu um málefnastöðu vinstri hreyfingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.