Morgunblaðið - 18.03.1975, Síða 33

Morgunblaðið - 18.03.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 33 I I 13 Petren á morðingjann. Sem sagt hún nálgast Tommy og hefur falið hnffinn fyrir aftan bak, ég sé hana lyfta hendi í trylltri bræði og — Ég rak upp lágt óp, opnaði aug- un og starði æst á Löving hinn ljóshærða. — Þannig hefur það gengið fyrir sig. Nú skil ég það. Ef maður lyftir hendinni með vopninu upp fyrir höfuðið á sér hefði verið meiri kraftur á stungunni, svo að hnífurinn hlaut að stingast inn í brjóstkassann ofan frá, jafnvel þótt morðinginn væri mun lág- vaxnari en fórnardýrið. Biðið augnablik þá skal ég sýna ykkur það! Og eftir að ég hafði neytt hinn furðu lostna lögreglustjóra til að standa upp, réðst ég á hann með saumaskærum, unz hann stundi því upp móður og másandi að ég hefði rétt fyrir mér og hann gæti ekki fyrirgefið sér bjálfaháttinn að hafa ekki gert sér þetta ljóst strax. Svo horfði hann á mig, hnugginn og lýsti þvi mæðulega yfir að enn hefði bara ekkert fundist sem gæfi neina vísbend- ingu um málið... — Engin fingraför á hníf- skaftinu? — Það lítur ekki út fyrir það.. . Það eru svo margar ójöfnur á skaftinu að erfitt er að segja um það. Og þessi ungfrú Holt virðist líka ekki hafa verið mjúkhent því, þegar hún greip um hníf- inn .... Einar horfði á Anders Löving spyrjandi. — Heldur þú... að það hafi verið að yfirveguðu ráði. Að hún hafi sviðsett þetta til að fá tæki- færi til að eyða fingraförum sem voru fyrir á skaftinu. — Alls ekki, sagði ég ákveðin. — Hvernig svo sem Agneta Holt er, þá er hún að minnsta kosti ekki leikkona. Hún var örvita af sorg... og kannski hefur hún líka verið viti sínu fjær af hræðslu og því held ég hún hafi alls ekki vitað hvað hún var að gera. Við fylgdumst þegjandi með því að Axelsson læknir og tveir menn aðrir gengu framhjá veröndinni og í áttina niður að ánni. Menn- irnir báru tómar börur. .. Þeir gengu hljóðlaust yfir grasflöt- ina... — Ég vildi óska, sagði Einar skyndilega, — að Johannes gæti munað, hvort hann tók hnífinn með inn í gærkvöldi eða skildi hann eftir á veröndinni. — Hann sat hér og var að lesa ritgerðina um Hómer. Og skar upp úr bókinni með hnífnum. Hvar var ritgerðin í morgun? — A litla borðinu í forstofunni. Og ég býst við að hann hafi sjálf- ur skilið hana eftir þar. — Og þú segir, skaut Löving inn í, að þú hafir læst dyrunum út á veröndina um ellefuleytið. Ráðskonan segir mér að aðaldyrn- ar hafi verið læstar... og að gluggar f stofunum hafi ekki ver- ið opnir. — Enginn gluggi nema litli glugginn, sem Thotmes III notaði og var þess vegna hafður opinn. En hann er eins og þú sérð svo *ítill að innum hann kæmist ekki einu sinni kornabarn. — Sérfræðingar okkar verða að athuga málið, þegar þeir hafa lok- ið störfum úti í garðinum. En það er sjálfsagt trúlegast að pró- fessorinn hafi gleymt hnífnum hér á borðinu. Og svo hafi sá fundið hann, sem fór í nætur- heimsókn i garðinn... Eg andvarpaði. — Fólk hér í Skógum hefur sýnilega ýmsar sérkennilegar venjur. Ekki nóg með að það not- ar einkagarð okkar sem eins kon- ar opinberan göngustig, heldur gengur það einnig upp á verönd- ina og tekur muni sem við eigum. — Það gæti hafa verið flæking- ur, sagði Einar og var þó greini- legt að hann trúði ekki á þá kenn- ingu. — Eða þjófur sem hefur orðið hræddur, þegar Tommy hef- ur komið að honum og greip því til þessa ráðs. En þá hefðu slags- málin átt að vera alveg við húsið. Þvi að við getum væntanlega gengið út frá því sem gefnu að Tommy hafi ekki getað gengið þennan spöl með hnífinn í brjóst- inu? — Hann hefur sennilega hnigið niður á staðnum. Það er reyndar ógerlegt að segja til um, hvort hann hefur lent i átökum við einhvern — að minnsta kosti ekki núna. Þetta minnti mig á dálítið, sem ég hafði ekkert svar fengið við: — Hvenær er talið að morðið hafi verið framið? Hvað áleit læknirinn um það? , — Hann er vitaskuld ekki alveg viss. Það er