Morgunblaðið - 18.03.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.03.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 7 Siðferði og þjónar dönsku kirkjunnar 28 ár eru liðin frá þv! að danska kirkjan veitti konum heim ild til að gegna prestsþjónustu, og hefur það yfirleitt gengið vand- ræðalaust, en nú eru kirkjuyfir- völd ! vanda stödd. Ástæðan er sú, að ógiftur kvenprestur á von á barni, og eru menn ekki á einu máli um, hvernig bregðast skuli við. Séra Gitte Berg, presturinn sem ! hlut á, komst á forsíður danskra blaða, er hún hafði lýst yfir stuðn- ingi sínum við séra Erik Bock, sem kirkjuyfirvöldin hafa viljað þvinga til að ganga að eiga konu þá, sem hann býr með, og hefur alið hon- um börn. „Ég hefði getað fengið fóstur- eyðingu, og þar með hefði málið verið leyst, en ég blygðast min siður fyrir að fæða barn mitt, óskilgetið, heldur en láta fram- kvæma á mér fóstureyðingu," sagði hún nýlega ! viðtali við danskt dagblað. Hneykslið varðandi ófríska prestinn þykir að sinu leyti hjákát legt og hefur vakið almenna athygli, en samt sem áður er séra Bock meiri hneykslunarhella og hefur valdið þyngri áhyggjum. Sambands rikis og kirkju i Dan- mörku er mjög náið sem og i öðrum norrænum löndum og á rætur að rekja til þess tima, er einungis prestsembætti stóð menntunargjörnum mönnum úr borgarastétt til boða. Þannig fer þingið með æðsta yfirvald i kirkju- málum. Séra Bock er hálfgert vand- ræðabarn innan dönsku kirkjunn- ar. Hann er sóknarprestur i Nörre- bro i Kaupmannahöfn, þar sem rikir fátækt og volæði, ólikt þvi sem viðast hvar er i velferðarrik- inu Danmörk. Þar hefur hann reynt að gera þjóðkirkjuna að raunverulegri kirkju fólksins. Hann hefur ennfremur gengið til liðs við hreyfingu hippa og strokubarna, sem setzt hafa að i hippahverfinu Kristjaniu. Hann hefur verið leiddur fyrir biskup sinn og embættismenn i kirkju- málaráðuneytinu vegna náins samgangs við eiturlyfjaneytendur, THE OBSERVER JJf^s ____________t *______________ kynvillinga og önnur olnbogabörn þjóðfélagsins. Kirkjumálaráðuneytið hefur sent séra Bock bréf, þar sem hon- um er fyrirskipað að ganga þegar í stað að eiga sambýliskonu sína og barnsmóður. Að öðrum kosti er honum gert að víkja úr þjónustu kirkjunnar. Bock svaraði þessu blátt áfram á þá lund, að hann hefði hvenær sem væri getað gengið i heilagt hjónaband með konu sinni, en hann ætlaði sér bara ekki að gera það. Hann kveðst þegar hafa hlotið hjónavígslu innan „alheimskirkj- unnar" í Kristjaníu, og það telur hann fullnægjandi athöfn. Hin danska lútherska kirkja virðist að sumu leyti harla ósveigj- anleg, en eigi að síður hefur prestafélagið snúizt á sveif með séra Bock. Prestarnir segja, að kirkjan hafi vígt hann til prests- starfa, og einkalíf hans komi mál- inu ekkert við. Þeir benda á, að við prestsvígsluna hafi hann ein- ungis heitið því að vera sóknar- börnum sínum gott fordæmi. Hjónabandsmál hans hafi á engan hátt borið á góma. Jörgen Peder Hansen er kirkju- málaráðherra i hinni nýju minni- hlutastjórn Sósíaldemókrata í Danmörku, og ekki er talið líklegt, að hann beiti sér i máli þessu á næstunni. Það er í nógu öðru að snúast í dönskum stjórnmálum um þessar mundir skömmu eftir kosningar og stjórnarkreppu. Það gæti líka verið erfitt að ákvarða, hversu