Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 15 JVlovoumliInÍHÍi SIGLFIRÐEVGARIIIATIJ 23 Ve®LAÖ\ Þorsteinn Oiafsson, Einar Gunnarsson og Hinrik Þórhallsson berjast þarna um knöttinn I eðjunni á Kópavogsvellinum. Unglingameistaramót íslands I badminton fór fram I KR heimiiinu um helgina. Undan- keppnin fór fram á laugardag og úrslitaleikirnir síðan á sunnudag. 1 flestum aidursflokkum var um skemmtilega og oft jafna keppni að ræða, og lofa tilþrif þau er unglingarnir sýndu í leikjum sfn- um góðu um framtíðina í badmin- ton hérlendis. Frammistaða siglfirsku ung- linganna á móti þessu var mjög glæsileg, en þeir hlutu flest verð- laun, samtals 23 og þar af 10 fyrstu verðlaun. Aðeins eitt félag hlaut fleiri fyrstu verðlaun, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sem hlaut 12 slík í sinn hlut, en aftur ekki nema 7 önnur verðlaun. Margir leikir i móti þessu buðu upp á það bezta sem er að sjá í íslenzku badminton. Þannig var t.d. úrslitaleikurinn í tviliðaleik í piltaflokki sérlega vel leikinn af hálfu Siglfirðinganna Þórðar Björnssonar og Sigurðar Blöndal sem komu á óvart með því að vinna stórsigur yfir helztu fram- tíðarstjörnum Reykvíkinga í íþróttinni, Ottö Guðjónssyni og Jóhanni Möller. Þarna eru mikil efni á ferðinni, sem vonandi verður það úr er efni standa til. Þá var úrslitaleikurinn í drengja- flokki milli nafnanna Jóhanns Möller og Jóhanns Kjartanssonar mjög vel leikinn, en þessi tveir piltar hafa barizt jafnri baráttu i þessum flokki á undanförnum mótum. Leikir stúlknanna i mótinu voru yfirleitt til muna tilþrifa- minni en piltanna og virðist sem seinna ætli að ganga að fá upp sæmilega góða leikmenn í kvennaflokki en karlaflokki. Það verður þó að segjast að sumar stúlkurnar sýndu allgóða leiki og ber þá fyrst að nefna Kristínu B. Kristjánsdóttur, TBR, og Kristínu Magnúsdóttur, TBR. Helztu úrslit í mótinu fara hér á eftir: Sveinaflokkur 14 ára og yjpgri: I undanúrslitum sigraói Gylfi Oskarssnn, Val, Gunnar Jónatansson, Val, 12:11 og 11:4 og (iuómundur Adolfsson, TBH, sigraði Björn Ingimarsson, TB,S, 11:5 og 12:11. í úrslitaleik sigraði svo Guðmundur Gylfa 12:10 og 11:4. Tvíliðaleikur — sveinaflokkur, 14 ára og yngri: I undanúrslitum sigruðu Björn Ingimars son og Oli Agnarsson, TBS, þá Harald Marteinsson og Daða Arngrfmsson, TBS, 15:10 og 15:4 og Gunnar Jónatansson og Gy Ifi Ösktrsson, Val, sigruðu þá Skarphéðin Garðarsson og Gunnar Tómasson, TBR, 15:3 og 15:1 I úrslitum sigruðu svo Gunnar og Gylfi þá Björn og Óla 18:16, 11:15 og 15:7 Meyjaflokkur —tvíliðaleikur: Til úrslita kepptu þær Kristfn Magnús- dóttir, TBK, og Sigrún Jóhannsdóttir, TBS, við Björgu Sif Friðleifsdóttur og Örnu Stein- sen KR, og sigruðu þær fyrrnefndu 15:1 og 15:12. Tvenndarkeppni — sveinar og meyjar: Til úrslita léku Guðmundur Adolfsson og Kristfn Magnúsdóttir. TBR, og Daði Arn- grímsson og Alma Möller, TBS. Þau fyrr- nefndu sigruðu 15:3 og 15:6. Meyjaflokkur — einlidaleikur: t undanúrslitum sigraði Arna Steinsen Marfu Björnsdóttur, TBS, 11:10 og 11:4 og Kristfn Magnúsdóttir, TBR, sigraði Björgu Sif Friðleifsdóttur, Kristfn vann svo