Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 SR. JONAS GISLASON: Náungakærleikurinn i. A fórnarviku vil) kirkjan enn minna okkur á skyldur okkar sem kristinna manna. Jesús Kristur sagði, að æðst boðoróanna væri tvöfalda kærleiksboðorðið um elskuna til Guðs og náungans. Okkur mönnunum er ekki eðlis- lægt að auósýna öðrum kærleika en okkur sjálfum og þegar bezt lætur fámennum hópi nánustu ástvina okkar. Neyð snertir okkur þá dýpst, þegar hún ber að dyrum okkar sjálfra og þeirra sem standa okkur næst. Jesús Kristur talar mikið um synd okkar manna. Hefur þú gjört þeir grein fyrir, í hverju synd mannsins raunverulega er fólgin? Hún er fólgin i eigingirni okkar. Okkur er svo tamt aó miða allt við okkur sjálf og eigin hag. Við erum sjálf miðdepill þess heims, sem við skynjum. Þess vegna viljum við jafnvel setja okkur ofar sjálfum skaparanum, láta hann lúta vilja okkar og boð- um, í stað þess að við beygjum okkur fyrir vilja hans. Hljótum við ekki öll að viður- kenna, að okkur er erfitt að sýna náunganum sama kærleika sem við berum til okkar sjálfra. II. Hér vill kirkjan enn á föstunni minna okkur á skyldur okkar kristinna manna viö það samfé- lag, sem við lifum í. Við getum ekki horft á neyð náungans, án þess að hún verði um leið kall frá Guði tíl okkar um það, að við eigum að leggja fram okkar skerf til þess að reyna að bæta úr henni. Við erum skyld til þess að gjöra allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að hjálpa þurf- andi meðbróður samkvæmt boði Jesú Krists. Og hér hljótum við að leiða hug ann að annarri staðreynd, sem Kristur einnig minnir okkur á. Við eigum raunverulega ekkert af öllu því, sem við dags daglega köllum okkar eign. Við fluttum ekkert með okkur inn í þennan heim, er við fæddumst. Á sama hátt munum við ekki flytja neitt burt með okkur, er við kveðjum þetta jarðneska líf aó lokum. Þá taka aðrir við því, sem við nú köllum okkar, og þeir munu þá kalla það sína eign með sama rétti og við gjörum það nú. Hinn raunverulegi eigandi allra efnisgæða á þessari jörðu er hann einn, sem allt hefur skapað: Guð faðir á himnum. Við eigum að standa honum skil á lífi okkar hér á jörðu og meðferð okkar á þeim hlutum, sem okkur er falið aó ávaxta. III. Guð skapaði manninn f önd- verðu til samfélags vió sig. Eftir að maðurinn hafði snúið baki við Guði og þannig lokað sig úti frá samfélagi við hann, sendi Guð son sinn eingetinn í mannheim, til þess að hann með krossdauða •riA'í sínum og upprisu opnaði okkur á ný leiðina heim til Guós. Sú leið guðssamfélagsins er opin sér- hverjum manni fyrir trúna á Jesúm Krist. Nú er það skylda sérhvers krist- ins manns að leggja sitt af mörk- um til þess að bera þennan boð- skap út um heiminn. Mig langar til þess að minna á kristniboðsstarfið, sem unnið er af islenzkum mönnum úti i I Kanarieyjaieroum Uðoimvio Lenqstu revnsluna viö að skipuleggja dvölina eftir óskum og þörfum íslendinga Revndasta starfsfólkið, sölumenn, flugliða og farar- stjóra sem tryggir farþegum okkar trausta og örugga ferðaþjónustu. Mesta úrvalið, at hótelíbúðum og smáhúsum með sundlaugum, tennisvöllum og fleiru hvað skemmti og þjónustuaðstöðu snertir. Læqsta verðið á fargjöldum, sem þýðir þaö að 2ja vikna ferð kostar frá 35.900 krónum, og 3ja vikna ferð kostar frá 39.200krónum. BÝÐUR NOKKUR BETUR? FLUCFÉLAC LOFTLFIBIR /SLAJVDS