Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 3 Loðnuaflinn 396 þús. lestir um helgina — Sigurður aflahæstur I nýútkominni skýrslu Fiski- félags Islands um loðnuveiðarnar í s.l. viku kemur I ljós, að heildar- aflinn frá vertíðarbyrjun var orð- inn 396.369 lestir s.l. laugardags- kvöld, en aflinn I s.l. viku var samtals 46.496 lestir. Þá höfðu 109 skip fengið afla frá vertíðar- byrjun, en I vikulokin var gizkaö á að um helmingur loðnuflotans v^ji hættur veiðum og byrjaður á þorskveiðum. A sama tíma í fyrra varheildaraflinn391.844 lestir, en þá höfðu 136 skip fengið einhvern afla. Aflahæsta skipið er nú Sigurð- ur RE 4 frá Reykjavík með alls 11.678 lestir. Skipstjóri er Krist- björn Árnason, þá kemur Börkur NK-122 frá Neskaupstað með 11.036 lestir. KE, 5837, Grindvíkingur GK, 5787, Óskar Halldórsson RE, 5629, Harpa RE, 5296, Höfrungur III AK, 5212, Skírnir AK, 5079, Albert GK, 4978, Svanur RE, 4962, Magnús NK, 4959, Bjarni Ölafsson AK, 4942, Náttfari ÞH, 4824, Dagfari ÞH, 4802, Sæberg SU, 4755, Halkion VE, 4533, Hrafn Sveinbjarnarson GK, 4311, Helga II RE 4301, Keflvíkingur KE, 4118, Sveinn Sveinbjörnsson NK, 3931, Víðir NK, 3923, Álfta- fell SU, 3903, lsleifur VE, 3849, Sigurbjörg ÓF, 3846, Skógey SF, 3820, Ljósfari ÞH, 3443, Skinney SF, 3234, Arsæll Sigurðsson GK, 3220, Huginn VE, 3168, Víðir AK, 3017, Kristbjörg II VE, 2961, Ar- sæll KE, 2955, Sandafell GK, 2906. Faxi GK, 2888, Olafur Loðnu hefur nú verið landað á 20 stöðum á landinu, auk bræðslu- skipsins Norglobal. Mestu hefur verið landaó i Vestmannaeyjum 71.320 lestum, og í Norglobal hefur verið landað samtals 56.299 lestum. Meðfylgjandi skýrsla er yfir þau skip, sem fengið hafa 1000 lestir eða meira frá því að loðnu- vertið hófst. SIGURÐUR RE, 11678, Börkur NK, 11036, Guðmundur RE, 9624, GIsli Árni RE, 9560, Loftur Bald- vinsson EA, 8665, Súlan EA, 8611, Helga Guðmundsdóttir BA, 7879, Rauðsey AK, 7771, Reykjaborg RE, 7709, Óskar Magnússon AK, 7681, Fífill GK, 7568, Heimir SU, 7384, Faxaborg GK, 7310, Pétur Jónsson RE, 7092, Asberg RE, 7089, Eldborg GK, 6950, Hilmir SU, 6777, Jón Finnsson GK, 6753, Héðinn ÞH, 6637, Gullberg VE, 6492, Þórður Jónasson EA, 6414, Asgeir RE, 6359, Þorsteinn RE, 6310, Jón Garðar GK, 6123, Örn Sigurðsson AK, 2863, Ólafur Magnússon EA, 2692, Arni Sigurður AK, 2668, Húnaröst AK, 2668, Þórkatla II. GK, 2533, Ásver VE, 2479, Arni Magnússon SU, 2451, Bergur VE, 2432, Arnarnes HF, 2376, Gunnar Jónsson VE, 2369, Flosi IS, 2359, Hafrún IS, 2344, Bára GK, 2307, Helga RE, 2266, Hinrik KO, 2236, Grímsey- ingur GK, 2230, Vonin KE, 2229, Hagbarður KE, 2102, Isleifur IV VE, 2063, Sæunn GK, 1894, Vörð- ur ÞH, 1758, Bjarni Ásmundar ÞH, 1668, Bjarnarey VE, 1601, Hamravík KE, 1582, Arney KE, 1493, Þorbjörn II GK, 1482, Þorri ÞH, 1461, Asborg RE, 1395, Gló- faxi VE, 1393, Kópur RE, 1382, Guðrún GK, 1253, Snæfugl SU, 1236, Alsey VE, 1195, Reykjanes GK, 1163, Hæsti löndunarstaðurinn er eins og fyrr segir Vestmannaeyj- ar og síðan Norglobal. A þessari skýrslu má sjá hve miklu magni Framhald á bls. 35 Sigurður á loðnumiðunum í sfðustu viku Ljosm. Mbl.: Sigurgeir Kaupmannahöfn, 17. marz. AP. FINNSKA olíuskipið Enskeri sigldi I dag I fylgd með dönsku herskipi á hægri ferð gegnum EITRAÐUR FARMUR — Finnska olíuskipið Enskeri með hinn ban- væna farm sinn sem það mun losa í Atlantshaf á leið sinni til Persaflóa. Simamynd AP Olla úr Hvassa- fellinu komin út á Grímseyjarsund Siglufirði 17. marz. HÉR hafði verið altalað að aðalvél hins nýja skuttogara Sigluvikur væri mikið gölluð eða ónýt. Skipið hafði legið hér um tíma vegna þessa, en nú hefur skoðunar- maður Lloyds tryggingafélagsins staðfest að ekkert sé að aðalvél- inni og togaranum sé heimilt að sigla á ný. Sigluvík mun halda til veiða á næstunni. Dagný losar hér 80 lestir af fiski í dag og Stálvík á að landa á fimmtudag. Sinfóníutónleikar: „ sk?.:tJjónnr /...rækjub;it'u,im ----------------------------Berghildi tjaði frettaritara Mbl. í ■ ^ • 1 Siglufirði í morgun, að mikil olía 14 ilTl Ipi lT'111* væri nú út um allt Grímseyjar- 1-i-V/JJ.V1AX sund. Rækjubátarnir, sem þar eru r s að veiðum, eru komnir með oliu- ■ 0"W* sk®n utan a s*8> svo Þarna hlýtur VJ ItUll Y Idl að vera allmikið oliumagn, sem ** lekið hefur úr Hvassafellinu. og pólskur stjómandi