Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 63 » Úti ertþú við eyjar blár Framhald af bls. 49 rúmmetra úr iðrum jarðar með trónandi felli, Eldfellinu, sem slagar upp í að vera vasaútgáfa af hinu 5000 ára gamla Helgafelli. I Eyjum er margt að gera og sjá fyrir ferðalanginn, kanna eld- stöðvarnar sem hylja 400 húsa byggð, uppbygginguna, sáning- una, heimsækja íþrótta- og sund- höliina sem er sú glæsilegasta á íslandi, bregða á leik i þjóðar- iþrótt Eyjamanna i Spröngunni, heimsækja náttúru- og fiskasafn- ið sem er á heimsmælikvarða hvað hreinlæti og góðan aðbúnað snertir, heimsækja byggðarsafn- ið, sem á eitthvert mesta úrval hluta úr sjávarbyggð á landinu, listasafn Eyjanna, sem bráðlega verður opnað almenningi og m.a. tugi Kjarvalsmálverka. Þannig mætti lengi telja og ekki má gleyma hinni ágætust aðstöðu golfmanna i Herjólfsdal. Skipu- lagðar eru skoðunarferðir á smá- bátum kring um Heimaey, ævin- týraheimar opnast þegar menn sigla undir fuglabjörgin og inn i sjávarhella við Ægisdyr, í Kaf- gönguferðir á fjöll Eyjanna, skoð- að flóruna sem býr við á þriðja hundrað plöntur, notið sjávarnið- ar og sibreytilegrar náttúru- fegurðar kyrrðarinnar, og einn af möguleikunum til þess að bregða sér út i Eyjar er Herjólfur og ekki dregur það úr möguleikunum að hafa bílinn og bátinn með i far- angrinum. A þriðja hundrað manns voru um borð þegar lagt var upp í hringsiglinguna um Heimaey. Mörgum þótti undarlegt hve skip- ið sigldi nálægt bjargveggjunum, en það er víðast mjög aðdjúpt, svo aðdjúpt að unnt er að sigla fast upp við bjargið. Þeir vita einnig hvað þeir eru að gera, Herjólfs- menn. Það var siglt norður fyrir fram hjá Faxaskeri sem heitir eftir hesti úr Landeyjum. Hann var fluttur út í Eyjar en festi ekki yndi og reyndi að synda til lands aftur, sprakk á Faxaskeri. Þegar siglt er norðan Heima- kletts gnæfa hamraveggirnir yfir, útflúrað móberg með grænni skikkju i bringjum og þúfnakarga eiði, þar sem þrælar Hjörleifs og morðingjar börðust við Ingólfs- menn í upphafi tslandsbyggðar. Við höldum vestur fyrir Heima- ey, fram hjá Klifinu, Stóra- og Litla-Erni, og inn Smáeyjasundið. Þá fara að opnast augu ferðalang- anna fyrir sérkennum Eyjanna í byggingu. Djúpt af hafi eða úr lofti láta þessi björg ekki mikið yfir sér og þau eru ekki há, en þegar menn koma að þeim og hyggja að þá sést vel hve fínlegt handbragð og fagurt er þarna á ferðinni. Þá skilur maður betur hvers vegna skáldjöfurinn Einar Benediktsson lýsti Vestmannaeyj- um sem safirum greyptum í silfurhring. Herjólfur rennir fram með Æg- isdyrum, stuðlabergshvelfingum þverhniptum í sjó, þar sem vest- analdan leikur ljóðin sin svo und- ir tekur. Margs kyns kynjamyndir spretta fram i Ægisdyrum. í miðj- um Blátindi blasir Álfakirkjan við en fyrir innan Ægisdyr liggur vík inn í Herjólfsdal og heitir hún Kaplagjóta. Þar var forðum varp- að dauðum hestum i hafið, þvi straumur er þarna mikill og ber hann burt frá berginu. Skammt írá er Mormónapollur þar sem fyrstu mormónar á tslandi voru skírðir. Við siglum áfram suður með Heimaey fram hjá Smáeyjunum, Hænu, Hana, Hrauney, Grasleysu og Jötni, en i Hænu er hinn róm- aði hellir, Kafhellir. Þykir hann hinn fegursti sjávarhellir þegar sól er i vestri og varpar birtunni inn í hellinn i gegn um neðansjáv- arop. Leikur þá um hann ævin- týrabirta. Til suðurs liggur leiðin fram hjá Ofanleitishamri sem Jón Vig- fússon frá Holti kleif svo fræki- lega, er bátur hans og félaga hans brotnaði undir Ofanleisishamri. Framundan eru Suðureyjarnar, Álsey, Brandur, Surtsey, Geir- fuglasker, Stóri- og Litli Geldung- ur, Hunda og Selasker, Súlnasker, Hellisey og Suðurey. Um Suður- eyjarsu'ndið fram hjá Stórhöfða er fögur siglingarleið, en til vest- urs í Höfðanum opnast Fjósin, sérstæðir og stórir sjávarhellar með grænum og rauðum lit. Við höldum austur fyrir Stórhöfða, fram hjá Ræningjatanga þar sem hundtyrkinn steig á land forðum daga og enn horfum við upp hamraveggina, Litlhöfði, Kervík- urfjall, Sæfjall og nú styttist í höfnina eftir að stiklað hefur ver- ið á stóru. Ávallt horfa menn í undrun á nýja hraunið, nýja hamra gegn austanáttinni, nýtt landslag, ný viðmiðun, en við beygjum í stjór og rennum að útvörðum Eyjanna i austri, Bjarn- arey og Elliðaey. Bjarnarey veitir innsiglingunni móðurlega vernd fyrir austanáttinni, því