Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 Beðist afsökunar á myndavíxl Jakob Benediktsson Agústa Kristjánsdóttir Þau leiðu mistök urðu i blaðinu s.l. sunnudag, að röng mynd birt- ist með minningargrein um hjón- in frú Ágústu Kristjánsdóttur og Jakob Benediktsson frá Þorbergs- stöðum. — Myndin, sem birtist þar, var af frú Sigrúnu Guðmundsdóttur og Jóni Jóhannssyni, bónda á Skarði í Dalsmynni. Myndin af Jóni átti að koma með minningargreinum um hann, sem birtast í blaðinu í dag. — Aðstandendur, og þá ekki sízt frú Sigrún Guðmundsdóttir, eru beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. — Minning Pétur Framhald af bls. 27 dauða og nálega þurfkað út mæðradauða á s.l. þrem áratug- um. Árið 1948 sigldi Pétur til Ameríku og dvaldi á sjúkrahús- um í hálft ár. Hafði verið ákveðið rétt fyrir þá för hans að hann tæki við Fæðingardeildinni sem þá var í byggingu vestan Land- spítalans. Hóf hann starf þar sem deildarlæknir er deildin var opn- uð 1949. Skipaður yfirlæknir 1957. Skólastjóri Ljósmæðra- skólans frá 1. jan. 1949. Kennari við læknadeild Háskólans frá sama tima í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Skipaður dósent í þeirri grein 1957 og prófessor 1966. Hann hefur því sl. tæp 27 ár kennt öllum læknastúdentum við Háskóla Islands og ljósmæðra- nemum í Ljósmæðraskóla ís- lands. Þann þátt læknis- fræðinnar, sem varð hans sér- grein. Sem kennari og yfirmaður stórrar stofnunar hvíldi á honum mikil ábyrgð og langur starfsdag- ur. Stimpilklukkur nútímans voru honum ekki að skapi. Hann taldi verkefnin fyrst og fremst vera til úrlausnar meðan nokkuð var eftir af þeim, hvort sem klukkan tilkynnti að venjulegum vinnutíma væri lokió eða ekki. Hann mat vinnusemi annarra, en lagði þó alltaf harðast að sjálfum sér. Af áhugamálum hans var starfið og fræðigreinin i fyrsta sæti. Hann hafði yndi af ferðalög- um og samræmdi þetta tvennt með árlegum ferðum á læknaþing víða um heim. Hann bjó deildina vel af tímaritakosti og bókum og fylgdist svo vel með læknaritum og nýjungum að til fyrirmyndar er. Þessa gætti sérlega við kennslu, sem hann hafði gaman af. Einnig í sambandí við öflun tækjakosts til nýju deildarinnar. Tveirn dögum fyrir andlát sitt ræddi hann við undirritaðan um nýjungar í notkun laser- geislatækis við aðgerðir. „Þetta þurfum við að kynna okkur betur, og sjá hvort kemur að notum i nýju deildinni," sagði hann. Þrátt fyrir sjúkdóm þann, er hann sjálf- ur vissi að gæti þá og þegar leitt til dauða, var hugurinn þó meira bundinn við hvaó fram undan væri i starfinu. Eftir að hafa sl. 15 ár starfað með Pétri á Fæðingardeildinni, notið kunnáttu hans og átt hann að vini, finnst mér torvelt að lýsa hans mikla ævistarfi að verðleik- um. Eitt er þó vist að hans verður ávallt minnst sem brautryðjanda meðal allra þeirra, sem á sama sviði vinna og hann. 1 einkalífi sínu átti Pétur láni að fagna. Hann kvæntist árið 1933 Margréti Einarsdóttur, hjúkrunarkonu, sem hefur verið honum góður félagi og mikils virt- ur lífsförunautur sl. 42 ár. Þrátt fyrir langvarandi sjúkrahúsvistir á liðnum árum, hefur kjarkur hennar verið óbugaður og hefur hún fylgst með starfi manns sins af áhuga allt fram til siðustu sjúkralegu hans. Reiðskólinn VESTRA GELDINGAHOLTI Taki<5 STARFSEMI SKÓLANS Páskavikan 26. — 31. marz. Námskeið fyrir unglinga 14 ára og eldri. Kennsla, hlýðnisæfingar, útreiðar og kvöldvökur. Tímabil April — Maí 2 dagar eða fleiri að vild. Kennsla og upprifjun fyrir áhugafólk um hestamennsku. Vornámskeið 28/5—8/6 1 2 dagsr börn og unglingar 8/6—14/6 7 dagar 14/6—20/6 7 dagar 20/6 — 1 /7 12 dagar. Verið velkomin, sannreynið að samskipti við hestinn og ísl. náttúru er andleg og líkamleg heilsubót. NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900 Allt starfsfólk Fæðingardeildar Landspitalans sendir henni, börn- um þeirra, Hrefnu