Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAfMÐ, FIMMTUOAGUR 5. NÓVEMBBR 1970 11 Prósentukerf ið leiðir til óhagkvæmra innkaupa — heftir hagræöingu í rekstri og veldur hærra vöruveröi — sagöi Þorvarður Jón Júlíusson framkv.stj. Verzlunarráðsins A AÐALFUNDI Verzlunar- ráðs íslands sl. föstudag, flutti framkvæmdastjóri ráðs- ins, Þorvaldur Jón Júlíusson, ítarlega ræðu um starfsemi Verzlunarráðs sl. starfsár og þróun efnahagsmála. Hér fara á eftir þeir kaflar í ræðunni, sem fjalla um verðlagsmál, launamál og skattamál: FÉXAGSMÁL, Fyrir réttu ári skilaði áliti nefnd, sem skipuð hafði verið til að semja drög að löggjöf um eftirlit með einokun, hringa- myndun og verðlagi. Álit nefnd arinnar kom fram í drögum að frumvarpi til laga um verð gæzlu og samkeppnishömlur ásamt ýtarlegri greinargerð og athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins. Mestan þátt í þessu verki átti danski sérfræðingurinn Adolf Sonne, sem hingað kom vorið 1967 og starfaði með nefndinni og undir nefnd hennar, þegar störfin hóf ust. í nefndinni var 21 maður, full trúar ýmissa samtaka vinnu- veitenda, launþega og neytenda, fulltrúar allra stjórnmálaflokk- anna og nokkrir embættismenn. Stóðu 5 þeirra að frumvarpinu, sumir með fyrirvara, en 5 lýstu sig andviga því og einn var fjar- verandi. 1 lok s.l. árs var frumvarpið lagt fram í efri deild Alþingis og vísað til allsherjarnefndar deildarinnar. Meiri hlut nefndar innar taldi rétt að samþykkja frumvarpið í meginatriðum, en kom fram með nokkrar tillögur til breytingar. Þessar breyting- artillögur voru ræddar í stjórn Verzlunarráðsins og þóttu sízt til bóta, en ekki skipta megin máli. Auk þess var fram- kvæmdastjóri ráðsins ásamt öðr um kvaddur á fund þingnefnd- arinnar til að gefa skýringarog upplýsingar. Meiri hluti nefndar innar var á þeirri skoðun, að með frumvarpinu væri mörkuð ákveðin stefna í verðlagsmálum, grundvölluð á frjálsri og virkri samkeppni, er líkleg væri til þess er fram liðu stundir, að verða bæði framleiðendum og neytendum til hagsbóta. Þá benti nefndin á ákvæði frum- varpsins, sem miða gegn sam- keppnishömlum, en lagafyrir- mæli á þessu sviði hefur skort til þessa og á ýmis nýmæli, sem tryggja rétt neytenda og ein- stakra atvinnufyrirtækja gegn óbilgjörnum viðskiptaháttum. Þegar frumvarpið kom til at- kvæðagreiðslu í efri deild, féll það á atkvæði Eggerts G. Þor- steinssonar, sjávarútvegsráð- herra, og komst því ekki lengra. Það er skoðun Verzlunarráðs- ins, að það fyrirkomulag verð- lagsmála, sem verðgæzlufrum- varpið gerir ráð fyrir, horfi til bóta, þó að í því séu víðtækar heimildir til íhlutunar verð- gæzluráðs. Líklega myndu af- skipti þess þverra á þeim svið- um, þar sem framboð er nægi- legt og samkeppnisaðstæður ríkja, en beinast að myndun ein okunar og takmörkunar á fram- boði. Núverandi prósentuálagn- ingarkerfi leiðir til óhagkvæmra innkaupa, heftir hagræðingu í rekstri og veldur hærra vöru- verði en ella myndi verða, þeg- ar til lengdar lætur. Skipan verðlagsnefndar hefur verið óbreytt frá desember 1967, en hún er skipuð fjórum