langt prestar mega ganga í því að hegða sér eins og aðrir dauðlegir menn, ekki sízt núna, þegar kirkjunnar þjónn hefur ný- lega lagt niður stjórnartauma. Siðasti forsætisráðherra Dana var séra Paul Hartling. Hansen ráðherra hefur um langa hrið starfað við dönsku toll- gæzluna, og mætti ætla, að hann hefði einhverjar hugmyndir um, hvar setja ætti mörkin. En þar sem einnig hefur komið í hans hlut að sinna málefnum Grænlands, sem eru mjög viðamikil, er ólíklegt, að hann einbeiti sér að því að setja reglur um rétta og ranga hegðun presta, og kveða á um, hvort prestar megi vera ófrískir eða i óvígðri sambúð. Þvi er þess að vænta að biskuparnir sitji uppi með hinar siðferðislegu byrðar. Konur hvattar til uppreisnar Húsmæður, byltingin er i nánd. Þið hafið engu að tapa öðru en viskastykkjum og afþurrkunarklút um. Vanþakklátustu störf í heimi, — húsverkin, munu innan tiðar verða metin í réttu Ijósi, og þá mun verða breyting á högum hús- mæðra. Þett snjalla heróp og hvatning um að rísa úr öskustó, kemur frá laglegri, þritugri hús- móðir i London. Hún heitir Ann Oakley, og vill ekki hafa það, að menn titli hana sem frú. Hún er mjög eindregin kvenréttindakona i þjóðfélagi karl- manna, sem hún kallar svo. Hún berst hvað ákafast gegn þeim hugsunarhætti, að heimilis- störf séu sérstök viðfangsefni kvenna og tilheyri þeim einum. „Hver er það sem segir, að konur eigi að sjá um uppþvott, þrif og matseld?" spyr hún. „Það eru auðvitað karlmennirnir, og mál er til komið að það breytist." Hún segir, að karlmenn vilji al- mennt engan þátt taka i heimilis- störfunum, en neiti jafnframt að viðurkenna, hvilik hörmungar- vinna þetta sé. Hún hefur kafað rækilega ofan i þetta viðfangsefni, og hefur nú gefið út fræðilega bók. þar sem þvi eru gerð skil. Bókin ber heitið: „ Heimilisstörf í félagslegu samhengi", og er uppistaða hennar doktorsritgerð. sem Ann Oakley vann að, en hún er sem sé doktor i þjóðfélagsfræð- um auk þess að vera húsmóðir. Bókin er afar fræðileg, eins og áður segir, og venjuleg húsmóðir þyrfti að taka sér vikuhlé frá störf- um til að melta hana. En hér á eftir fara í hnotskurn skoðanir Ann á húsverkum. Húsmóðir er yfirleitt mjög óhress yfir starfi slnu. Það er ekk- ert eðlilegra. Þetta er vanþakklát- asta starf i heimi. En hún þarf að gera sér grein fyrir þessu án þess að blygðast sín. Niðurlæging og óánægja húsmæðra er sök þjóðfé- lagsins en ekki þeirra sjálfra. Margar húsmæður telja, að það sé eitthvað athugavert við þær, af þvi að þeim gengur illa að sætta sig við hlutskipti sitt. En það er ekkert að þeim. heldur þurfa þær að gjalda rangra þjóðfélagsskipan- ar. Ann byggir þessar niðurstöður sinar á viðtölum við 40 húsmæður í London og á afstöðu þeirra til heimilisverka. Hún hafði komizt að raun um, að enginn hafði gert þjóðfélagslega rannsókn á hús- móðurstarfi, eins og gert hafði verið við mörg önnur störf, og taldi mál til komið. að úr þvi yrði bætt. Ekkert af þvi. sem hún rakst á i könnunum þessum, kemur konum á óvart, en hins vegar telur hún, eða vonar öllu heldur, að ýmislegt þar að lútandi geti ýtt við karlmönnum og fengið þá til að endurskoða afstöðu sina til hús- verka. „Ég varð þess meðal annars áskynja," segir hún, ,,að vinnu- vika húsmæðra er að meðaltali 77 klukkustundir. Þetta starf er drep- leiðinlegt og þreytandi, sifelldar endurtekningar og aldrei sér högg á vatni. En það sem er verst við húsmóðurstarf er það, að það er ákaflega einangrað. Húsmæður þjást af ótrúlegri einmanakennd." 