Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUN'BLA.ÖCÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBBR 1970 -25555 ■ "'W14444 mum BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Scndiíerðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Bílaleigan UMFERÐ Simi 42104 SENDUM Skiifuni útihurðir og utanhússklæðninga. HURÐIR & PÓSTAR Sími 23347. Hópíerðir Til ieigij í tengri og skemmri ferðtr 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingimcirsson, stmi 32716. Skuldnbréf Seljum ríkistryggð skuldabréf. Seljum fasteignatryggð skulda- bréf. Seljum spariskírteini rikissjóðs. Hjá okkur er miðstöð verðbréfa viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14. símí 16223. Þorleifur Guðmundsson, heimasími 12469. FÆST UM LAND ALLT Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkurnar ó. JOHNSON & KAABERP V —* 0 Sjónvarpsþáttur um bankana Séra Hannes Guðmtmdsson, Fellsmúla í Landmanna- hreppi, í Rangárvallasýslu, skrifar: „Fellsmúla, 29. okt. 1970. Heiðraði Velvakandi! Eitthvert vinsælasta dag- skrárefni Sjónvarpsins allt frá stofnun þess hafa verið þættir af innlendum vettvangi, þar sem m.a. hefur verið brugðið upp myndum úr íslenzku þjóð- lífi. Yfirleitt hafa þættir þess- ir tekizt með ágætum, — aukið áhuga og skilning sjónvarps- notenda á hinum ýmsu málum, sem til umræðu voru, og þann- ig mjög oft eytt margvíslegum misskilningi, sem ávallt getur orðið, þegar um er að ræða takmörkuð kynni eða algera vanþekkingu á efninu. ^ OUi vonbrigðum Það var því með nokkurri tilhlökkun, e.t.v. vegna gamalla kynna af bankastarfsemi, að ég hugðist horfa á sjónvarpsþátt- inn „Bankavaldið“, sem fluttur var 27. okt. s.l. Er skemmst frá því að segja, að þáttur þessi olli mér miklum vonbrigðum og hneykslun, — ekki aðeins vegna villandi upplýsinga, held ur einnig vegna rætinna og rangra staðhæfinga. Ég hafði á tilfinningunni þáttinn á enda, að um væri að ræða stranga yfirheyrzlu saka manna, sem freklega hefðu brot ið af sér með þvt að lána fé landsmanna alls konar bröskur um og svindlurum, sem hefðu það eitt að markmiði að svíkja út fé, er aldrei yrði endur- greitt. Þessir sömu menn hefðu byggt dýrar hallir, sem stæðu tómar, að öðru leyti en því, að hundruð manna sætu iðjulaus við borð sín og biðu þess, að einhver viðskiptamaður ræki inn höfuðið af einskærri tilvilj un, þar sem öllum þorra lands- manna væri synjað um fyrir- greiðslu og þá einkum þeim, sem helzt þyrftu hennar með. 0 Framkoma spyrjanda Flestar spurninganna, sem lagðar voru fyrir bankastjór- ana, voru með þeim hætti, að annaðhvort höfðu þeir ekki að- stöðu eða vald til að svara þeim, eða um hefði verið að ræða gróft trúnaðarbrot gagn- vart viðskiptamönnum bank- anna. Svo mikil var frekja og dónaskapur spyrjandans, að hvað eftir annað greip hann fram í fyrir viðmælendum sín- um og leyfði þeim ekki að Ijúka máli sínú og þúaði þá, eins og sauðaþjófa. Hvað stjórn andi þáttarins gerir í sinn hóp, er mér að sjálfsögðu óviðkom- andi, en það ætti að vera lág- markskrafa til þeirra, sem taka að sér stjórn slíkra þátta og ætlaðir eru alþjóð til sýnis og áheyrnar, að gætt sé almennra kurteisisvenja. Mörg fleiri atriði þáttarins væri nauðsyn að ræða opinber lega, þótt ekki sé það mögulegt í stuttum pistli. En hafi tilgang ur þáttarins verið sá að auka skilning þjóðarinnar á því mik ilvæga starfi, sem íslenzkir bankar annast, hygg ég, að ár- angurinn hafi orðið verri en enginn, þar sem ekki kom fram eitt einasta jákvætt atriði, en allt neikvætt. A Lágt lagzt En það var arinað, sem tókst að vekja með þessum þætti. Það voru getsakir, grunsemdir og tortryggni til þeirra manna, sem I fyrirsvari eru, og þjóðin í raun og veru sjálf hefur skip að til að fara með fjármál sín. Það var höfðað til þess lág- kúrulegasta, sem með mannin- um býr, öfundarinnar og ill- SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOCS HF. SÍMI 42222 Talstöðvarbílar um alla borg. Störtum og drögum bíla. Höfum stóra og litla bíla til allra flutninga. Lopapeysui — Lopapeysur Tökum á móti vel unnum lopapeysum fyrir hádegi alla daga nema laugardaga á Laufásvegi 2. ístenzkur heimilisiðnaður Sjólfstæðisfélögin í Hafnarfirði Spilað í kvöld 5. nóvember kl. 8,30 stundvíslega. Kaffiveitingar. — Góð kvöldverðlaun. Nefndin. 