Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 53 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENTJ Al’(iLYSIN(í A- SÍMINN KR: 22480 ur, sem skírður var Njáll. Það er einlæg ósk okkar hjóna á þessum tímamótum í lífi séra Páls, nú þegar hann hefur valið sér starfs- vettvang á söguslóðum Njálu, að hann njóti ríkulegrar blessunar i starfi likt og í Vik um árin. Það hefur heyrzt, að prestshjón- in í Landeyjum séu metin að verð- leikum í sinni sveit. Þess vegna óskum við Landeyingum til ham- ingju. Sem prestur og kennimað- ur er sr. Páll án efa í fremstu röð. Hann er ræðumaður góður og flytur vel samdar ræður sínar mjög áheyrilega og af þrótti. Það á ekki við hann að vera með mál- skrúð, heldur gengur hann beint til verks og tæpitungulaust, þegar hann flytur mál sitt. Beztu heillaóskir, sr. Páll. Ragnar Emilsson. CATERPILLAR Séra Páll á Berg- þórshvoli fimmtugur 1 maimánuði s.l. varð sr. Páll Pálsson, sóknarprestur i Berg- þórshvolsprestakalli. fimmtugur, en hann er fæddur hinn 26. maí árið 1927 í gamla landfógetahús- inu, Aðalstræti 11, hér í borg. Þetta merkilega hús var að sjálf- sögðu rifið skömmu áður en Torfusamtökin komu til sögunn- ar. Foreldrar sr. Páls voru þau Páll Sveinsson, yfirkennari við Menntaskólann i Reykjavík, og kona hans, Þuríður Káradóttir frá Lambhagaí Mosfellssveit. Sr. Páll fer ekki dult með það, að hann á til Skaftfellinga að telja, enda hafa margir þjóðkunnir ágætis- menn komið fram í ætt hans. Nægir þar að nefna þá bræður Pál Sveinsson, sem áður er getið, og Gísla Sveinsson, fyrrum sýslu- mann Skaftfellinga og Alþingis- forseta. Sr. Páll hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum um dagana og þvi kynnst mörgu fólki. Um tíma var hann tollþjónn í Reykjavik, siðan kennari við Gagnfræðaskólann við Lindar- götu um ellefu ára skeið og trún- aðarmaður kennarafélagsins þar. Hann kenndi einnig við Mennta- skólann í Reykjavik um tíma. Ár- ið 1962 varð sr. Páll prestur i Vikurprestakalli og starfaði hann þar sem prestur og kennari — vel metinn og virtur — fram á árið 1965, er hann af fjölskylduástæð- um lét af störfum og fluttist aftur til Reykjavíkur. Á þessum árum var sr. Páll fréttaritari Morgun- blaðsins og skrifaði greinar í blað- inu undir heitinu „Víkurbréf“. Þessar greinar vöktu óskipta at- hygli. Þegar svo til Reykjavíkur kom, fór sr. Páll að starfa sem fulltrúi í Stofnlánadeild landbún- aðarins í Búnaðarbanka íslands. Hann starfaði einnig hjá Loftleið- um sem endurskoðandi og fulltrúi var hann síðan hjá Ríkisendur- skoðuninni. Síðast en ekki sizt skal þess getið, að sr. Páll þjónaði sem prestur um nokkurt skeið við Fríkrikjuna í Reykjavík. Af framangreindu má ljóst vera, að sr. Páll hefur ekki setið auðum höndum um dagana. og þótt aldurinn sé ekki hár, hefur hann lifað óvenju viðburðarika ævi. Gallinn er bara sá, að sr. Páll er svo hlédrægur, að hann hefur aldrei greint frá þeim stórvið- burðum, sem hann hefur upplifað og tekið þátt i. Það er ekki lítil lífsreynsla sem fæst við margþætt störf og kynni af fjölda manns. Nú hefur sr. Páll helgað Landey- ingum starfskrafta sína sem sókn- arprestur þeirra. I þvi starfi hlýt- ur hin fjölþætta lífsreynsla að vera dýrmæt. Það sem vakið hefur athygli þeirra, sem kynnzt hafa sr. Páli, er hversu ríkt það er í fari hans að sýna gamla fólkinu tryggð og ræktarsemi. M.a. kom þetta vel fram á meðan hann starfaði sem prestur i Víkurprestakalli. Fyrir hina öldnu, sem oft vilja gleym- ast, hefur það verið dýrmætt að fá séra Pál í heimsókn og ræða við hann um áhuga- og vandamál sin. Aldraðri móður sinni reyndist hann sérstaklega vel og betur, en með nokkurri sanngirni mátti krefjast. Það sannar betur en nokkuð annað mannkosti sr. Páls að hann skuli beina athygli sinni í átt til þeirra, sem höllum fæti standa og eru hjálparvana. Nú þegar sr. Páll hefur brotið blað og hafið nýjan kafla á æviskeiðinu sem prestur og kennari i Landeyj- um, eru það svo merk tímamót, að við gátum ekki látið hjá líða að senda þessa síðbúnu kveðju. Sr. Páll stendur nú betur að vigi, en nokkru sinni áður, til þess að sinna köllun sinni, þar sem hann er kváentur hinni ágætustu konu, Eddu Karlsdóttur, sem stendur vel við hlið hans og tekur m.a. beinan þátt í æskulýðsstarfi manns síns, en á því hafa margir haft orð. Eitt barn eiga þau hjón- in. Er það hinn efnilegasti deng- Maður byrjar lítill A fyrstu arum barnsins eru þessi húsgögn nauðsynleg. Leikgrindurnar og stólarnir eru sterk barnahúsgögn og fáan leg i Ijósu brenni, bæsuð i hnotulit, eða i mismunandi litum. Sendum i póstkröfu. Kristjan Siggeirsson hf. Laugavegi 1 3, Reykjavík Simi 91 25870 VÉLADEILD HEKLA HF Laugavegi 170-172, — Sími 21240 Caterpillar, Cat, og CB eru skrósett vörumerki Sveinn Egilsson hf. HEIHIUÐ77 * SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SlMI 85100 Eigum til afgreiðslu nú þegar 2,5 tonna rafmagns- lyf ta ra. FORD FIESTA 1100 L ÁRGERÐ 1978 Nú kyrrnum við nýjustu gerðina af Ford FORD FIESTA, bilinn, sem farið hefur sigurför um Evrópu síðustu mánuði FORD FIESTA er mjög rúmgóður 4 manna bíll með 3 dyrum, sem sameinar alla kosti fólks- og stationbils FORD FIESTA er hannaður með hag- kvæmni og ódýran rekstur i huga Arang- ur þessi kemur best fram i litilli bensin- eyðslu og sérstaklega góðri nýtingu á rými Einnig hefur tekist að gera FORD FIESTA þannig úr garði. að viðhaldskostnaður er I algjöru lágmarki Við teljum þvi, að réttnefni FORD FIESTAsé NÝI HEIMILISBÍLLINN frá Ford. NýrFordFIESTA Heimilisbíll á Heimilissýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.