85% brezkra kvenna eru hús- mæður. þannig að vandamálið er víðfeðmt. Ann Oakley hvetur hús- mæður til að bregðast við vandan- um á eftirfarandi hátt: „Umfram allt á húsmóðirin að gera sér grein fyrir þvi. að það er ekkert við hana sjálfa að athuga. Það er starfið en ekki hún sjálf, sem er litilmótleg. Og þetta er ekki hlutskipti, sem hún hlaut i vöggugjöf, af þvi að hún var kvenkyns. heldur er þetta starf, sem fólk á að vinna i sam einingu. Það á einnig að gera hús- verk eins auðveld og kostur er. Ef húsmæður gætu byrjað á þvi að gera sér grein fyrir þessum stað reyndum, er það þó nokkuð i átt ina." Og hún hefur einnig fram að færa tillögur um, hvernig brezkir karlmenn geti tekið þátt i heimilis störfunum. „Þeir gætu reynt að haga vinnu sinni þannig, að þeir geti verið meira heim," segir hún. „Margir karlmenn gætu starfs sins vegna verið meira heima en þey kjósa visvitandi, þvi að sum störf eru þess eðlis að hægt er að sinna þeim heima við. Þannig gæfist þeim kostur á að létta undir með konum sínum á ýmsan hátt, þegar tóm gæfist til. Þá eru fjölmargir menn, sem telja sig þurfa að sinna aukastörf um til að framfleyta heimilinu, en þeir gætu látið konurnar um auka störfin, en verið sjálfir heima og tekið að sér nauðsynlegustu heim ilisstörfin." En þótt Ann Oakley sé gallhörð kvenréttindakona, viðurkennir hún, að fullkomið jafnrétti náist ekki með þessari kynslóð. Það er næsta kynslóð. sem á að njóta góðs af rannsóknum hennar og hugmyndum. „Byrjið strax aí kenna börnum ykkar," segir hún „Segið þeim, að heimilisstörf séu skitverk en verði skárri, ef fólk vinnur þau í sameiningu Segið þeim, að það sé þjóðfélagslegur misskilningur, að konur einar eig að sinna þessum störfum." Springdýnur Tökum að okkúr að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. Brotamálmur Kaupi allan brotamál langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Sími 25891. Rennilásar og happar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun Sími 1 4483. JBörgunblatiit* nucivsincRR ^Ur>«22480 Þjálfari óskast Ungmennafélagið Einherjar, Vopnafirði óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir sumarið '75. Uppl. gefur Gunnlaugur Ólafsson í sima 97- 3235 Vopnafirði. Norton-T riumph-BS A bifhjólaeigendur vinsamlega athugið: Um leið og vér þökkum viðskipti á liðnum árum, þá tilkynnum vér, að V élhj ólav erzlun Hannes Olafsson, DUNHAGA 23, REYKJAVÍK, hefur nú tekið við allri varahlutaþjónustu í ofangreind hjól. FÁLKINN ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA k E.TH.MATHIE STRANDGÖTU 1 — Veraldarsagan 2. bindi Veraldarsögu Fjölva kemur út síðar i mánuðinum Takmörk- uðum fjölda einstaklinga, skóla og stofnana er gef- inn kostur á áskrift á hag- stæðu verði, sem gildir til útkomudags. Upplýsingar veittar, ef þér klippið út seðilinn og sendið hann til Fjölva. Síðustu forvöð Til Fjölva, Pósthólf 624, Reykjavík Eg undirritaður óska upplýsinga um áskrift á hag- stæðu verði að Veraldarsögu Fjölva. Nafn Heimilisfang

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.