Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 43 að sú breyting nái til Islands. .. enda er Ifka það ætlanda þeim sem eru oddvitar þjóðarinnar að þeir láti ekki slíkt tækifæri hjá iíða ónotað og leiði með því engu vægari dóm yfir sig en með rétti er felldur yfir þeim sem seldu frelsi þjóðar sinnar fyrir vesæla nafnbót og gáfu það sfðan fyrir minna en ekkert.“ (J.S.: Hug- vekja til íslendinga 1848). Slikur klukknaglymur óróaárs og febrúarbyltingar mátti aldrei sljóvga næmleik og dómgreind vora á hvað væru aðkallandi breytingar og nothæf tækifæri til þeirra en afstýra varð ótímabæru flani. Sá leiðtogi, J.S., sem við hlust- um á enn í orðunum tilvitnuðu, kaus um leiðir færar íslendingum til nútímans með fordæmin f huga. Rökrétt sneri hánn, eins og ég útlegg „verdenshistorisk ud- bytte“ hans, dæminu löngu seinna við. Nú mundi hann því krefjast að við styddum beint eða óbeint þjóðir, sem feta svipaðar leiðir og við fórum í heimastjórn sinni. Rækt var í hans anda sam- tíðarskyldan að sigla hin illfær- ustu höf og styrkja landnám yzt á jarðar jöðrum. Hver trúir á, að Grænland ráði bráðum við meginvanda sína? Við endurmat á menningar- og ættar sé sú kurteisi þarlendra táninga (fáeinna) að grýta kóng- stjórnarskip send beinlínis til heiðurs þeim. Og Islendingabrag- ur J.Ö., sem þessu skilningsþrepi samsvarar, eftir 17 vetra pilt, varð aldrei heldur samningum við Dani til fyrirstöðu. Ég hef víst eytt fullmiklu af greinarrúmi mínu til ábendingar á heimastjórnar- og landgrunns- réttarkröfur grannlands að ís- lenzkri fyrirmynd. Fjárbúskapur og vélbátaútgerð, flugmál ein- hvers (grænlenzks) landshluta, eitthvað í heilbrigðis- og skóla- málum o.s.frv. væri kannski ekki óverðugra svið til eftirbreytni ef við kynnum að hafa ratað á hent- ugri aðlögun harðbýls lands og fámennis en Ðanir þar vestra. Mér virðist hér heima kominn skárri áhugi en fyrr á að greiða fyrir öllum, sem af okkur gætu kannski lært. Slíkt er sjálfþakkað verk og ætlast ekki til launa. Það er i anda og umboði Norðurhettu- samtaka. ísland er óliklegast landa til að ásælast í Grænlandi fasteignir eða verzlunargróða og mun ekki heldur styrkja það land pening- um sem máli skipta. Um veiðirétt yrði samið á jafnskiptigrundvelli en mest um friðun fisks i upp- vexti. Þessi ,,nonprofit“-afstaða kemur i veg fyrir margan mis- Grænlenzkir veiðimenn gera að veiðarfærum sínum. efnagrundvelii, sem útheimtist til sjálfstæðis, og við spár um spennu þá, sem frelsisvonir veita, gæti sýnzt fifldjarft að treysta á vaskleikann meira en stærðina, þ.e. nota skilgreining á eðli (quality) í þeim stað sem maður vantreystir magngreiningu, þykir hún gefa of vonda svartsýnisút- komu. Magnið (quantity) nægir t.d. i Brasiliu til að flokka hana með stærstu heimsveldum og litið yrði þá úr 3 milljóna Israel eða 4 milljóna Noregi, sem þó eru sterk, við hlið á mannmergð hvers gamalgróins ríkis Asíu sem væri. Vopnaðir fordæmi Islands og ann- arra jafnaumra nýrikja, sumra miklu þróttlausari, höldum við okkur samt í málum Grænlands að djörfu eðlisgreiningunni ein- samalli, trúum henni. Þegar á örskammri stundu þarf að gripa tækifærin, þvi ella sundrast og ferst þegnheildin, veltur minnst á magni, mest á einbeitni, eins og annar þjóðleið- togi sýnir í mynd (H.H.: Hafís- inn): ,,0g þar opnast bil. Eins og ógna gil/ stendur ísinn á hliðar tvær./ Kringum stappar ís. Bak við stormur rís./ Fyrir stafni er opinn sær/ „Fram, hlýðir mér“... þeir hlýddu, hans sjó- vönu menn./ Eftir augnablik lukti aldan kvik/ fyrir aftan með nýrri spöng“. Enn hættulegra en hugsanleg misgrip mundi vera að þora ekki af stað, biða oflengi átekta. Þetta hefur verið gömul og ný aðvörun til þjóða og i Grænlandi ber fyrsta sinni mikið á henni núna. Ég full- yrði ekkert i þá átt að þeirrar skilning, sem tiðkast vill i þjóða- þríhyrningi (seinna norrænum þjóðafimmhyrningi?). Ekki má þetta heldur verða bitbein i viður- eign milli flokka. Ef offáir trúa á Grænland er þvi meiri siðferðiskylda okkar hér að trúa á viðreisn þess. Landnámstilraun feðra vorra þar gafst verr en skyldi að lokum en Grænlendingar þoldu og tóróu af. Fyrir það verðskulda þeir tryggðir vorar að þeir reyndust færir að byggja heimsjaðar og vilja nú gerast ein af Norður- landaþjóðum, sem þeir margir eru að helmingi blóðblandaðir við en eiginlegt eskimóalíf er þeim liðin og hverfándi saga, sem eng- inn getur talið þá á að endurtaka. Skipunartónn örlaga og nauðsyn að gera eina þjóð í landi Þessi kaflafyrirsögn segir að fyrir þá nývöknuðu landsþjóð (ekki lengur sérkynþátt) finnst engin leið til baka og aðeins ein fram, sú er hún nú stefnir. Svona bindandi aðstæður minna á skip- unartóninn i freku og merku stjórnarplaggi, sem stórbreyting- um olli í Godtháb fyrir áratug: „Den offentlige debat, som nær- værende pjece máske vil udlöse, kan ikke ændre den fastlagte plans udförelse. Men den kan bidrage til at give nye impulser." Þjóðstofninn grænlenzkumæl- andi mun áður ljúki drekka i sig allt innflutt, sem þar hefur lang- vistir. Sama hefur fyrr gerzt i Þórshöfn og á íslenzka höfuð- staðarsvæðinu að innfædda þjóð- Framhald á bls. 50 álnavöru markaður GLÆSIBÆ Urval af mynstruðum efnum 80 cm. á aðeins Æ Urval af mynstruðum efnum 90 cm. á aðeins Einiit Crimpeiene efni á aðeins Nankin, 150 cm. breitt á aðeins Munstruð teryiene-jersey á aðeins Tweed efni á aðeins Úrvai uiiarefna á aðeins Riffiað fiauei, 115 cm. á aðeins Munstrað fínriffiað flaue/ á aðeins Munstrað Denim í barnafatnað á aðeins Stðr baðhandkiæði á aðeins kr. 980 Venjuieg handkiæði á aðeins kr. 340 og 450 kr. 150 kr. 190 kr. 090 kr. 980 kr. 690 kr. 690 kr. 590 kr. 490 kr. 590 kr. 980 kr. 980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.