Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 19 Hörður Árnason skorar fyrsta mark leiksins á sunnudagskvöldið, án þess að þeir Arnar eða Guðmundur komi við vörnum. ÍR-ingar kvöddu með sæmd IR-ingar voru sannarlega ekki öfundsveröir er þeir hlupu inn á völlinn til leiks síns við Fram í 1. deildar keppni Islandsmótsins 1 handknattleik á sunnudags- kvöldið — síðasta 1. deildar leiks- ins sem þeir leika í bili. Hefðu úrslit orðið önnur í fyrri ieik kvöldsins milli Ármanns og Gróttu, hefðu þeir haft að ein- hverju að keppa, en úr því sem komið var skiptu úrslit þessa leiks litlu máli fyrir þá. Og þó, — það er alltaf skemmtilegra að falla með sæmd, og ef litið er til úrslita þessa leiks verður ekki ingar gert. Þeir töpuðu að vísu með einu marki eins og stundum áður í vetur, en lengst af í þessum leik börðust IR-ingarnir bærilega og ekki hefði verið nema sann- gjarnt að þeir hefðu hlotið annað stigið. Það vakti annars athygli í þess- um leik, að þjálfari Framaranna, Guðjón Jónsson, hélt óbreyttu liði inná nær allan leikinn. 1 hópi þeirra sem léku voru ekki helztu skyttur liðsins i undanförnum leikjum: Stefán Þórðarson og Hannes Leifsson. Mun Stefán vera hættur handknattleiksiðkun- Hannes sat á bekknum fram í seinni hálfleikinn, en þá fór hann ásamt Sveini Sveinssyni, sem heldur fékk ekkert að fara inná, i bað og yfirgáfu þeir síðan húsið. Leikur þessi hélzt í jafnvægi lengi vel, en í byrjun seinni hálf- leiks náðu Framarar sér vel á strik og sigldu framúr. Náðu þeir 5 marka forystu er 20 mínútur voru til leiksloka, en á þeim tókst ÍR-ingum siðan að jafna og fengu raunar tvö tækifæri til þess að ná forystunni sem þeir mosnotuðu bæði. Kom þar til, eins og svo oft áður í vetur, að þegar mikið á reynir sýna IR-ingar ekki næga yfirvegun og einstakir leikmenn liðsins gera sig seka um að taka alltof mikla áhættu. Öhætt er að segja með sanni að fátt hafi komið mönnum jafn- mikið á óvart í móti þessu eins og það að ÍR-ingar skyldu falla í 2. deild. Margir höfðu álitið að þvert á móti myndu þeir berjast á toppnum í vetur. En liðið hefur átt við ýmislegt mótlæti að síríða í vetur, og þá sennilega fyrst og fremst það að sumir leikmanna liðsins taka íþróttína greinilega ekki með sömu alvöru og leik- menn flestra annarra liða sem keppa í 1. deildinni. Það þarf orðið mikið til að standa í þeirri baráttu sem 1. deildar keppnin er óneitanlega og það virðast leik- menn ÍR-liðsins ekki hafa. Liðið sýndi það öðru hverju að það getur leikið ágætlega, og það gerði það raunar stundum í leikn- um á sunnudagskvöldið. Ekki er gott að segja hver úrslit þessa leiks hefðu orðið ef IR- ingar hefðu átt möguleika á að halda sér uppi með þvi að ná stigi eða stigum í honum, en ætla má þó að liðið hefði barizt betur en það gerói og náð þeim herzlumun sem skorti. En vel má einnig vera að Framarar hefðu þá hagað leik sinum öðru vísi en þeir gerðu, en þeir leikmenn liðsins sem fengu að reyna sig í leiknum voru greinilega orðnir þreyttir undir lokin, og hnoðuðu þá mikið inn í vörn ÍR-inganna til þess að fá aukaköst, sem þeir svo gáfu sér góðan tíma til að framkvæma. Bezti maður Framliðsins í leiknum var Sigurbergur Sig- steinsson, sem er greinilega að ná sínu bezta formi og verðskuldar að vera í landsliðshópnum, en bezti maður iR-inganna var As- geir Elíasson, — fljótur og útsjón- arsamur að venju, en eins og ÍR- liðið leikur nýtast kraftar hans og hraði hvergi nærri til fulls. í STUTTU MÁLI: Laugardalshöll 16. marz Islandsmótið 1. deild. Urslit: ÍR — Fram 19 — 20 (9 - 10) Gangur leiksins: Min. IR Fram 1. Hörður A 1:0 2. 