og Jóni Ármanni, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðjur. Gunnlaugur Snædal. Pétur H. J. Jakobsson, prófessor og yfirlæknir við Fæðingardeild Landspítalans, er látinn. Hann lést aðfaranótt 8. mars síðastliðinn. Mér varð mikið um er ég fékk þessa fregn, morguninn eftir lát hans. Það var svo ótrúlegt. Að þessi hressilegi og lífsglaði maður væri ekki leng- ur á meðal okkar. Ég vissi að hann var veikur, en að endirinn væri svona nærri datt okkur sam- starfsfólki hans ekki i hug. Ég gleymi seint þeim degi er ég sá Pétur H. J. Jakobsson i fyrsta sinn, en það var annan dag októ- bermánaðar 1955, er ég hóf göngu mína í Ljósmæðraskóla Islands, þar sem hann var skólastjóri og aðalkennari og reyndar sá eini ásamt yfirljósmóður Fæðingar- deildar í mörg ár. Siðan hafa bæst við kennarar í Ljósmæðraskóla ís- lands, en skólastjóri var hann til dauðadags og kenndi alla virka daga frá októberbyrjun til maí- loka kl. 8.15 til 9 og aldrei mætti hann öðruvísi en nýrakaður og snyrtur. Fastur liður, stofugang- ur á fæðingar- og sængurkvenna- gangi áður en kennsla hófst kl. 8.15. Enda dáðist ég oft að ár- vekni hans og dugnaði öll þau ár sem ég vann hjá honum. Og engan kennara né yfirmann gæti ég hugsað mér betri en Pétur H. J. Jakobsson var. Hann var mér fræðari og faðir í starfi og undir það er ég viss um að ótal ljósmæð- ur taka. Þvi engum manni á íslenzka ljósmæðrastéttin meira að þakka en Pétri H. J. Jakobs- syni, en hann mun hafa kennt og útskrifað 259 ljósmæðrum frá 1949 er hann tók við skólastjórn Ljósmæðraskóla islands af prófessor Guðmundi Thoroddsen. Það er margs að minnast frá 20 árum. Fyrst sem nemi, er ber óttablandina virðingu fyrir kenn- ara sinum og yfirboðara, síðan ijósmóðir, sem langar til að fræð- ast meira. Og þá stóð ekki á aðstoð né ráðleggingum. Ég er ekki viss um að margir menn eins önnum kafnir og Pétur H. J. Jakobsson var, gæfu sér tfma'til bréfaskrifta fyrir starfsfólk sitt, en slíkur maður var próf. Pétur. Alltaf reiðubúinn til að hjálpa og leið- beina. Og þegar að því kom að ég fór til frekara náms til Englands, skrifaði hann syni sínum og tengdadóttur til að biðja þau að taka á móti mér þegar út kæmi og koma því þannig fyrir að ég gæti dvalist hjá þeim fyrstu vikurnar á meðan ég væri öllu ókunn og að komast inn í málið. Og svona gæti ég lengi talið. Allar hans góðu ráðleggingar, allt það, sem hann kenndi mér, var svo ómetanlegt í starfinu og fyrir það allt langar mig að þakka. Og umhyggja hans fyrir ljós- mæðrastéttinni í heild var alveg- sérstök. Því svo margt annað hvíldi á herðum hans. Enda var hver starfsdagur langur og ekki mældur í klukkustundum. Próf. Pétur H. J. Jakobsson var fjölfróður maður og minnugur. Var unun að heyra hann segja frá ferðum sínum um sitt eigið land og önnur, og öllu þvi sem hann kynntist á þeim ferðum. Þeim kafla er nú lokið. Maður- inn minn og ég sendum eftir- lifandi eiginkonu Péturs H. J. Jakobssonar, frú Margréti Einars- dóttur, og börnum þeirra, Hrefnu og Jóni Ármanni, ásamt fjölskyld- um þeirra hugheilar samúðar- kveójur vegna fráfalls eigin- manns og föður. Guð blessi minningu góðs manns. Kristln I. Tómasdóttir — 2000 Framhald af bls. 23 ári, sem er aukning um 666 millj. kr. miðað við 1973 eða 59.5% Fyrirtækið hefur nú fengið lóð hjá Reykjavíkurborg á Bæjar- hálsi, samtals 3.9 hektara. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi bygging^ arframkvæmda verði um 4.200 fermetrar. Onassis ásamt Jacqueline og Caroline dóttur hennar við brúðkaupið 1968. Útför Onassís gerð í kyrrþey á Skorpios París 17. marz. AP-Reuter-NTB ÁKVEÐIÐ hefur verið að grfski auðjöfurinn Aristoteles Onassis, sem Iézt sl. laugardag, verði jarðsettur á eynni Skorpios síðdegis á morgun, þriðjudag. Ctförin fer fram í kyrrþey, að viðstöddum nán- ustu ættingjum og vinum. Verður hún gerð frá grfsk- kaþólsku kapelfunni á Skorpios, þar sem Onassis gekk að eiga Jacqueline Bouvier — Kennedy fyrrverandi forseta- frú Bandarfkjanna, árið 1968. Onassis verður lagður til hvfld- ar við hlið sonar sína, Alexanders, sem fórst f ffug- slysi fyrir tveimur árum. Prest- ur frá Lefkos, nærliggjandi eyju, jarðsyngur. Meðal þeirra, sem vænzt er við útförina eru börn Jacqueline, John og Caroline, og tengdamóðir hennar fyrrver- andi, Rose Kennedy. Starfsfólk úr fyrirtækjum hins látna er komið til eyjarinnar til að undirbúa útförina og í kvöld eru Jacqueline og Christine, dóttir Onassis, væntanlegar þangað. Sveit lífvarða og öryggislögreglu er einnig þang- að komin til að verja frétta- mönnum og ljósmyndurum að- gang að eyjunni. Lík Onassis verður flutt flugleiðis frá París til Lefkos og þaðan með þyrlu til Skorpios. Jacqueline var í New York, þegar maður hennar lézt í bandaríska sjúkrahúsinu í París, en dóttir hans var hjá honum. Jacqueline kom þangað á sunnudag og hélt eftir stutta viðdvöl í íbúð sinni til sjúkra- hússkapellunnar, þar sem lík- inu hafði verið komið fyrir. Þaðan kom hún aftur i fylgd Christinu. Þessar tvær konur eru nú sagðar auðugustu ógiftu konur heims, þær skipta með sér eign- um hins látna þannig, að Christina fær þrjá fjórðu og Jacqueline fjórðung og er það samkvæmt grískum lögum. Eignir Onassis eru metnar á a.m.k. 600 milljónir dollara, en fyrirtæki, sem hann átti að hluta eða öllu leyti, og voru víðsvegar um heim, eru metin á meira en milljarð dala. I Grikk- landi einu námu eignir Onassis um 50 milljónum dala. Var þar mest um að ræða flugfélagið Olympic Airways, sem ákveðið hefur verið að grfska stjórnin taki við. Var samningum þar að lútandi rétt ólokið, þegar Onassis veiktist fyrir nokkrum vikum, en búizt er við, að þar verði litlu breytt og Christina taki við eigum föður síns þar. Ekki er búizt við, að nein riðlan verði á hinum miklu og flóknu fyrirtækjum Onassis, sem líkt er við heimsveldi, bæði sakir umfangs og hversu víða um heim þau teygja arma sína. Sem dæmi um alþjóðlegt eðli viðskipta Onassis er nefnt oliu- skipið Tinu Onassis, sem er 45.000 lestir. Skipið var smíðað í Þýzkalandi, á því hvíla banda- rísk veðlán, það er tryggt í London, því er stjórnað frá skrifstofu í Monaco, áhöfnin er grísk en það siglir undir fána Líberíu. Flest skip Onassis hafa hins- vegar verið gerð út frá Panama, þar á meðal snekkjan Christ- ina, sem var löngum heimili hans; þar hélt hann veizlur miklar og bauð til sin til hvíldar og skemmtunar heimsfrægu fólki og áhrifamiklu. Aldur Onassis var alltaf nokkuð á huldu. Lengi framan af kvaðst hann fæddur árið 1900, en síðar sagðist hann sjö árum yngri, en hafa logið til um aldur vegna aldurstakmarkana á innflytjendum til Argentinu, þegar hann fluttist þangað. Hann kom þangað bláfátækur eftir að fjölskylda hans hafði hrakizt frá heimabæ hans, Izm- ir 1 Tyrklandi, undan hersveit- um Kemals Atatiirks. Faðir hans hafði verið velefnaður tóbakskaupmaður og fyrstu við- skipti Onassis f Argentínu voru með tóbak. Áhugi hans' á skipaútgerð hófst árið 1930. Þá lágu skipa- flotar verkefnalausir víða um heim og var hægt að kaupa skip fyrir „andvirði Rolls Royce bif- reiðar“, að Onassis sjálfur sagði. Hann heypti fimm skip fyrir 20.000 dali hvert, en kostnaðarverð hvers þeirra hafði verið um 2 millj. dala. Þar með var grundvöllurinn að veldi hans lagður og um það bil er heimsstyrjöldin siðari hófst stóð það traustum fótum. Hann kom manna fyrstur auga á gróðamöguleika oliuskipa og var oft skrefi undan öðrum með smiði stærri og stærri skipa. Þegar Egyptar lokuðu Suez- skurði árið 1956 hafði hann þegar látið smíða allt upp i 250.000 lesta olíuskip og stór- hagnaðist á siglingunum fyrir Afríku. Onassis var tvikvæntur. Við fyrri konu sína, Tinu, sem ól Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.