Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 23 Brezk útgerð tapar 28.000 pundum á dag HAGNAÐUR brezka utgerðarfyr- irtækisins Associated Fisheries, sem gerir út 40% togara Breta, minnkaði úr 4,3 milljónum punda í 1,3 milljónir punda á síðari hluta síðasta árs segir I grein I tfmaritinu The Economist um mikinn vanda I brezkum sjávarút- vegi. Þar sem útgerð fyrirtækisins gekk vel fyrri helming ársins minnkar þó hagnaðurin yfir árið aðeins í 6,7 milljónir punda. Hins vegar tapar fyrirtækið nú 28.000 pundum á dag á útgerð 140 fiski- skipa sinna. Fiskverð hefur lækkað um 20% á síðustu tólf mánuðum en kostnaður vió út- gerðina hefur aukizt um 40%. Eldsneytiskostnaður brezka togaraflotans nam 8 milljónum punda 1972 en verður sennilega rúmlega 27 milljónir punda á þessu ári, segir The Economist. Jafnframt hefur verð á fiski í heildsölu lækkað mikió að sögn blaðsins, aðallega vegna undir- boðs íslenzkra og norskra fiski- skipa. Blaðið segir að Islendingar geti boðið lægra verð en brezkir sjómenn vegna 88% gengislækk- unar krónunnar í fyrra en Norð- menn fái ríflegan styrk frá rík- inu. Economist segir að sú ráðstöfun franskra sjómanna að loka frönskum höfnum sýni að þetta vandamál einskorðist ekki við Aðalfundur bifreiðasmiða AÐALFUNDUR Félags bifreiða- smiða var haldinn að Hótel Loft- leiðum fyrir nokkru. 1 stjórn voru kosnir: Asvaldur Andrésson formaður, Egill Þ. Jónsson varaformaður. Jón G. Guðmundsson gjaldkeri. Gunnlaugur Einarsson ritari. Ólafur Guðmundsson vararit- ari. Fundurinn var vel sóttur og umræður fjörugar. Samþykkt var ályktun um kjaramál, þar sem mótmælt var þeirri þróun sem orðið hefur í kjaramálum. Hvar eru þingmenn Reykia- víkur? HLIMDAl.U K, samtök ungra sjálfstæðismanna I Reykjavík, gengst fyrir almennum fundi í kvöld þriðjudagskvöld, þar sem rætt verður um efnið: „Hvar eru þingmenn Reykja- víkur?“ Frummælendur verða Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri og Albert Guð- mundsson alþingismaður. Fundurinn verður haldinn 1 Glæsibæ, niðri, og hefst kl. 20.30 f dag, þriðjudag. Frum- mælendur munu flytja stuttar framsöguræður. Reykjavíkur- þingmönnum allra stjórnmála- flokka er boðið að koma til fundarins. Fundurinn er öll- um opinn og á eftir framsögu- ræðum verða frjálsar um- ræður og fyrirspurnum svarað. Bretland og að þær aðgerðir hafi aukið vandamál Associated Fisheries. Franska stjórnin hafi ákveðió að banna innflutning fisks frá Norðurlöndum og afleið- ingin verói sú aó þorskur frá Norðurlöndum verói boðinn á jafnvel enn lægra verði en nú sé gert í Hull og Grimsby. Blaðið bendir á að Bretar selji yfirleitt mikinn fisk til Banda- ríkjanna til vinnslu þar en Banda- ríkjamenn hafi nýlega fengið dálæti á svokölluóum Alaska-ufsa sem sé ódýrari. Þess vegna hafi safnazt fyrir í geymslum mikið magn af þorski frá Evrópu sem Bandarikjamenn vilji ekki. Þótt heildsöluverð hafi lækkað hafi fiskkaupmenn i Bretlandi haldið smásöluverðinu háu vegna stöðugs aukins tilkostnaðar. Economist