1:1 Sigurbergur 5. Vilhjálmur 2:1 5. 2:2 Pálmi 6. 2:3 Sigurbergur 6. Brynjólfur 3:3 7. Asgeir 4:3 11. 4:4 Árni 15. 4:5 Pétur 15. Ágúst 5:5 15. Brynjólfur 6:5 20. 6:6 Arnar 21. 6:7 Arnar 23. 6:8 Arnar 23. Höröur II. 7:8 24. 7:9 Árni 25. Brynjólfur 8:9 27. 8:10 Pétur 27. HöröurH. 9:10 J Hálfleikur 31. 9:11 Pálmi 32. 9:12 Pálmi 33. 9:13 Guðmundur 34. Sigurður 10:13 35. 10:14 Árnar 35. HörðurH. 11:14 38. Asgeir 12:14 38. 12:15 Pálmi 39. 12:16 Ragnar 40. 12:17 Pétur 41. Gunnlaugur 13:17 42. Asgeir 14:17 43. Sigurður 15:17 44. 15:18 Pálmi 46. 15:19 Ragnar 47. Vilhjálmur (v) 16:19 48. Gunnlaugur 17:19 53. Asgeir 18:19 57. Ágúst (v) 19:19 59. 19:20 Árnar Mörk ÍR: Asgeir Elíasson 4, Hörður Hákonarson 3, Brynjólfur Markússon 3, Vilhjálmur Sigur- geirsson 2, Agúst Svavarsson 2, Sigurður Svavarsson 2, Gunn- laugur Hjálmarsson 2, Hörður Árnason 1. Mörk Fram: Pálmi Pálmason 5, Arnar Guðlaugsson 5, Pétur Jóhannesson 3, Sigurbergur Sig- steinsson 2, Ragnar Hilmarsson 2, Árni Sverrisson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 1. Brottvísanir af velli: Brynjólfur Markússon, ÍR í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Pálmi Pálmason skaut í þverslá og út á 48. min. Dómarar: Oli Olsen og Kjartan Steinbeck. Þeir dæmdu leikinn yfirleitt með ágætum, en létu leikmenn komast upp með að sýna sér litilsvirðingu. —stjl. annað sagt en að það hafi IR Danirnir koma Forsala aðgöngumiöa á landsleiki íslands og Danmerkur, sem fram fara um næstu helgi, hefst í Austurstræti á morgun kl. 4-6 LANDSLIÐSMENN ÍSLANDS selja miða í íbúðarhappdrætti HSÍ á sama stað LIÐ IR: Guðmundur Gunnarsson 1, Ásgeir Elíasson 3, Sigurður Svavarsson 2, Olafur Tómasson 1, Þórarinn Tyrfingsson 1, Ágúst Svavarsson 2, Gunnlaugur Hjálmarsson 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1, Brynjólfur Markússon 2, Jens G. Einarsson 2, Hörður Hákonarson 2. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 2, Arni Sverrisson 2, Sigurberg- ur Sigsteinsson 3, Pétur Jóhannesson 2, Árnar Guðlaugsson 3, Pálmi Pálmason 3, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Ragnar Hilmarsson 2. 1. deild kvenna Valur enn taplaus Á laugardaginn áttust Valur og Ármann vi3 í 1. deild kvenna. Ármannsliðið mætti hálf vængbrotið til leiks, án tveggja sinna bestu leikmanna, Guðrúnar Sigurþórsdóttur og Erlu Sverrisdóttur, og setti missir þeirra greinilega mörk á leik Ármanns. Valur tók þegar i upphafi forystu í leiknum, og hafði yfir i hálfleik. 