Morgunblaðið - 18.03.1975, Side 20

Morgunblaðið - 18.03.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975' Breið- holts- hlaup ANNAÐ Breiðholtshlaup ÍR á þessum vetri fór fram sunnu- daginn 9. marz. s.l. Veður var ekki gott til keppni, bæði kalt og strekkingur, og hefur það sennilega ráðið mestu um að þátttaka var öllu minni en í fyrri hlaupum. Þó mættu 79 keppendur tii hlaupsins, og allir luku keppni með miklum sóma. Að venju var um harða bar- áttu að ræða í hinum ýmsu aldursflokkum, og árangur var hinn ágætasti. Helztu úrslit í hlaupinu urðu sem hér segir: Stúlkur: F'æddar 1960: Indfna Eybergs 4,40 mín. Fæddar 1962: Sólveig Pálsdóttir 3,13 mín. Fæddar 1963: Ingibjörg Gfsladóttir 3,53 mfn. Fæddar 1964: Þclma Jóna Björnsdóttir 3,53 mín., Guórún Asta Jóhannesdóttir 3,49 mín. og Kolbrún Ölafsdóttir 3,59 mín. Fæddar 1965: Nanna Sigurdórsdóttir 3,34 mín., Kristfn Anna Arnþórsdóttir 3,51 mín. og Adalheiður Ester Gunnars- dóttir 4,47 mín. Fæddar 1967: Sigrfður Svavarsdóttir 5,01 mfn. Piltar: Fæddir 1960: Hinrik Stefánsson 2,48 mfn., Jörundur Jónsson 2,57 mín. og Kjartan Hjálmarsson 3,56 mfn. Fæddir 1961: Kári Bryngeirsson 2,56 mín og Kristján Þór Guðfinnsson 3,02 mfn. Fæddir 1961: Kári Bryngeirsson 2,56 mín. og Kristján Þór Guðfinnsson 3,02 mfn. Fæddir 1962: Atli Þór Þorvaldsson 2,55 mín., Svavar Sigurðsson 3,08 mín. og Sveinn Viðar Guðmundsson 3,18 mín. Fæddir 1963: Arni Arnþórsson 3,01 mín., Gunnlaugur M. Sfmonarson 3,22 mfn. og Hallur Firfksson 3,28 mfn. Fæddur 1964: Guðjón Kagnarsson 2,59 mfn., Jónatan Þórðarson 3,30 mín. og Eiríkur Einarssotf 3,31 mín. Fæddir 1965: Sigurjón II. Björnsson 3,33 ntín. Gunnlaugur Jónsson 3,47 mín. og Tryggvi Gunnarsson 3.49 mín. Fæddir 1966: Aðalsteinn Björnsson 3,49 mín., Kagnar Baldursson, 3,52 ntfn og Eiríkur Leifsson 3,53 nifn. Fæddir 1967: Ingi Grétarsson 3,58 mfn., Jónas Þór Þorvaldsson 4,02 mín. og Benedikt Guðmundsson 4,04 mín. Fæddir 1968: Arnar Júlíusson 4,13 mín. og Emil Svavar Þórðarson 4,53 mín. Fæddir 1969: Jón Björn Björnsson 4,54 nifn. Breiðholtshlaupið er jafn- framt bekkjakeppni milli bekkja i Breiðholtsskólunum og stendur 4 bekkur A i Breió- holtsskóla langbezt að vígi eftir tvö fyrstu hlaupin, hefur hlotið 31 stig, en næstir eru 4. bekkur F og 5. bekkur H sem hlotið hafa 7 stig. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrra sunnudag og sýnir unga og áhugasama hlaupara leggja af stað. Guðmundur Þórarinsson, hinn ötuli þjálfari IR-inga fylgdist með að allt fari fram samkvæmt settum regium. Cru>ff fer heim JOHAN Cruyff hefur ákveðið að snúa heim til Hoilands að nýju og hefja leik með sínu gamla felagi, Ajax. Hefur hann þegar undirrit- að samning við Ajax og tekur hann gildi frá og með 1. júlí n.k. Fær (Jruyff sjálfur enga greiðslu fyrir félagaskiptin, en Ajax verð- ur að greiða Barcelona verulega fjárfúlgu. ekki ólíklegt að Cruyff nái að leióa liðið þar til sigurs. Samt sem áður er Cruyff ekki ánægóur á Spáni. Ástæðuna fyrir því að hann vill fara heim til Hollands segir hann fyrst og fremst vera