Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 27 okkar vinskapur hélst ávallt síð- an. Mér finnst það athyglisvert og lýsa henni hve mikla tryggð hún tók við dalinn okkar. Hún dáði allt góða fólkið sem hún dvaldi hjá, fjöllin okkar, steinana í fjör- unni og sólarlagið fagra í dalnum okkar, og blómin i haganum. Eins var kærleikurinn til alls, sem lifði, þvílíkur að orð fá ekki lýst. Okkar síðustu ferð saman í dalinn okkar gleymi ég aldrei. Það var sumarið 1962 er við fórum ásamt Árna heitnum Jónssyni, og fleir- um en þá var 100 ára afmæli Selárdalskirkju, og fjölmennt til kirkjunnar okkar, og mér ógleymanleg stund. i rútunni vestur rifjuðum við upp mafgar stundir að heiman í gamla daga. Það er gott að ylja sér við þær minningar. Það er lærdómsríkt fyrir okkur sem eftir lifum, hve mikil hetja Margrét var í veikindum sínum og tók þjáningunum með æðru- leysi og hetjuskap. Ég bið Guð að geyma Lillu mína. Hann lýsi henni á nýjum tilverubrautum. Að endingu votta ég eiginmanni þinum, dætrum og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Vinkona að vestan. Síung, leitandi, opin fyrir því fagra og ljúfa. Alltaf í góðu skapi og tilbúin til að hlusta á gleði eða sorgir annarra. Þannig var Mar- grét. Til þess að komast í sam- band við samferðamenn okkar á lífsleiðinni, þurfum við oft á hjálp að haldaogáþaðekki hvað sist við um börn. Þetta skynjaði Margrét og notfærði sér leikbrúð- ur og leikræna tjáningu til þess að ná betra samb&Bdi við börnin. Margrét notfærði sér brúðurnar til að segja sögur og ævintýri. Þessar litlu verur höfðuðu til barnanna. Ævintýrin gerðust fyr- ir augum þeirra og fengu þau auk þess aó leggja orð i belg og hrifust því með af lífi og sál. Margrét gerði sér ljósar þær hömlur sem nútíma þjóðfélag leggur á börn sín. Þaó var trú hennar að með beitingu leikrænnar tjáningar mætti opna augu og dýpka skiln- ing barna og unglinga fyrir um- hverfi sinu og samfélagi. Hópur kennara, sem áhuga hafa á leik- rænni tjáningu, stofnaði félag fyrir tæpu ári og var Margrét þar sjálfkjörin formaður. Hún kenndi leikræna tjáningu við Hlíðaskóla og munu margir nemendur hennar minnast þess með ánægju og þökk, er þeir fóru i „fettur og brettur" til Margrétar, eins og hún sjálf orðaði þaö svo glettnis- lega. Þegar við hittumst á síðasta fundi í janúar var Margrét glöð og hress að vanda, þótt sárlasin væri. Við kveðjum hana með virðingu og þökk, og sendum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Félagar í leikrænni tjáningu. „Hver gódvild, sem slarfar, að lokum fær laun, þeim lögum nær enginn að rifta, — sem ber inn í kimana birtu og yl og bjargráð, er manngildi lyfta.** ((íuðm. Friðjónsson). Það er skammt stórra högga á milli. Við upphaf þessa skólaárs féll frá góður vinur kennara og nemenda Hlíóarskóla, Magnús Sigurðsson fyrrv. skólastjóri, og nú undir skólalok kveður Margrét Jónsdóttir Björnsson, kennari við skólann. Bæði áttu það sameigin- legt að auka innra gildi mannsins og bera birtu og yl til samferða- fólksins. Leiðir okkar Margrétar lágu fyrst saman í Kennaraskóla Is- lands. Ég var að ljúka kennara- námi, hún að hefja sitt. Þrátt fyr- ir stutt kynni i það skiptið, duldist mér ekki, að þessi glæsilega og geðþekka stúlka bjó yfir miklum persónutöfrum, sem margir hrif- ust af. Seinna komst ég að því, að það voru ekki síður málleysingj- arnir sem löóuðust að Margréti. Árin liðu, fundum bar ekki oft saman, en ávallt var skipst á glað- legum kveðjum. Haust eitt var mér tjáð, að Margrét væri ráóin við skólann. Þótti mér það heilla- ráð, enda reyndist hún skólanum afburðavel. Teikningu og allskonar föndur hafði Margrét mikið yndi af að kenna og á síðustu árum leió- beindi hún nemendum í svo kallaðri leikrænni tjáningu. Margrét var ódeig við að reyna nýja kennsluhætti. Stundum var hlustað á tónlist, hugarflug nem- enda örvað og þaó, sem kom fyrir sjónir, sett á blað. Árangur varð oft undraverður. — Ys og þys er einkenni samtiðar okkar, en þögnin fátið. Það var gaman að heyra Margréti segja frá því hvernig hún lét nemendur sina skynja þögnina og njóta hennar. Einn er sá þáttur í sögu skólans, sem margir munu minnast. Brúðuleikhússins hennar Mar- grétar. Þar sem hún sat við stjórn- völinn, var leiktjaldamálarinn, brúðu- og búningahönnuðurinn, leikarinn, sem lék öll hlutverkin og oft höfundur ævintýranna. 