Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 49 Hringferd með Herjólfi, þjóðbrautinni milli lands og Eyja — Hringferö með Herjólfi, þjóðbrautinni milli / Að jafnaði ferðast mannfjöldi með Herjólfi daglega. Herjólfur siglir til Suðureyjanna. Til vinstri sér á Stórhöfða, þá Suðurey og undan stefni skipsins kemur Súlnasker, Geldungur, Brandur og Alsey renna saman í eina sæng til hægri á myndinni. Herjólfur siglir undan Bjarnarey á skemnitisiglingu. Fólk nýtur útsýnisins frá Herjólfi þegar siglt er nálægt hamraveggjun- um. Jón lauk farmannaprófi árið 1961 og hóf þá störf hjá Land- helgisgæzlunni. Þar starfaði hann til 1966 eða þar til hann hóf störf við bátaaðstoð á Goðanum, vann við köfun og fleiri aðstoðarverk á miðunum. Síðan var hann á gamla Herjólfi og fleiri skipum i tæp 5 ár. Nýi Herjólfur er 1037 bruttó- lestir, smiðaður eftir ströngustu reglum um skipasmiðar. Það óhapp hefur þó hent að öxlar skipsins munu ekki hafa verið rétt stilltir þegar skipið var af- hent og þegar mistökin komu i ljós var skipið frá siglingum i liðlega tvo mánuði. Engin önnur alvarleg óhöpp hafa komið fyrir á fyrsta ári skipsins og er það róm- að bæði af skipshöfn og farþeg- um. Skipið kom til Vestmanna- eyja 4. júli 1976 og hefur verið í stöðugum ferðum milli lands og Eyja siðan, utan fyrrgreint stopp. „Það er gott og ánægjulegt að vinna hér“, sagði Jón skipstjóri i spjalli okkar,“ þetta er gott skip, góður sjóbátur, en það sem er erfiðast við að eiga á þessari leið er Þorlákshöfn, hún er ekki góð höfn. Eg get fært rök að því að höfnin er ein sú glæfralegasta á landinu miðað við aðstæður og eru þær þó hrikalegar sumar. 1 höfninni er í rauninni ekkert svigrúm fyrir stærri skip en fiski- skip og innsiglingin er mjög erfið við ákveðnar aðstæður t.d. i suð- austanátt þegar siglt er inn flatt fyrir öldunni. Höfnin er í raun- inni ótrúlega óhagkvæm miðað við það hve ný hún er. Þessu verður þó liklega ekki breytt að sinni, en það væri mikið öryggis- atriði að hafa haus vesturgarðsins ekki úr grjóti, því 'með því er mikil hætta á að það skip sem kann að reka þar að við erfiðar aðstæður strandi. „Hvernig er umgengni fólks um borð“? „Miðað við fyrri reynslu mina á gamla Herjólfi, er umgengnin hér ekkert lík því sem var þar. Hér sér maður varla vín á nokkrum manni og allir farþegar ganga mjög vel um skipið, en á gamla skipinu og öðrum skipum sem ég þekki til er allur gangur á því. Ég hef verið að velta.því fyrir mér hvers vegna þessi breyting er orð- in og líklega á það sinn þátt að skipið er allt mjög vandað og vist- legt. Á gamla Herjólfi var það ekki óalgengt þegar skipið sigldi um helgar að það varð að hand- járna menn um borð vegna drykkjuláta. Um borð í þessu skipi hefur aldrei þurft að hafa afskipti af nokkrum manni í þetta liðlega ár sem skipið hefur verið i siglingum. Það hefur lika mikið að segja að áhöfnin er góð, alls 14 manns. Strákarnir á dekki 'eru liprir strákar og prýðisgóðir i um- gengni, mjög góðir strákar og sama er hægt að segja um alla áhöfnina. Við leggjum áherzlu á að sinna fólkinu vel, það er talsvert um að fólk biðji um leyfi til þess að koma upp i brú og skoða sig um og það er að sjálfsögðu velkomið. Nú, við reynum þegar veður eru hagstæð að sigla nálægt hinum rómuðu fuglabjörgum Eyjanna og hringferðirnar með Herjólfi í kring um Eyjar á góðviðrishelg- um hafa vakið mikla ánægju fólks“. Þegar Herjólfur nálgaðist Eyjar hópaðist fólk upp á þilfar og menn nutu náttúrufegurðarinnar. Eyjaklasinn blasti við, 15 eyjar og er Surtsey syðst þeirra. Það er fagurt i Eyjum þegar veður- guðirnir eru í sátt, mikilúðlegt þegar þeir skipta skapi. Þegar siglt er undir kórabergi Yzta- Kletts fer ávallt kliður um mann- fjöldann um borð, því bergsmíðin er slik höggmyndasýning, kögruð og skreytt iðandi fuglalífi, siðan beygt fyrir Klettanefið og innsigl- ingin blasir við, örugg höfn fyrir öllum veðrum, móðurskip ís- lenzkra flotans fyrir hafnlausri Suðurströndinni. Við rennum augum yfir nýja hraunið á Heimaey, 240 millj. Kramhald á hls. i>3 Jón Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi. 1 einum setu- og veitingasalnum eru margs konar leiktæki sem unga fólkið staldrar gjarnan við. Prófastshjón I byggð. Úr Alse.v, séð til Smáeyja og norðurhluta Heimaeyjar. Þaö er Hatorn- inn VE sem brýtur þarna spegil hafsins á ágústkvöldi. Kappsigling til lands með aflann er ekki óalgeng í Eyjum. — ufXfl iio spui?| 1111ui {uu!)niuqpof({ ‘!j|ofj,>n p«>iu pJOjiíujJH - — Rf.va So spini| !iuiu {uuumuqppfcl Mjipf*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.