Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 Margrét J. Björns- son kennari—Minning Fædd 1. ágúst 1920 Dáin 7. mars 1975 I dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Margrétar J. Björns- son, sem andaðist 7. þ.m. Margrét var fædd í Reykjavík 1. ág. 1920, og hafði því ekki náð 55 ára aldri er hún lést. Fullu nafni hét hún Margrét Pálína Lilja Jónsdóttir, en ég rek ekki ættir hennar hér í þessum fáu kveðju- orðum. Það munu aðrir kunnugri gera. Margrét tók gagnfræðapróf frá Flensborgarskólanum 1 Hafnar- firði og þremur árum síðar, eða 1943, lauk hún kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands. Þá dvaldi hún um skeið í Sviþjóð við fram- haldsnám í teikningu. Arið 1950 giftist Margrét Gunnlaugi Björnssyni bankafull- trúa. Eignuðust þau hjónin tvær dætur, Júlíu og Margréti, sem nú eru báðar giftar og búsettar í Reykjavík og Hafnarfirði. Það mun hafa verið upp úr 1960, sem fundum okkar Mar- grétar bar fyrst saman, en þá hóf hún kennslu við Hliðaskólann 1 Reykjavík. Síðan varð hún fastur kennari við skólann og starfaði þar til dauðadags. Aður hafði hún verið kennari í þrjú ár við Laugarnesskólann. Margrét var einstaklega góður samstarfsmaður og félagi, glað- sinna og skemmtileg. Hún var samviskusöm og hjálpfús og vildi leysa hvern þann vanda, sem í hennar valdi stóð. Þótt Margrét hefði barnaupp- eldi og húsmóðurstörfum að gegna á heimili sínu, rækti hún kennslustarf sitt af stakri kost- gæfni og áhuga. Hún setti sig aldrei úr færi að sækja námskeið og fylgjast með nýjungum i kennslu og kennslutækni. Aðalkennslugreinar Margrétar var teiknun og föndur. Hún var mjög hagvirk og listfeng, og má segja, að allt, sem hún snerti á, léki í höndunum á henni. A síðustu árum kynnti Margrét sér nýja námsgrein, svonefnda „dramik" eða leikræna tjánijagu. Nemendum er kennt að túlka með látbragðsleik og hreyfingum ein- um saman ýmis algeng fyrirbrigði og jafnvel sögur og ævintýri. 1 þessari vandmeðförnu en skemmtilegu námsgrein naut Margrét sín sérstaklega vel. Sjálf hafði hún óvenjulega fagra og blæbrigðaríka rödd, og var gædd leikhæfileikum og hugarflugi í rtkum mæli. Hún hafði líka lag á að hrífa nemendur með sér i kennslunni svo þeir gleymdu stund og stað. Margrét hafði um árabil unnið 1 tómstundum sínum við brúðuleik- hús. Ogþaðvarekkinógmeð, að hún gerði brúðurnar, búningana og leiktjöldin, heldur samdi hún líka sjálf sum leikritin eða ævin- týrin, sem hún flutti og sýndi. Svo listræn og fjölhæf var Margrét. Árlega á litlu jólunum sýndi Margrét brúðuleikrit yngstu bekkjum skólans við mikla hrifn- ingu ungu kynslóðarinnar. A síð- ustu jólum fór ég með 3ja ára gamlan dótturson minn á jóla- skemmtun í skólanum. Brúðuleik- húsið hennar Margrétar varð hon- um undur og opinberun. Næstu daga minntist hann oft á, að hann vildi fara aftur í Hlíðaskólann og sjá brúðuleikhús. Þannig getur enginn heillað börnin nema sá, sem á gott og göfugt hjarta og gæddur er þeim undraverða eiginleika að geta stigið yfir þröskuldinn, sem aðskilur heim barnanna frá veröld hinna full- orðnu. Nokkrum sinnum sýndi Mar- grét brúðuleikrit í barnatíma sjónvarpsins og að minnsta kosti tvær barnabækur gaf hún út, „Ása sjö ára" og „Tröllið og svarta