dálitið erfitt að átta sig á hvenær lík hefur byrjaó að stirðna — um það getur reyndum lækni skjátlast. En hann telur að pilturinn hafi látist skömmu eftir miðnætti. Lögreglustjórinn hrukkaði enn- ið hugsandi: — Hvernig er það annars, svefnherbergið ykkar snýr einmitt i vestur? Einar viðurkenndi það, en benti á að morðstaóurinn væri í suð- vestur f því horni garðsins og sæist ekki úr glugganum okkar og að við hefðum heldur ekki heyrt neitt... — Sváfuð þið ekki fyrir opnum glugga? Við kinkuðum kolli og ég sneri giftingarhringnum minum i óðaönn. — Ég býst við því, hélt Löving vægðarlaust áfram, — að á slíkum stað hljóti að ríkja dauðakyrrð milli klukkan ellefu og eitt að nóttu. Hróp eða lágvært piskur Það er hugsanlegt, að ég geti notazt við boltaleiks- manninn. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar ! slma 10-100 kl. 10.30— 11.30, frá mánudegi 'til föstudags. 0 Landshöfðingja- húsið við Lækjargötu Aðfluttur Reykvíkingur skrif- ar: „Góði Velvakandi. Að undanförnu hefur verið hljótt urn húsaröðina umdeildu við Lækjargötu. Eitt dagblaðanna sá þó ástæðu til þess um daginn að birta uin málið heilsiðugrein, mynduin skreytta, þar sein sýnt var ástand húsanna að innan. Síðan „borgarstjórn götunnar" tók sér það fyrir hendur fyrir nokkrum árum að mála framhlið húsaraðarinnar hefur ekkert gerzt í málinu, enda mun þetta vera eitt þeirra vandræðamála, sem enginn veit hvernig á að fara ineð. I utnræddri grein var gainla landlæknishúsið á horni Amtmannsstfg og Lækjargötu ranglega kallað landshöfðingja- húsið. Hér var ekki um prentvillu að ræða, því að nafngiftin var inargendurtekin og húsið aldrei nefnt annað í allri greininni. Mér leiddist þessi vitleysa, svo að ég sé ástæðu til að benda á þetta hér. Landshöfðingjahúsið er allt annað hús, sem ég hélt nú reynd- ar að allir vissu. Það stendur við Skálholtsstig og er sérkennilegt m.a. fyrir það að á þvi er turn með næpulaga þaki. Siðan ég man eftir hefur það hús aldrei verið kallað annað en landshöfðingjahús, enda hafði landshöfðinginn þar aðsetur sitt. Á siðari áruin hefur þetta gainla og virðulega hús hins vegar stunduin verið kallað Næpan, og ég tel iniður farið ef þetta nafn ætlar að fara að festast við húsið. % Nýju fötin keisarans En svo ég snúi inér aftur að húsaröðinni, þá fer verndun hennar að verða býsna hlægileg. Síðan borin var inálning á frain- hlið húsanna hefur verið þolan- legt að horfa á þau frá þessari hlið, en þetta er eins og ineð nýju fötin keisarans þvi að þrátt fyrir fagurlega máluð andlit, eru húsin auðvitað ekki annað en hreysi, sem stinga i stúf við umhverfið. Mér finnst ástæðulaust að vera að halda upp á þetta því að nóg er til af húsum á íslandi, sem byggð voru á sama tiina, auk þess sein samræmi í röðinni er ekki fyrir hendi. Hins vegar mætti vel flytja húsin, a.in.k. sum þeirra upp í Arbæ og velja þeim þar hæfi- legan stað. Suinir hafá haldið því fram, að þarna væri eina sam- fell'da húsaröðin í Reykjavík frá þessum tíma, og telja að þetta réttlæti það, að húsin eigi að standa þarna uin aldur og ævi, en þetta er hæpið, þar sein húsin eru einmitt sundurleit að gerð, og nægir að benda á Giinli i því sam- bandi. Hins vegar er sjálfsagt að reyna að gera húsuin þessum til góða og reyna að gera við þau ef ætlunin er að halda upp á þau, en að láta þau standa eins og nú er til lang- fraina finnst inér hið mesta óráð. Reykvíkingar eiga nú prýðilegt ininjasafn i Árbæ. Þar hefur ein- initt verið komið fyrir inörgum gömluin húsum og inyndu Lækjargötuhúsin sóina sér þar vel. Nú liður ár eftir ár án þess að ekkert sé að gert og á meðan drabbast húsin niður og erfiðara og dýrara verður að gera við þau ineð hverju misserinu sem líður. Annars er vist inörguin inálið skyldara en mér þvi að ég er ekki borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, en ég hef gaman af götnlu dóti og vil að vel sé ineð það farið.