Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 — Nam sér lönd Framhald af bls. 43 ernið gersígraði. Þarf þð heima- stjórnar við áður. Lítum á stærð og fjölgun þjóðbrotanna. A vestursti öndinni er lands- kjarninn. Þar sitja um 5 þúsund Damnerkurfæddir fbúár (auk skammtímagesta við vinnu) móti 50 þúsund Grænlandsfæddum. Þannig er „þjöðerni" reiknað samkvæmt lögum frá 1964 og telj- ast Grænlandsfædd börn evrópskra fóreldra í seinni hópn- um, enda læra þau að skilja græn- lenzku nú. I fáeinum veiðistöðum fjarlægra stranda á landinu búa svo 6 þúsund í viðbót, lítill hluti þeirra evrópskur. F.igi að tala um ,,danskt“ varn- arvirki í landinu.'hefur það ekki nærri eins styrka stöðu til lengd- ar og. þjóðernið danska hafði i Færeyjum framan af ævi minni. Meðal hins margþætta. sem trygg- ir að danskmenntað fólk verði dýrmætust útflutningsvara úr þessari klakanýlendu sinni. skal ég aðeins nefna tvennt, því engu ádeiluhlutverki gegnir grein min: Annað er flótti vaskasta háseta- liðs og langskólaæsku, kannski líka brúðarefna; þann veg grisj- ast nú sérhver frumstæð þjóð, hafi þröaðra land veitt henni slík- an atvinnurétt sein „eskimóum" gefst í Danmörku. Ilitt eru téð lög frá 1964, sem gera dönskum for- eldrum ófært að nota til vinnu í þessu landi börn sín þar fædd. Þvi unglingur eða menntaung- menni slíkt má þar ekki fá nema matvinnungskaup sem aðrir inn- fæddir, meðan Danmerkurfætt fólk fær mörgum sinnum meira og i tilbót húsnæði eða önnur sér- hlunnindi (á rikiskostnað eða verzlunar). Apartheid er engin nema misrétti slíkt, sem ásamt stéttarlegri einangrunarlagni danskrar tungu verkar fast i eina og sömu átt. Því hlýtur danski kjarninn að gufa upp jafnskjött og annað fölk, statt í heimastjórn- arlandi, megnar að gegna flestu hinu hrýnasta, sem nú felst i merku hlutverki hans. Hinn kunni Grænlandsnefndar- maður, séra Jonathan Motzfeldt, skýrði 1976 í Norræna húsinu í Rvk. heimastjórnartillögurnar og sumt af ávöntunum þeirra. Hann skelfdist eilitið af bráðlæti yngri helmingsins af þjóð sinni. Hann hafði m.a. við orð, án fullyrðing- ar, að hundrað ár kynni enn að þurfa áður en (færeyskt og ís- lenzkt) sjálfstraust og sjálfstæðis- fyrirkomulag dygði í Grænlandi. Ég hef andæft þessu i Mbl. í fyrra. Vel má deila um hver aðferð og undankomuleiö í þróun sé bezt. Stofulært draumsjónafólk í félagsvísindum vill hreinsa þau óþrif, sem kallist evrópsk menn- ing, af hinni blendnu Vestur- Grænlandsþjöð og ímyndar sér að þá kæmi út (eða hefði fyrir 1950 getað komið út) hinn syndlausi alþroskaði eskimóakynstofn, von og hjálpræði heimsins. Sértrúar- söfnuðir frelsa sig, enga aðra, ekki svo mikið sem kaupin- hafnska kristianíu. Hin seinfæra þróun, sem séra Motzfeldt er frekar bjartsýnn um ef gætni fái að ráða, sbr. silagang- inn næstliðnu 130 árin á íslandi, kann að vera óráðleg nú, miklar stökkbreytingar séu hið eina sem nær oft tilgangi meðal ungþjóða, sem hin grænlenzka er svipuð. Og ,,nye impulser." 1 svipinn er hinni ofsalegu fjölgunarhneigð hennar t.d. hald- iö i skorðum með ráðum, sem heimastjórn mun missa úr hönd- um sér. Kaupjöfnuður með inn- fæddum og innfluttum brýzt hún vafalaust í að tryggja á 9. áratugn- um, hvað sem kosti. Varizt mun verða því aö innlimast i EC. Pln átök um olíu og námurétt eru aðeins að byrja. Skriðjöklar fara sér mishratt, stundum hlaupa þeir óvænt langan veg fram á láglendið og þesslegur breði sýn- ist mannlíf næsta granna okkar á Jöklajörð ætla að verða. Undan bráðnuðum jaðri fram- hlaups koma furðu frjóar jökul- garðakvosir, sem sáningartækni úr lofti gæti gert sterkgrænar á fáum árum. Sé það ekki gert, blæs i stormum þykkan moldarmökk þaðan yfir grannland. 25. 8. 1977 Það leynir sér ekki skólaárið er að hefjast. Það hefst á hverju hausti hjá okkur eins og hjá ykkur. Hjá ykkur: Nýjar námsgreinar, nýjar bækur, ný áhöld. Hjá okkur: Nýjar sendingar af gömlu góðu skólavörunum og nýjungum í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Ein ferð í einhverja af þrem verzlunum Pennans nægir, — þar fást allar skólavörurnar, sem þið þurfið að taka með í skólann, — og meira til! Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Hallarmúla 2 Málfríður Björnsdótt• ir Fáein kveðjuorð F. 29. september 1893. D. 29. ágúst 1977. Fáein kveðjuorð. Ég ætla ekki að rekja ætt eða uppruna Málfríðar, til þess skortir mig kunnugleik, ég veit þó að hún var Borgfirðingur að ætt. Málfríður var gift Frím.anni Jónassyni sem mörg ár var skóla- stjóri og kennari að Strönd á Rangárvöllum, þar var heima- vistarskóli og voru nemendur mánuð í einu í skólanum. Það er ekki á færi nema einstaka manna að veita forstöðu heimavistar- skóla fyrir börn, svo vel sé. Ég var svo lánsöm, ég segi lán- söm að vera einn af nemendum þeirra hjóna og ég minnist þess ekki að skuggi ósamlyndis hafi nokkurntíma fallið á milli þeirra hjöna og nemendanna, þau leystu líka öll deilumál á milli barnanna með einskærri lipurð og velvild. Við elskuðum þau og virtum og vildum áreiðanlega reyna að gera eins og þeim líkaði i flestu. Og nú er mér efst í huga þakklæti til þeirra beggja og þakklæti til for- sjónarinnar fyrir að hafa notið samveru við Frímann og Málfríði, en annars þeirra verður ekki minnzt svo hins sé ekki getið líka, svo samofin er mynd þeirra í huga gamals nemanda. Mér er í fersku minni fyrsti skóladagurinn minn í byrjun október 1942, ég kom í roki og rignirtgu, öllum ókunn, og átti að dvelja í mánuð fjarri heimili mfnu og var hálf kvíðin; fyrsta manneskjan sem ég hitti á Strönd var Málfríður, hún heilsaði mér með sínu bjarta brosi og hlýja handtaki og allur kvíði var þar með rokinn út i veður og vind. Þannig var það alltaf, Málfríður bætti úr öllu böli hjá okkur skóla- stelpunum. Hún kenndi stundum leikfimi, oft undruðumst við hvað hún var lipur og kom okkur til að gera æfingar sem okkur þóttu óframkvæmanlegar í fyrstu, en reyndust ekki svo erfiðar þegar til kom. Málfriður kenndi stúlkunum handavinnu, og ég fullyrði.að hún var frábær handa- vinnukennari, til dæmis sagði hún alltaf við okkur: „Gangið þið vel frá endunum, stelpur mínar, maður á að ganga þannig frá að allir megi sjá rönguna án þess að við þufum að blygðast okkar.“ Þannig var hún, vammlaus á allan hátt. Þessum fátæklegu orðum fer nú að ljúka, ég er aðeins að reyna að tjá Málfríði og þeim hjónum báðum lítið bot af því þakklæti sem ég og að ég hygg allir fyrr- verandi nemendur þeirra á Strönd beri í huga til þerra fyrir svo ótal margt. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt það fagra og góða sem hún sáði í barnSsálirnar, það verður aldrei metið til fulls. Frimanni og börnum þeirra og öllu skyldfólki sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur og bið góðan guð að blessa þau öll. Guðþjörg Böðvarsdóttir Kvenfélag Kópavogs kveður nú eina af sínum elztu og beztu félagskonum, frú Málfríði Björns- dóttur. Hún var cin af stofnend- um félagsins, var kosin í fyrstu stjórn þess og stai faði í stjórninni rúman áratug. Hún var mæt og mikilsvirt félagskona, sem ævin- lega vakti eftirtekt með málfiutn- ingi sínum og störfum í þágu félagsins. Gáfur, glaðlyndi og góð- vild voru áberandi í öllu hennar dagfari. Málfríður var óvenju glæsileg kona og prúðmennskan var henni meðfædd. A fyrstu árum félags- ins, þegar erfitt var um húsnæði fyrir starfsemina, nutum við oft gestrisni þeirra hjóna, sem var einstök. Eftirlifandi maður Málfríðar er Frímann Jónasson, fyrrverandi skólastjóri Kópavogsskóla. Kvenfélag Kópavogs minnist þess, hve velviljaður hann var fél- aginu, þegar það hafði starfsemi sina í skólanum hans. Það var mikið lán fyrir Kópavog að fá slikt úrvalsfólk til starfa við skól- ann. Málfríður var fædd 29. septem- ber 1893 í Innsta-Vogi við Akra- nes. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannsson og kona hans, Sesselja Ölafsdóttir. Þau voru mikil dugnaðar- og myndarhjón. Málfríður fór á unga aldri í Flensborgarskólann i Hafnarfirði ,og tók þaðan gagnfræðapröf. Smábarnakennslu stundaði hún á Akranesi í þrjá vetur. Siðan fór hún í Kennaraskólann og tók kennarapróf árið 1923. Eftir það stundaði hún kennslu af og til. Alla tíð tók hún mikinn þátt í félagsstörfum, bæði í ungmenna- félagi, G.T. reglunni og kvenfél- ögum. Hún hafði því mikla reynslu í félagsstörfum þegar hún flutti í Kópavog. Við kven- félagskonur i Kópavogi nutum oft leiðsagnar hennar i störfum okk- ar, enda var hún Ijúfur og góður leiðbeinandi. Þetta kunnu félags- konur vel að meta og voru því sammála um að gera hana að heið- ursfélaga á tuttugu ára afmæli Kvenfélags Kópavogs árið 1970. Nú, þegar okkar eini heiðursfél- agi er látinn er margs að minnast, meira en upp verður talið. Þakk- lætið er okkur efst í huga fyrir samfylgdina á liðnum árum. Ösk- ir okkar um eilífa blessun fslgja henni yfir landamærin. Að endingu sendum við Fri- manni, börnum þeirra, tengda- börnum og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Konur í Kvenfélagi Kópavogs Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.