Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 62 Konurnar láta ekki undir höfuð leggjast að þvo fötin og þrífa matarílátin fyrir utan dyrnar í skálunum sfnum í flóttamannabúðunum. Ljósmyndir E.Pá. hermönnum og fjölskyldum þeirra. Þetta fólk var flutt burt, er það fannst. Margir flóttamann- anna höfðu heyrt skotin eða séð líkahrúgurnar rotnandi í skógin- um. Nú var farið að hafa strangt eftirlit með því að ungt fólk væri ekki að draga sig saman eða gifta sig án leyfis Anka. Dauðarefsing lá við því í að minnsta kosti sum- um þorpunum, ef grunur lék á slíku athæfi, sem ekki átti að lið- ast i hinu nýja þjóðskipulagi. All- ir eiga þar að lifa eftir boðorðinu: Aldrei segja nei eða færast undan nokkurri skipun, allir eiga að hætta að hugsa um fjölskyldu sína, einungis að vinna að hrís- grjónauppskerunni fyrir föður- landið. Þessu hefur verið fylgt fast eftir í tvö ár og fólkið haldið áfram að hrynja niður af fæðu- skorti og sjúkdómum. Enga lækn- ishjálp er að fá í þorpum þessum. Veikir Kmerahermenn eru fluttir burtu, segja flóttamennirnir. Þeir efast þó um að þeir fái læknis- hjálp að gagni, því allir læknar og hjúkrunarfólk, sem enn kann að vera á lífi, felur sig og þykist vera alls ómenntað. Engir skólar eru reknir, enda kennurum verið út- rýmt sem öðrum menntamönnum, en hermennirnir taka börnin í hópþjálfun og kenna þeim að Anka eigi að hlýða skilyrðislaust og þau eigi að koma upp um vonda fullorðna, sem séu með undirferli. Oft eru börnin skilin frá foreldrum sínum. Þau eldri vinna á ökrunum með foreldrun- um, en er gert að mæta í endur- menntun á kvöldin og læra sjálfs- gagnrýni. Ef tunglskinsbjart er, er þó iðulega bætt við þriggja tíma vinnu. Sjálfsagt veit enginn hve marg- ir hafa farizt á þessum tveimur árum í Kambódíu. Nú virðist um- heimurinn farinn að átta sig á því sem er að gerast í þessum stóru þrælkunarbúðum og farið er að skrifa um það í blöð í Suðaustur- Asíu og víðar um heim. Blaða- mennirnir John Barron og Anthony Pau, sem elt hafa uppi hundruð flóttamanna, hlustað á ríkisútvarpið frá Phom Pehn, sem er eini fréttamiðillinn í Kam- bódíu, og nýtt sér þekkingu sér- fræðinga um Kambódíumál, sem áður bjuggu i landinu, hafa áætl- að dánartölur fram til ársloka 1976 á þessa Ieið: 1,2 milljónir karla, kvenna og barna hafa verið drepin af hermönnum Anka, 400 þúsund eða meira dáið af völdum fyrstu þjóðflutninganna, 430 þús- Þeir sem eru nýkomnir í flóttamannabúðirnar búa í einbýlishúsum úr bambus og stráum. Holt er undir þau og svalirnar eru aðalsetustof n, endagott skjól fyrir brennandi sólinni. und eða meira fallið úr hungri og sjúkdómum, 100 þúsund eða fleiri verið drepnir í fjöldaaftökum og myrtir og 20 þúsund fallið við flóttatilraunir. Raunar má deila um tölur og þær skipta ekki máli. Þó ekki nema 10% af því sem sagt er sé rétt, þá er það nógu skelfi- legt. Kannski eru ummæli Pól Pats, forsætisráðherra Kambódíu, og utanrikisráðherrans, Ieng Sar- is, í viðtali i útvarpinu í Víet-Nam 20. júlí í fyrrasumar vísbending um ástandið. Þeir sögðu sem skýr- ingu á þvi að ekki hefði náðst betri árangur í framleiðslu hrís- grjóna þá, að „80% af vinnuafl- inu sé úrvinda af malariu og hita- sótt og iðulega of veikt til að vinna að uppskerunni. Meðul séu ekki til, og þó leitazt hafi verið við að þjálfa „læknaliða", þá sé þekk- ing þeirra litil“. Allir nýkomnir flóttamenn, sem ég talaði víð í búðunum í Aran- yaprahethet, sögðu að ástandið versnaði stöðugt. Fólkið væri orð- ið svo sjúkt af harðræði og matar- skorti, auk vonleysis um að finna aftur ástvini sína, að það væri sljótt. Lítið kemur nú orðið af konum eða börnum yfir landa- mærin. Þau þola ekki hrakning- ana