Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 Hljómsveitin EIK (talið frá vinstri): Magn- ús Finnur Jó- hannsson (söngvari), Pét- ur Hjaltested (hljómborós- leikari), Þor- steinn Magnús- son (gítar- leikari), Tryggvi J. Hiibner (gítar- leikari), Harald- ur Þorsteinsson (bassaleikari), Ásgeir Öskars- son (trommu- leikari) og Lárus H. Gríms- son (hljóm- borðs- og flautu- leikari). — Ljósm. Kr. ÖI. „Þetta er sparitónlistin” EIK er að æfa, þefíar S1 barnd ber að garði. Lag» hljómar kunnuglega . .. jú, mikið rétt, þetta er eitt lag- anna af nýju plötunni sem hljómsveitin var að senda frá sér, „Hríslan og straumurinn“. Þegar hlé verður á leiknum, ber Slag- brandur að dyrum og leitar inngöngu. Dyrnar opnast, menn heilsast, ræðast við og eru sammála um, að æf- ingastaðurinn sé lítt heppi- legur til viðtala vegna þrengsla. Því er haldið af stað yfir hæðina að húsi því sem Pétur Hjaltested er nýfluttur í. Eikar- piltarnir bregða sér í búð- ina handan við götuna og kaupa kók og súkkulaði, en þegar því hefur verið rennt niður, er þeim ekk- ert aó vanbúnaði að svara spurningum Slagbrands um nýju plötuna, lífið og tilveruna og svo framveg- is.. . — Hver er hel/.Ii munur- inn á þessari nýju plötu og þeirri fyrri, „Speglun“? „Það eru íslenzkir textar við lögin, ekki enskir, og það er meira á bak við þá en hina. Tónlistin hefur breytzt líka, til hins betra. Hún er öðru vísi en margir hafa ef til vill búizt viö. Kannski finnst sumum hún vera þyngri, tormeltari en tónlistin á fyrri plötunni. Þó er margt á þessari plötu sem er grípandi. Platan er ekki gerð sem söluplata, ekki eftir neinni formúlu. Við viljum aö fólk gefi sér góðan tíma til að hlusta á hana. Þetta er ekki tónlist eins og við leikum að stað- aldri, þetta er sparitónlist- in, hin speglunin á Eik. Platan gefur mynd af hluta þeirrar tónlistar sem við erum að semja, en ekki af danslögunum sem við leik- um á böllum.“ — Líðið þið þá ekki sál- arkvalir sem tónlistar- menn að þurfa að leika tón- list á dansleikjum sem ykkur finnst lítt spenn- andi? „Sú tónlist er ekkert endilega leiðinleg, hún er bara öðru vísi. Þetta er bara okkar atvinna. Það verður að vera danstaktur í tónlistinni, til þess að fólk dansi og fólk kemur til okk- ar til að dansa. Fólk getur ekki verið að skemmta sér við þessa tónlist sem er á plötunni, hún er of þung til þess. Við verðum að spila skemmtitónlist á böllun- um, ef við ætlum að lifa af þessu.“ — Eruð þið ekkert hræddir um að plata með svo þungri tónlist seljist illa á íslenzka plötumark- aðnum, þar sem „for- múlu“-plöturnar eru alls- ráðandi, plötur sem bein- línis eru gerðar með óska- lagaþættina í huga? „Söluplöturnar hafa bara klikkað líka að undan- förnu. Við verðum því að vona, að platan seljist, af því að fólk sé hungrað í svona plötur. Fólk er búið aö fá leið á „formúlu"- plötunum, markaðurinn er mettaður og við verðum að vona að þarna sé að verða breyting á.“ — Hvernig gengur ykk- ur að hafa í vkkur og á með dansleikjaspilamennsk- unni? Er ekki sífellt að harðna á dalnum hjá hljómsveitum? „Þetta gengur einhvern veginn hjá okkur. En ís- lenzki bransinn er alltaf eins. Hljómsveitunum fækkar með dansstöðun- um. Það er ekki orðið mikið pláss fyrir popphljómsveit- ir á Reykjavíkursvæðinu og skemmtanalífið hér er Rnth Reginalds RUTH REGINALDS: „Ruth Reginalds" (Hljómplötuútgáfan h.f. — JUD 010). Ruth Reginalds, söngur. Undirleikur og aðstoð: Ragnar Sigurjónsson, trommur, ásláttarhljóðfæri. Tómas Tómas- son, bassi. Magnús Kjartansson, píanó, Arp synthesizer, String Synthesizer, Fendrer Rhodes raf- magnspíanó, bakraddir. Þórður Arnason, gítar. Gunnar Ormslev, saxafónn. Jakob Magnússon, píanó, String Synthesizer. Þór- hallur Sigurðsson, söngur. Valgeir Skagfjörð, píanó. Jóhann G. Jóhannsson, söngur, bak- raddir. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ingunn, Ásta, Sirrý, Gísli, Eiríkur og Helgi: bakraddir. Stjórn upp- töku: Vilhjálmur Vilhjálmsson, Þórður Arnason. Hljpðritun í stúdíói Hljóðrita hf. i Hafnarfirði í apríl og maí 1977, upptöku- tæknimenn: Riehard Ashley, Tony Cook, Jónas R. Jónsson og Jón Þór Hannesson. tslendingar eru eins og nágrannaþjóðirnar að því leyti, að þeir vilja gjarnan hlusta á börn syngja dægurlög. Stundum hafa íslenzkar plötur fullnægt þessari þörf, t.d. með Soffíu og Önnu Siggu í gamla daga og síðar Hönnu Valdisi. A öðrum tímum hafa menn orðið að hlusta á út- lenzkar plötur og má í þvi sam- bandi nefna nöfn eins og Gitte Hænning, Robertino, Little Jimmy Osmond og fleiri. Ruth Reginalds hefur um skeið verið alls ráðandi á þessu sviði í óskalagaþáttunum. Fyrsta plata hennar — fyrir utan Róbert bangsa — náði miklum vinsæld- um og þá fyrst og fremst vegna lagsins „Simmsalabimm". Allir krakkar kunnu þetta lag og vildu heyra það sem oftast. Nýja platan er gerð fyrir sama áheyrendahópinn og i stórum dráttum hefur lítil breyting orðið á flutningi og efni. Þetta eru auðlærð lög, skemmtileg og textarnir líflegir. Munurinn er einkum sá, að söngkonan sjálf er orðin eldri og Iifsreyndari (eins og sést á innihaldi textanna) og syngur betur en áður. Og laga- valið er einnig mótað af þeirri staðreynd að gamlir slagarar hafa verið sérlega vinsælir í óskalaga- þáttunum að undanförnu. Þeir sem hafa fylgzt með poppinu í 10—15 ár þekkja helming laganna frá fyrri tíð, önnur lög eru nýleg, en aðeins fjögur lög á plötunni eru manní ókunnug með öllu. Það eru nýju íslenzku lögin, þrjú eftir Jóhann G. Jóhannsson og eitt eftir Ölaf Hauk Símonar- son. Og fyrir gamla poppáhuga- menn eru þau áhugaverðust. En þessi plata er alls ekki gerð fyrir gamla poppáhugamenn, heldur eru hún ætluð ungu kyn- slóðinni sem er að’opna eyru sín fyrir popptónlist í fyrsta skipti. Enginn vafi leikur á því, að þar mun plötunni verða vel tekið. Börnin átta sig á því við að hlusta á plötuna, að popptónlist er skemmtileg og kætir skapið. Raunar er öll tónlist skemmtileg, en einhvern veginn hefur þeim aðilum, sem vilja breiða út klassísku tónlistina, ekki tekizt að miðla henni þannig til barna, að þau fengju það á tilfinninguna að hún sé skemmtileg. Þess vegna er poppið nær allsráðandi meðal unga fólksins. Svo einfalt er það. Plata Ruthar er vönduð að allri gerð. Lögin vel valin, textar yfir- leitt góðir (fáar ambögur), en textar Jóhanns G. um reykingar og líkamann og texti Ölafs Hauks um samvinnuna eru þó lang- beztir. Undirleikur allur og út- setningar eru gæðavara og aðstandendum til sóma. —sh. - segja liðsmenn Eikar um nýju piötuna lélegt. Þó að helmingur landsmanna búi á þessu svæði, þá eru hér bara tveir-þrír staðir sem ráða hljómsveitir á borð við okk- ur til leiks. Það er stór hópur fólks sem langar til að hlusta á hljómsveitir, en staðirnir eru svo fáir, að hljómsveitirnar verða að þeysa um landið til að ná í fleiri verkefni. Við höfum verið mikið á ferðinni í sumar.“ — Hljómsveitunum fækkar stöðugt. Verðió þið kannski síðustu geirfulg- arnir í þessari grein? „Við höldum þetta ekki lengst út, það eru harðari menn en við í bransanum.“ — En hvað er framund- an hjá hljómsveitinni? „Það er bara þetta venju- lega, að spila á böllum og svo framvegis. Við stefnum að því að gera nýja plötu og í vetur verða tónlistar- kvöld í skólunum, við vilj- um notfæra okkur þau. Annars eru þetta alltaf sömu staðirnir sem við er- um að spila á, sérstaklega yfir vetrartímann — sem er allt árið á Islandi!" — Nú er Eikin sjö Logar: ...mikið var... LOGAR: ...... mikió var . ..“ (Skerjarokk 0013). Logar: Her- mann Ingi Hermannsson: söngur. Jóhannes Johnsen: Yamaha flyg- ill, Elka og Hammond orgel, Arp og Yamaha synthesizer, Fender Rhodes rafmagnspíanó. Ölafur Bachmann: Rogers trommur, slagverk og söngur. Valdimar Gislason: Gibson rafgitar, Ovation og Yamaha kassagítarar. Ævar R. Kvaran: Fendér rafbassi. Aöstoö við upptöku: Björgvin Halldórs- son og Þorleifur Gislason. Útsetn- ingar og stjórn upptöku: Logar. Hljóöritun fór fram í stúdíói Hljóðrita hf. í Hafnarfirði í maí 1977, vélamaður var Jónas R. Jónsson. LOGAR eiga sér langa sögu. Löng- um hafa þeir verið kóngar í dans- húsunum í Eyjum, rétt eins og riki Mánanna var forðum um allt Suðurland o.s.frv. Logar hafa frá upphafi vanizt kröfuhörðum dansleikjagestum, fólki sem vill V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.