Morgunblaðið - 18.03.1975, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.03.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 35 Listmálarar mála” sýnd í Menningarstofnuninni GÓÐ kvikmynd um listmálara New York borgar verður sýnd f kvikmyndadeild Menningarstofn- unar Bandarfkjanna að Neshaga 16 -þessa viku. Myndin fjailar um bandarfska listamenn sem orðið hafa þekktir á árunum 1940—1970. Kvikmyndin er sýnd daglega milli kl. 17 og 19 dagana 17. til 21. marz. r Isl. grunn- skólalögin í Pædagogisk tidsskrift 1 danska fagtfmaritinu Dansk pædagogisk tidsskrift er í febrúarheftinu löng og ítarleg grein um hin nýju grunnskólalög á Islandi. Greinin nefnist „Skolereformen i Island og dens forudsætninger“ og er eftir Johs. Pedersen. Höfundurinn hefur lengi starfað að fræðslumálum f Kaupmannahöfn eða frá 1922—1966. Hann hefur skrifað margar greinar um skólamál í þetta blað og önnur. Grein Pedersens er mjög itarleg og gefa millifyrirsagnir hugmynd um efni hennar, en þær eru: 9 ára grunnskóli — en opin leið fyrir þá duglegu til að fara hraðar, þróun skólalaganna frá 1907 og — Tilboð Framhald af bls. 2 stefna hefur ekki ráðið miklu er tekin var ákvörðun um við hvern semja skyldi og óbreyttur raf- verktaki vestan úr Dölum talin óáiskilegur, þegar til boða stend- ur að semja við Framleiðslusam- vinnufélag úr Reykjavík. — Onassis Framhald af bls. 34 honum börn hans tvö, skildi hann eftir 12 ára sambúð vegna sambands sins við hina frægu óperusöngkonu Mariu Callas. Þau giftust aldrei en héldu nánu sambandi allt þar til Onassis giftist Jacqueline Kennedy, sem fyrr segir. síðari skólalaga, og núverandi uppbygging. Þá eru nýju lögin tekin fyrir undir millifyrirsögn- unum: Hið nýja fyrirkomulag, markmið grunnskólalaganna, jafnræði í lögunum, sérmöguleik- ar fyrir þá duglegustu, danska er fyrsta útlenda málið og loks kannski mikilvægasta greinin. Undir siðastnefnda titlinum er birt siðasta greinin í lögunum, þar sem lagt er fyrir menntamála- ráðuneytið að leggja fyrir alþingi greinargerð um framgang þessara fræðslulaga fjórum árum eftir að þau ganga í gildi, einkum um 9 ára skólaskylduna, svo að alþingi fái aftur tækifæri til að endur- skoða þá ákvörðun. Stolið úr bílum BROTIZT var inn í tvo bíla um helgina og stolið kassettusegul- böndum úr þeim báðum. Hafa slíkir þjófnaðir mjög færzt í vöxt að undanförnu. Annar billinn stóð við Hávallagötu en hinn vió Kjartansgötu. — Glistrup Framhald af bls. 1 fundi hans aftur frestað til mið- vikudagsmorguns en Glistrup kvaðst þvi miður ekki geta mætt þá því að á sama tima yrði fundur í skattanefnd þingsins og strax á eftir fundur í þingflokki Fram- faraflokksins. „Ég er hins vegar fús að mæta eins snemma og ég get kl. 9 og ef út i það er farið er ég fús að mæta fyrir réttinum kl. 3 fyrir hádegi,“ sagði Glistrup. Hvorki Lemvigh lögmaður né Kistrup dómari gerðu nokkra at- hugasemd við þá yfirlýsingu Glistrups að hann vildi mæta kl. 3 um morguninn. uðborginni herma að kommúnistar hafi náð flug- vellinum við bæinn og að ráðizt sé á bæinn úr öllum áttum. Sérfræðingar telja árásirnar á Neak Luong undanfara úrslita- sóknar gegn Phnom Penh. Sam- bandið milli Neok Luong og höf- uðborgarinnar rofnaði f janúar og síðan hefur aðeins verið hægt að flytja vistir flugleiðis til Phnom Penh, um loftbrú Bandaríkja- manna. if HARÐNANDI SÓKN Jafnframt hafa bardagarnir í Suður-Vietnam breiðzt út til Kambódíu þar sem suður- víetnamskar herflugvélar réðust á liðssafnað Norður-Víetnama handan landamæranna. Vigstaða Suður-Vietnama versnar óðum þar sem Norður-Vietnamar hafa hert á sókninni, sem þeir hófu fyrir hálfum mánuði, og hafa enrr þrengt að Saigon. Þeir ógna nú tveimur nýjum héraðshöfuðstöðv- um og hafa rofið samgöngur á tveimur þjóðvegum er liggja til