3ja til 4ra herb. íbúð óskast Höfum kaupanda að 3ja—4ra herb. ibúð. íbúðin þarf ekki að vera laus strax. Útborgun 800—950 þús. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍMI 12180. IIEIMASÍMAR GÍSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGLRÐSS. 36549. ÍBÚÐA- SALAN FRÆÐSLUKVÖLD í NESKIRKJU Föstudag 6. nóv. kl. 8.30 síðdegis Ávarp séra Jón Thorarensen. Orgelsóló. Sr. Sveinn Víkingur skrifstofustjóri. Rœða: Um sálina og framhaldslífið Orgelsóló, fiðla og söngur. Hr. Hafsteinn Björnsson miðill. Rœða: Frá eigin reynslu Orgelsóló. Hr. Ævar Kvaran leikari. Rœða: Endurholdgunarkenningin Orgel, trompet. Hljóðfæraleikarar: Gróa Hreinsdóttir og Sigtryggur Jónsson, orgel, Dóra Björgvinsdóttir, fiðla og Guðrún Úlfhildur Gríms- dóttir, trompet, undir stjórn Jóns isleifssonar. Aðgangur ókeypis. Sóknarfólk fjölmennið. Allir velkomnir kvittninnar, og jafnframt ýtt undir þá hugsun þeirra manna, sem smáir eru að allri gerð, að þá fyrst séu þeir stórir, þegar þeir eru óvirtir, sem hærra standa. 0 Sjálfumglaður oflátungur Til þess að þáttur þessi gæti orðið öllum almenningi til upp- byggingar og skemmtunar og gæfi nokkra innsýn i hið mikil væga starf, sem bankarnir ó- neitanlega leysa af hendi, er nauðsynlegt að þekkja helztu grundvallaratriði viðfangsefn- isins og leggja síðan á það hlut lægt mat, i stað þess að varpa fram af handahófi augnabliks- myndum, sem bæði eru villandí og rangar. Þetta krefst að sjálf sögðu mikillar alúðar, vinnu, víðsýnis og skilnings og um- fram allt stjórnanda, sem vand anum er vaxinn, — manns, sem ekki er sjálfumglaður oflátung ur. 0 Níðingsverk Undir ofangreindri fyrirsögn skrifar „Dýravinur" frá Óiafs vík: „Eru þau lög, er ná yfir verndun dýra, aldrei notuð, eða er það vegna þesS, að er sadistar ráðast á dýrin, hafi þeir vit að koma sér fyrir á af- viknum stað, svo að sannanir séu ónógar? Að taka friðsaman heim ilskött og rófubrjóta hann, er ólýsanlegur óþverraskapur. Engin smábörn eru þarna að verki, og tvo virðist hafa þurft til, eftir útliti kattarins að dæma, er hann slapp úr hönd- um níðinganna. Leiðinlegt er fyrir mann- skepnuna að geta ekki fundið sér aðra ánægju i lífinu en að gera öðrum illt, og það hinum varnarlausustu. Og enn leiðinlegra að liggja undir svo óþverraiegum grun." 9 Kópavogsstrætisvagnar „Þreytt húsmóðir úr Kópa- vogi“ skrifar: „Velvakandi góður! Þar sem ég hef aldrei fyrr ónáðað þig með skrifum mín- um, langar mig nú til að gera undantekningu og biðja þig að birta þetta bréf. Ég er húsmóðir í Austurbæn um í Kópavogi og stunda vinnu í Reykjavík. Ég fer í vinnuna á morgnana með strætisvagnin um, sem fer um Austurbæinn um hálfátta leytið. Síðan skól- arnir byrjuðu, er ekki nokkur leið fyrir okkur, sem komum í vagninn á siðustu stöðvunum, að fá sæti. Það er varla hægt að fá sæmilegt stæði, sama máli gegnir með vagninn, sem fer úr Reykjavík kl. fimm á daginn. Nú er það ekki lengur i tízku, að börn eða unglingar standi upp fyrir fullorðnu fólki, þó að mér finnist það alltaf fallegur siður og bera vott um gott uppeldi. Það er ekki frítt við, að sumir ungling ar geri gys að þeim, sem halda þessum góða sið. Auðvitað eru börnin í sínum fulla rétti að halda sínum sætum, sem þau hafa borgað fyrir eins og aSrir, og það eru ekki þau, sem ég ætla að deila á. Hvers vegna er ekki hægt að senda tvo vagna á þessum mesta anna- tímum dagsins? Er það ekki minnsta krafa, sem við getum gert, er greiðum á annað hundrað þúsund kr. í skatta á ári, að okkur sé séð fyrir mannsæmandi farartækj- um, svo við komumst til að vinna fyrir sköttunum. Hvað finnst þér, Velvakandi góður? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þreytt húsmóðir úr Kópavogl.** f} LeiSrétting f dálkum Velvakandia í gær stóð í millifyrir-sögn „Æsku- lýðnum klígjar", en á vitanlega að vera „Æskulýðinn klígjar", enda stóð svo í handriti Vel- vakanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.