úrslita- leikinn við Örnu 11:8 og 11:0. Tvílidaleikur drengja 14—16 ára: t undanúrslitum sigruðu Jóhann Kjartans- son og Sigurður Kolbeinsson, TBR, þá Kristin Helgason og Reyni Guðmundsson, KR, 15:8, 11:15 og 15:3 og Friðrik Arngríms- son og Gunnar Aðalbjarnarson, TBS, sigruðu Arna Haraldsson og Ólaf Marteinsson TBS, 15:4 og 15:5. í úrslitaleik sigruðu þeir Friðrik og Gunnar þá Jóhann og Sigurð 15:9, 16:17 og 15:11. Einliðaleikur drengja 14—16 ára: 1 undanúrslitum sigraði Jóhann Kjartans- son, TBR, Arna Haraldsson, TBS, 15:1 og 15:2, og Jóhann Möller, TBR, sigraði Sigurð Blöndal, TBS, 11:4 og 11:7. t úrslitaleiknum sigraði svo Jóhann Kjartansson ll:6og 11:9. Telpnaflokkur 14—16 ára einliða- leikur: Sóley Erlendsdóttir, TBS, sigraði Lovfsu Hákonardóttur í úrslitaleik 11:5,8:11 og 11:9. Tvíliðaleikur telpna 14—16 ára: Sóley Erlendsdóttir og Lovfsa Blöndal, TBS, sigruðu í úrslitaleik þa»r Guðrúnu Blöndal og Sólrúnu Ingimarsdóttur, TBS, 15:2 og 15:8. Tvenndarleikur drengja og telpna: Friðrik Arngrímsson og Lovfsa Hákonar- dóttir, TBS, sigruðu Sigurð Blöndal og Sóleyju Erlendsdóttur í úrslitaleik 18:16, 4:15 og 15:10. Einliðaleikur pilta 16—18 ára: Öttó Guðjónsson, TBR, sigraði Þórð Björnsson, TBS, f úrslitaleik 10:15, 15:8 og 15:12. Tvíliðaleikur pilta: Þórður Björnsson og Sigurður Blöndal. TBS, sigruðu Ottó Guðjónsson og Jóhann Möller, TBR, í úrslitaleik 15:9 og 15:6. Tvenndarleikur Jóhann Kjartansson og Kristfn B. Kristjánsdóttir. TBR, sigruðu öttó Guðjóns- son og Ragnhildi Pálsdóttur, TBR, í úrslita- leik 11:15, 15:8 og 15:6. Stúlknaflokkur 16—18 ára; ein- liðaleikur: Kristín B. Kristjánsdóttir, TBR, sigraði Auði Erlendsdóttur.TBS, í úrslitaleik 11:2 og 11:1. Tvíliðaleikur stúlkna: Kristfn B. Kristjánsdöttir og Ragnhildur Pálsdóttir, TBR, sigruðu Guðrúnu Guðlaugs- dóttur og Auði Erlendsdóttur, TBS, í úrslit- um 11:15 15:8 og 15:6. 98 mörk hjá Her- manni í 6 leikjum LEIKNIR sigraði Akranes í 3. dcildarkeppninni á sunnudaginn 38:33, eftir að staðan hafði verið 21:10 í hálfleik, Leikni í vil. Her mann Gunnarsson var að vanda markhæstur Leiknismanna með 22 mörk. Hefur hann nú skorað 98 mörk í 6 leikjum í 3. deiidinni. Keppni í Suðurlandsriðilinum er lokið með sigri Leiknis, sem vann alla sína leiki. Eins og tölurnar bera með sér var sóknarleikur beggja hinn lif- legasti en varnir og markvarzla í lágmarki. Leiknir hafði yfirburði í fyrri hálfleik, en í seinni hálf- leik létu leikmenn liðsins skyn- semina lönd og leið og Skaga- menn röðuóu mörkunum. Mark- hæstur í liði þeirra var hinn gamalkunni knattspyrnumaður Benedikt Valtýsson með 11 mörk. Ottó Guójónsson — einn hinna etnilegu badmintonmanna er sýndu góóa leiki á badminton- mótinu. STENMARK NAÐI THOENI Sænski skíðagarpurinn Ingemar Stenmark hefur nú náð ítalanum Gustavo Thoeni i heimsbikarkeppn- inni í Alpagreinum á skíðum. Báðir hafa þeir hlotið 240 stig. Um helgina var keppt i svigi i Sun Valley i Bandarikjunum og bar þar Gustavo Thoeni sigur úr býtum. Samanlagður timi hans var 109,88 sek. Gros frá ftaliu varð annar á 110,06 sek. og Ingemar Stenmark þriðji á 110,49 sek. í þriðja sæti í