1 ævintýrunum hennar var aldrei langt í siðfræðina. A „Litlu jólum'- var brúðuleikhúsið ávallt á sinum stað, og ekki stóð á áhorf- endum. Þaó var ógleymanlegt að sjá börnin, með gleðiglampa í augum, gleyma stund og stað og þeysa um heima ævintýranna með Margréti. Ég læt hér staðar numið með þessi sundurlausu minningabrot, sem sett eru á blað mér til hugar- hægðar. Það er svo sárt að sjá á bak mannkostafólki, sem ekki má vamm sitt vita og reynir ávallt að laða það góða fram hjá samferða- fólkinu. Margrét sýndi fádæma kjark i sjúkdómsstriði sinu og ég þykist þess fullviss að hún hafi mætt skapadægri sínu ókviðin með öllu. Blessuð veri minning hennar. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu hennar. Áslaug Friðriksdóttir. Pétur H. J. Jakobs- son prófessor -Miiuiing F. 13. 11 1905. D. 8. 3 1975. * ' Sumarið 1947 hófust kynni mín af Pétri H. J. Jakobssyni, lækni. Leysti hann þá af um tima á hand- læknísdeild Landspitalans og gömlu fæðingardeildinni hjá próf. Guðmundi Thoroddsen. Pétur annaðist þá og síðar mæðraverndarskoðanir i Líkn, og hafði með sér læknastúdenta í þessar skoðanir. Auk þess stundaði hann almennar lækn- ingar og sinnti fæðingum i bæn- um. Nú við fráfall hans minnist ég þessara fyrstu kynna af þeirri ástæðu, að þeir verðleikar sem prýddu hann sem lækni komu í ljós við fyrstu viðkynningu og all- ir sem meó honum hafa starfað virtu hann fyrir. Við, sem vorum að hefja nám á sjúkrahúsum á þessum árum, urð- um þegar fyrir áhrifum frá þeim læknum, sem við störfuöum með. Sögur þeirra af námsferli og reynslu víkkuðu sjóndeildar- hringinn ungum læknaefnum. Er hér var komið hafði Pétur þegar aflað sér óvenjulega víð- tækrar menntunar, og hafði gert víðreistara en almennt vár á þeim árum. Hina fyrstu meiri háttar ferð fór hann raunar löngu áður en nokkur skólaganga hófst, þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Kanada aðeins fárra ára gamall og dvaldi fram á unglings- ár, er fjölskyldan flutti heim á ný. Að loknu stúdentsprófi vorið 1927 hóf hann nám í læknadeild ásamt mörgum félögum sinum. Minntist hann oft þeirra tima er prófessor Guðmundur Hannesson leit yfir hópinn í fyrri hluta læknadeildar, sem honum þótti stór, og hafði á orði: „Nú, það verður bara læknir á öðrum hverjum bæ í landinu." Eins og annað, sem Pétur tók sér fyrir hendur, tók hann námið föstum tökum og sótti fast. Lauk hann því á skemmri tíma en al- mennt gerðist með hárri einkunn. Þegar að loknu læknaprófi fór hann til framhaldsnáms til Dan- merkur veturinn 1933. Dvaldi hann þar á ýmsum spitölum i 5 ár. Lauk námi i sér- greinunum skurðlækningum, og kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp en auk þess dvaldi hann um tima á húð- og kynsjúkdóma- og barnadeildum. Því næst hélt hann til Berlinar og dvaldi i hálft ár á deild háskólans i kvensjúkdóm- um hjá prófessor Meyer, sem þá var eitt þekktasta nafn i heimin- um í þeirri sérgrein. Að lokum fór hann til Lyon í Frakklandi á skurðlæknisdeild prófessors Santé, sem einnig var nafntogaóur fyrir þekkingu sína. Er Pétur hélt heimleióis frá Frakklandi með litlu skipi frá Normandi til Danmerkur kváðu vió fyrstu fallbyssudrunur heims- styrjaldarinnar siðari. Skömmu eftir heimkomuna á