Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1977 36 Þórs niörk, útsýni til E.vja fjalla jökuls. Gestur Guðfinnsson: ÍÞórs slóðum Ferðafclaiísins Ferðafclaíí Islands hefur ver- ið stórvirkt um byggingafram- kvæmdir þau 50 ár sem það héfur starfað. Sæluhús félags- ins og deilda þess eru orðin sautján talsins á fimmtíu ára afmælinu og undirbúningur hafinn að því átjánda. Eitt þess- ara húsa og það stærsta og myndarlegasta er Skagfjörðs- skáli í Þórsmörk. Skálinn er tengdur minningu Kristjáns Skagfjörðs sem lengi var fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins og ötull og farsæll ferðamaður. Skagfjörðsskáli var upphaf- lega byggður árið 1954 og þótti vel við vöxt miðað við allar að- stæður. Þrjátiu og ein koja var í skálanum, en talið að 60—70 manns rúmuðust í húsinu. En aðsóknin átti heldur betur eftir að aukast. Og 1964 var ráðizt í stækkun skálans. Sú stækkun nægði þó ekki lengi og 1974 var skálinn enn stækkaður og þá nálega um helming og rúmar nú 160—200 manns. En aðsókn- in heldur áfram að aukast jafnt og þétt og um helgar kemur fyrir að húsrýmið nægir naum- ast, þó þröngt sé legið. T.d. gistu um 240 manns i skálanum eina helgina í sumar, fór að vísu vel á með skálagestum, en erfitt hefði verið að bæta mikið við þá tölu. Nú kann einhver að spyrja hvað valdi þessari gifurlegu að- sókn að Þórsmörk. Þar koma nokkur atriði til greina. Eitt þessara atriða er að sjálf- sögðu skálinn, upphitað hús með kojum og dýnum og eldun- araðstöðu, sérstakt snyrtihús með rúmgóðum salernum og heitum og köldum sturtum og afbragðsgóð tjaldstæði fyrir þá sem fremur kjósa að búa úti en gista i skálanum, geta reyndar notfært sér hvorttveggja og hagað sér eftir veðri og öðrum aðstæðum, þvi að gistingin er innifalin í fargjaldinu. Þarna er líka unnt að kaupa sér ýmsar nauðsynjavörur, niðursuðuvör- ur, sælgæti og gosdrykki, og kemur sér stundum vel, t.d. ef framlengd er ferðin og nestið þrýtur. Annað sem styður að aukinni aðsókn í Þórsmörk eru áætlun- arferðir Ferðafélags íslands i Langadal, en félagið heldur uppi ferðum þangað reglulega tvisvar í viku að sumrinu og meira og mínna þar fyrir utan allan ársins hring. Sérstakra vinsælda njóta vetrarferðir fél- agsins í Þórsmörk, áramóta- ferðir, þorraferðir og páska- ferðir, með hæfilegri áreynslu og erfiðleikum, ef svo ber undir, því oft er slark í vetrar- ferðum, svo sem máltækið seg- ir. Stórir og sterkir fjallabilar eru notaðir i Þórsmerkurferð- um, enda yfir jökulvötn að fara, og bílstjórarnir ýkjulaust á heimsvísu, þrautþjálfaðir í is- lenzkum vötnum og vegleysum frá blautu barnsbeini. Svo er guði fyrir að þakka að jökulárn- ar á Þórsmerkurleið eiga mikla framtið fyrir sér, ef ekkert óvænt kemur til, og verða vænt- anlega ekki brúaðar næstu hundrað árin. Enda væri brúar- gerð á vatnsföllin á þessari leið fljótvirkasta aðferðin til að bjóða heim örtröð og eyðilegg- ingu og ganga af Þórsmörk dauðri. Það er þó hvorki hin prýði- lega ferðamannaaðstaða í Langadal eða traustir bilar og bílstjórar, sem ráða úrslitum um ferðamannaaðsókn í Þórs- mörk þótt hvorttveggja sé auð- vitað umtalsvert og ágætt. Það sem ræður úrslitum er staður- inn sjálfur, Þórsmörk. Um það verður varla deilt. Þeir sem sækja ■ Þórsmörk heim, t.d. á björtum sumardegi, taka kannski fyrst eftir þeirri fallegu umgerð sem lykur þennan hlýlega skógardaL sem við þeim blasir eftir að byggð- inni sleppir. Yfirbragðsmiklir jöklar skipa sér umhverfis dal- inn: Tindfjallajökull, Mýrdals- jökull, Eyjafjallajökull. Þórs- merkurfarar eiga þó eftir að kynnast þeim betur, ef þeir eru heppnir með veður í Þórsmörk og sjá þá í nýju ljósi, t.d. úr Langadal í kvöld- og morgun- birtu, sem flestum verður ógleymanlegt. Ég þekki engan sem endist lengi til að vera fúll í skapi undir slikum kringum- stæðum, jafnvel þótt hann hafi dreymt fyrir einhverri leiðin- legri uppákomu á næstunni. Þessi svipmikli heiðjökla- hringur á sér reyndar langa sögu eins og gera má ráð fyrir. Þeir eru sumsé leifar af ísaldar- jöklinum ikla sem lá yfir land- inu öllu og allt út á landgrunns- jaðar, þangað til fyrir um 10—15 þúsund árum og átti m.a. drjúgan þátt i sköpunar- sögu Þórsmerkur. Móbergið sem er næstum því allsráðandi í Þórsmörk er einmitt