og hinar löngu göngur gegn um frumskógana í myrkrinu. Þeir nýkomnu eru mest karlmenn. Flestir vita ekki hvar konur þeirra eða börn eru niður komin, ef þau eru þá á lífi. En örvænting- in og sannfæringin um að þeir myndu ekki lifa af á þessum nauma matarskammti, rak þá til að hætta á að verða skotnir af landamæravörðum eða stíga á jarðsprengjurnar, sem eftir árs- byrjun 1976 hefur verið komið fyrir á öllum slóðum og stígum við landamærin. Kváðust sumir hafa séð rotnandi líka þeirra, sem á undan þeim höfðu farið þar um og ekki verið eins heppnir. Landamæri Thailands og Kam- bódiu eru 720 km löng og hlykkj- ast gegn um frumskóga og fjöll, með ár á stöku stað. I fyrstu var brúin yfir ána hjá Arayaprathet ein opin leið fyrir flutninga á vörum, sem Kambódíumenn keyptu af Thailendingum, enda lá þar fyrrum járnbrautarlínan milli,Bangkok og Phom Penh. Nú hefur henni verið lokað líka og engin samskipti lengur leyfð. I siðari greinum mun ég reyna að tíunda ummæli ýmissa þeirra flóttamanna frá Kambódíu, sem ég talaði við og lýsa lífinu í flótta- mannabúðunum, eins og það kom mér fyrir sjónir. I þetta sinn mun ég láta nægja frásögn eins við- mælanda míns, sem er dæmigerð. — E.Pá. Framhald af bls. 34 Þegar maður spyr hvort fólkið geti ekki tekið sig saman og kom- ið i veg fyrir slíkt, er svarið: — En Mademoiselle, allir eru svo veikir og þróttlitlir af hungri að þeir eru algerlega á valdi her- mannanna. I fyrstu byggðu menn vonir sínar á þvi að matar- skammturinn yrði rýmkaður þeg- ar fyrsta uppskeran væri komin af ökrunum. Svo reyndist þó ekki. Öll hrisgrjónin voru flutt burt, en jafn naumur skammtur kom svo aftur í þorpið frá miðstöðinni. Og það sem verra var, nú hófst önnur herleiðing skv. skipun Anka. Fólkið var aftur hrakið af stað frá þessum fyrstu dvalarstöðum og látið flytja sig annað, þar sem þar þurfti iðulega að byrja upp á nýtt að hrófla sér upp strákofum og brjóta nýtt land. Fjölskyldur voru aðskildar. Fólk vissi oft ekkert hvað varð af sinum. Ymist höfðu ættingjarnir týnzt í fyrstu flutn- ingunum eða verið aðskildir sið- ar. Sumir þeirra. sem ég talaði við i búðunum, höfðu aldrei fundið fjölskyldur sinar, enda ekki feng- ið að leita þeirra. í árslok 1975 voru hvorir tveggja stóru þjóðflutningarnir afstaðnir og búið að brjóta fólkið algerlega niður. Rauðu Kmerarn- ir höfðu allra ráð í hendi sér. Þá- hófst önnur útrýmingarherferðin. Strax eftir uppgjöfina höfóu ver- ið drepnir allir, sem gegnt höfðu æðri stöðum i her Lon Nohls og fjölskyldur þeirra leitaðar uppi. 1 ársbyrjun 1976 hófst kerfibundin leit að öllum þeim, sem unnið höfðu einhvers konar störf í ríkis- stofnunum, öllu námsfólki og menntamönnum og óbreyttum Þegar rignir flýtur lcðjan. Flótta- mennirnir grafa skurði með stígunum milli húsanna til að veita vatninu frá. Kambódía Deirdrápualla Flóttamaðurinn So Chantho komst út úr Kambódíu 14. júnl sl. Fréttamaður Mbl. hitti hann í flóttamannabúðunum f Aran.va- prathet í Thailandi. Það vakti almenna athygli í búðunum, þegar farið var að mynda hann þar utan dyra. Framhald af bls. 34 þeim fyrir í pagóðunni. Drengirnir og stúlkurnar bjuggu þannig í húsakynnum munkanna, en munkarnir voru látnir fara út á akrana að vinna. Þegar ávextirnir á trjánum í þorpinu voru þroskaðir, létu þeir safna þeim öllum í geymslur, völdu þá beztu úr, og skiptu svo afganginum milli fólksins. Strákarnir og steipurnar urðu að vinna eins og fullorðna fólkið. Stundum fengu þau þó kennslu, sem stóð frá kl. 12 til 2. Ekkert skólahús var, svo þeir urðu að sitja undir einu húsinu og kennarinn hafði enga kennara- menntun Hann gat rétt lesið og skrifað kmeramál. Eftir kennslu- stund urðu kennari