Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 Þorsteinn Stefánsson: Líf- trygging verð- bólgunnar A stiiðsárunum fundu stjórn- máiamenn okkar sem allt vilja íí( r.í fy'rir alla, upp það þjóðráð að j-roiða visitöluuppbætur á tíiunn- laun, ef verð hækkaði, á einhverj- um vörum, óþörfum sem þörfum, svo sem áfenpi ojj tóhaki, nokkrum kartöflupokum of» lambaskrokkum, síðasta mánuðinn fyrir haustuppsker- una, svo eitthvað sé nefnt. Brátt kom í Ijós að það kostaði ríkissjóð- inn meira að fjreiða öllu starfs- fólki sínu launabæturnar en að Kreiða niður verð á þessum fáu kartöflupokum ojj lambaskrok- um. Þannig var það að yfir heilu liuna fenjju launamenn marjjfald- ar launabætur fyrir þessa smá- muni. Þetta stóð svo ekki lenjji. En það hefur tekið langa oj> harða baráttu að losna við áfenjjið og tóbakið úr vísítölunni. Þá var einnij; ákveðið að tiú- vöruverð hækkaði til samræmis Dagsbrúnarkaups. Framkvæmd þessa var svo með þeim hætti, að skiptast skyldi á hækkun Dags- brúnarkaups og búvöruverðs. Ég vakti þá strax athygli á að þetta væri verðbólguvaki. Þvi var engu sinnt. í aldar þriðjung eru nú þessar víxlhækkanir búnar að vera hringekja, magnari og líf- trygging verðbólgunnar. En ekki er staðar numið við þetta. Arlega er samið um kauphækkanir, sem ekki eru i neinu samræmi við afkomu atvinnuveganna og þjóðarhag, og þó þeir í fyrstu séu við hæfi, þá sé sjálfvirkni verðbólgunnar fyrir framhaldinu. Aður en varir eru þessir samning- ar orðnir eins og innstæða í þrota- búi, og verða þá að afskrifast með gengisfellingu. Allt hefur þetta, sem hér hefur sagt verið valdið þeirri óðaverðbólgu, sem hér hefur verið ráðandi allt frá stríðs- lokum, og sér ekki fyrir endann á. SAMNINGARNIR Lokið er nú meiri háttar kaup- deilum, og eins og jafnan áður, þannig að launamenn hafa að mestu leyti komið fram kröfum sínum. Löggjöfin hefur búið kjaramálin þannig í hendur launamanna, að heita rná að jafn- gíldi sjálfdæmi um kauptaxtana. En það þýðir ekki það sama og sjálfdæmi um lífskjörin, þar eru það þjóðartekjurnar sem skammta. Verkföllin draga meira eða minna úr þeim tekjum, svo minna verður til skiptanna. Þannig verða afleiðingarnar öfug- ar við tilganginn. Að þessu sinni var samið um miklar kauphækkanir, og fyrir- heit gefin um framhaldandi kaup- hækkanir f áföngum og vísitölu- uppbætur á grunnlaun. Hér er því um meiri háttar verðbólgu- samninga að ræða. Þetta fyrirheit um frekari kauphækkanir og visi- töluuppbætur, án þess að nokkuð sé vitað um möguleika atvinnu- veganna til að standa við þau, eru það sem kallað er að Iofa upp í ermina sina. Hér er um mikla verðbólguvaka að ræða, sem laun- þegar leggja höfuð áherslu á, eins og það sé óðaverðbólga, sem bar- ist sé fyrir fremur en kjarabætur. Er hægt að trúa því að þeir sem fyrir þessu standa hafi ekkert lært af aldar þriðjungs reynslu, og viti því ekki hvað þeir eru að gera? AFLEIÐINGARNAR Nú þegar er farið að rigna yfir okkur tilkynningum um verðhækkanir vega kauphækkan- anna og gengissig. Verðbólgan lætur ekki á sér standa. Stóra númerið er svo framundan, þegar búvöruverðið hækkar til sam- ræmis við Dagsbrúnarkaupið, og því næst vísitölubætur á grunn- laun. Þetta heldur svo áfram að marg endurtaka sig til ársloka 1978. Þá hafa svo fyrirheitin um enn frekari kauphækkanir i Þorsteinn Stefánsson. áföngum, og vísitölubætur, veru- leg áhrif á verðbólguna. Þetta eru innlendu áhrifin á óðaverð- bólguna, og loks má gera ráð fyrir að verðbólgan aukist enn vegna verðhækkana á innfluttum vörum. Við getum þvi farið nærri um það að gengislækkanir verða áþekkar kauphækkunum. Af þvi leiðir svo sami eltingaleikurinn milli kaupgjalds og verðbólgu hefst að nýju við lok samnings- timans, og þannig heldur þetta áfram svo lengi sem ekki eru gerðar viðeigandi breytingar á vinnulöggjöfinni og visitalan numin úr öllum kaupsamningum. Þá eru ihugunarefni huldumenn- irnir, sem hringdu til stéttarfél- aga út um land, án