getur þess að brezka togarasambandið hafi fengið lof- orð um 6,25 milljón punda styrk og segir að án hans hefði Associat- ed Fisheries orðið að horfast í augu við alvarlega erfiðleika. Blaðið segir að á tímabilinu október til janúar að báðum mán- uðum meðtöldum hafi lántökur fyrirtækisins aukizt úr 10 milljón- um punda í 12 milljónir punda. Nú leiti fyrirtækið samþykkis hluthafa fyrir auknum lántökum. Fjölskyldumynd. Nýtt finnskt leikrit í Iðnó: Fjölskyldan eftir Claes Andersen LEIKFELAG Reykjavfkur frum- sýnir I dag, þriðjudag leikritið Fjölskylduna eftir Finnan Claes Andersson. Leikritið var fyrst sýnt hjá LiIIa Teatern f Helsing- fors fyrir tæpu ári. Leikritið Fjölskyldan mun vera skrifað á hefðbundna vísu og Frá ársfundi Osta- og smjörsölunnar. 2000 lestir af smjöri seldust á síðasta ári SÖLUAUKNING á smjöri á s.l. ári nám 27% ef miðað er við árið 1973. Smjörneyzla hvers fbúa landsins var 9.25 kg að meðaltali. Söluaukning f ostum varð 8.2% og er meðalársneyzla 5.6 kg á hvern íbúa. Þetta kom meðal ann- ars fram á ársfundi Osta- og smjörsölunnar s.f., sem haldinn var í Reykjavík í fyrradag. Formaður stjórnar, Erlendur Einarsson, stjórnaði fundi, en Óskar H Gunnarsson, fram- Annar ostur 156 Nýmjólkurduft 368 Kasein 308 Undanrennuduft 794 Kálfafóður 378 Sala innanl. Utflutningur Smjör tonn 2000 0 Ostur tonn 1191 1041 Örlítil aukning varð á fram- leiðslu flestra tegunda, að undan- teknu nýmjólkurdufti og kálfa- fóðri. Sala afurðanna gekk mjög vel á árinu og varð skv. eftirfarandi í helztu vöruflokkum, hjá Osta- og smjörsölunni og mjólkursamlög- unum. N-duft U-duft Kasein Kálfafóður tonn ^ tonn tonn tonn rr • , • Iveir nýir framkvæmda- stjórar hjá Sambandinu Stjórn Sambandsins hef- ur ráóió tvo nýja fram- kvæmdastjóra til starfa. Eru það Hjörtur Eiríksson, sem veróur framkvæmda- stjóri Iönaöardeildar, og Axel Gíslason, sem veróur framkvæmdastjóri Skipu- lags- og fræósludeildar. Hjörtur tekur við af Harry O. Frederiksen, sem lézt fyrr á þessu ári. Mun Hjörtur hafa búsetu á Akureyri og er þetta i fyrsta skipti, að framkvæmdastjóri í einni af aðaldeildum Sambands- ins h fur búsetu utan Reykjavík- ur. Hjörtur er fæddur 11. nóv- ember 1928 og hefur starfað hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess frá 1950. Axel hefur verið aðstoð- arframkvæmdastjóri hjá Iðnaðar- deild Sambandsins frá 1972 og um tima hjá Iceland Products, Inc. í Bandaríkjunum. greinir frá fjölskyldulífi, eins og nafnið bendir til. Persónurnar eru faðirinn, sem er áfengissjúkl- ingur, móðirin, sem orðin er mædd á 20 ára starfi sinu innan veggja heimilisins, og þrjú börn þeirra. Trúður gegnir veigamiklu hlutverki í leikritinu, skoðar atferli fjölskyldunnar í hæfilegri fjarlægð, syngur og segir áhorf- endum skrítlur og alvörumál á milli atriða. Leikstjóri er Pétur Einarsson, en Helgi Skúlason fer með hlut- verk heimilisföðurins, Sigriður Hagalín leikur húsfreyju og börn- in þeirra eru leikin af Hrönn Steingrímsdóttur, Sigrúnu E. Björnsdóttur og Harald G. Har- aldssyni. Sigurður Karlsson fer með hlutverk geðlæknis og Guð- rún Asmundsdóttir leikur trúðinn. Claes Andersson er a.