Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 jóðbrautinni milli lands ok E.vja Grein: Árni Johnsen — Myndir: Sigurseir Jónasson w- TV> mmm Herjólfur siglir inn Víkina til hafnar fram hjá Yzta-Kletti t.v., en hægra megin sér á norðurjadar nýja hraunsins úr Eldfellinu. Futflabyggð er í öllum kórum Klettsnefsins og lundabyggð í grasi á brúnum. „Þarna kemur skipið", hrópaði lít- ill drengur sem stóð uppi á grjótgarðin- um við höfnina í Þórlákshöfn. Herjólfur kom ösl- andi haf utan ýr Eyj- um, „þjóðvegurinn" milli lands og Eyja. Það var mann- mergð fólks á bryggjunni og um 50 bílar sem ætluðu með út í Eyjar. Strax og drengurinn hafði kallað klifr- uðu nokkrir upp á brimbrjótinn til þess að sjá skipið koma. Herjólfur er falleft skip og rennilegt þar sem það siglir skjannahvítt um bláan hafflötinn. Við ætluðum að fara í hringferð með Herjólfi, og bíllinn var auðvitað með því nóg er plássið um borð. Það stóð einnig til að fara hringferð um Heimaey, en slíkt er í áætlun skipsins á sunnudögum þegar gott er veður og sagði Olafur Runólfsson fram- kvæmdastjóri Herj- ólfs, að slíkar ferðir mæltust mjög vel fyrir. Bryggjuspjallið og trilluútgerðin er ein af föstu þáttunum í mann- lífinu f Eyjum. Þarna rabba þeir sanian á Bæjarbryggjunni, Tóti á Kirkjubæ (snýr baki að), Oskar „ríkisstjóri" (ÁTVR) og Jóhannes í bankanum, en Jóhannes var nýkominn að með dágóðan afla, en ugglaust eru þeir ekki margir hankamennirnir sem vinna beint að öflun þess fjár sem þeir fara síðan höndum um. & Fugl við fugl, brot af milljónun- um við Vestmannaeyjar. Sóð yfir hluta Eyjakaupstaðar frá Heimakeltti. Eyjan lengst til hægri er Surtsey. 1 1111 iu iuui|m:.i(|(>or ■nm (>.)UI pj.JJÍÍUIJH — RÍA^ ii o SpUR ÉRf iiu luuijnRjqpprcJ Verði er mjög í hóf stillt. Fyrir fullorðna kostar farið 2000 kr. aðra leið 1000 kr. fyrir 3—12 ára og ellilífeyrisþega. Fyrir 4—5 manna bfl kostar 1700 kr. og jeppa og sex manna bila kostar 2200 kr., en 9000 kr. fyrir rútur og vörubíla. En stefnt er að því að þessi fargjöld verði mun lægri, því Eyjamenn vilja njóta þess að þeir greiða hundruð milljóna króna í vegagjald og Herjólfur er þeirra þjóðbraut til þess að geta notið annarra þjóðvega landsins. Það er alltaf sérstök stemmning þegar skip leggst að bryggju og sérstaklega þegar mannfjöldi bíð- ur ferðar. Skipið renndi inn höfn- ina í Þorlákshöfn og innan skamms voru landfestar bundnar. Skuturinn opnaðist og á skömm- um tíma óku um 40 bifreiðar frá borði, en um hæl var byrjað að ferma skipið fyrir siglingu heim til Eyja. Fjölmargir bílar voru með númerum hvaðanæva að af landinu, fjölskyldur sem ætluðu að skreppa i helgarferð út í Eyjar, sumir ætluðu að búa hjá vinum og vandamönnum, aðrir voru með viðleguútbúnað og ætluðu að tjalda á tjaldstæðunum í Herjólfs- dal þar sem búið er að koma upp hreinlætisaðstöðu, sima og fleiru til hagræðis fyrir ferðamenn. Sífellt aukast möguleikar til ferðalaga innanlands. Með opnun hringvegarins ótal möguleikar og með nýja Herjólfi ævintýraferð út í Eyjar, enda hefur verið mikið að gera hjá Herjólfi og um helgar hefur hann farið tvær ferðir á dag milli lands og Eyja. Að öllu jöfnu fer skipið daglega frá Eyjum kl. 8,15 og frá Þorlákshöfn kl. 13,45 en á föstudögum og sunnudögum er ferðum stundum fjölgað en venjulegur timi á sunnudögum er kl. 14 frá Eyjum og 19 frá Þorlákshöfn. Allt var orðið klárt, Jón skip- stjóri Eyjólfsson stóð i brúnni, festar voru leystar og Herjólfur seig frá bryggju, höfnin að baki og stefnan var tekin á Eyjar i bllðskaparveðri svo ekki örlaði á báru. Siglingin út I Eyjar tekur um 3 klukkustundir. Aðstaða um borð er mjög góð. Svefnpláss er í klefum fyrir um 40 manns, þá eru setusalir og veit- ingasalur, en alls getur skipið tek- ið 360 farþega og 50 bíla. I brúnni hittum við að máli skipstjórann, Jón og röbbuðum við hann um skipið og skipsstjórn- ina. „UTIERT ÞOVH) EYJAR RLAR” Tilkoma nýja Herjólfs með bíla- þilför, þar sem keyrt er til skips og frá, gjörbreytir öllum sam- göngum milli lands og Eyja og þessi breyting er svo mikil að i fyrsta skipti i sögu Vestmanna- eyja geta Eyjamenn og megin- landsmenn brugðið sé milli lands og Eyja án þess að eiga á hættu að teppast vegna veðurs. Daglegar ferðir eru tryggðar og hvað er þægilegra en taka bilinn með hvort sem Eyjamenn þurfa að skreppa á fastalandið eða megin- landsmenn út í Eyjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.