Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 1
Sunnudagur 3. september Bls. 33—64 Rauðu Kmerarnir gerðu innrás í 2 Thaiþorp að næturlagi og drápu 31 þorspbúa daginn, sem fréttamaður IVIbl. kom til Thailands. Hryllingsmyndir af lemstruðum líkum, eins og af þessu barni með ristan kvið, blöstu við á forsíðum blaðanna. allsherjar prælabúðlr, par sem fólklð stráfellur í Dessarl greln seglr Elln rálmadóttlr Irá nýlegrl helmsókn f flóttamannadúðlr Kamdódíumanna f Thaflandl Annan ágúst, daginn sem ég kom til Bangkok, réðust hermenn Rauðu Kmeranna f Kambódfu f skjóli nætur inn í tvö þorp innan landamæra Thailands og drápu 31 þorpsbúa, þar af 5 konur og 19 börn, áður en hjálp barst. Lestur blaðanna og hryllingsmyndir af lemstruðum likum kvenna og barna var fyrsta snerting mfn við þær skelfingar, sem fólk á þess- um slóðum hefur orðið að ganga f gegn um og býr við — bæði þeir sem býa við sffelldan ótta Thai- landsmegin við landamærin f hreysum og þorpum og flóttafólk- ið frá Kambódíu, sem hrúgast saman í flóttamannabúöunum. Frásagnir þess af þvf, sem hefur verið að gerast í Kambódfu eftir að kommúnistar tóku þar völd, eru svo skelfilegar og yfirþyrm- andi að tnaður trúir ekki fyrr en eftir að hafa hlustað á persónu- frásagnir hvers flóttamannsins eftir annan. Loks renna þessar hörmungar, sem hver og einn hef- ur upplifað, saman f eina óhugn- anlega mynd af þvf sem gerzt hefur og er að gerast f þessum allsherjar fangabúðum sl. 2 ár, frá 17. aprfl 1975 og fram á þenn- an dag. Rauðu Kmerarnir hafa alger- lega lokað landinu fyrir umheim- inum. Þangað er engum hleypt utan fáum sendiráðum kommún- istarikja, sem eru einangruð i nær tómri Phom Penh, nema kín- versku tæknimennirnir, sem munu hafa eitthvað meira svig- rúm. Meðfram landamærum Thailands hefur 5 km breitt belti verið rýmt af fólki, og hermenn gæta þess. En að undanförnu hafa hermenn Rauðu Kmeranna gert strandhögg i þorpinu Thailands- megin og höggvið mann og annan. og oft slær í brýnu milli hersveita Kambodiumanna og Thailend- inga, eins og t.d. fimmtudags- kvöldið 18. ágúst, þegar ég sat með nokkrum vinum il landa- mærabænum Aranyaprathet og hlustaði allt kvöldið á fallbyssu- skothriðina og hugsaði: — Hvað verður um þessa 7000 hrjáðu flóttamenn, sem ég hefi verið að tala við í búðunum i dag, ef Kambódiumennirnir kjósa að ráð- ast þar inn. Þeir stija eins og fuglar i búri í búðunum aðeins 3 km. frá landamærunum. Gerðist það á sliku kvöldi, mundum við að sjálfsögðu bara forða okkur — ég heim til íslands — en þeir flótta- mennirnir og þetta ráðvillta fá- tæka Thaifólk allt um kring yrðu fórnarlömbin. Það voru raunar frásagnir af hörmungum flóttafólksins frá Kambódiu, sem höfðu rekið mig til að leggja land undir fót i sum- arleyfinu, eftir að hafa látið þau orð falla hér i Mbl. að einn is- lenzkur blaðamaður ætti auðvitað að fara og færa löndum sinum fréttir af ástandinu í þessu heims- horni, sem svo lítið heyrist frá hingar norður í Atlantshaf. Það gæti ég þó gert, úr þvi ég hafði tækifæri til að herju út leyfi með hjálp vina til að koma i flótta- mannabúðirnar — nokkuð sem blaðamenn í Bangkok sögðu mér að ekki væri hlaupið að — og átti þannig kost á að eiga persónuleg samtöl við flóttamennina, sem margir tala a.m.k. nokkra frönsku og að auki njóta aðstoðar vina, sem vinna að hjálparstarfi þarna og tala thai og nokkuð i kam- bódíumáli. Eg lagði sam sagt land undir fót og eyddi þriggja vikna sumarleyfi i Thailandi. En áður en vikið er að beinni frásögn af heimsókninni að landamærunum og i flóttamannabúðirnar, ætla ég að reyna að taka saman mynd af þvi, sem hefur verið að gerast i Kambódíu undanfarin tvö ár, eins og hún kom fram í frásögnum flóttamannanna sem þaðan hafa komið á ýmsum tima, allt' þar til siðustu vikurnar áður en ég heim- sótti þá. Kambódia féll sem kunnugt er 17. apríl 1975, er skæruliðasveitir Rauðu kmeranna héldu inn í Phom Penh snemma morguns. Þarmeð lauk stjórnarferli Lon Nohls, sem í fimm ár hafði barizt og rikt við spillingu og dugleysi. Sjá nœstu I síðu /A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.