Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR4. SEPTEMBER 1977 MORötlKi KAFPíNO ---. Ö? Grani göslari Viö erum með dálftinn gleð- skap uppi. Þú aettir að lána okkur konuna þína, hún kann svo vel að skemmta sér. Hann heldur að þetta dragi úr menguninni frá bílnum! Valli. Þú svaraðir ekki spurn- ingu prestsins! Um reyklausa strætisvagna BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Litið var á leik Svía og ítala sem hreinan úrslitaleik Evrópu- meistaramótsins 1977. Og auðvit- að var hann sýndur á Bridgerama fjölmörgum áhorfendum tii ánægju. Spilið i dag er frá leik þessum og skýrir ef til vill hugs- anagang og hvað stundum ræður við ákvarðanatöku sterkustu spilara. Gjafari vestur, allir á hættu. Norður S. G62 H. 763 T. 64 L. AK1087 Vestur Austur S. AK94 S. I) 103 H. Al)4 H. G85 T. G82 T. KD107.3 L. G32 L. D5 Suður S. 875 II. 763 T. 64 L. 964 Þegar spilið kom á töfluna var tilkynnt, að Svíþjóð, austur- vestur í lokaða herberginu, hafði tapað þremur gröndum eftir lauf- útspil norðurs. En í opna herberg- inu? ítalinn í vestur opnaði á einu grandi, sem austur hækkaði í þrjú. Utspil laufsjö. Ahorfendur bjuggust auðvitað við, að þetta yrði fljótafgreitt. Vörnin hlaut að fá sína fintm slagi. En þegar vestur fékk fyrsta slaginn spilaði hann tfgli á drottn- ingu blinds og fékk slaginn! Og suður gaf aftur þegar lágum tígli var spiiað að gosanum. Hvað var að ske? Suður var einn þekktasti spilari Svía, sjálfur Sundelin. Áhorfend- ur trúðu þessu varla. Hann var búinn að gefa spilið. ítalinn gat nú hlaupið heim með niu slagi. Hvað var hann eiginlega að hugsa. Áhorfendur biðu spenntir. Franco, þrítugur Itali, hugsaði sig vel um. Gat verið að spilið lægi svo vel, að sex slagir fengjust á hálitina? Eða lá laufið 4—4 á höndum norðurs og suðurs en þá mátti fría tígulinn? Já, það var mun sennilegra. Þessi Sundelin gat ekki verið að gefa spilið! Hann spilaði þvt tíglinum í þriðja sinn, Sundelin tók á ásinn og norður síðan laufslagina — einn niður. Spilið féll. r C PIB tí.i ...,i, „Velvakandi góður. í dálkum Velvakanda 27. ágúst birtist pistill, sem hafði að yfir- skrift: Ætti að leyfa reykingar í strætó? Er það „Gunna“, sem hreyfir þessu máli og ábyggilega þess meðvitandi að hún á marga andmælendur. Og það merkilega er að það eru börnin og ungling- arnir sem hófu upp raust sína til þess að vekja þá fullorðnu til um- hugsunar. A einu spjaldinu, sem sett var upp og börnin höfðu stað- ið fyrir , stóð meðal annars: Virðið rétt þeirra sem reykja ekki. Er til of mikils mælzt? Fram að þessu hafa Strætisvagnar Reykjavikur verið lausir við tó- baksreyk og það er bara svo margt annað sem hægt er að leiða hugann að meðan ekið er á milli staða í okkar fögru borg. Hugsið þið ykkur bara ef reykingar væru frjálsar, maður færi með óhug inn í vagninn og yrði svo guðslifandi feginn þegar komið væri á áfangastað. Að sjálfsögðu er hérna mikið vandamál á ferðinni, varðandi þessi farartæki, sem og í öðrum sem eru til almennings- nota. En það er ég fullviss um og þarf enga áskorun til, þ.e. að forráða- mönnum Strætisvagna Reykja- víkur er treystandi til þess að halda sinni stefnu í þessu máii nú sem hingað til. B.J.“ Reykingar hafa um langt árabil verið bannaðar í strætisvögnum að því er Velvakandi bezt veit og’ lítið hefur heyrzt um kvartanir vegna þess, enda mætti ætla að hægt væri að vera án tóbaks þær minútur, sem ein ferð tekur, og jafnvel þó hún nái hálfri klukku- stund. En nóg um það, hér á eftir er drepið á annað mál sem einnig varðar S.V.R. 0 NánarumSVR á Hlemmi Hér fer á eftir svar SVR um kvörtun „Strætisvagnafarþega" er var i Velvakanda 25.8. sl.: S. kvartar yfir því, að vagnar á leið i miðbæinn „stingi af“ frá Hlemmi og vagnar úr úthverfum renni þar i hlað, og spyr, hvort hér sé um óþolinmæði og ókurt- eisi vagnstjóra aað ræða eða hvort leiðakerfið sé svo gallað. Þetta komi illa niður á farþegum, sem þurfa að komast áfram í mið- bæinn, og sé almennt umkvörtun- arefni farþega. Bréfritari