þess að láta nafns síns getið, og sögðu þeim að gera skyndiverkfall. Og þessu hlýddu verkamenn eins og skyn- lausar skepnur, sem kennt hefur verið að láta að stjórn. Fimm- hundruð króna seðillinn er að verða verðminni en krónan var, þegar ég var um tvítugt. STOR iviaður Það gerðist á fridegi verka- manna 1. maí að forseti Alþýðu- sambandsins gaf út til sinna manna bann við allri yfirvinnu meðan kaupsamningar væru ekki undirritaðir. Allir sem einn hlýddu banninu. Heraginn í Alþýðusambandinu hefur vanið félagsmenn á að láta vel að stjórn. Sjálfur gaf Björn sér umboð til að boða þetta bann. Það voru hæg heimatökin. Stór maður Björn Jónsson. Er þetta ekki það sem kalla má einræði öreiganna undir einum hatti? Hvað hefur svo þetta yfirvinnu- bann kostað verkafólk og þjóðina í 7 vikur? Þvi getur best svarað verkafólkið sem þarf að nota hverja stund sem gefst, til að vinna sér fyrir daglegu brauði, og standa í skilum við fjárheimtu hins opinbera, sem gengur ríkt eftir sínu. Hversu margir skyldu þeir hafa verið, sem voru þakklátir fyrir bannið og fri- stundirnar? Loftar þú þessu, Björn? í MORGUNSÁRIÐ ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Nú hefur Óli í Ríó sent frá sér sína fyrstu sólóplötu. Á þessari plötu flytur Öli einungis frumsamda tón- list ásamt nokkrum þekktum tónlistarmönnum. Þessa plötu ættu allir aö hlusta á því að hún er einhver sú athyglisverðasta sem heyrst hefur lengi. FÁLKIN N Ekki er mér kunnugt um að rlkisstjórnin hafi á nokkurn hátt látið þetta mál til sín taka, enda hefur það verið háttur allra rikis- stjórna hér, að taka með hógværð öllum bolabrögðum og þvingun- um, sem stéttarfélögin temja sér við gerð kjarasamninga. Uppsker- an er svo óðaverðbólga, sem hvergi á sinn líka I siðmenntuðu þjóðfélagi. ÞATTUR STJORNVALDA. Á stríðsárunum voru skipaðar fjöldi ráða og nefnda, sem öll höfðu þann tilgang að skerða með einum eða öðrum hætti rétt ein- staklinga til að ráða sjálfir með- ferð sinna mála. Enginn minntist á lýðræðisbrot I þessu sambandi. Eðlilegt framhald af þessu var að ríkisvaldið tæki einnig til sinnar meðferðar yfirstjórn kjaramál- anna og á engan hátt ólýðræðis- lega. það er mikill misskilningur aó kaupdeilur séu einkamál laun- þega og vinnuveitenda og komi því ekki öðrum við. Kaupdeilur og verkföll eru mál, sem snertir meira og minna hag allrar þjóðar- innar, og geta skipt sköpum um afkomu hennar. Það er þvl ekkert eðlilegra en að réttarfarið I land- inu fari með þessi mál. Þáttur ríkisstjórnarinnar i þeím kaupdeiluin, sem nú má heita lokið, er sá að lofa fjárfram- lögum úr ríkissjóði, sem skipta milljörðum króna og lækkun skatta til þess að kaupa sér frið um stundar sakir á vinnumarkað- inum, án þess að nokkur heimild sé fyrir þvl I fjárlögum, söndum og samþykktum af alþingi. Er þetta ekki eitthvað I ætt við það, sem kallað hefur verið að stjórna með fyrirskipunum? VARNAÐARORÐ Ef það er tilgangurinn með kaupdeilum og verkföllum að bæta lífskjörin, þá er þar skotið alveg fram hjá marki. Leiðin til velmegunar er bætt vinnuhag- ræðing, meiri verkkunnátta, og meiri vinnuafköst á hverja vinnu- stund. Og ekki siður betri hag- stjórn I framkvæmdum og fjár- festingum. Vinnutími mætti vera lengri. En hefur engum komið til hugar, að ófriðurinn á vinnu- markaðinum sé refskák um sjálft fjöregg þjóðarinnar — sjálfstæð- ið? Hversu lengi getum við haldið uppi margföldu Evrópumeti I verðbólgu og fálskri kaupgetu með erlendu lánsfé, án þess að glata fjárforræði voru og sjálf- stæði? Að því skyldu menn hyggja, áður en það er um seinan. Ef þjóðin vill viðhalda sjálf- stæði slnu og sjálfsvirðingu þá verður hún aó temja sér þá lifnað- arhætti, sem eru I samræmi við hennar eigið aflafé. Þó það jafn- gildi ekki því, sem á sér stað hjá ríkustu og háþróuðustu þjóðum heims, þá stöndum við þó ofarlega I lífskjarastiganum. Þorsteinn Stefánsson. Hrfsateigi 8, Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.