einangraðra bæja stjórnarher- manna á miðhálendinu. Fylkishöfuðstaðurinn Ban Me Thuot er svo til allur á valdi Norður-Víetnama þótt nokkur hundruð stjórnarhermenn séu innilokaðír i borginni. Annar fylkishöfuðstaður á þessum slóð- um er i hættu og samgöngur hafa verið rofnar á landi til borganna Pleiku og Kontum. A Saigon- svæðinu eru tveir höfuðStaðir 50 og 75 milur norðaustur af Saigon í hættu og bardagar geisa umhverf- is fylkishöfuðstaðinn Xuan Lov. Björn Ölafsson. Hún lauk ein- leikaraprófi þaðan árið 1967. Arin 1967—71 stundaði hún nám við Eastman-tónlistarskólann í New York og lauk þaðan BA og ein- leikaraprófi. Guðný fór sem skiptinemi frá Eastmanskólanum til Royal College of Music í London. Siðan fór hún í Juilliard tónlistarskólann í New York og lauk þaðan meistaraprófi vorið 1974. Kennarar hennar þar voru m.a. Dorothy Delay, Felix Galimir og Robert Mann. Guðný hefur viða komið fram á tónleikum, m.a. haldið einleikstónleika í Wigmore Hall í London og hlotið mjög lof- samlega dóma. Ennfremur var hún valin úr stórum hópi kepp- enda til þess að halda hljómleika í Palm Beach i F’lorida haustið 1973. Hún hefur leikið einleik með Eastman-Rochester hljóm- sveitinni og fleiri hljómsveitum i Svíþjóð og Englandi. Hún leikur nú í annað sinn einleik með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Guðný var ráðin konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitarinnar s.l. haust. Hún kennir einnig fiðluleik við Tónlistarskólann I Reykjavik. — Loðna Framhald af bls. 3 hefur verið landað á hverjum stað og hve miklu magni { s.l. viku. — Þriðji áfangi Framhald af bls. 1 komulags gæti farið fram í Caracaz í Venezuela. Gert er ráð fyrir, að fundirnir i Genf standi yfir í 8 vikur. Reynt vérður eftir megni að ná sam- komulagi án atkvæðagreiðslna en takist ekki að samræma sjónar- miðin verður að ganga til atkvæða um helztu tillögur og það vilja aliir reyna að forðast. Að sögn NTB-fréttastofunnar er hæpið að til atkvæðagreiðslna komi i Genf. Morgunblaðið náði tali af Hans G. Andersen formanni islenzku sendinefndarinnar á hafréttar- ráðstefnunni í gærkvöldi og spurði hann hvort eitthvað sér- stakt hefði komið fram á þessum fyrsta degi ráðstefnunnar. Hans sagði, að í gærmorgun hefðu verið fundir í stjórnunar- nefndum en sjálf ráðstefnan siðan sett síðdegis. Efnislega hefði lítið gerzt i gær, en þó hefði verið ákveðið, að nefndarfundir yrðu fyrst um sinn á morgnana, en síðdegis yrðu óformlegar við- ræður svæðahópa t.d. yrði fundur i Evensens-nefndinni siðdegis, og yrði þetta fyrirkomulag sennilega næstu tvær vikurnar. „Almennt virðast menn sam- mála um, að öllum almennum um- ræðum sé nú lokið og því beri að snúa sér að því að ná samkomu- lagi. Það hefur alltaf legið í loft- inu að þetta séu samningafundir, sem nú fara fram og þvi betra að hætta öllu snakki. Amerasinghe forseti ráðstefnunnar lagði á það áherzlu i setningarræðu sinni, að nú yrði að þvi stefnt að ná sam- komulagi og menn hættu að toga hver í sinn spotta,“ sagði Hgns. — Bandarískum Framhald af bls. 1 framt I ferjubænum Neak Luong við Mekongfljót, tæpa 50 km frá höfuðborginni, eina staðnum sem er á valdi stjórnarhersins við neðanvert fljótið. Heimildir i höf- — Sinfónía Framhald af bls. 3 tónlistarráðunautur sinfóníu- hljómsveitarinnar í Poznan, þar sem hann hefur unnið geysimikið uppbyggingarstarf. Naut hann þar mikillar reynslu sinnar frá því að hann starfaði við óperuna i Austur-Berlín og var jafnframt samkennari Herberts von Kara- jans við Tónlistarháskólann í Vestur-Berlin. Ummæli tónlistar- gagnrýnenda hafa öll verið á einn veg. I fyrstu var honum spáð miklum frama, en hin síðari árin að hann sem mikilhæfur stjórn- andi á heimsmælikvarða, sem túlki einkum verk Beethovens á sérstæðan hátt. Guðný