nefnir ekki ákveðin dæmi, t.d. um hvaða leiðir sé að ræða, utan hvað hann seinast seg- ist hafa komið með leið 11 á Hlemm, og hafi þá tveir vagnar verið að leggja af stað þaðan. (2. og 5?) Miðað við réttan komutima leiðar 11 á Hlemm að degi til á virkum dögum á leið 5 að vera farin 1 mínútu áður. Leið 5 á ekki að þurfa að bíða eftir leið 11. Er Hættið nú alveg! — Það er maðurinn, sem seldi okkur hund- inn. _ . Æl . * | ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga aftir Bernt Vastra. B Jóhanna Kristjónsdóttir B þýddi. ^ 34 Nei, hann hafði ekki séð greini- lega framan í þá. Þvf miður gat hann ekki lýst útliti þeirra. XXX Draugaleg fylking la-ddist f næturmyrkrinu um sjúkrasal- inn. Maöur meö bindi um höf- uðið og 1 röndóttum sjúkrahús- fötum þrammaði fyrstur. A eft- ir honum staulaðist maður á tveimur hækjum. Hann var með gifs á fótum. Sfðan komu þrfr aðrir, vafðir bindum, haltr- andi hver á sinn hátt. Erik rak lestina. Hann dróst áfram á il- skóm, sem sjúkrahúsið lagði til, og var með ölflösku á milli tannanna. Hann hafði náð góðri heilsu eftir nokkurra mánaða dvöl á sjúkrahúinu. En enn þá var eitthvað að honum f axlar- liðnum, og báðir handleggir voru enn huldir gifsumbúðum. Þess vegna var honum strang- lega bannað að fara úr rúminu. Fylkingin mjakaðist að einu baðherberginu. Menn hvfsl- uðust heilmikið á og bældu nið- ur f sér hláturinn, fóru inn f herbergið, læstu dyrunum og settust á hrúnina á baðkerinu. Litli, fjörugi, gráskeggjaði skó- smiðurinn, sem þeir álitu vera verst haldinn, fékk að setjast á sætið, sem ætlað er þeim. er koma f meiri háttar erindum, en slfk sæti eru í flestum bað- herbergjum. Sfðan hófst hátfð- in. — Skál, sagði Erik. Fimmenningarnir kinkuðu kolli og lyftu flöskunum. — skál, sagði Erik aftur svolftið óákveðinn, enda gat hann alls ekki lyfl flöskunni. — Hefur enginn vit á að mata mig? — Fyrirgefðu fjórtán sinn- um, sagði Ijóshærður lögreglu- maður, sem hafði fótbrotnað f rugby-leik. Félagar hans f lög- gæzluliðinu höfðu lagt honum lið og smyglað inn til hans veit- ingunum. Honum fannst hann því vera gestgjafinn f baðher- berginu. Hann tók fiösku og fór að helli öli upp f Erik, þar til sá sfðarnefndi hóstaði og tók and- köf. — Þrefaldar þakkir, en helltu ögn minna næst. Ég var að drukkna af ofgnótt. Hvernig litist ykkur á eftirfarandi smá- frétt f blöðunum: Sorglegt slys á borgarsjúkrahúsi Jóhannes- arborgar. Ungur, efnilegur maður drukknar í öli í haðher- berginu. Erik naut Iffsins f sjúkrahús- inu. Hann hafði komizt að raun um, að bæði sjúklíngar og starfsmenn voru yfirleitt miklu vingjarnlegri, liprari og skemmtilegri en annað fólk, sem hann var vanur að um- gangast. Það var eins og hann væri heima meðal hvftu mann- anna f Suður-Afríku. Þó að hroka gætti gagnvart þeldökku kynflokkunum, var ekki um að ræða stéttahroka eða þjóð- félagslegar girðingar milli hvftu mannanna innbyrðis. Ungi, forrfki fulltrúinn á bað- kersbarminum drakk úr sömu ölflösku og skósmiðurinn. Þeir fóru að segja skemmtí- legar sögur. Ein og ein hófleg saga flaut með eins og fyrir slysni. Litli skósmiðurinn, sem var með öl í skegginu, sagði nokkrar mergjaðar skrftlur úr hásæti sfnu. Ilann skotraði aug- unum og var dreyrrauður f framan. Síðan véku þeir talinu að stjórnmálum. Strfðið hafði ný- iega skollið á, og sumir héldu með Þýzkalandi, aðrir meö Englandi. I.ögregluþjónninn og skósmiðurinn. sem voru Búar, stóðu saman gegn Englending- unum þremur, og Erik var hlut- laus. Andrúmsloftið I baðher- berginu fór að magnast. — Það er að minnsta kosti eitt, sem við getum verið sam- mála um, sagði ungi fulltrúinn. — 'Tð hvftu mennirnir hérna í landinu verðum að vera ein- huga og halda negrunum niðri, ella stefnum við norður og nið- ur fyrr en varir. — Við skálum fyrir þvf, sagði Erik og f huga hans vott- aði fyrir sannfæringu. — Ég hef Ifka dálitla reynslu af þess- um svertingjum. Helltu nú ekki of miklu f mig. Annars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.