Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. egar erfiöleikar steðja að í efnahags- málum vilja umræður um þau efni oft og tíðum taka á sig hinar kynlegustu myndir. Þjóðin hefur ekki farió varhluta af þessu á undanförnum vikum. Þaó er eitt megineinkenni þess- ara umræðna, að menn þverskallast við aó líta á viófangsefnin i heilu lagi, en reyna þess i staó aó skrumskæla einstaka þætti þeirra, án nokkurra tengsla við þá heildar- mynd, sem við blasir. Með markvissum aðgerðum hafa stjórnvöld á undan- förnum mánuðum bægt frá atvinnuleysi, sem nú hrjáir flestar nágranna- og við- skiptaþjóóir okkar, og skot- ió stoóum undir atvinnu- starfsemina eftir þvi sem föng eru á. Á sama tíma og þetta gerist glymja í sífellu yfir- lýsingar um kauprán og of- sóknir ríkisvaldsins í garó launþega. Hér er um stór orð að ræða, sem vert er að hugleiða í ljósi þess, sem gert hefur verió og með hliósjón af þeim erfiðleik- um, sem þjóðin glímir vió. Þegar upphrópanir af þessu tagi eru bornar fram er algjörlega horft fram hjá þeirri staöreynd, aó með efnahagsaógerðunum var verió aó verja laun- þega og þjóðina alla gegn því hrikalega böli, sem atvinnuleysið er. Það er mióað vió kjarasamn- inga, sem gerðir voru í febrúar 1974 og allir vissu og viðurkenndu aó hefóu við engin rök að styójast. Og loks er með öllu horft fram hjá þeim aðgerðum, sem sérstaklega hafa verið í þágu launamanna og þá fyrst og fremst láglauna- fólks. Hverjum manni má vera ljóst, aö þaó er ekki unnt aö tala um kauprán og ofsóknir gegn laun- þegum, þegar augunum er lokað fyrir svo þýóingar- miklum staóreyndum. Enginn hefur fram til þessa reynt að draga fjöður yfir þaó, að kaupmáttur kauptaxta hefur rýrnað verulega miðað við þá! pappírssamninga, sem geróir voru fyrir rúmu ári. Og því verður ekki trúað aö óreyndu, að nokkur maður trúi því, að unnt sé aó hækka kaupgjald um 50 til 70% á sama tíma og kaupmáttur útflutnings- tekna rýrnar um 30%. Þaó þarf meira en lítið ímynd- unarafl til þess að láta sér detta slíkt í hug. En þrátt fyrir þessar erfióu aóstæð- ur hafa verið gerðar marg- háttaóar ráðstafanir til þess að styrkja stöðu heim- ilanna. í þessu sambandi má t.d. nefna nióurgreiðslur á landbúnaðarafuróum, sem hafa verió stórhækkaðar frá því sem áður var. Á síóasta ári jukust atvinnu- tekjur um rúmlega 50% að meóaltali. 1 þessu sam- bandi má gjarnan líta á hækkun landbúnaðaraf- urða frá því f marz 1974. Þá kemur í ljós, aó mjólk hef- ur hækkað um 1,2%, súpu- kjöt hefur hækkað um 7,33%, kartöflur um 22% og ostur um 25%. Loks má nefna að smjör er nú aðeins 5,5% dýrara en fyrir ári. Þessum miklu niöurgreiðslum hefur verið haldið í því þega og koma til móts við óhjákvæmilega rýrnun á kaupmætti kauptaxta. En það er ekki unnt aó láta svo sem þetta eigi sér ekki stað og hafi ekki þýóingu fyrir afkomu heimilanna. Landbúnaðarvörurnar eru helstu og brýnustu neysluvörur heimilanna. Það er óneitanlega athygl- isverö staðreynd, að útsölu- verð nokkurra tegunda landbúnaóarafuröa er lítið hærra en fyrir ári, þegar kjarasamningar voru síó- ast gerðir, ekki sízt þegar haft er í huga, að með iaunajöfnunarbótum sl. haust, kauphækkun 