ö.l. kunn- astur hér á landi sem ljóðskáld, en hann gat sér frægð um tvitugt sem jazzpíanóleikari. Fjölskyldan er fyrsta leikrit hans, en ljóða- bækur hans eru nú orðnar sex að tölu. Hin nýjasta Herbergisfélagarn- ir, kom til álita við veitingu bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Hann er geðlæknir og sækir sér iðulega viðfangsefni i starf sitt. Að sögn leikstjórans, Péturs Einarssonar, fjallar Fjölskyldan ekki um „samfélagslegt vanda- mál“, né heldur er því ætlað að vera „þjóðfélagsleg ádeila". Það fjallar um einstaklinga, vandamál þeirra, ánægjustundir í lífi þess, og baráttu þeirra við sjálfa sig og það umhverfi, sem þeir eru i. Hjörtur Eiríksson Axel Gíslason. 40 313 284 291 0 338 456 0 Sala samtals 2000 2232 353 575 338 456 kvæmdastjóri, flutti itarlega skýrslu um starfsemi fyrirtækis- ins á liðnu ári og gaf jafnframt yfirlit yfir framleiðslu og sölu mjólkurafurða í landinu. Nú eru starfandi 18 mjólkursamlög i landinu og eru 11 þeirra i við- skiptum við Osta- og smjörsöluna, en 7 framleióa aðeins neyzlu- mjólk. Framleiðsla mjólkursamlag- anna árið 1974 var sem hér segir: tonn Smjör 1749 Ostur 30 og 45% allar teg. 2078 A fundinum kom fram, að Óðal- osturinn hefur verið vinsæll i Bandarikjunum og fékkst allgott verð fyrir hann. Lögð verður áherzla á framleiðslu á þeim osti, en takmörk eru nokkur á þeirri framleiðslu vegna skorts á geymslurými hjá mjólkursamlög- unum, en sá ostur þarf lengri geymslu heldur en aðrar tegundir áður en hann verður markaðshæf- ur. Heildarsala Osta- og smjörsöl- unnar nam 1791 milljón kr. á s.l. Framhald á bls. 34 Golfklúbbur Reykjavíkur: Nýr golfvöllur - inniæfing- ar - enskur leiðbeinandi STJÖRN Golfklúbbs Reykjavikur hafði opið hús í golfskálanum sl. sunnudag, til að kynna starfsemi sína og ýmsar nýjungar á þeim vettvangi. Formaður golfklúbbs- ins, frú Gyða Jóhannsdóttir, og aðrir stjórnarmeðlimir sátu fyrir svörum, og gaf þessi nýja kynn- ingarstarfsemi góða raun. Fram kom m.a. i svörum stjórn- armeðlima, að innan viku yrði tekinn í notkun nýr 6 til 9 holu völlur að Korpúlfsstöðum, sem borgarstjóri og borgarstjórn hefðu léð klúbbnum aðstöóu til aó koma upp. Nýting þessa vallar lengir starfstima klúbbsins, þar sem völlurinn í Grafarholti (18 holu) kemur svo siðla vetrar und- an snjó og úr klaka. Þessi nýi völlur er og liður í viðleitni félagsins til að mæta ósk- um og þörfum nýrra meðlima og yngri félaga, en innan hans eru nú um 50 félagar innan tvitugs (allt niður í 12 ára aldur). I þvi efni hefur klúbburinn og beitt sér fyrir innanhússæfingum i vetur og ráðgert er að fá enskan leið- beinanda að sumri. Hið opna hús golfklúbbsins sl. sunnudag var fjölsótt, um 90 manns, og boró svignuðu undan dýrindis kaffibrauði, sem golf- konur reiddu fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.