kisa“. Margrét J. Björnsson var lista- maður þótt aldrei hlyti hún lista- mannalaun eða aðra opinbera viðurkenningu. En hún uppskar í ríkum mæli það, sem er margfalt sinnum meira virði, gleðibros og bjartan ljóma í barnsauga. Þakklátir hugir munu fylgja henni á leið til ókunna landsins. Ég votta eftirlifandi eigin- manni, dætrum, barnabörnum, tengdasonum og öðrum ástvinum innilegustu samúð mína. Megi minningin um góða og mikilhæfa konu vera huggun harmi gegn. Ármann Kr. Einarsson. Harmafregnin um brottför Mar- grétar barst mér aðeins stundu eftir lát hennar, en daginn áður bað hún mig fyrir kveðjur til sam- starfsfólks i Hlíðaskóla, þá mjög þungt haldin. Við höfðum fylgst með heilsu hennar um nokkurt skeið en sein- asta mánuðinn fór ekki milli mála hvert stefndi. Það eru nokkur ár liðin síðan Margrét kenndi þess sjúkdóms, sem nú hefur borið of- urliði mannkostakonu.félaga og samstarfsmann um árabil. Með henni er horfih af sviðinu sérstæð og á margvíslegan hátt fágæt persóna, sem vann sér einlæga aðdáun og vináttu allra þeirra er nutu samfylgdar hennar. Lífsgleði, starfsvilji, góðvild og hjálpsemi voru eiginleikar, sem við fengum svo ríkulega að kynn ast og njóta i 14 ára samfylgd í Hlíðaskóla og skal því engan undra þótt erfitt reynist að nefna eitt öðru fremur. Margrét var listhneigð svo af bar enda hneigðist starf hennar í skólanum að þeim þáttum skóla- starfsins, þar sem sköpun og hug- myndaauðgi hennar fengu notið sín. Hún hafði yndi af öllu fögru, jafnt í náttúrunni sem i mann- fólki og ekkert smádýr í vanda var henni óviðkomandi. Samstarfsfólkið minnist ferða- laga um ókunnar slóðir innan lands og utan undanfarin ár, en í þær lét Margrét sig aldrei vanta. I þeim ferðumogágleði-og alvöru stundum i skólanum var hún ætíð þátttakandi af lífi og sál, ómiss- andi hlekkur í okkar litla en nota- lega samfélagi. Þar sem Margrét var, var ætíð eitthvað skemmtilegt að gerast. Frásagnir hennar af atburðum i fjarlægum heimsálfum eða af hinu einfalda og hversdagslega i næsta umhverfi fengu á sig ævin- týrablæ og menn hlustuðu ósjálf- rátt. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun, að þær stundir verða ekki fleiri. Margrét átti sér sérstök hugðar- efni í skólastarfinu, sem hún Sinnti af dugnaði meðan starfs- þrek entist og mun nafn hennar tengt vissum þáttum þess um langan aldur. Á ég þar við notkun brúðuleikhúss og leikrænnar tjáningar í skólastarfinu. Var hán m.a. einn af stofnendum Félags kennara um leikræna tjáningu á s.l. hausti og kosinn fyrsti formað- ur þess. Fram til jóla vann hún af kappi með leikræna tjáningu meðal yngri nemenda skólans. Þar var timi gleði og ánægju, unnið mark- visst að auknum þroska og vellíð- an uppvaxandi kynslóðar. Eitt sið- asta verk hennar i skólanum var unnið á „Litlu jólunum“, er hún sagði 6, 7 og 8 ára börnum ævin- týri með aðstoð leikbrúða af þeirri snilld að fáir geta eftir leik- ið og svo hafði verið flest jólin frá því hún kom til skólans. Hliðaskóli hefur misst ágaétan starfskraft og starfsfólk góðan fé- laga. Aðrir eiga þó um sárar að binda. Sem eiginkona og móðir átti Margrét fáar sínar líkarogfengum við í skólanum tækifæri til að sjá og kynnast þvi nána vinátlusam- bandi er rikti í