“ Hér endar bréfið, en kannski hafa suinir vaknað upp við vondan drauin, sein héldu að mál- ið væri útrætt fyrir löngu. Svo virðist ekki vera, og hver veit nerna góðir inenn taki sér pensil í hönd ineð vorinu og flikki upp á bakhliðar og innviði húsanna. % Áburður úr jökulleir Þórður Einarsson, Dunhaga 15, skrifar: „Með aukinni ræktun og auk- inni beit á ræktað land, þá telst bændum til, að þeir þurfi að flytja inn tilbúinn áburð fyrir hundruð inilljóna króna, sein rik- ið hefur ekki gjaldeyri fyrir, eftir því útliti, sein er á verðlagi á útflutningsvöruin okkar. Á Alþingi hefur verið lagt fram fruinvarp til laga um byggingu nýrrar áburðarverksmiðju, sem á að bæta úr brýnustu þörfuin. Hins vegar má ölluin vera það ljóst, að notkun á tilbúnum áburði er neyðarúrræði, því hús- dýraáburðar gætir tiltölulega lítió i hinni miklu ræktun og áburðar- þörf. í janúar i fyrra skrifaði ég siná- grein i Mbl. undir nafninu „Aburðarvinnsla úr jökulleir", og benti ég þar á hið mikla frjóinagn, sein jökulvötnin bæru til sjávar, enguin til gagns. Ég taldi, að hér væru verkefni fyrir visindainenn og rannsóknastofur, en þvi miður hefur ekkert heyrzt frá þeim. Ég bjóst við, að til þess að ná áburðarefnunuin úr jökulleirnum þyrfti margbrotín áhöld og mikla vísindamennsku, en ég er nú kominn á aðra skoðun. Ég held, að bændur geti fundið lausnina sjálfir. Ég man nú eftir því að þegar ég var fyrir austan, þá var inykjan þvegin út, eins og kallað var, og skvett síðan sein jafnast yfir tún ið, þegar þurrkar höfðu gengið eða inenn voru knappir með áburð. Það hlýtur að vera hægt að fa fljótvirk áhöld til að vatnsblanda jökulleirinn og dreifa svo áburðarblöndunni yfir túnið. Með því fengi túnið ef til vill þa áveitu, sem nægði gróðrinum, en fyrst þarf að láta efnagreina leir inn og ganga úr skugga um, að hann hafi tilskilin áburðarefni. Ég veit að bændur hafa fra aldaöðli haft trú á jökulvatns áveitum og hafa það enn. T.d. var grein i Þjóðviljanum 31. des. s.l Þar segir Jóhann Þorsteinsson bóndi á Sandseli in.a.: „Ég er ekk ert hræddur við skeinmdir á tún um eða girðinguin. Sú leðja, sem berst ineð ánni upp á túnið er ágætur áburður, ef hún er ekki o inikil, og ég óttast það ekki að þessu sinni." Þetta segir bóndinn, sein árlega eða injög oft hefur kynnz Skaftárhlaupum. Frjómagnið jökulleðjunni er svo inikið, að bóndinn fagnar þvi að fá hana upp á túnið sitt, — leðjan iná bara ekki vera of inikil. Mér finnst, að með allri þeirr tækni, sem menn ráða nú yfir ættu nú að vera tiltæk ráð að notfæra sér jökulleðjuna ti áburðar og spara á þann hát inilljónir i erlenduin gjaldeyri, og jafnframt að bjarga islenzkr ræktun frá voða vegna of mikilla notkunar á erlendum áburði. Mér finnst að bændur ættu a sýna þessu ináli áhuga og sýn með því hvað þeim sjálfuin e fyrir beztu. 11. marz 1975, Þórður Einarsson, Dunhaga 15.“ Hótelrekstri í Bifröst hætt AKVEÐIÐ hefur verið að hætta hótelrekstri í Bifröst f Borgar- firði, en þar verður framvegis sumarheimili fyrir samvinnu- menn, að því er segir f fréttatil- kynningu frá Sambandi fsl. sam- vinnufélaga. Sumarhótel hefur verið starf- rækt i Bifröst frá árinu f955, en á vetrum er þar Samvinnuskólinn. Fyrirhugað er aó sumarheim- ilió verði opnað i júníbyrjun, en áður verða gerðar nokkrar breyt- ingar á eldhúsi og borðsal með það fyrir augum, að framleiðsla verði fljótlegri og ódýrari. Félagsfólk og starfsfólk kaup- félaga, SlS og samstarfsfyrir- tækja þess mun hafa forgang aó sumardvöl í Bifröst. Forstöðu- maður verður Guðmundur Arn- aldsson kennari. JHorgimblnbtþ nucLvsincnR Vestur-þýzkur öryggisstóll fyrir börn. Teg: 6075. Hallanlegur, svo að barnið getur auðveldlega sofið í honum. Öryggisstóllinn sænski Mest seldi bilstóllinn á Norurlöndum. Royale barnakerrur Teg: ZODIAC 14" hjól Royale barnakerrur Teg: SATURN 12“ hjól. Mjög hagstætt verð. Leikfangaver, Klapparstíg 40. Sími 12631.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.