10 mörk gegn 4. Siðari hálfleikurinn varð öllu jafnari, án þess þð að Ármanni tækist nokkru sinni að ógna sigri Vals. Siðari hálfleiknum lauk með 11 mörkum gegn 8, og Valur sigraði þvi í leiknum með 21 marki gegn 12. Nú er svo komið að Valur hefir leikið 1 3 leiki og er með fullt hús stiga. Liðið á eftir að leika gegn Fram, eina liðinu sem getur ógnað sigri Vals. Sá leikur fer fram n.k. laugardag og hefst kl. 15.30. Sigri Frám verður úrslitaleikur á milli félaganna, verði úrslitin þau að Valur sigri eða lykti leiknum með jafntefli er íslandsmeistaratitillinn Vals. Það hefir komið fram í leikjunum I 1. deild kvenna I vetur að lið Vals virðist langsterkast. Styrkur liðsins felst einkum i þvi hve liðsmenn eru jafnir að getu, svo og virðist Valsliðið i bestri likamsþjálfun. Það er þvi engin tilviljun að Valur skuli skipa efsta sætið i 1. deild kvenna. í leiknum á laugardag gegn Ármanni voru þær Sigrún Guðmundsdóttir og Ragnheiður Lárusdóttir bestar Valsara. Þá átti Björg Jónsdóttir og ágætan leik. Lið Ármanns var ekki svipur hjá sjón miðað við leiki liðsins fyrst i vetur. Fjarvera Guðrúnar og Erlu hefir efalaust átt sinn þátt í því. Bestar i liði Ármanns voru þær Katrin Axelsdóttir og Auður Rafnsdóttir, sem vermdi þó lengst af skiptibekkinn. Leikinn dæmdu Sveinn Kristjánsson og Haukur Hallsson. Mörk Vals: Sigrún og Ragnheiður 6 hvor, Björg Jónsdóttir 3, Elín Kristinsdóttir 2, Halldóra Magnúsdóttir, Hrefna Bjarnadóttir, Björg Guðmundsdóttir og Harpa Guð- mundsdóttir eitt mark hver. Mörk Ármanns: Katrín 6, Jóhanna Ásmundsdóttir 4 og Sigríður Rafnsdóttir 2 mörk. Hart barizt I leik Ármanns og Gróttu. Hörður Kristinsson hefurfengið sendingu inn á Iínuna, en Gróttumenn ná að slá knöttinn frá honum, svo sem sjá má. Sigb.G. FH stúlka sýnir skemmtileg tilþrif, smeygir sér gegnum vörn KR og skorar. KR-stúlkurnar unnu Á laugardaginn mættust KR og FH i 1. deild kvenna. Úrslit leiksins skiptu engu meginmáli, hvorugt liðið i fallhættu og hvorugt átti möguleika á verðlaunum. Þrátt fyrir það var leikurinn lengst af jafn og spennandi. Stúlkurnar úr FH komust i 2 mörk gegn engu, en KR tókst að jafna þegar um átta min. voru af leik. Það sem eftir lifði hálfleiksins var FH ávallt á undan að skora, en KR jafnaði jafnóðum. f leikhléi hafði FH einu marki betur, 8 gegn 7. Framan af siðari hálfleik hélst sami háttur, FH var oftast fyrra til að skora, en KR jafnaði. Þegar um átta min. voru til leiksloka var enn jafnt, 14 gegn 14, en KR-stúlkurnar reyndust sterkari á lokasprettinum og sigruðu með 18 mörkum gegn 15. Sem heild verður vart sagt að KR-liðið sé sterkt. Aftur á móti nýtur liðið þess að hafa þrjá stórsnjalla einstaklinga innan sinna vébanda. Það eru þær Hjálmfriður Jóhannes- dóttir, Hansina Melsteð og Hjördis Sigurjónsdóttir. Það leikur vart á tveim tungum að Hjálmfriður er einn albesti linumaðurinn i kvennahandknattleiknum. en lið KR skortir tilfinnanlega leikmann til að gefa á hana. Það hefir reynst KR mikill styrkur að fá Hjördisi aftur til liðs við sig, en hún hefir átt við meiðsl að striða mikinn hluta vetrar. Stúlkurnar i FH hafa staðið sig eftir vonum i vetur. Liðið er skipað kornungum stúlkum, sem mun efalaust ná langt þegar þær hafa öðlast meiri reynslu og burði. I leiknum gegn KR voru bestar þær Svanhvit Magnúsdóttir, Kristjana Aradóttir og Guðrún Júliusdóttir ásamt markverðinum Gyðu Úlfarsdóttur. Dómarar voru Örn