að elzti sonur hans á nú að hefja skólagöngu og vill Cruyff að hann gangi í skóla í Hollandi. Þyngra á metunum veg- ur þó sennilega, að Cruyff hefur verið mjög hart leikinn í spænsku knattspyrnunni, og áberandi er að andstæðingar hans leggja mikla áherzlu á að meiða hann í hverjum leik, og koma honum þannig út af vellinum. — 1 Hol- landi er harka í knattspyrnunni, en þar eru leikreglurnar i heiðri hafðar, er haft eftir Cruyff, sem venjulega er meira og minna meiddur eftir hvern leik sem hann keppir með Barcelona- liðinu. Cruyff gerði þriggja ára samn- ing við Barceloná áriö 1973, og strax á fyrstu mánuöunum eftir að hann tók að leika meö félaginu breyttist staða þess. Þaö hafði áð- ur verið á botninum í l.deildar keppninni, en varð brátt topplið og sigraði í l.deildarkeppninni með miklum glæsibrag. Var að vonum að áhangendur liðsins kölluðu CrUyff „E1 Salvador'- þ.e. frelsarann. Nú stendur Baree- lona-liðið i baráttunni um Evrópumeistaratililinn, og er „Von hvíta mannsins” á sáralitla möguleika 26. MIARZ n.k. mætir heimsmeist- arinn í hnefaleikum þungavigtar, Muhammed Ali, landa sfnum Chuck Wepner í hnefaleika- hringnum. Alþjóða hnefaleika- sambandið hefur ákveðið að keppni þeirra teljist ekki titil- KLANDSBAMNN K HINN þekkti handknattleiks- maður, Jörgen Pedersen, sem oft hefur verið kallaður „islands- bani“ kemur hingað til lands með félögum sínum f Helsingör Idrætsforening, en liðið mun taka þátt í fjögurra lióa móti sem fram fer í Reykjavík og í Hafnarfirði um páskana. Eru það Haukar f Hafnarfirði sem standa fyrir þessari heimsókn. Helsingörliðið varð í þriðja sæti í dönsku 1. deildar keppninni í ár, þannig að í leikjum þessum fæst væntanlega nokkur mælikvarði á getu islenzkra handknattleiksliða, miðað við danskra. Auk Helsing- örliðsins munu taka þátt i um- ræddu móti Hafnarfjarðarliðin tvö: Haukar og FH, og hinir nýbökuóu íslandsmeistarar Vik- ings. Þótt Helsíngör-liðið sé skipað góðum handknattleiksmönnum og hafi nokkra landsliðsmenn innan sinna vébanda, er Pedersen ugglaust kunnastur allra leik- manna liðsins, en að margra mati var hann um tíma bezti hand- knattleiksmaður heims. Og víst er að fáir handknattleiksmenn hafa farið eins afleitlega með islenzka handknattleiksmenn og Peder- sen, sem oftsinnis hefur „tekið málin í sínar hendur,“ þegar séð var fram á íslenzkan sigur i lands- leikjum við Dani. leikur, þannig að þótt svo ólfklega vildi til að Wepner yrði sigurveg- ari teidist hann ekki heimsmeist- ari, heldur Ali áfram. Þessu hef- ur Ali og aðstoðarmenn hans mót- mælt kröftuglega og segja aðför að rétti heimsmeistarans til þess að velja sér áskoranda. Um Chuek Wepner er það helzt að segja að hann setur að dómi þeirra sem fylgjast með hnefa- leikum, met í þessum leik hvaó það snertir, að aldrei áður hefur jafn lélegur hnefaleikari fengið keppni við heimsmeistarann. Wepner er hvitur maður, og það er sennilega eina ástæóan fyrir því að Ali valdi hann sem keppinaut. Síðan hann gerðist at- vinnumaður hefur hann leikið 44 leiki, sigrað í 32 