Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 13 Samþykkjandi þögn: Samræmd vinnsla sjávarafla og veiðar Járnblendisfrumvarpið samþykkt frá efri deild FRUMVARP til laga um járnblendiverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði var afgreitt frá efri deild Alþingis í gær, að viðhöfðu nafnakalli, með 13 atkvæð- um gegn 5; tveir þingmenn vóru fjarverandi. Frum- varpið fer nú til neðri deildar til meðferðar sam- kvæmt þingsköpum. Nafnakall um frumvarp- ið fór sem hér segir: Já sögðu: Oddur Ólafs- son (S), Steinþór Gestsson (S),Ásgeir Bjarnason (F), Albert Guðmundsson (S), Axel Jónsson (S), Eggert G. Þorsteinsson (A), Einar Ágústsson (F), Geir Hall- grímsson (S), Halldór Ás- grímsson (F), Ingi Tryggvason (F), Jón Árna- son (S), Jón Helgason (F) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Nei sögðu: Jón G. Sólnes (S), Ragnar Arnalds (K), Stefán Jónsson (K), Geir Gunnarsson (K) og Helgi F. Seljan (K). Fjarverandi vóru: Jón Ármann Héðinsson (A) og Steingrímur Hermansson (F) en sá síðarnefndi var framsögumaður meirihluta iðnaðarnefndar, er mælti eindregið með samþykkt þess, og talaði þá í 2Vi klst. Ætla má að Jón Ármann Héðinsson hafi einnig ver- ið meðmæltur frumvarp- inu, þar eð fulltrúi Alþýðu- flokksins í iðnaðarnefnd mælti með því, án þess að þingmaðurinn gerði grein fyrir sérafstöðu sinni í mál- inu í umræðum um það. Jón G. Sólnes (S) gerði svohljóóandi grein fyrir at- kvæði sínu. „Ég er ekki mótfallinn stefnu þeirri, sem mörkuð er í frumvarpinu, um að reist verði járnblendiverk- smiðja hér á landi, og að til komi erlend fjárfesting. Hinsvegar tel ég mörg ákvæði samninga sem ráð- gert er að gerðir verði við UNION CARBIDE athuga- verð og orka tvímælis. Ennfremur er ég mótfall- inn þeirri stefnumörkun, sem felst i frumvarpinu, um takmarkalausan „ríkis- kapitalisma“ og einokun ríkisvaldsins í þeim mál- um, að þvi er snertir öflun erlends f jármagns til fram- kvæmda í landinu. Og þar sem ekki hefur, þrátt fyrir eftirleitan, fengizt yfirlýs- ing stjórnvalda um, að ein- staklingum og fyrirtækjum verði tryggður hliðstæður réttur og ríkisvaldið hefur til framkvæmda og fjár- festinga með aðstoð er- lends fjármagns, eftir því sem aðstæður kynna að leyfa, þá segi ég nei.“ FRUMVARPIÐ um samræmda vinnslu og veiðar sjávarafla (þ.e. rækju og skeifisks), sem mestur styr stóð um í neðri deild Alþingis og kailaði þar fram fjölda breyt- ingartillagna, nafnakalla og heit- ar umræður mætti samþykkjandi þögn í efri deild i gær. Matthías Bjarnason (S) sjávar- útvegsráðherra, mælti fyrir frum- varpinu mjög á sama veg og í neðri deild, sem Morgunblaðið rakti þá ítarlega. Aðrir þingmenn tóku ekki til máis og var frum- varpinu vfsað samhljóða til 2. um- ræðu og viðkomandi nefndar. íslandsáhugi hjá Kínverjum KtNVERJAR virðast fylgjast vel með fslenzkum málefnum, ef marka má fréttabréf kínversku fréttastofunnar Hsinhua, sem gefið er út f London. í þessum fréttabréfum hefur þannig tvívegis undanfarið verið skýrt frá atburðum frá íslandi, og í öðru tilfellinu frá þeirri ákvörð- un íslenzkra stjórnvalda að færa fiskveiðilögsöguna úr 50 mílum í 200 mílur á þessu ári. Hinn atburðurinn sem kín- verska fréttastofan segir frá er fundur sovézku hlustunardufl- anna við suðurströnd landsins. Duflunum er lýst og íslenzkir embættismenn bornir fyrir því að þessu tæki séu til að fylgjast með ferðum kafbáta og annarra skipa. í lok fréttarinnar er greint frá því, að það hafi verið íslenzkir bændur sem fundu sovézku njósnatækin. AUGLVSINGASTOM KRtSTtNAW 62.9 Er þessi reitur á þínum tryggingaskjölum ? Það er harla ólíklegt, nema því aðeins að þú skiptir við gagnkvæmt tryggingafélag. Gagnkvæm trygginga- félög greiða tekjuafgang til viðskiptavina sinna. Árið 1974 voru endurgreiðslur til tryggingataka hjá Samvinnutryggingum svo sem hér segir: af lögboðnum húsatryggingum af farmskipatryggingum af ferða- og slysatryggingum af frjálsum ábyrgðatryggingum Samtals kr. 1.653.000.- 1.588.000.- 1.698.000.- 1.496.000.- 6.435.000.- Þeir, sem keyptu ofangreindar tryggingar hjá Samvinnutryggingum 1973, fengu því tölu í þennan reit 1974. Tölu þeim til tekna. SAMVIIXIMJTRYGGirVGAR GT ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.