hún tekur skellinn af Beinakeldunni við innsiglinguna. Þær geta lika verið háar öldurnar upp í austurberg Bjarnareyjar þegar sá gállinn er á, 70—80 metra teygja þær sig upp í bergið og kögra eyjuna. Skipið rennir upp að bjarginu, þétt setnu fugli. Ritan og svart- fuglinn eru í óða önn að búa unga sína undir lífið og fyrstu svart- fuglapysjurnar eru komnar á ról til hafs. Handan Elliðaeyjar með sín fögru svartfuglabæli ris Eyja- fjallajökull upp i blámann, tær og fagur og við fylgjumst með si- breytilegum litbrigðum Eyjanna á meðan við siglum til hafnar á ný. Jökullinn er fasti punkturinn, en litaspilið i skýjum yfir Eyjum við berg og haf er óútreiknanlegt, eilíft. Á bryggjunni er komin röð bíla og fólksmergð, brottfarartimi áætlunar nálgast, Herjólfur er þjóðvegurinn milli lands og Eyja. Þeir sem sækja Eyjar heim fara yfirleitt með brot af þeim í hjarta sínu og i því efni á vel við hin gamalkunna vísa: Uti ert þú við Eyjar blár en ég er sestur að Dröngum. Blóminn fagur kvenna klár kalla ég til þín löngum. Nýtt í Blómaval É Lítill Eyjapeyi að kaupa sér snarlið f veitingasölunni um borð en þar er m.a. hægt að fá reyktan lunda. Grænmetis- kynning helli í Hænu, Fjósin í Stórhöfða, Litlahöfðahelli, hellinn i Bjarnar- ey, Klettshelli eða inn á milli út- eyja. Slikar ferðir eru perlur góð- virðrisdaga, en sagan er eins og undiraldan og lifsbaráttan hjá Eyjamönnum hefur verið hörð. Um 500 sjómenn hafa farizt i átökum við Ægi konung á þessari öld. Vestmannaeyjar eru ekki stórar á leikborði alheimsins, en allt heitir sinum nöfnum, allt á sinn stað og þegar ekið er um Heimaey sprettur sagan fram á hinum ýmsu stöðum. Fyrst er Vestmannaeyja getið í Landnámu, þar sem fjallað er um nafngift Eyjanna, þá segir i Hauksbók, Hauks lögmanns Erlendssonar, að Herjólfur Bárðarson hafi fyrstur byggt i Vestmannaeyjum í Herjólfsdal fyrir innan Ægisdyr. Þá má nefna að árið 1000 reistu Gissur hvíti Teitsson frá Mosfelli og Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal kirkju í Eyjum að boði Ölafs konungs Tryggvasonar. Þessi kirkja var reist siðar á Fornu-Löndum og þvi heitir sóknarkirkja Eyjamanna Landakirkja. Er það fögur bygg- ing og sú kirkja sem nú stendur á 200 ára afmæli 1980 og er i hópi elztu kirkna landsins. Þegar Skansinn við innsigling- una er sóttur heim, rifjast upp harmleikurinn úr Tyrkjaráninu 1627 þegar suðrænir sjóræningjar drápu 36 Eyjamenn, rændu til þrælasölu 262 konum og körlum, en eftir lifðu rúmlega 200 í Eyja- byggð. í gegn um söguna hafa Eyja- menn orðið fyrir undarlegri og biturri reynslu, eins og sést t.d. af tiðum sjóslysum, Tyrkjaráninu, og síðast eldgosinu í Heimaey. Samt sem áður er það staðreynd að Eyjamenn eru með lifsglaðara fólki landsins og þekktir fyrir bragðmikið mannlif. En það er ekki aðeins baksvið sögunnar sem er eftirtektarvert i Eyjum, þar spinnast saman þræó- ir liðandi stundar, eilif umferð um höfnina, blómlegt atvinnulíf, félagslíf og atorkusamir einstak- lingar. Menn geta dundað sér vi á flesum þar sem fýllinn býr. Til norðurs er fögur landsýn á fasta- landið, Eyjafjallajökull, Þrihyrn- ingur, Hekla og sveitir Suður- lands. Sumum þykir ótrúlegt að unnt sé að sjá Lauslæti i Vest- mannaeyjum úr Landeyjunum, en það er hægt, þvi Lauslæti er staður ofarlega í Heimakletti. Þá rennum við fram hjá Dufþekju þar sem Dufþakur, forystuþræll Hjörleifs, kastaði sér fram af björgum er Ingólfur og menn hans sóttu að þrælunum úti I Eyj- um. 17 menn hafa hrapað í Duf- þekju, en sagt er að Dufþekja og vættur i Jökulsá á Sólheimasandi skiptist á að taka mannslífin. Skipið siglir fyrir Eiðið, Þræla- Ur flóru Eyjanna. Blómkál Salad Gulrófur Hvítkál Paprika Rabbabari Tomatar Steinselja Grænkál Agúrkur Gulrætur Sveppir Graslaukur Púrrur Sellerí Já, nú kynnum við GRÆNMETI meðferð þess og hollustu í Blómaval. Þórunn Jónatansdóttir húsmæðrakennari kynnir: Geymslu grænmetis, græn- metisrétti, grænmetissalat, uppskriftir og það sem máli skiptir um meðferð og neyslu grænmetis kl 2—3 og 5—6 í dag. rATHUGIЗs Við erum aðeins í 300 metra fjarlægð frá sýningunni HEIHILI077 í Laugardal. Verið velkomin í Blómaval í dag. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? t2 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLYSIR I M0RGUNBLAÐ1NU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.