full- trúum frá samtökum atvinnuveit enda, fjórum fulltrúum laun- þegasamtaka og oddamanni, skipuðum af viðskiptaráðherra. Fulltrúi Verzlunarráðsins í nefndinni er Sveinn Snorrason, hrl., og varamaður hans er fram kvæmdastjóri ráðsins. Verðlagsákvæðum hefur verið breytt nokkrum sinnum á liðnu starfsári vegna launahækkana og breytinga á álagningar- grundvelli við lækkun tolla. Um s.l. áramót voru þau hækkuð um 2% vegna verðlagsuppbótar á laun, 1. marz s.l. voru þau endurskoðuð vegna lækkunar tolla við inngöngu í EFTA og nokkurrar hækkunar verðlags- uppbótar og í byrjun júlí að loknum launasamningunum voru þau hækkuð um 12.1%. Var launahækkunin að meðtöld um hækkunum vegna breyttrar flokkaskipunar og af völdum launauppbóta frá 1. júní s.l. met- in á 22%. Við athugun á áhrifum tollabreytinganna þurfti að skipta tollskrámúmer um á vöruflokka verðlags- ákvæðanna og veitti fram- kvæmdastjóri ráðsins nokkra að stoð í því efni. Verzlunarsamtökin hafa lagt fram kröfur um breytingu á verðlagsákvæðum vegna launa- hækkunarinnar um 4.21% frá 1. september s.l. og annarra hækk ana á rekstrarkostnaði, sem ekki hefur verið tekið eðlilegt tillit tiL LAUNAMÁL 1 samningum launþega og vinnuveitenda frá 19. mal 1969, sem Verzlunarráðið var aðili að, voru ákvæði um takmarkaðar verðlagsuppbætur á laun. Vegna hagstæðrar efnahags- þróunar á gildistíma samnings- ins, sem lauk 15. maí s.l., varvit að, að launþegar myndu krefj- ast endurskoðunar á gildandi kjarasamningum og ekki sætta sig lengur við skertar verðlags- uppbætur á laun, enda var þeim sagt upp af þeirra hálfu, þar á meðal V.R. og L.I.V. Enda þótt vinnuveitendur væru þess albúnir að fallast á verulegar kjarabætur launþeg- um til handa, komu hinar háu launakröfur, er fram voru born- ar, mjög á óvart. V.R. og L.l.V. lögðu fram kröfur sínar 6. maí ásamt tillögum um nýja niður- röðun í launaflokka, þar sem með eru tekin mörg ný starfs- heiti og launaflokkum fjölgað. 1 byrjun viðræðnanna var Skipuð undimefnd af báðum að ilum til þess að fjalla um niður röðun starfsheita í launaflokka. Kallaði nefndin sér til ráðuneyt is fulltrúa ýmissa starfsgreina, svo sem þá, er starfa að trygg- ingarmálum, meðferð skýrslu- véla o.fl. Náði undirnefndin eft- ir nokkra fundi samkomulagi um niðurröðun þessara starfs- heita. Fulltrúi Verzlunarráðsins í undirnefndinni var fram- kvæmdastjóri þess. Forsvarsmenn V.R. og L.Í.V. lýstu yfir i upphafi, að ekki kæmi til greina neins konar mismunun eða „þök“, að því er snerti verðlagsuppbætur á laun. Eftir fjölmarga, lánga og erf- iða samningafundi, var nýr kjarasamningur undirritaður 2. júlí s.l. Samið var um fullar verðlagsuppbætur á laun, og reiknast þær ársfjórðungslega. Álag á eftirvinnu er 40%, en á nætur- og helgidagavinnu 80%. Að því er varðar verzlunarfólk hækkuðu útborguð laun yíirleitt um 15—18%. Þá fjölgaði launa- flokkum frá því, sem áður var, og ýmis ný starfsheiti voru tek- in með. Gildistími samningsins er frá 1. júlí 1970 til 1. okt. 1970 og er hann uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Verði honum þá ekki sagt