Pétursson og Ragnar Sverrisson. Mörk KR: Hjördis 8, Hansina 4, Ragna Halldórsdóttir 3, Hjálmfriður 2 og Sigrún Sigtryggsdóttir eitt mark. Mörk FH: Svanhvít, Kristjana og Margrét Brandsdóttir 4 hver, Guðrún 2 og Birna H. Bjarnason eitt mark. Sigb. G. Þór kvaddi með sigri Þórsstúlkurnar kvöddu í 1. deildar keppni kvenna að þessu sinni með sigri yfir Vikingi sem fór norður á laugardaginn og lék við heimastúlkurnar i Skemmunni. Úrslit leiksins urðu 12—11 fyrir Þór, eftir að einu marki hafði munað i hálfleik 7—6. Víkingsstúlkurnar höfðu yfirleitt forystuna í fyrri hálfleiknum, en aldrei munaði þó miklu. Var það ekki fyrr en undir lok hálfleiksins sem Þór tókst loks að jafna og komast einu marki yfir. í seinni H%lfleik hélt barningurinn áfram, en Þór hafði betur, þegar upp var staðið og var sigur liðsins fyllilega verðskuldaður miðað við gang leiksins. Mikil harka var í leiknum þegar á leið og höfðu dómararnir ekki góð tök á honum. Mörk Þórs skoruðu: Anna Gréta 5, Guðrún Stefánsdóttir 2, Soffia 1, Magnea 1, Steinunn 1 og Hanna Rúna 1. Mörk Vikings skoruðu: Anna Björnsdóttir 8, Guðrún Hauksdóttir 2 og Ásdis 1. — háhá. Grótta gaf sig ekki Mikið má vera ef Gróttuliðið náði ekki að sýna sinn bezta leik í vetur er þeir mættu Ármenning- um I 1. deildar keppninni á sunnudagskvöldið. Mikið var I Jiúfi fyrir liðið. Eftir að IR lagði Hauka á dögunum, gat farið svo að það kæmi í hlut Gróttu að gista aðra deild að ári, og þurfti liðið að vinna sigur f leiknum við Ár- mann til þess að tryggja sér að svo færi ekki. Og það tókst — mest vegnaþessaðnúlékGrótta í fyrsta skiptið í vetur bærilega vörn, og fékk þar af leiðandi á sig næstum helmingi færri mörk en liðið hefur fengið á sig í flestum leikjum sfnum í deildinni í vetur. Mestan hlut að máli í Gróttuvörn- inni átti Árni Indriðason, sem var nú upp á sitt allra bezta, eftir að hafa verið f nokkrum öldudal um tfma, og hinn ungi markvörður liðsins, Guðmundur Ingimundar- son, stóð mjög vel fyrir sínu. En það má heldur ekki horfa fram hjá þvi að sóknarleikur Ár- menninga var með eindæmum slakur í leiknum. Ekki er ósenni íegt að Ármenningar hafi gengið of sigurvissir til þessa leiks — alla vega virtist hin harða mót- spyrna Gróttu koma þeim á óvart, og setja þá úr jafnvægi. Ármanns- liðið hefur leikið sóknarleikinn æ betur í undanförnum leikjum og náð upp góðri ógnun, en aó þessu sinni var leikið of nærri vörninni og Gróttumönnum auðvelduð þannig vörnin, auk þess sem leik- ur Ármannsliðsins gekk alltof mikió upp á miðju vallarins. Þrátt fyrir að nokkur spenna væri í þessum leik var hann held- ur leiðinlegur á að horfa. Dómar- arnir höfðu tæpast við að flauta á aukaköst á báða bóga, og ákaflega lítið var um hreint og óþvingað spil'. Það bezta sem sást í leiknum voru viðbrögð leikmannanna í vörn, en þar var oft ágæt „keyrsla" á báða bóga og mikið „talað saman“. Það eina sem um- talsvert var í sóknarleiknum voru lágskot Magnúsar Sigurðssonar Gróttumanns sem voru hin lagleg- ustu. Faidi hann sig á bak við varnarmenn Ármenninga og renndi síðan knettinum meófram gólfinu í mark Ármenninga, án þess að markverðirnir kæmu við vörnum, enda sáu þeir