orðið til við gos undir jökli. Af þessu leiðir svo útlit Þórsmerkur í dag að verulegu leyti. Jöklar, vatn og vindar hafa lagzt á eitt að skapa útlit Merkurinnar eins og það er nú. En það sem ein- kennir landslag Þórsmerkur öðru fremur er einkum tvennt: annars vegar egghvassir fjalla- tindar, gjár og gljúfur, hins vegar skjólsæl skógargil og dal- verpi, full af þroskamiklum gróðri, birkikjarri, víðirunnum, blómgresi og lyngi. Enda er Þórsmörk fræg fyrir marg- breytilegt landslag og fullt af andstæðum. En veðursæld og gróðursæld eiga rikan þátt í að ,gera staðinn aðlaðandi fyrir ferðamenn. Um veðursældina nægir að minna á útigönguféð i Þórsmörk sem gekk þar sjálfala sumar og vetur meðan Mörkin var ófriðuð. Jurtasteinn er aft- ur á móti oft tekinn sem dæmi um gróðursæld Þórsmerkur, en á honum vaxa yfir 40 tegundir háplantna, um 30 mosategundir og eitthvað álíka af skófum og fléttum. Hundrað tegundir á einum og sama steininum! Oft er spurt hvað sé mark- verðast eða fallegast að sjá í Þórsmörk. Þá hefur maður til- hneigingu til að segja eins og þeir vitru í útvarpinu: Þetta er erfið spurning. Að vísu má svara þessu og þvílíku á ýmsa vegu, en niðurstaðan verður sjaldan óumdeilanleg. Það er t.d. hægt að nefna nokkra góða útsýnisstaði, sem hver hefur nokkuð til sín ágætis. T.d. má nefna Valahnúk, bæjarfjallið i Langadal. Það er að visu ekki nema 458 m yfir sjávarmál, en stendur nokkuð frjálst. Örstutt er á Valahnúk úr Langadal og hafa ýmsir keppt i Valahnúks- hlaupi. Nýjasta metið er 9 min. sléttar frá Skagfjörðsskála og upp á Valahnúk og þótti gfeitt farið. Á Valahnúk er ein af útsýnisskífum Ferðafélagsins og veitir góða landafræðiþekk- ingu þeim sem eftir leita. Aðrir meðmælaverðir útsýnisstaðir eru t.d. Rjúpnafell (819 m), Útigönguhöfði (805 m) og Há- tindar (666 m). Málið vandast þó ennþá meir þegar á að fara að meta lands- lagið út frá fegurðarsjónarmiði. Þá er hætt við að niðurstöðurn- ar verði margar og hinar ólik- ustu. Ég gæti þó nefnt nokkur nöfn og staði. T.d. Slyppugil, Endana báða, Búðarhamar og umhverfi hans, Tungurnar og Bása, að ógleymdri Stakkholts- gjá sem að vísu tilheyrir ekki sjálfri Mörkinni en allavega Merkurferðum. Marga fleiri staði mætti nefna, en ég læt ferðamönnunum eftir að upp- götva þá. Eitt langar mig til að benda góðum göngumönnum á sem telja ekki eftir sér að leggja dálitið á sig í ferðalögum, jafn- vel að bera pjönkur sínar á bakinu nokkra tugi kílómetra, en það er annars vegar óbyggðaleiðin milli Þórs- merkur og Skóga um Fimm- vörðuháls og hins vegar milli Þórsmerkur og Landmanna- lauga. Leiðin milli Þórsmerkur og Skóga er tiltölulega torfærulit- ill fjallvegur og nýlegur skáli nokkuð miðsvæðis ef menn vilja taka leiðina í tveim áföng- um, en annars er ferðin farin á 8—10 klukkustundum. Leiðin milli Þórsmerkur og Land- mannalauga er hins vegar ekki fær ennþá með góðu móti, en opnast væntanlega áður en langt líður. Tveir skálar eru á þeirri leið og verið að koma þeim þriðja fyrir. Verða dag- leiðir milli þeirra nokkuð hóf- legar. Hins vegar er Syðri- Emstruá ennþá óbrúuð, foraðs- vatn að sumarlagi, en til stend- ur að brúa hana fljótlega. Sömuleiðis er væntanleg brú á Markarfljót yfir á Emstrur. Þegar þetta allt saman er komið í sæmilegt horf, skapast miklir möguleikar frá og til Þórsmerk- ur sem góðir göngumenn geta notfært sér í viðbót við allt sem hægt er að sjá og skoða i Þórs- mörk sjálfri. Þórsmörk er orðin einn allra vinsælasti og fjölsóttasti ferða- mannastaur landsins, hvort heldur fólk vill eyða þar einni helgi eða dvelja þar nokkra daga eða vikur. Það hefur verið sköpuð tiltölulega góð aðstaða til að taka á móti ferðamönnum og búa í haginn fyrir þá. í stað- inn er þess vænzt allir gangi vel um og spilli engu lifandi eða dauðu. Sem betur fer er vax- andi skilningur á þessu og af langri reynslu get ég staðhæft að það er yfirleitt ekki nema ágætisfólk sem ferðast með Ferðafélagi íslands og svipaða sögu munu önnur ferðafélög hafa að segja af Þórsmerkur- förum sem ferðast á þeirra veg- um. Eg er þess vegna óhræddur um framtíð Þórsmerkur meðan Krossá og Markarfljót standa vörð um staðinn og smábílahol- skeflan brotnar utan við Jökul- lón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.