Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMRER 1970 EFTIR FEITH BALDWIN Hann kom inn í móttökuher- bergið og skellti á eftir sér hurð inni. Hann leit yfir til Kathleen og hún sá, að annað augað í hon um var bólgið. Hún sá, að þetta mundi verða allra efnilegasta glóðarauga og hún reyndi að stilla sig um að hlæja. Hann gekk að borðinu og talaði eitt- hvað við konuna, sem þar sat. Kathleen heyrði, hvað hann sagði: — P.S. Hann fékk ekki vinnuna! Konan sagði eitthvað, hvasst og lágt, og hann gekk að lyft- unni og studdi á hnappinn. Loks opnuðust dyrnar og hann hvarf. Kathleen hugsaði óróleg: — Nú jæja, ef hr. Bell tekur svona á móti öllum umsækjendum sin- um ... Síminn hringdi á borðinu hjá konunni. Hún svaraði í símann og leit siðan á Kathleen. — Hr. Bell vill tala við yður. Gangið gegnum skrifstofuna og síðan til vinstri... fyrstu dyr. Kathleen þakkaði henni fyrir og stóð upp. Hún þræddi svo milli borðaraðanna og fann það á sér, að ein og ein ritvél stanz- aði sem snöggvast, og að mörg r-------------- ■ ' . I _ ' ' ■ Kaupum hreinar> storar Qg góðar , , j lérEfTsTvSkVr ; ■ i i augu, ýmisleg að lit, störðu á eftir henni. Hún heyrði líka suð af röddum, sem þagnaði sam- stundis, er kona i klæðskera- saumuðum kjól veik til hliðar, til þess að láta hana komast framhjá. Liklega siðameistari skrifstofunnar, hugsaði Kat- hleen og varð nú enn óframfærn ari en áður. Hún vissi af þvi, að gráa dragt in hennar var lagleg í sniðum og hatturinn hennar með glæsilegra móti og nýr. Hún hugsaði: Kannski hefði ég átt að skilja loðkragann eftir heima? En hann var nú ósköp látlaus — bara tvö skinn — og hafði þar að auki verið jólagjöf frá föður hennar. Hún var nú komin stóra sal- inn á enda og sneri til vinstri þar voru opnar dyr og maður, sem öskraði í símann ... — Gott og vel, Murphy, var hann að segja, — ég hef sent hann til þín og þar getur hann svo verið. En næst skaltu fá ann að að heyra . . . Ég ætla ekki að láta ógna mér til að veita þessum misheppnuðu skyldmenn um þínum vinnu. Og þú þarft að kosta upp á vænan steikar- bita. Nei, bjáninn þinn, ekki í belginn á honum heldur á augað í honum. Hann hló um leið og hann lagði símann, en kom þá auga á stúlkuna, sem stóð þarna og beið. — Ó! sagði hann, — komið þér inn, ungfrú Roberts og hallið þér aftur á eftir yður. Hún gerði sem fyrir hana var lagt og settist svo á stólinn, sem hann benti henni á. Skrifstofan var stór og heldur viðhafnarlítil. Stórt skrifborð með alls konar drasli á, járnskápur og bréfa- skápar við vegginn. Mynd af karlmanni gegnt skrifborðinu. . . . Þetta var feitur, dökkleitur maður með loðnar augnabrúnir. Og á veggjunum voru ljósprent- aðar vinnuteikningar. Hann sagði: — Ég hélt þér væruð eldri. Kathleen hallaði sér fram: — Ég er tuttugu og þriggja ára, sagði hún, — og þá vonandi ekki of ung. Hún reyndi að brosa. — Stundum finnst mér ég vera komin vel til ára minna. Hann sagði og horfði fast á hana: — Þér verðið að afsaka óreiðuna hérna inni. Ég lenti i dálitlum stælum, rétt áðan. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Eitthvað verður til að hreyta áformum þínuin í hili. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú verður var við talsverða andspyrnu. Tvíburamir, 21. maí — 20. júni. Forðastu likamlega áraynslu. Krabbinn, 21. júni — 22. júli. Þú verður að athuga sérlega vel ýmsar tilfærslur fjármuna, vegna breytinga. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú verður að ákveða fljótt, hvert verkefni þitt verður, því að hreyt ingar virðast ætla að verða óumflýjanlegar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Smekkvisi i allri umgengni mun verða allra bluta mikllvægust. Vogin, 23. september — 22. október. 1 dag er andspyrna við hvers kyns ráðstöfunum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Spennan eykst ytra og innra. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Vinir og keppinautar eru önnum kafnir i dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Sumt er ekki nógu vel skipulagt. Vertu viðbúinn að breyta um stefnu og fresta dægurbrasi. Sparaðu kraftana. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ef þú ferð siðsamlcga með öll verkefni þin i dag, gctur þú sloppið illindalaust gegnum allt Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Fjármál og fleiri hugðarefni þín raskast eittbvað vegna erfiðra kringumstæðna. Nú fyrst tók hún eftir stól, sem lá á hliðinni og ruslakörf- unni sem hafði gubbað úr sér pappírssneplum, litla borðinu, sem hallaðist út á hlið, og bæk- urnar, sem á því höfðu verið, en lágu nú á gólfinu. Hún sagði, eins og ósjálfrátt: — Ég var búin að sjá útkomuna af þeim stælum! — Ég læt engan mann kúga mig, sagði Pat Bell og hleypti brúnum. Hann hristi höfuðið og brosti til hennar. — Ég kann vel við hann pabba yðar, sagði hann, — hann er ágætis náungi og ég vissi að ég mundi líka kunna vel við dóttur hans. Segið mér eitt- hvað um sjálfa yður. Hún svaraði: — Ég hef ósköp venjulega skólagöngu og er út- skrifuð frá Smithskólanum. Síð- an í verzlunarskóla og svo næst um ár á skrifsiofunni hjá pabba. Ég var þar nú bara vélritari, en hljóp stundum í skarðið, ef einkaritarinn var í fríi eða veik. ur. Ég hef skrifað eftir fyrirlestri og er sæmilega fljót. Og vélrita allvel. Get líka samið bréf sjálf . . . Það er að segja . . . hún hik- aði: — Þegar ég hljóp í skarðið fyrir einkaritarann hans hr. Howards — hann var meðeig- andi pabba — þá sagði hann stundum: — Segðu honum að fara til fjandans, ég vildi ekki tala í þessu samkvæmi þó að milljón dalir væru í boði, og ég hata mannskrattann eins og fjandann sjálfan, og svo skrif- aði ég bréfið þannig, að hr. Ho- ward þætti sér mikill sómi gerð ur með þessu og hve leitt honum þætti . . . o.s.frv. Þér skiljið. — Fullkomlega sagði Patrick Bell og hló. — Haldið þér áfram. Það var nú ekki meira. Nema það, að síðan pabbi fór að vera heima, hef ég séð um einkabréf- in hans. Og auðvitað komst ég vel niður í lagamáli, meðan ég vann á skrifstofunni. — Gott! sagði Bell. — Sjáið þér nú til. Ég hef karlmann, sem sér um allar bréfaskriftir hjá fyrirtækinu og er æfður í öllu hrognamálinu því viðvíkjandi. Það sem ég þarf, er einkaritari, sem hle.vpir réttu fólki inn til mín og bægir óheppilegu fólki frá mér, sér um einkareikning- ana mína, minnir mig á hvenær ég á að senda mömmu blóm og karpa við skólann um reikning- ana hennar litlu systur minnar. Þér skiljið: allt þess háttar. Svo verða náttúrlega viðskiptabréf innan um og saman við, en þó ekki mjög mikið. Jim getur ekki gegnt því öllu og ég kemst ekki til þess. Ég er að flytja yfir ganginn í aðra skrifsofu með herbergi fyrir framan, þar sem þér verðið, ef þér viljið. — Auðvitað vil ég það. Ég vona, að þér lofið mér að reyna mig. — Getið þér komið á mánu- daginn? spurði hann. Það átti þá ekki að afgreiða hana út úr skrifstofunni með glóðarauga, eða neinu þess hátt ar. Hún leit á hann og síðan undan. Þegar hún hafði komið fyrst inn, hafði hún mætt augna tilliti hans, en nú gat hún ekki lengur horfzt í augu við hann. Það var eins og einhver þungi fylgdi því. En hún vissi nú, hvernig hann leit út. Stórvaxinn. Herðabreiður með stórar, sterklegar hendur. Aug- un voru blá og röddin þunglama leg og með einkennilegum hreim . . . líklega frá írsku móðurinni. Hann var næstum of smekklega klæddur, hálsbindið var í sam- ræmi við vasaklútinn og sokkam ir sömuleiðis. Skórnir voru gljá burstaðir og stuttu neglurnar vel hirtar. Hann hafði hvítustu tenn ur, sem hún hafði nokkurn tíma séð og hakan var sterkleg. Hann var líkastur því sem hann væri tíu manna maki að kröftum, og það mátti finna á löngu færi. Hann þurfti ekki einu sinni að hreyfa sig eða tala, til þess að það eins og gripi fyrir kverkar manni, svo að mað ur náði ekki andanum. Hann sagði: — Við höfum ekki enn talað um fjármálahlið- ina. Nú leit hún beint á hann og sagði: — Því verðið þér að ráða, hr. Bell. Ég hef sagt yður hreinskiln islega, hvað ég get gert og hvaða reynslu ég hef. Hún er ekki mikil, en ég held samt, að hún geti verið góð undirstaða. Ég er vandvirk og nákvæm, get tekið skipunum og lært. Pabbi greiddi mér ekki kaup nema rétt að nafninu til. Mér fannst ekki rétt að hafa það neitt meira og hafði það því heldur minna. — Gott. Mér líkar vel við hreinskilnar stúlkur, enda eru þær sjaldgæfar. Ég get borgað yður þrjátíu og fimm til að byrja með. Ef svo eitthvert gagn verð- ur í yður, fáið þér fimmtíu i árs- lok. Hvað segið þér um það? — Það er ríflegt, sagði hún og var alveg hissa. Hann stóð upp. Samtalinu var sýnilega lokið. Kathleen stóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.