Guðmundsdóttir hóf nám i fiðluleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 6 ára að aldri. Tveimur árum síðar innritaðist hún i Tónlistarskólann i Reykja- vík, og var kennari hennar þar Vestmannaeyjar Norglobal Seyðisfjörður Eskif jörður Reyðarfjörður Vopnafjörður Reykjavík Hórnafjörður Raufarhöfn Keflavík Þorlákshöfn Siglufjörður Akranes Fáskrúðsfjörður Grindavík Djúpivogur Stöðvarfjörður Sandgerði Hafnarf jörður Breiðdalsvik Bolungarvík 9529 10960 3160 3233 1751 1942 3055 2449 4028 248 1387 488 732 962 1613 203 754 71320 56299 34296 27235 24435 18353 18312 14809 14687 14245 13491 12439 12230 10250 10168 10039 9063 8744 8117 4586 3251 — Portúgalir Framhald af bls. 1 forsætisráðherra. Auk þess hefur hann raunverulega stjórnaó land- varnaráðuneytinu og upplýsinga- ráðuneytinu, siðan Antonio de Spinola hrökklaðist frá völdum, þar til nú fyrir skömmu, að litið hefur borið á honum. Eitt blaðanna segir, að Mario Soares, foringi sósíalistaflokks- ins, láti af starfi utanríkisráð- herra og við taki Ernesto Melo Antunes majór, sem talið var að yrói efnahagsráðherra áður en bankar og tryggingafélög voru þjóðnýtt. Aðstoðarmaður Soares staðfesti að hann mundi ekki gegna embætti sinu áfram, en hann hefur verið eindreginn stuðningsmaður Atlantshafs- bandalagsins. Hundruð Portúgala fara nú huldu höfði, ströngu eftirliti er enn haldið uppi á spænsku landa- mærunum og vopnaðir verðir leita í farangri farþega á Lissa- bon-flugvelli, en þó hefur herinn dregið úr viðbúnaði. Sagt er að fjöldi þeirra sem fari úr landi sé ekki óeðlilega mikill. Bankar og tryggingafyrirtæki hafa ekki opnað síðan þau voru þjóðnýtt. Meðan þessu fer fram hvilist Spinola fyrrum forseti á hóteli sinu i Sao Paulo i Brasilíu þar sem hann hefur fengið hæli sem pólitískur flóttamaður gegn lof- orði „m aó skipta sér ekki af stjórnmálum: Fréttir herma að hann hyggist semja bók í útlegð- inni. 15 liðsforingjar sem voru í fylgd með Spinola segja i yfirlýs- ingu sem þeir afhentu AP með samþykki hershöfðingjans að þeir hafi gert árangurslausa til- raun til að kollvarpa portú- gölsku stjórninni tíl að koma i veg fyrir fjöldamorð undir forystu kommúnista um pásk- ana. Þeir segja að þeir hafi fengið fréttir um að flokkur kommúnista og skyld samtiik hafi ætlað að útrýma 1000 óbreyttum borgurum og 500 herfotingjum um páskar.a. Fulltrúi í stjórnmálaráði kommúnista Carlos de Brito. gaf í skyn i dag að flokkur kristiiegra demókrata yrði bannaður á næst- unni. Ákvörðunar er einnig að vænta um framtíð flokks mið- demókrata. Alls hefur 101 verið handtekinn, 52 liósforingjar og 49 borgara' siðan byltingartilraunin var gerð og enginn látinn laus. Því er neitað að greifinn af Barcelona, faðir Juan Carlos Spánarprins, hafi flúið land. Spænska sendíráðið segir að hann hafi farið tii Sviss að heimsækja bróður sinn Don Jaime de Bour- bon, sem sé alvarlega veikur. Umberto frv. ítaliukonungur er nýfarinn til Suóur-Frakklands en hyggst koma aftur ef hann verður ekki lýstur „persona non grata". HEIMILISTÆKI S.F. TíLKYNNIR: Við höfum tekið að okkur umboð fyrir PYE í Englandi. PYE framleiðir m.a.: bílatalstöðvar, VHF og UHF tíðni, handtalstöðvar, VHF og UHF tíðni. fastar talstöðvar VHF og UHFtíðni. báta talstöðvar VHF og UHF tíðni. skipa talstöðvar VHF og UHF tíðni. talstöðvar fyrir síma í bíla. SSB talstöðvar fyrir 2—1 5 MHz, 12 eða 24 volt endurvarpsstöðvar fyrir fjarskipti, loftnet fyrir öll ofangreind tæki. Helztu notendur PYE tækja hér á landi: Lögreglan í Reykjavík, Rannsóknarlögreglan í Rvk., Slökkviliðið í Rvk., Flugmálastjórin Landhelgisgæzlan, Gatnamáladeild Rvk. bílastöðvar handstöðva K# TELECOM Orugg fjarskipti á örbylgjum heimilistæki sf TÆKNIDEILD SÆTÚNI 8, simi 24000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.