stigakeppninni er nú Austurrikismaðurinn Franz Klammer með 215 stig, en Klammer hafði forystu i keppninni lengi vel. Piero Gros er i fjórða sæti með 186 stig og fimmti er Norðmaðurinn Erik Haaker með 127 stig. Hafa hann og Sten- mark komið mjög á óvart i vetur. Aðeins tvö mót eru eftir i keppn- inni og fara þau fram á ítaliu dagana 21. og 24. marz n.k. Heimsmet Suður-Afrfkubúanum John van Reenen, sem í áraraðir hefur ver- ið í fremstu röð kringlukastara í heiminum, tókst loks að setja heimsmet í grein sinni á móti sem fram fór í heimalandi hans á laugardaginn. Kastaði hann 68,48 Dregið í bikarnum 1 GÆR var dregið um það hvaða lið leika saman í undanúrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssam- bands Islands. Á B-lið KR að leika við Armann og A-lið KR leikur við IS. Leikir þessir fara fram f Laugardalshöllinni n.k. sunnudag og hefjast kl. 14.00. metra og bætti þar með heims- metið, sem Bandaríkjamaðurinn Jay Silvester og Svíinn Ricky Bruch áttu, um 8 sentimetra. Övíst er hvort hið glæsilega afrek John van Reenen fær staðfesting ar. Þá var a-þýzka sunddrottningin Kornelia Ender heldur betur á ferðinni um helgina. Setti hún heimsmet bæði í 100 og 200 metra skriðsundi kvenna á móti sem fram fór f Dresden. Synti hún 100 metrana á 56,83 sek., og bætti þar meó eigið met um 0,58 sek. og 200 metra skriðsund synti hún á 2:02,27 mín. Eldra metið átti bandaríska stúlkan Shirley Babashoff og var það 2:02,94 mín. Hinn 18 ára Svfi, Ingemar Sten- mark, sem ógnar nú veldi ftalska kappans Gustavos Thoeni. Jafntefli Fyrsti leikur Litlu- bikarkeppninnar í knattspyrnu fór fram f Kópavogi á laugardag- inn og mættust þar þá lið Breiða- bliks og Keflavíkur. Jafntefli varð í leiknum, hvorugt liðið skoraði mark, en Breiðabliks- menn voru betri aðilinn í leikn- um, ef gera má upp á milli. Leikurinn fór fram við hinar verstu aðstæður. Völlurinn var eitt foraðssvað og leikmenn sannarlega ekki öfundsverðir að þurfa að leika f forinni. Voru menn að vonum orðnir heldur óhreinir er leiknum lauk. Þá léku KR-ingar og Framarar æfingaleik um helgina og lauk honum meðsigri KR: 5:1. Bordtennis- vörur Badminton- vörur Strigaskór Sundgleraugu Hnéhlífar Legghlífar Öklahlífar Olnbogahlífar Sokkabönd Handklæði m/enskum félags merkjum Fótboltar Verð frá kr. 1.635.- MALSMEÐFERÐ VAR ÓLÖGLEG Dómstóll Körfuknattleikssam- bandsins kom saman um helgina, og fjallaði um mál ÍR og Ármanns i 1. deild. Ekki var farið neitt út i það að ræða málið efnislega, heldur meðferð þá sem það fékk á 1. dómstigi, hjá dómstól UMSK. Var niðurstaða dómstóls K.K.Í. sú, að meðferð málsins þar væri ólögleg, og því var dómurmn sem þar var kveðinn upp dæmdur ógildur, og málinu visað þangað aftur til réttrar málsmeðferðar. Það sætir óneitanlega furðu að héraðsdómstóll UMSK skuli ekki fjalla um kærumál samkvæmt reglum Í.S.I. sem gilda i tilfellum sem þessum. en vonandi verður ráðin á því bót strax. Kærða, þ.e. ÍR, var t.d. ekki birt kæran, né heldur var máls- aðilum gefinn kostur á að halda uppi vörnum i málinu. JHBWIMWk UjiJLaiiiJ t c c ^ - . -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.