Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 Vitretex plastmálning utan húss og innan Hempeí’s málning og lökk átréogjám Cuprinol fúavamarefni Slippfélagið í Reykjavík hf Málningarverksmíðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 Vorum að fá sendingu af glæsilegum sófasettum klædd með leðri og plussi. Valhúsgögn Ármúla 4 Velkomin Valhusgögn Dr. Björn Sigfússon; „Namsér lönd á yztu jarðar jöðrum” Snæland vort og heimskauts- baugsfylkin fimm norðan af 3 Skandinavíuríkjum voru aðilar að Norðurkolluráðstefnu í Reykja- vik um miðjan ágúst 1977. Sú hreyfing er ættuð frá Norður- landaráði (laungetin?) án þess að njóta nægs fjár frá því eða um- boðs til áhrifaríks hlutverks. Kann það að standa til bóta, eða það vill Island. Fremstan í bar- áttu fyrir hlutverki þeirra ráð- stefna hygg ég Ragnar Lassin- antti, landshöfðingja Norður- botnsléns. Atvinnuhorfur og framfaralíkur eru hins vegar beztar í hinum norsku þrem fylkj- um svæðisins: Nordlandi (þ.e. Hálogalandi), Tromsfylki og á Finnmörku. Undir Finnland heyrir 5 fylkið, Lapplandslén; Lappar þeir eða Samar, sem þeim megin landamæra búa, eru þó að- eins um 4 þúsund. Mestur þorri Sama er annars norskir þegnar. Norðurhetta, sbr. fjallgarða- heiti eins og Snæhettu (2286 metra), sem efst rís yfir Dofra í Noregi, finnst mér vera löguleg- ust þýðing á Nordkalotten, sem er norrænt heildarheiti umræddu landshlutanna. Sumir kenna það frekar við Norðurhúfu eða Norðurkollu því bleðill á krúnu páfans heitir líka kalott. Menn mega velja. Það má 1977 teljast íslenzkur milligönguvilji, hvenær sem þarf (sjá orð utanríkisráðherra, Nordisk Kontakt 1977, s. 488), að grænlenzk heimastjórn fái frá upphafi (1979?) beina aðild að Norðurlandaráði (sbr. Færeyjar). Rökrétt leiddi af þessu að Viðtaka á Grænlendingum í Norðurhettu- ráðstefnur framtíðar hlaut með- mæli á ráðstefnunni hér frá for- seta borgarráðs og i ræðum fleiri en eins af þeim Islendingum sem fyrir henni gengust. Grein mín I dag þjónar sama Grænlandsmál- efni í fjölþættara samhengi. Þótt ég snerti við pólitík innan um landafræðina er reynt að forðast beina tillögugerð, bíða þess held- ur, sem Grænlendingar munu kveða upp úr með. Þeir eru að snerpa sig. „Sigldi frosin höf á untlan öörum“ Fornir landnemar vorir og eins eskimóar úr vestri komnir gerðu það. Héðan var Grænland fundið i vesturísnum og numið en forfeð- ur Grænlendinga bættust þar við á Sturlungaöld. Fyrirsagnalínur mínar tvær, fengnar að láni frá E.B. (Frosti), vísa til strangrar siglingareynslu á fleiri öldum en tala samt almennar til okkar i líkingu um kjör og afrek manns sem fyrstur komst illar leiðir og aðrir svo eltu. Ég heimfæri hér á eftir líkinguna meir til þegnheild- ar en til nokkurs eins af braut- ryðjendunum. Hefur heimastjórnin 1904—18 og síðar nýting vor á fullveldinu brotið ís í þeim efnum fyrir nokk- ur önnur þjóðlönd? — Sú tilætl- unarsemi að islenzk saga ætti að geta gefið af sér fjölþjóðlegar ályktanir, gefið „verdenshistor- iskt udbytte", skrapp í vinarbréfi upp úr Jóni Sigurðssyni fyrir