sjaldnast knöttinn fyrr en hann var um það bil að sigla inn i markið. Gróttumenn mega vissulega vel við árangur sinn i keppninni i vetur una. Gunnar Kjartansson, þjálfari liðsins, sagði í upphafi keppnistimabilsins að aðalmark- miðið i vetur væri að halda sér uppi, og það tókst. Sú reynsla sem leikmenn liðsins hafa fengið í keppninni í vetur verður þeim sjálfsagt dýrmætur skóli í fram- tíðinni og fyrst Grótta komst yfir hið erfiða ár í deildinni, má ætla að liðið haldi áfram framför sinni. Varnarleikurinn hefur verið veik- ari hluti liðsins i vetur, en á sunnudagskvöldið sýndu leik- menn þess loksins að þeir kunna vel að leika vörn og geta leikið hana, svo fremi sem þeir vilja leggja að sér. Bezti maður Gróttuliðsins í þessum leik var Árni Indriðason, sem fyrr segir, en beztur Ármenn- inganna eins og oft áóur var ald- ursforseti liósins, Hörður Kristins son. Hann var sá klettur i vörn Ármenninga sem ófáar sóknarlot- ur Gróttu brotnuðu á, og auk þess vann Hörður gífurlega vel fyrir lið sitt þegar það var i sókn þótt félagar hans værU að þessu sinni stundum helzt til seinir að átta sig á þeim möguleika sem barátta hans skapaói þeim. í stuttu máli: Laugardalshöll 16. marz marz Íslandsmótið 1. deild ÚRSLIT: Ármann — Grótta 14—16 (6—8) Gangur leiksins: Mfn. Ármann Grótta 1. Jens 1:0 3. 1:1 Björn 7. 1:2 Magnús 8. 1:3 Magnús 9. Hörður K. 2:3 15. Hörður H (v) 3:3 20. 3:4 Kristmundur 23. 3:5 Árni 24. Hörður H. 4:5 24. 4:6 Magnús 26. 4:7 Halldór 27. Björn 5:7 29. 5:8 Halldór (v) 30. Jón Á. (v) Hálfleikur 6:8 33. 6:9 Magnús 34. 6:10 Björn 35. 6:11 Björn 36. Björn 7:11 38. Björn 8:11 38. 8:12 Axel 41. Jón (v) 9:12 42. Jón (v) 10:12 45. Kristinn 11:12 46. Pétur (v) 12:12 51. Jón 13:12 LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 2, Stefán Hafstein 1, Olfert Naabye 1, Björn Jóhannesson 2, Hörður Harðarson 2, Pétur Ingólfsson 2, Jón Ástvaldsson 1, Kristinn Ingólfsson 1, Jens Jensson 1, Hörður Kristinsson 3, Skafti Halldórsson 1. LIÐ GRÖTTU: Kristmundur Ásmundsson 2, Björn Pétursson 2, Þór Ottescn 1, Árni Indriðason 3, Halldór Kristinsson 2, Georg Magnússon 2, Axel Friðriksson 1, Magnús Sigurðsson 3, Guð- mundur Ingimundarson 3. 54. 56. 58. 59. Björn 60. 13:13 Magnús 13:14 Magnús 13:15 Þór 14:15 14:16 Árni Mörk Ármanns: Jón Ástvaldsson 4, Björn Jóhannesson 4, Hörður Harðarson 2, Jens Jensson 1, Hörður Kristinsson 1, Kristinn Ingólfsson 1, Pétur lngólfsson 1. Mörk Gróttu: Magnús Sigurðsson 6, Björn Pétursson 3, Árni Indriðason 2, Halldór Kristjánsson 2, Kristmundur Ásmundsson 1, Axel Friðriksson 1, Þór Ottesen 1. Brottvísanir af velli: Halldór Kristjánsson og Árni Indriðason, Gróttu í 2 mín. Misheppnuð vftaköst: Ragnar Gunnarsson varði vftakast frá Birni Péturssyni á 5. min. og á 13. mfnútu og frá Halldóri Kristjánssyni á 49. mín. Guðmundur Ingimundarson varði vftakast Harðar Harðarsonar á 20. mfn. og Péturs Ingólfssonar á 55. mín. Jón Ástvalds- son skaut f stöng úr vítakasti á 59. mín. Dómarar: Kristján Örn Ingibergsson og Jón Friðsteinsson og dæmdu þeir undantekn- ingalítið með miklum ágætum. — stjl. 2. DEILD Þróttur — Fylkir 23-17 Það er um það bil að verða bingó hjá