TÖLFTU reglulegu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða I Háskólabúu næstkomandi fimmtudagskvöld og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi er Robert Satanowski og einleikari er Guðný Guðmundsdóttir. Á efnisskránni eru Leonora, for- leikur nr. 3 eftir Beethoven, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Mozart, Havanaise eftir Saint-Saéns og 9. sinfónía Dvoraks (Nýi heimurinn). Pólski hljómsveitarstjórinn Robert Satanowski vakti strax á sér athygli eftir að hann útskrif- aðist úr tónlistarskólanum í Lodz árið 1951, í fyrstu fyrir sönglög sin og kammertónlist, siðan og í vaxandi mæli fyrir hljómsveitar- stjórn sína. Eftir að hafa farið i hljómleikaferðir um flest lönd Austur- og Vestur-Evrópu var hann ráóinn aóalstjórnandi og Framhald á bls. 35 Tvö innbrot UM helgina var brotizt inn í tvö fyrirtæki við Lækjar- torg, Bókabúð Braga Brynjólfssonar og Lækjár- turninn. Ur bókabúðinni var stolið skiptimynt og ýmsu smádóti þar á meðal auka- lyklum að búðinni, og varð þvi að skipta þar um allar skrár til öryggis. Ur sölu- turninum var stolið sælgæti og skiptimynt. dönsku sundin með banvænan farm af eitruðu úrgangsefni sem verður losað I sunnanvert Atlantshaf. Flugvél danska flughersins flaug lágt yfir olíuskipinu og sveitir almannavarna og strand- gæzlusveitir höfðu uppi viðbúnað þegar skipið nálgaðist með farm sinni, 500 tunnur af kalíumsýrum og arseniki úr oliuhreinsunarstöð olíufélags finnska ríkisins, Neste. Síðar um daginn komu nokkur dönsk herskip á vettvang og þau munu skiptast á um að halda vöró um skipið og fylgja því heilu og höldnu úr danskri lögsögu og út á Norðursjó. Aldrei áður hefur verið fylgzt eins nákvæmlega með skipi hlöðnu úrgangsefnum. „Astæóan er einföld," sagði talsmaður danska umhverfismála- ráðuneytisins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum haft fréttir af slíkum flutningum fyrirfram. Það er blaðafréttum að þakka." Dönsk blöð fylgdust rækilega meó ferðum Enskeri og stað- hæfðu að sennilega ættu sér stað margir slíkir flutningar um dönsku sundin án þess að tekið væri eítir þeim. Talsmaður danska útvegssam- bandsins sagði, að krafizt yrði rannsóknar á málinu og ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir slíka flutninga í framtíðinm, enda væru þeir hættulegir fiskstofnum og þar með neytendum ef slys bæri að höndum. Enskeri fékk seint i gærkvöldi staðfestingu á fyrirmæium um að losa úrgangsefnin á Suður- Atlantshafi, sunnan við miðbaug, 1.000 kílómetra frá ströndum og á um 5.000 metra dýpi. Talsmaður finnska innanrikis- ráðuneytisins sagði, að losun úr- gangsefnanna striddi sennilega ekki gegn finnskum lögum frá 1965 er leggja bann við mengun hafsins. Hins vegar sakaði hann olíufélagið Neste um ofríki þar sem það hefði ekki beðið finnsk yfirvöld um leyfi. Finnska innanrikisráðuneytiö getur ekki skorizt í leikinn í nafni laga til að koma i veg fyrir losun úrgangsefnanna. Lögreglukoná dróst 30—40 metra með bíl TVÆR óeinkennisklæddar lögreglukonur, sem voru á vakt við Klúbbinn aðfarar- nótt s.l. laugardags, urðu varar við ferðir bils, sem þeim þótti aka grunsam- lega hratt. Veittu þær bilnum eftirför og gáfu sig á tal við ökumanninn, sem hafói stoppað bifreið sína utan vegar við Borgartún. Sáu þær fljótt, að ökumaóurinn var undir áhrifum áfengis, drógu upp lögreglumerkin og báðu manninn að koma til blóðmælinga. Öku- maðurinn var í fyrstu heldur van- trúaður á að þarna væru lögreglu- konur á ferð og það var ekki fyrr en önnur þeirra lagði af stað til aó sækia aðstoð að maðurinn virtist átta sig. Skipti engum togum, að hann setti á fulla feró áfram. Var bifreiðin fljót að ná miklum hraða, enda um að ræða kraft- mikla Mercury Comet-bifreið. Önnur lögreglukonan festist vió bílinn og hékk í honum eina 30—40 metra en losnaði þá og skall i götuna og þykir mesta mildi að hún skyldi sleppa ómeidd. Fljótlega kom i ljós hverjum billinn tilheyrði og var nú gerð leit að ökumanninum. Þegar vitað var hver hann hélt sig var frændi hans sendur á staðinn til að tala manninn til en hann fannst þá hvergi, hafði falió sig inni í sk&p. A laugardagskvöldið kom hann svo af sjálfsdáðum til lögregl- unnar og vióurkenndi brot sitt. Eiturskipið siglir undir hervernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.