1. des. og tilboðum um kjarabæt- ur nú eiga láglaunamenn kost á yfir 30% kauphækk- un frá því í haust. Hér er um aó ræða beinar aðgerð- ir af hálfu stjórnvalda til þess aó létta byrðar heimil- anna vió þær erfiðu efna- hagsaðstæður sem við bú um nú við. Vinstri stjórnin bannaói með lögum greiðslu verðlagsuppbótar á laun, án sérstakra aö- gerða fyrir láglaunafólk. Núverandi ríkisstjórn ákvað hins vegar að höföu samráði viö launþegasam- tökin sérstakar launajöfn- unarbætur, til þess að bæta hag þeirra, sem lakast voru settir. Á síðasta ári jókt kaup- máttur ráðstöfunartekna heimilanna um 7% m.a. vegna sérstakra aðgerða í skattamálum og trygginga- málum. Nú geysast fram virtir stjórnmálamenn og flokksforingjar og láta sem þeir viti ekki af þessum staðreyndum og reyna að telja almenningi trú um, að nú sitji að völdum ríkis- stjórn, sem sé óvinveitt launþegum. Þjóðin hefur oróió fyrir áföllum, því neitar enginn, en á hinn bóginn er ekki unnt aó loka augunum fyrir þvi, að stjórnvöld hafa gert um- talsverðar ráðstafanir til þess að létta byróarnar, sem fylgt hafa í kjölfarið. Enginn getur neitað því, að þaó hlýtur að teljast veru- legur árangur í þessu sam- bandi, þegar útsöluverði á landbúnaðarafuróum hef- ur verið haldið svo i horf- inu á einu ári, sem raun ber vitni um, og kaupmátt- ur ráóstöfunartekna eykst um 7 af hundraði. Ráðstafanir í þágu launafólks Félag ísienzkra tón- iistarmanna 35 ára MANUDAGINN 17. marz voru .‘55 ár liðin frá stofnun Félags fs- lenzkra tónlistarmanna (F.I.T.). 1 fyrstu stjórn félagsins áttu sæti: Þórarinn Guómundsson.formaó- ur, Hallgrímur Ilelgason, ritari og Arni Kristjánsson, gjaldkeri. F.Í.T. starfar á sama grundvelli og sams konar félög erlendis, svo sem félög einleikara (solistforen- inger) á hinum Norðurlöndunum, þ.e. félag þeirra hljóðfæraleikara og söngvara, sem koma aðallega fram sem einleikarar eða í kamm- ertónlist. Starfsemi þessa félags er þess eðlis, að lítið hefur borið á henni opinberlega. Margs konar tónlistarstarfsemi fer þó fram á HAGKAUP á nýjum stað Verzlunin Hagkaup, sem áður var til húsa við Lækjargötu, er flutt i Kjörgarð við Laugaveg. Þar hefur verzlunin fengið til umráða aila jarðhæð hússins, sem er margfalt stærri gólfflötur en var í Lækjargötunni, enda er vöruval mun meira en var í gömlu verzl- uninni. Hagkaup í Kjörgarði verzlar með matvöru, fatnað, búsáhöld og skófatnað, auk þess sem sérstök deild með tízkufatnað fyrir ungl- ina er í verzluninni. Starfslið verzlunarinnar verður um 20 manns, og er Sigrún Jó- hannsdóttir verzlunarstjóri. Hagkaupsverzlanirnar eru þrjár, tvær í Reykjavík og ein á Akureyri. vegum félagsins, t.d. tónleikar ísl. tónlistarmanna á undanförnum listahátíðum í Reykjavík, ýmis tónlistarflutningur í útvarpi og sjónvarpi, samskipti ísl. tónlistar- manna við hin Norðurlöndin (t.d. Nordiske præsentationskonsert- er) o.fl. Þá hefur félagið sérsamn- inga við Ríkisútvarpið fyrir tón- listarflutning og við Sinfóníu- hljómsveit Islands fyrir einleik- ara, sem fram koma á tónleikum hennar. F.I.T. er eina félagið fyr- ir tónlistarmenn, sem á aðild að Bandalagi íslenzkra listamanna (að Tónskáldafélagi Islands und- anskildu) og ennfremur að Nor- disk Solistrad (Norræna einleik- arasambandinu). Á þeim vett- vangi hefur starfsemi félagsins aukizt á síðustu árum og á eftir að glæðast að mun í náinni framtíð. Af málefnum þar má nefna hvers konar samstarf einleikara á Norð- urlöndum, tónlistarkeppni Norð- urlanda, sem fram hefur farið undanfarin ár, fyrrnefnda kynn- ingartónleika o.fl. Hér heima hyggst F.I.T. gera ýmisiegt á næstunni, fyrirhugaðir eru tónlistarþættir í sjónvarpi, skólatónleikar, þ.e. stuttar heim- sóknir tónlistarmanna í hina ýmsu skóla landsins o.fl. I tilefni afmælisins nú hefur félagið kjör- ið fjóra nýja heiðursfélaga: Árna Kristjánsson, píanóleikara, Björn Ölafsson, fiðluleikara, Maríu Markan Östlund, söngkonu, og Þórarin Guðmundsson, fiðluleik- ara. Núverandi stjórn félagsins skipa: Halldór Haraldsson, for- maður, Þorgerður Ingólfsdóttir, gjaldkeri, og Jónas Ingimundar- son, ritari. Fólk sem hefur flosnað upp safnast saman f hrörlegar tjaldbúðir. Níger óttast nýj- ar hörmungar Umbeðin hjálp erlendis frá hefur enn ekki borizt segir Mohaman, aðstoðarlandbúnaðarráðherra Niamey, Niger. Frá Jörgen Harboe, fréttaritara Mbl. RIKISSTJÓRNIN í Niamey, höfuðborg Níger, óttast að er- lend aðstoð við nauðstadda íbúa eftir þurrkana I landinu komi of seint eins og raunini varð á sl. ár. — Ef aðstoðin berst ekki áður en regntíminn hefst f júnímánuði, vofir hörmungarástand yfir okkur, sagði Annou Mohaman, aðstoðarlandbúnaðarráðherra í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins. Annou Mohaman bar hita og þunga af þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin beitti sér sjálf fyr- ir, meðan þurrkarnir stóðu yfir ' í Niger og mörgum öðrum lönd- um í Vestur Afríku frá 1968—1974. Regntíminn haust- ið 1974 var eðlilegur á flestum svæðum í Níger og uppskeran í ár hefur verið viðunandi. Engu að síður eiga Nígermenn enm alltof litinn búpening, en meiri hluti íbúa byggir afkomu sína á nautgriparækt. Eftir að um 35% búpenings drapst í þurrk- unum, skortir mikið á að menn hafi getað komið bústofni sín- um upp að nýju. 1 norðurhluta landsins drapst um 80% búpen- ingsins. Stjórn Niger hefur beðið um aðstoð erlendis frá, einkum matvæli handa þeim íbúum sem búa í afskekktum héruðum og erfiðum. Ymsar erlendar hjálparstofnanir vinna að því að styrkja Nígermenn til að koma upp bústofni sínum á nýj- an leik. — Okkur til skelfingar höfum við orðið þess vísari, að það gengur mjög seint að fá umbeðna aðstoð við landið, seg- ir Annou Mohaman. — Ástand- ið í Níger er betra núna en það var á sl. ári. Það hefur augsýni- lega orðið til þess að stjórnir Bandaríkjanna og ýmissa Evrópulanda álita að við séum ekki lengur hjálpar þurfi. Sannleikurinn er sá að við sjá- um fram á gífurleg vandamál ef þessi hjálp berst ekki til okkar, áður en regntíminn gengur í garð, en þá verða sam- göngur ófærar um stóra hluta landsins. Gestir í Níger geta sjálfir staðfest að í Mið-Niger er enn bedúínasamfélag sem nánast ekkert hefur til að draga fram lífið á. Bedúínarnir betla og stela frá bændunum í suðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.