LuriLCium Konsó. Þar starfa einstaklingar, sem hafa heyrt kall Guðs til þess að fara og gjöra aðrar þjóðir að lærisveinum. Og um leió og þeir boða fagnaðarerindið í orði, reyna þeir einnig eftir mætti að leysa úr öðrum þörfum fólksins. Þeir mæta öllum þörfum mannsins að boði Krists. Og þetta starf er bor- ið uppi fjárhagslega af öðrum ein- staklingum, sem hafa heyrt kall Guðs til þess að leggja fram af efnum sinum það, sem til þarf, til þess að þetta starf geti haldið áfram. Þetta starf langar mig til þess að efla og hvet alla til persónulegs stuðnings við það. Slíkur stuðn- ingur er einfaidlega skylda okkar kristinna manna. IV. Árleg fórnarvika krikjunnar á að minna okkur á að við megum ekki alltaf láta okkur sjálf sitja í fyrirrúmi, heldur eigum við að miðla snauðum meðbróður af gnægtum okkar. Við tölum mikið um erfiðleika á efnahagssviðinu á Islandi nú. Og satt er það, að við neyðumst til þess um sinn að minnka nokkuð við okkur það, sem vió höfum vanizt að kalla lífsnauðsynjar, en yfirgnæfandi hluti mannkyns mundi með réttu kalla óhófs vel- megun; borið saman við ástandið víða um heiminn. Gjörum ekki of mikið úr timabundnum erfiðleik- um. Reynum heldur að snúa bök- um saman til þess að leysa þá með þvi að draga dálítið úr kröfunum. Én gleymum umfram allt ekki skyldum okkar við þær manneskj- ur, sem búa við skarðastan hlut. Þeir eiga kröfu á hendur okkur samkvæmt boðskap Krists. Okkur er lögð sú skylda á herðar að auðsýna þeim kærleika í verki, kærleika, sem hjálpar til þess að eyða böli, hungri, ótta og sjúk- dómum, kærleika, sem birtist í því, að við drögum við okkur sjálf til þess að geta aukið framlag okkar til annarra. Haraldur Kröyer afhendir Kubuforseta trúnaðarbréf Washington 14. marz Frá blaðam. Mbl. Geir H. Haarde SENDIHERRA Islands í Wash- ington, Haraldur Kröyer, heldur til Havana á Kúbu í næstu viku og mun þar afhenda forseta Kúbu, dr. Osvaldo Droticos Torrado, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands á Kúbu. Haraldur Kröyer sagði í stuttu samtali við Mbl. í dag, að Island hefði haft stjórnmálasamband við Kúbu í mörg ár og hefði það verið tekið upp löngu áóur en stjórn Castros tók völdin í landinu. Fyrr á árum hefóu verið nokkur við- skipti milli landanna og hefðu ís- lendingar selt .um 1500 tonn af saltfiski árlega til Kúbu og keypt sykur í staðinn, en þessi viðskipti hefðu nú legið alveg niðri um árabil. Hefði verið reynt að fitja upp á þessum viðskiptum aó nýju fyrir nokkrum árum, en ekki reynzt grundvöllur fyrir þeim, þar sem verð það sem Kúbumenn byðu fyrir saltfisk hefði verið langt undir heimsmarkaðsverði. Sagði sendiherrann að greiðslu- jöfnuður Kúbu hefi farið batn- andi undanfarin ár vegna hækk- andi sykurverðs og mundi hann í ferð sinni kanna, hvort núna væri betri grundvöllur til að taka upp viðskipti að nýju. Ekki er fullákveðið hvort sendi- herrann hittir Castro forsætisráó- herra að máli, en eftir viðtali við hann hefur verið óskað. Islenzkur sendiherra, Magnús V. Magnús- son, afhenti síðast trúnaðarbréf á Kúbu í apríl 1971. Islendingar höfðu lengi heiðursræðismann á Kúbu. Enginn gegnir því starfi nú. Noregur og Sviþjóð höfðu til skamms tlma sendiráðunaut á Kúbu og skrifstofu opna en að öðru leyti annast sendiráð þeirra í Mexico samskiptin við Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.