árslok 1939 réðst hann aðstoðarlæknir á handlæknisdeild Landspitalans til próf. Guðmundar Thoroddsen um þriggja ára skeið, og síðan á Röntgendeild Landspítalans til Gunnlaugs Claessens yfirlæknis í tvö ár. Leysti síðan lækna þess- arar deilda af meó köflum auk starfs í tvö ár. Leysti sióan lækna þessarar deilda af með köflum auk starfs í bænum eins og áður getur. Maður með slíka menntun og feril hlaut að vekja athygli ungra læknaefna. Hann talaði reiprennandi fjögur tungumál og kunni frá mörgu að segja af hin- um ólíku stöðum, sem hann hafði dvalið á. En það var enginn leikur að starfa með honum. Vinnuþrek hans var með ólíkindum. Eins og áður getur stundaði hann almenn- ar lækningar og einnig fæðingar- hjálp : Reykjavík. Oft kom hann til vinnu á spitalann að morgni eftir næturlanga vöku yfir sængurkonu og að loknu starfi eftir hádegi beint á stofu eða áðurnefnda mæðraverndarskoð- un í Likn, þar sem tugir kvenna biðu. Alltaf hélt Pétur áfram meðan nokkur kom og þurfti á hjálp hans að halda. Siðan biðu vitjanir í bænum er komið var að kvöldi. Þótt prófessor Guðmund- ur Thoroddsen hafi byrjað mæðraverndarskoðanir í nokkr- um mæli með erilsömu starfi áður en Pétur kom heim frá útlandi, féll þaó i hlut hins siðarnefnda að byggja þær upp í þvi formi, sem siðan hefur viðgengist. Þann þátt Péturs í heilsuvernd væri vert að færa sérstaklega í letur. 1 þetta sinn skal þess aðeins getið, að víðtæk uppbygging mæðra- verndarstarfs i landinu hefur öðru fremur lækkað burðarmáls- Framhald á bls. 34 Jón Jóhannsson, Skarði, Dalsmynni F. 26. ágúst 1889. D. 24. febrúar 1975. LÁTINN er á Skarði í Dalsmynni Jón bóndi þar Jóhannsson. Þó að ég heyri tæplega til þeirra sem væru taldir til nánustu fjölskyldu hans og þó að hann bæri gæfu til að ná háum aldri, er að þessu þvilíkur sviptir, hvað snertir mig persónulega, að ég, sem tel mig ekki gjarnan á að skrifa minn- ingargreinar, sest niður og skrifa að þessu tilefni nokkurskonar kvittun honum til handa, fyrir það, hvað hann hefur verið mér. Hann var og er eitt sterkmótað- asta kennileiti þess umhverfis sem ég er vaxinn upp í, svo að i heild sé talin sú mold og það blóð sem ég er vaxinn af. Og þarmeð gegnir hann áfram því hlutverki sem hann hefur reyndar gegnt alllengi hingað til, að vera eitt af meiriháttar atriðum i þeim parti sjálfsvitundar minnar, sem er sprottin af vitundinni um þá mold og það blóð sem ég er vaxinn af, i þeirri sjálfsvitund sem hlýtur að vera eitt helsta lifsakkeri sér- hvers manns. Ég tel hann hafa verið gæfu- mann um margt. A aðra öld hefur ætt hans setið Skarð, og þaraf var Jón heimilismaður þar öll þau áttatíu og fimm ár sem honum auðnaðist að lifa, fyrst yngsta barn í föðurgarði, síðan forveri búsins eftir lát föður sins, þá kornungur, en lengstaf sat hann Skarð sem bóndi þar ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, en hún er ein af ástæðunum til þess að ég tel hann hafa verið gæfusaman. Og loks auðnaðist honum að sjá afkomendur. sína bera áfram þann arf sem honum auðr.aðist að lyfta. Ég hygg að vandfundið sé á tslandi dæmi um annan eins sam- runa manns og umhverfis og líf hans var. Skógurinn, Geitakofa- grundin eða Guðrúnarhóll, allt er þetta svo tengt honum og hann því, í huga þeirra sem þekkja til, að tilvera annars væri alltönnur, ef ekki væri hitt. Þetta eru helstu ástæður til þess að ég tel hann gæfumann. En honum voru, ekki alllöngu fyrir andlátið, greidd þyngri hökk en flestir verða að þola: að sjá á bak tveimur sonum um og innan við miðjan aldur. Annar hafði til að bera allt inntak þess sem mann- lýsingin „hvers manns hugljúfi" hefur öðlazt í íslenzku máli. Hinn var gæddur þeim eiginleikum föð- ur síns sem gerðu persónu þeirra feðga minnisstæðari en annarra manna. Þegar ég hitti Jón nokkru eftir