og nemendur að fara út á akrana að grafa. Börnin voru horuð og höfðu hvorki nægan mat að borða, né sápu til að þrífa sig. Spftalinn var Ifkastur helvíti. Þar eru hvorki læknafné hjúkrunarkonur. Kommúnistum nægir að kunna að lesa og skrifa til að vera duhbaðir upp í að vera læknar og hjúkrunarkonur. Nær engin meðul er að hafa, ekki einu sinni aspirín. Fjöldi manns dó. — Þegar kom fram á árið 1977 neyddu kommúnistarnir fólkið til að leggja enn meira á sig við vinnuna. Allir voru orðnir grind- horaðir. Eftir að vinna á ökrunum lauk, voru menn látnir halda áfram og grafa fyrir tilbúinni tjörn, til að safna í vatni. Þeir sögðu að á næstg ári mundu þeir láta rækta tvær uppskerur af hrís- grjónum, þar sem þeir hefðu vatr í tjörnum f áveitur. Ekki vildu þeir leyfa neinum að fara frá til að veiða sér fisk f matinn. Vegna fæðuskorts hefur fólkið engan þrótt til að vinna og horast stöðugt. En hver sá sem ekki vinnur, er sendur til „æðri dóm- stóla“, sem þýðir að þeir eru drepnir. Ofrískar konur verða að halda áfram að vinna fram á níunda mánuð og eru neydar til að byrja aftur að vinna á ökrunum 2—3 mánuðum e(tir að barnið fæðist. Sumar dóu af barnsförum. Enginn þorði að æmta. En ef við heyrðum byssu- skot, fórum við að vona að nú yrðum við frelsuð úr þessu. Rauðu kmerarnir eiga ekki lengur ncinn stuðning mcðal fólksins. Ég var viss um að ég lifði það ekki af ef ég þyrfti að lifa lengur undir stjórn kommúnista í Kambódfu, sagði So Chantho, þegar ég spurði hann hvernig hann hefði komizt á brott. Þess vegna ákvað ég að flýja, hvað sem það kostaði. £g lagði af stað 10. júní og komst inn í Thailand 14. júnf. Við vorum fjögur saman og röktum okkur leiðgegn um frum- skóginn, vorum svo heppin að rekast ekki á neina Kmera fyrr en við nálguðumst landamæri Kambódfu og Thailands. Þeir komu okkur að óvörum og byrjuðu strax að skjóta á okkur. Einn vina minna var drepinn. Hann gat ekki hlaupið nógu hratt, þvf hann var orðinn mjög þreytt- ur og þróttlaus og þorstinn þjáði hann. Við höfðum ekkert vatn að drekka f þá þrjá daga, sem við vorum á ferðinni. Þegar við komumst yfir landamærin tóku vopnaðir þorpsbúarnir f Thai- þorpinu af okkur allt sem við bárum á okkur og var einhvers virði. Þá var farið með okkur til lögreglunnar, sem spurði hvort við værum Rauðir kmerar. Við sögðum eins og var. Þá settu þeir okkur f fangelsi, af þvf við höfðum engan passa. Þar var ég í 19 daga, en 30. júní sl. var mér sleppt. Og nú er ég hér í flótta- mannabúðunum í Aranyaprathet og hefi verið að punkta niður frásögn af því sem fyrir mig hefur komið. So Chantho hefur sem aðrir flóttamenn fengið til umráða svo- Iftið pallskot í einum skálanum. Þegar ég spyr hvað hann hyggist fyrir, hvort hann ætli að reyna að sækja um að komast til Banda- rfkjanna eða Frakklands eða kannski Astralfu, segist hann ekki vita það. Hann þurfi að átta sig. — Mann langar ekki til að fra frá landinu sfnu, sagði hann aðeins. Hann hafði verið heldur tregur til að tala við mig um morguninn, en þegar fór að Ifða á daginn leitaði hann mig hvað eftir annað uppi, til að bæta ein- hverju f sögu sfna, og lét mig meira að segja hafa punkta, sem hann var búinn að skrifa hjá sér. Honum þótti sýnilega gott að hafa talað um þetta við einhvern, þó ajókunnug manneskja væri. En svipurinn var ekki jafn dapur. Vonandi vill eitthvert land taka við honum. Það er hin veika von flóttamannanna. Annars verður það hlutskipti þeirra að sitja kyrrir og aðgerðarlausir í flótta- mannabúðum. Hann á þó kannski skárri möguleika en ýmsir aðrir þarna, þvf sum löndin a.m.k. sem taka flóttamenn velja úr þá betur menntuðu. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.