Þrótti í 2. deildar keppninni í handknattleik. Á sunnudaginn lögðu þeir hættulegan keppinaut að velli þar sem Fylkir var, og nú er aðeins eitt skref óstigið hjá Þrótturum. Eru það KR-ingar sem þeir eiga eftir að mæta og þarf varla að gera öðru skóna en að sá leikur verði léttur fyrir Þróttarana. Þróttararnir komu annas til leiksins i Laugardalshöllinni á sunnudaginn beint frá „bingói aldarinnar" sem þeir gangast fyrir í Háskólabiói og heppnaðist mjög vel á sunnudaginn. Þeim gekk lengi vel að hrista Fylkismenn af sér og var það ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að Þróttur náði tveggja marka forystu, en staðan i hálfleik var 10—8, þeim i vil. Þjálfari Þróttaranna, Bjarni Jónsson, átti beztan leik þeirra á sunnudag inn og naut þess vel að vera ekki með yfirfrakka nema litinn hluta af leiknum. Einn er þó áberandi Ijóður á leik Bjarna. Hann tekur 4—5 skref oft þegar hann er á hlaupum með knöttinn og virðist komast upp með það 1 það endalausa. Friðrik Friðriksson kom einnig vel frá leiknum á sunnudaginn. Beztur Fylkismanna var Einar Einarsson, en Birgir Guðjónsson og Örn Jensson komu einnig vel frá leiknum, svo og Steinar Birgisson sem er mjög vaxandi leikmaður. Mörk Þróttar: Bjarni Jónsson 9, Friðrik Friðriksson 7, Konráð Jónsson 2, Halldór Bragason 2, Gunnar Gunnarsson 1, Björn Vilhjálmsson 1, Jóhann Frimannsson 1. Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 5, Einar Einarsson 3, Birgir Guðjónsson 3, Örn Jensson 3, Guðmundur Sveinbjörnsson 2, Gísli Halldórsson 1. Dómarar voru Hallur Hallsson og Ólafur Steingrimsson. Þeir dæmdu vel, en hörfðu þó um of með blinda auganu á skrefin hjá Bjarna. — stjl. Keflavik - UBK17-18 Leikmenn Breiðabliks og Keflavíkur gengu að siðasta leik sinum i 2. deildar keppninni í handknattleik, sem fram fór i Njarðvik á sunnudags- kvöldið, með takmörkuðum áhuga. Úrslit leiksins skiptu raunar engu máli fyrir liðin, þar sem bæði voru búin að tryggja áframhaldandi keppnisrétt sinn i deildinni, eftir tvísýna botnbaráttu þar lengst af. Leikurinn var líka heldur lélegur, þegar á heildina er litið. Það var helzt frammistaða markvarða liðanna sem yljaði svoíitið, en þeir stóðu sig oft með mikilli prýði. Breiðablik náði fljótlega forystu i leiknum og náði mest 4 marka forskoti er staðan var 6—2. Þá tóku Keflvíkingarnir hættulegasta mann Breiðabliksliðsins, markakónginn Hörð Má Kristjánsson. úr umferð og við það jafnaðist leikurinn verulega. í hálfleik var staðan 8—7 fyrir Breiða- blik. í seinni hálfleiknum var sami barningurinn uppi á teningnum. Breiða- blik hafði yfirleitt forystuna, en Keflvikingar jöfnuðu. Þegar leiktimanum var að Ijúka var staðan jöfn 1 7—1 7, en Breiðabliksmenn höfðu heppnina með sér að þessu sinni og tókst að skora úrslitamarkið, þegar 10 sekúndur voru til leiksloka: 18—17. Mörk ÍBK skoruðu: Þorsteinn Ólafsson 5, Sigurbjörn Gútsafsson 4 (2 viti). Sævar Halldórsson 2, Sigurður Sigurðsson 1, Einar Leifsson 1, Steinar Jóhannsson 1. Mörk Breiðabliks: Hörður Már Kristjánsson 8 (4 viti), Páll Eyvindsson 2, Magnús Steinþórsson 3, Þorsteinn 1, Sverrir 1. stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.