seinna höggið sem var rétt að honum, kom vel I ljós einkenni sem hann bjó annars ætíð yfir, æðruleysi og jafnvægi, þessi sér- kennilega rólega hlýja, sú sama sem hann styrkti mig með, þegar hann tók á móti mér fyrstur ætt- menna minna, þegar höggvið hafði verið í saineiginlegai. frændgarð okkar, og í það sinn nær mér en honum. Þetta æðru- leysi hans var liður í því samsafni eiginleika sem er kallað húmor. Hann er ekki aðeins fyndni, eins og stundum er talið, heldur liggur nær að kalla hann aðferð til að bregðast við vandamálum eða að taka hlutunum svo að notað sé daglegra mál. Eiginleiki sem Jón var gæddur ríkulega var spaug af því tæi sem létti samferðamönn- um hans erfiðið, sá eiginleiki sem oft er talinn sá sami og húmor, en var hjá honum hluti húmors i hinum umfangsmeiri skilningi, aðferðarinnar til að bergðast við hlutunum. Það er þeim mun minnisstæðara að hafa orðið þess aðnjótandi að umgangast persónu gædda þessum eiginleika, sem hann er af einhverjum orsökum sjaldgæfur í íslenzkri bænda- menningu. Stráklingar fara með vorrekst- ur utan Dalsmynni, og ætla með hann útfyrir Ytra Höfðagil, hafa lagt að baki þriðjung af leiðinni, eiga eftir háheiðina, og hana oft- ast um hánótt, og oft i þoku, og lömbin varla þriggja vikna, sum hver. Jón tekur á móti við ytra hliðið á Skarði, býður öllum i bæ- inn, og við erum dubbaðir upp fyrir lokaátökin með því að tómir magar eru fylltir. En ekki er látið sitja við það: Ekki er öðru við komandi en að hafa féð innan garðs á meðan. Þeir sem vita hvers virði tún í sprettu uppúr fardögum er, vita líka hvern mann sá hefur að geyma, sem gerir slikt. Þessi orð fjalla mjög um hvað Jón hafi verið mér. Það má spyrja, til hvers ég sé að bera slíkt á torg. Því er tll að svara, að það, hvað hann hefur verið mér, eru ekki alllitlar upplýsingar um, hver hann var sjálfur. Það er til sú skoðun, að líta á manninn sem samsafn þeirra tengsla sem hann á við aðra menn. Og svo er enn það, að hafi tengsl min við ömmu- .bróður minn verið slík, hver voru þau þá milli hans og þeirra sem stóðu nær honum? Egill Egilsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. <iuði sé l«f fyrir liðna tfð. „Margt er hér að þakka,“ er mikill bóndi og merkur maður er kvaddur. „Skarð er fyrir skildi, skuggi yfir dalnum, þar sem hinn hrausti bóndi bjó," var kveðið um Jóhann Bessason, föður Jóns á Skarði, og geta þær hendingar einnig átt við hér. Hraustur og sterkbyggður var bóndinn á Skarði, svo að af bar. Að Skarði dvaldi Jón alla sína ævi, nema þau ár, sem hann dvaldi við skólanám. Hann var því samgróinn föðurleifð sinni, svo að erfitt er að hugsa sér Skarð án hans. En þótt skuggi sé nú yfir daln- um, mun náttúrufegurð hans halda áfram að vera hin sama. Fnjóská mun enn sem fyrr. kveða sinn óð við túnjaðarinn á Skarði, birkið mun enn laufgast i hlíðun- um umhverfis Skarð, fjöll og tinda mun bera við himin sem fyrr, og fjallaskriður og hamrar standa á sinum stað, þar sem Jón á Skarði kleif ótrauður i hæðir þeirra á manndómsárum sínum. Gestir og gangandi munu enn sem fyrr njóta þeirrar gestrisni, sem alkunn er frá liðinni tið. Afkom^ndur Sigrúnar og Jóns á Skaröi, sem eru hinir mannvæh- legustu, munu standa vörð um hinn friðsæla reit, sem hið fagra höfuðból er. Lengi og vel mun Jóns á Skarði verða minnst, svo sérstæður per- sónuleiki sem hann var, ekki sist vegna þeirrar lífsgleði, sem jafn- an geislaði frá honum, og þeirra spaugsyrða, sem oft og einatt léku honuni á tungu. Og margir munu hugsa til ekkj- unnar á Skarði um þessar mund- ir, og biðja guð að styrkja hana, við fráfall manns hennar. Honum bið ég guðsblessunar á óförnum eilífðarbrautum. Anda sem unn- ast fær eilífið aldreigi aðskilið. Blessuð sé minning hans. Mágkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.