fjölskyldunni og hefur Margrét átt þar drjúgan hlut að máli. Eiginmanni hennar, Gunnlaugi Björnssyni, dætrunum tveim, Júlíu og Margréti Lindu, og fjöl- skyldum þeirra votta ég dýpstu samúð starfsfólks Hlíðaskóla en ég veit að Ijúfar minningar munu lina sára sorg þeirra. Ásgeir Guðniundsson. Kg fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. lVIeð innri augum mfnum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þfnum ástareldi fá allir heimar Ijós. Með söknuði sest ég niður og skrifa hér nokkur fátækleg minningarorð um Lillu. Ég minn- ist svo margra ánægjustunda úr dalnum okkar fyrir vestan. Eg man alltaf er ég sá hana i fyrsta sinn hve hrifin ég var af lífsfjöri og yndisþokka hennar. Við í Ung mennafélaginu Skildi höfðum efnt til skemmtunar um sumarið og hún kom þá i fyrsta sinn í Selárdalinn sem varð henni svo kær, og er okkur öllum sem þar höfum verið. Ég var svo lánsöm að kynnast Margréti þá strax, og S. Helgason hf. STEINIÐJA einhoiti 4 Símar 26677 og 14254 útfaraskreytingar blómouol Groðurhúsió v/Sigtun simi 36779 t Faðir okkar, RAGNAR KRISTJÁNSSON, varð bráðkvaddur á heimili dóttur sinnar, Vorsabæ 4, Reykjavík, laugardaginn 15. marz. Börn hins látna. t Sonur minn, bróðir okkar og mágur. ARNÓR AUÐUNSSON, lést á Landspítalanum 1 6 þ m Auðunn Bragi Sveinsson Sveinn Auðunsson Erika Steinman Kristín Auðunsdóttir Haukur Ágústsson Emil Auðunsson Ólafur Auðunsson. t Móðir mín og fósturmóðir, ÞÓRA FRÍMANNSDÓTTIR frá Skagaströnd, Þórólfsgötu 5, Hafnarfirði. andaðist að St. Jósefsspítala Hafnarfirði 1 5 þ.m Fyrir hönd vandamanna Aðalheiður Frimannsdóttir, Eðvarð Ragnarsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn, JÓSEP RAGNAR HEIÐBERG, stórkaupmaður, Laufásvegi 2a, lézt að heimili sinu aðfararnótt 1 4. marz s.l. Valborg Maria Heiðberg og börn, Þórey Heiðberg. t Maðurinn minn, JÓN GUÐMUNDSSON, sölumaður, Álfheimum 31, varð bráðkvaddur að morgni 1 6 þ.m Fyrir hönd barna okkar Halldóra Víglundsdóttir. t Móðir okkar, tendamóðir, systir og amma, SIGRÍÐUR MÖLLER, Langholtsvegi 133 Reykjavik, sem lést i Landspitalanum að kveldi 6 marz s I verður jarðsungin miðvikudaginn 19 marz n.k kl 3 e.h. frá Fossvogskirkju Blóm og kransar afþakkað, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess Olgeir Möller, Sigriður V. Ingimarsdóttir, Páll Andreasson, Guðriður Björgvinsdóttir, Gréta Mörk, Ragnheiður Möller, Hanna Möller og barnabörn. Útför móður okkar t GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 1 9. þ.m. kl. 1.30 e h. Ragnhildur Guðmundsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Móðir mín t SIGRÚN BJARNADÓTTIR, Sólvallagötu 39 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. marz kl. 10 30 Anna Ólafsdóttir. t Minningarathöfn um, GUDRÍÐI MAGNÚSDÓTTUR frá Góustöðum, ísafirði, er andaðist í Borgarspítalanum 15. þ.m., fer fram í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 19. marz kl. 11 f.h. Jarðað verður frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 22. þ m. Synir og fósturdóttir. t UNNUR O. JÓNSDÓTTIR kennari, Miðbraut 21, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. mars kl 10 30 Agnes Guðfinnsdóttir Björn Jónsson Guðrún Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.