leikjum, tvisvar gert jafntefli og tapað 10 sinnum, en slíkt þykir ekki nógu gott, þegar atvinnumaður á i hlut. Önnur ástæða en hörundsliturinn er sennilega sigur Wepners yfir fyrrverandi heimsmeistaranum Ernie Terrel er þeir mættust í keppni fyrir 19 mánuðum. Þá voru flestir sérfræðingar á einu máli um að Terrell hefði unnið 9 lotur af 12, en dómararnir dæmdu hins vegar Wepner sigurinn við gífurleg mótmæli áhorfenda. Chuck Wepner hefur reyndar ekki tapað leik frá þvi í desember 1971, en ef Terrell er undan- skilinn hefur hann heldur ekki keppt við hnefaleikara sem eru meðal 20 beztu í heiminum. í fyrra lék hann t.d. fimm leiki og var Terry Hinki eini mótherji hans sem var nokkuð þekktur. Stefán til Austra STEFAN Halldórsson, hinn kunni handknattleíksmaður og knattspyrnumaður með Víkingi, hefur verið ráðinn þjálfari hjá Austra á Eskifirði næsta sumar. Mun Stefán þjálfa þar alla flokka félagsins, bæði í handknattleik og knattspyrnu og leika með knatt- spyrnuliói félagsins sem keppir í 3. deild. Þá hefur knattspyrnufélagið Þróttur á Norðfirði ráðið sér þjálfara. Sá er Birgir Einarsson, sem leikið hefur með Val og IBK, og mun Birgir einnig keppa með Þróttarliðinu, sem er í 3. deild. Þriðja félagið á Austfjörðum sem ráðið hefur sér þjálfara er ungmennafélagið á Stöðvarfirði, en Guðjón Sigurósson, sem þjálf- að hefur yngri flokka hjá Vikingi undanfarin ár, mun verða þjálfari hjá þvi. Wepner sigraði hann í 11. lotu. Auk þess keppti hann við algjör- lega óþekkta hnefaleikara svo sem Randy Neumann, sem var að mala hann, er dómarinn stöóvaói leikinn og dæmdi Wepner sigur vegna meiðsla sem Neumann hafði orðið fyrir. Ný reyna umboðsmenn Ali að telja fólki trú um að Wepner hafi aldrei tapað leik. Flestir vita þó betur, og muna að árió 1966 keppti hann við Buster Mathis og var sleginn í rot í þrióju lotu og eigi sjaldnar en átta sinnum hafði Wepner farið í gólfið í keppni Wepner — fær góða fjárupphæð fyrir að láta berja sig. sinni við Sonny Liston árið 1970, áður en dómarinn stöðvaði leik- ínn og dæmdi Liston sigurinn. Þegar Wepner keppti við George Foreman og Joe Bugner var leikurinn stöðvaður í 3. lotu, þar sem Wepner var kominn með blæðandi sár á augabrúnir, en svo viróist sem ekki megi koma við þær, án þess að honum taki að blæða. Telja sérfræóingar að það verði fyrsta verk Ali í keppn- inni 26. marz að reyna að berja á Wepner þannig að honum taki að blæða. Sérfræðingar eru sammála um að Wepner geti lítið miðað við þá beztu. „Hann kann ekki að berja, hann hefur enga tækni og hann er þungur í hreyfingum," segja þeir. Umboðsmenn Ali vinna nú nótt sem dag að því að reka áróður fyrir keppninni, og nota slagorðin aó Wepner sé von hvíta mannsins gegn Ali, þrátt fyrir að a.m.k. 10 hvítir hnefaleikarar séu betri en hann. Eina ástæðan fyrir því að Wepner gekkst undir það aó fara i hringinn á móti Ali, er hins vegar talin sú, aó þarna er um mikla peninga að tefla og menn láta jafnvel berja sig í rot, ef hæfilega mikil borgun fæst fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.