Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI það undir mati vagnstjóra á leið 5 komið, hvort þeir hinkra við eftir fólki úr úthverfavögnum, sem kemur hlaupandi að bilnum, þótt komið sé fram yfir brottfarartima þeirra eigin vagna. Flestir hygg ég þó að sýni slíka tillitssemi að öllum jafnaði. Leiðir 3 og 4 koma hér ekki við sögu og leið 2 einu sinni til tvisvar á klst., og gildir þá að sjálfsögðu hið sama þar og að ofan er sagt um leið 5. Á hinn bóginn eiga t.d. farþeg- ar úr leið 10 að geta náð í leið 3 og farþegar úr leið 12 að geta náð í leið4, hvort tveggja með 1 minútu bið. Vagnstjórar hafa engin fyrir- mæli um að bfða eftir vögnum á öðrum leiðum fram yfir brottfar- artfma þeirra eigin vagna frá Hlemmi að degi til á virkum dög- um en mega hins vegar ekki fara þaðan fyrir auglýstan tíma. Öðru máli gegnir um brottför frá Hlemmi áleiðis i miðbæinn á kvöidin og um helgar. Þá ber vagnstjórum á leiðum 3, 4 og 5 að bíða hver eftir öðrum svo og eftir vögnum á leiðum 10, 11 og 12 úr úthverfunum, áður en farið er af stað niður 1 miðbæ, jafnvel þótt þeir tefjist eitthvað við það, og sömuleiðis á vagnstjóri á leið 2 að biða eftir leið 8 á sömu tímum. Rétt er að geta þess, að fram- kvæmd þessara reglna er erfiðari en ella, meðan ekki er klukka á Hlemmi. Þá má og minna á, að vagnar á leið 11 ganga niður á Lækjartorg fram til kl. 9 á morgn- ana alla daga nema sunnudaga og helgidaga." 0 Á að lögleiða notkun öryggisbelta? „Nú er mikið rætt um um- ferðarmál og er það vel, ekki sizt svona á haustin, þegar einn hættulegasti timinn i umferðinni fer í hönd. Eitt atriði langar mig til að gera hér að umtalsefni en það er um notkun öryggisbelta i bílum. Mér finnst hafa verið of hljótt um þau mál að undanförnu og vildi gjarnan að menn tækju að ræða þau og það einnig á Alþingi er það kemur saman. Ég held að það sé miklu meira mál að setja lög um notkun þeirra, en það hvort strætisvagnar eigi að hafa forgang i umferðinni eða ekki. Sá áróður, sem var hér um árið fyrir notkun bílbelta eins og þau nú heita, er farinn að gleymast og það þarf að herða á þeim róðri. Ég held að mjög margir hafi orðið fyrir þeim áhrifum að þeir hófu að nota bilbeltin að staðaldri, jafnvel þótt ekki væri ekið lengra en út í næstu búð. Þeir sem ekið hafa erlendis nota þau undan- tekningalítið, þvi þar er notkunin víst mun algengari en hér. Varð- andi það hvort 'frekar á að nota bilbeltin í borgarumferð eða úti á landi vil ég segja að hvort tveggja er jafnnauðsynlegt, hættur eru fyrir hendi á báðum stöðum. Langflestir bilar eru nú útbúnir með öryggisbeitum, sem er fljót- legt og þægilegt að spenna á sig, svo að í rauninni er það engum bílstjóra vorkunn eða afsökun að nota þau ekki. Umferðin er að verða svo hröð, t.d. á Stór- Reykjavíkursvæðinu, að þetta er farið að snúast um hvort menn stefni lifi sínu'i hættu eða ekki. Við könnumst öll við setninguna, „Þetta kemur aldrei fyrir mig“, en hætturnar i umferðinni stafa ekki síður af akstri annarra þó að sumir ökumenn telji sjálfa sig ör- ugga. Þess vegna: Lögleiðum notkun öryggisbeltanna innan og utan- bæjar, þau munu án efa afstýra mörgum slysum óg meiðslum á fólki. Bflstjóri." í>essir hringdu . . . 0 Atvinnurek- endur, látið fólk vita húsmóðir hringdi: — 1 dag er vist alltaf verið að tala um að erfitt sé að fá hús- mæður á vinnumarkaðinn, að því er manni skilst á atvinnurekend- um. Ég held að atvinnurekendur þurfi að lagfæra eitt hjá sér áður en þeir laða fleiri húsmæður út á vinnumarkaðinn. Það er að þeir SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A hinu mikla alþjóðlega skák- móti, sem árlega er haldið í Amsterdam í Hollandi og IBM tölvufyrirtækið gengst fyrir, kom þessi staða upp í skák Timmans, Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Italans Tatai 28. Re5! Svartur gafst upp. Eftir 28... dxe5, 29. Dh8+ — Kd7, 30. Hdl + — Kc6, 31. Hc3+ vinnur hvítur létt. Sigurvegari á mötinu varð enski stórmeistarinn Anthony Miles. Hanh hlaut IOV2 v af 15 mögulegum. Næstur varð Hulak, Júgóslavíu með 9H v. láti fólk vita af eða á þegar fólk hefur sótt til þeirra með atvinnu. Svo er mál með vexti að ég hef verið að ieita að vinnu og skilið nafn, símanúmer og heimilisfang viða. I flestum tilvikum hef ég hins vegar ekki fengið svar til baka, hvort ég hef verið ráðin eða ekki. Veit ég að svo er einnig um fleiri húsmæður, og nú er svo komið hjá mér, og fleirum, að maður þorir vart að sækja um vinnu á öðrum stöðum því maður veit ekki nema annar atvinnurek- andi hringi og segist vilja fá mann. Ég er mjög óánægð út af þess- um slóðaskap atvinnurekenda og veit ég að svo er um fleiri konur. Finnst mér að í þessu máli þurfi atvinnurekendur að taka sig tals- vert á. Það hlýtur að vera sið- ferðisleg skylda þeirra að láta fólk í það minnsta vita hvort þeir hyggist fá það til sin eða ekki, eftir að þeir hafa fengið nafn, símanúmer o.s.frv. HÖGNI HREKKVÍSI Ég tilkynni komu Lord Högna og fröken Sonju! S3? SlGeA V/öGA £ \iLVtRAW 'kttöTzmA&w/tmú or- \W SE6\R AQ VÓ 5tRT LMGTöYI Ot WKMLL- ,V£R9/R 5KK/ ^ VlÚ<b\9 Á VlOKGON vá \imi P® bE&)A I nrKtfST LpR.petsávm ÍPR.0A6 4-7 ( Drengjaskyrtur úr Polyester-jersey VERÐ AÐEINS KR. 999.- Avallt fQfr eitthvað 45^ nýtt í NÝBORG PORSA KERFIÐ Nýjung í raðhillum PORSA kerfið er úr lakkbrenndu áli, létt og auðvelt í uppsetningu og án efa með því ódýrasta á markaðinum í dag. PORSA kerfið er til í mörgum ólíkum prófíl- um sem gefa ótal möguleika: Hillur í barna- og vinnuherbergi og geymslur. Á skrifstofur og á verkstæði. Borð og kollar, blómakassa o.m.fl. Úr PORSA kerfinu má líka gera skemmtilegar útstillingar fyrir verslunarglugga. Nýborg^ BYGGINGAVÖRUR O Ármúla 23 - Sími 86755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.