upp, fram- lengist hann um 6 mánuði í senn, með sama uppsagnarfresti. Formaður Verzlunarráðsins, Haraldur Sveinsson, tók þátt i samningaviðræðunum og auk hans Hjörtur Hjartarson, Othar Ellingsen og framkvæmdastjóri V.l. Þá hefur formaðurinn tekið þátt í viðræðum þeim um launa- mál og þróun efnahagsmáia, sem átt hafa sér stað að undan förnu, milli rikisstjómarinnar og fulltrúa launþega og vinnu- veitenda. SKATTAMÁL Á siðastliðnu ári var skipuð nefnd embættismanna til að kanna og gera tillögur um skattalega aðstöðu fyrirtækja hér á landi með tilliti til hugs- anlegrar aðildar að EFTA og einnig með önnur sjónarmið í huga, svo sem að örva myndun eigin fjármagns i fyrirtækj- unum. Nokkru eftir að nefndin hóf störf, skrifaði fjármálaráðuneyt ið Verzlunarráðinu og óskaði eftir áliti þess um, hver það telji stefnumið í skattlagningu fyrirtækja, sem nauðsynlegt sé að taka til endurskoðunar í væntanlegu lagafrumvarpi. Er- indi þessu var svarað að lokn- um umræðum í stjórn og skatta- málanefnd ráðsins og síðarfóru fram viðræður við embættis mannanefndina. í april s.l. komu tillögur nefndarinnar fram í frumvarpi til laga frá fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis um breytingu á iögum um tekju- og eigna- skatt. Meðferð frumvarpsins var að mestum hluta frestað til haustþingsins, en fjármálaráð- herra rakti efni þess og skýrði. Frumvarpið stefnir að því að bæta aðstöðu fyrirtækja til eig- in fjármyndunar og gera al- menningi auðveldara og eftir- sóknarverðara að leggja fé í fyr irtæki. Lagt er til, að allur at vinnurekstur verði jafnt settur gagnvart fyrningu og að fyrn- ingarreglur verði sveigjanlegri en nú er. Þá miðar frumvarpið að því að auðvelda samruna og slit hlutafélaga. I umræðum um frumvarpið í stjórn ráðsins hefur verið bent á ýmsa ókosti þess, svo sem skattskyldu af söluhagnaði, sem eingöngu getur stafað af verð- rýmun krónunnar, upplausn varasjóða og brottfall vara- sjóðsheimilda og afnám sameign arfélaga sem sjálfstæðra skatt- aðila. Stjórn Verzlunarráðsins taldi, að það væri svo yfirgripsmikið mái að bera saman skattalega aðstöðu islenzki'a fyrirtækja og fyrirtækja i öðrum EFTA-lönd- um, að nauðsynlegt væri að ráða sérfróðan mann til að kanna rækilega hliðstæða lög- gjöf erlendis. Bergur Tómasson,- löggiltur endurskoðandi, tókst þetta verk á hendur og er nú nýkominn úr ferð til hinna Norðurlandanna og Bretlands. Verður hann til ráðuneytis um þessi mál og mun kynna niður- stöður rannsóknar sinnar á þess um aðalíundi. Peugeot 404 7 manna árgerð 1967, iítið ekinn einkabíil til sölu og sýnis hjá Sveini Egilssyni h.f. Útboð Tilboð óskast í að rífa til grunna og fjarlægja járnklætt timbur- hús á lóðinni nr. 18 við Þingholtsstræti hér í borg og sprengja fyrir grunni nýs hóss á lóðinni. Otboðslýsingar má vitja á skrifstofu vorri, Sóleyjargötu 17. H.F. ÚTBOÐ OG SAMNINGAR. Malta Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. Ánægjan fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er. Það leynir sér aldrei, — Malta bragðast miklu betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.