rúmri öld og er enginn ósómi; en spurn minni er ekki hægt að svara með einföldu jái. Þó Færey- ingar séu komnir Iangt sömu leið eiga þeir eftir að bíta úr nálinni. Um eggjun fengna héðan hafa þeir víst sagt eitthvað. En þeirra vandi er sérstakur. M.a. þess vegna eiga þeir mun oftar en ís- land gerir að taka tvíhliða samn- ing við grannland (t.d. við græn- lenzka heimastjórn) fram yfir íblöndun í alþjóðlegri viðureign- ir. Fordæmi eggja. en ekki hjálpar að hugsa sér að þjóðlandi heppn- ist sjálfstæði nema efnalegur og menningarlegur grundvöllur og þjóðrýmd með nægri frelsisþurf- andi spennu séu viðhlítandi og á frið megi eitthvað treysta. Ófull- komleikinn hlýtur að vísu að loða við hvert ungt ríki. Á tilfinningu um að frelsið sé I veði leitast örlögin við að næra þau lönd, meðan vanmegna eru, og loks knýja þau til afreka. Kom ekki allt sjálfkrafa til ís- lenzkra valdhafa í rás tímans? Ónei. Ef einhver heldur að Heimsstyrjöld I og II hafi fært okkur ókeypis sjálfstæðisáfang- ana 1918 og 1944 og ótti Natórfkja við að leyfa brezkum herskipum að kremja til uppgjafar og heiftar fámennasta Natóríkið hafi einn saman fært okkur 1976 hinn þriðja áfangasigur fullveldisins, væri það blinda á atburðasöguna, eins og hún var, en bæði (velvilj- uðum) róttæklingum og óvinum okkar þætti vist þessi Natósvið- setningin sniðugri. Um alla þrjá áfangana má segja að heimsvið- burðir flýttu þeim, þeir leyfðu tækifærin, sem Island notaði sér, af þvi það hafði undirbúizt nokk- uð. Það hafði tekið 25 ára útgerðar- þróun fyrir tsland að verða fært um í fyrra striði að reka eimskipa- félag, sem tryggði Ameríkuverzl- un, meðan Danmörk var lokuð. Án þess að sýna Dönúm þannig fram á getuna, en tiltölulega van- getu þeirra til að ríkja og þver- skallast, hefði ekki fengizt hin góða lausn sambandsdeilunnar við beggja styrjalda lok í seinna sinn eftir nýjan 26 vetra aðdrag- anda. Óskyldur þessu var 1944 ótti við að sigurveldin færu að skipta herfangi í stríðslok (að- steðjandi Yaltaráðstefna gerði það). Hann leyfði enga bið sam- bandsslita til 1946, stórvelda- viðurkenning á lýðveldinu varð að vera á hreinu strax 1944. Þetta leiddist lögskilnaðarmönnum okkar og Dönum en varð ekki umflúið. Hér þarf greinarmun vegna okkar og líkt staddra landa. Nató- mál vor eru alveg sérlegt efni, ekkert fordæmi stofnað (þó tengd væru evrópskum stríðslokaótta 1944—51). En landgrunnslög okk- ar frá 1948 og stigmögnun haf- réttarkröfu þegar nær dró nútíma vildu margir Islendingar stöðugt nota sér öðrum þjóðum til eggjun- ar og láta sigurinn nást fyrir hundrað ríkja hönd, gagnvart ör- fáum ofveiðistórveldum. Það sem innlimar íslandssögu í heimssög- una virðast vera fáein fordæmi ög eftirdæmi fyrir byrjendur. Því ekki það? Seinustu þrettán áratugi hafa Islendingar ekki gleymt að hlusta eftir hverju klukkuslagi þjóð- anna, sem markar áfanga viss tímahvörf. „En hér kynnu sumir að segja: þetta kemur ekkert Is- landi við... En þegar svo langt er komið, þá er ómögulegt annað en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.