Morgunblaðið - 18.03.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 18.03.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 Tvo háseta vantar á 250 tonna netabát frá Patreks- firði. Góð kjör fyrir vana menn. Uppl. í síma 94-1 261. 30—40 rafsuðumenn óskast strax á 6 mánaða samning í Noregi. Föst laun 25 s. kr. á tímann, 80 s. kr. fyrir fridag, 31 s kr. klst í yfirvinnu. Venjuleg vinnuvika er 60 — 70 klst. Húsnæði aðeins fyrir einhleypa. Menn með ofangreinda þekkingu og geta hafið vinnu strax hafi samband við: Dr. Thor Holm- gren, fimmtudag kl. 10 —18, á Hótel Loftleið- um, Reykjavík. Zimsen við Suðurlandsbraut erflutt að Ármúla 42 STÆRRI VERSLUN. BETRI ÞJÓNUSTA HAFNARSTRÆTI 21, ÁRMÚLA 42 Óskum eftir að ráða AFGREIÐSLUSTÚLKU OG SMURBRAUÐSDÖMU Uppl. veittar í Kaffiteríunni í dag kl. 2—4 (ekki í síma) Kaffiterían Glæsibæ. Verzlunarfyrirtæki Önnumst innleysingar á vörum fyrir góð fyrir- tæki, gegn 2ja mán. víxlum. Vinsaml. leggið 'inn tilboð merkt STRAX — 71 60, á afgr. Mbl. Fyrir fermingarnar höfum við hvitar slæður, hanzka, sokkabuxur og blúnduvasaklúta á gömlu verði. Bómullarbolir með blúndum, dömublússur og peysur í góðu úrvali. Telpnakjólar, terelyne og denim buxnadress á 2 —10 ára. Drengjaskyrtur, vestispeysur og terylenebuxur. Gallabuxurog bómullarbolir á börn. Leithen garn í góðu úrvali. Sendum í póstkröfu um land allt. Verzlunin Viola, Sólheimum 33, sími 32501. Jón ísberg: „Hví slærð þú mig?” Til er rússnesk sögn um geysi- stórt og fallegt eikartré. Króna þess var mikil umfangs og fögur og stofn þess stór og sver. Þaö var bæði fagurt á aö sjá og veitti þreyttum ferðamönnum skugga i brennandi sólarhita og skjól f vondum veðrum. Og menn lofuðu það hið mikla tré fyrir fegurð og nytsemi og króna þess og blöð urðu upp með sér reyndu að láta sem mest á sér bera og líta sem best út. En þá heyrðust hjáróma raddir sem sögðu: „Því minnist okkar enginn. Það erum þó við sem veitum krónunni lífsnær- ingu. An okkar væri engin króna, engin blöð, reyndar ekkert tré.“ Þetta voru ræturnar, þær gleymd- ust og þá auðvitað þýðing þeirra. Mér kom þessi gamla saga í hug, þegar ég las grein Elínar Pálmadóttur, Gárur i Mbl. 19. janúar sl. þar sem hún, hreint út sagt er að egna til úlfúðar milli Reykjavíkur og landsbyggðarinn- ar. Það eru of margir, sem það gera, að ekki er ábætandi og allra síst af borgarfulltrúa og blaða- manni við Morgunblaðið. Hún hefur grein sína með því, að tala um veðrið, en þá hafði óveður gengið yfir landið, en suð- vestur horn landsins og þar með Reykjavik sloppið og segir: „Að vísu hefi ég ekki enn séð lok frásagnar af veðurofsanum annars staðar, gamalkunn um- mæli, sem hljóða eitthvað á þessa leið .. . Og mætti eitthvað af þeim snjó og því hvassviðri, sem við dreifbýlismenn eigum við að búa, vera komið yfir Reykvíkinga". Svo mörg eru þau orð. Ég held, þótt vafalaust margir landsbyggðarmenn öfundi Reyk- vikinga og nærsveitarmenn af ýmsu því, sem þeir njóta og geta notið vegna sameiginlegra átaka þjóðarinnar að skapa höfuðborg, þá muni þeir fáir, sem öfunda þá af tíðarfarinu. Yfir Reykjavík gengur stund- um óveður og ég hefi aldrei heyrt einn eða neinn segja, að það sé Reykvíkingum mátulegt, eða öðr- um þeim, sem heima eiga þar sem náttúruhamfarir verða. Þegar eitthvað kemur fyrir, hvort sem það er skipstapi eða aðrar slys- farir, finnur þjóðin til samúðar með þeim, sem fyrir verða og hjálpar ef hægt er. Þekkt eru viðbrögð Reykvikinga og nær- sveitarmanna, er þeir tóku fyrir- varalaust á móti um 5 þúsund Vestmannaeyingum fyrir tveimur árum alveg á sama hátt og Hrisey- ingar tóku á móti mér og 30—40 öðrum skólaunglingum, er skipió, sem flutti okkur i jólafri varð að liggja næturlangt vegna veðurs við eyna fyrir um 30 árum síðan. Hjartalagið er það sama, þess vegna er svona yfirlýsing hnefa- högg framan í hvern sómakæran Islanding, hvort sem hann býr í Reykjavík eða úti á landsbyggð- inni. Jón Sigurðsson, sá mikli raunsæi hugsjónamaður, barðist fýrir viðgangi Reykjavíkur og Einar Benediktsson sér hana í hugsjón sem stóra og mikla. Okkur hefir tekist að búa fagra og hreina höfuðborg, sem er höfuðborg i orðsins fyllstu merk- ingu. Reykvíkinga hafa verið svo heppnir að fela ötulum félagslega sinnuðum athafnamönnum stjórn borgarinnar og alltaf átt hæfi- leikamikla borgarstjóra. Þess vegna er Reykjavík nú í farar- broddi á flestum sviðum og flestir íslendingar eru stoltir af höfuó- borg sinni og vilja veg hennar og íbúa hennar sem mestan. Reykjavík breiðir krónu sína yfir landið og vió lítum upp til hennar og virðum fyrir okkur mikilleik hennar, en við vitum, að lífsnæringuna fær hún frá lands- byggðinni. Þess vegna mega Reykvíkingar ekki gleyma henni. Ég hvorki vil né get í svona stuttri grein farið í neinn Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.