Morgunblaðið - 16.08.1981, Page 23

Morgunblaðið - 16.08.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 23 Fangavist- in stytt — og aðbúnað- ur bættur ALLT útlit er fyrir að fangavist unga mannsins, sem situr i fang- elsi í Marokkó verði stytt veru- lega að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar hjá Utanríkisráðu- neytinu. Einnig hefur ræðismað- ur Dana í Rabat gengist í því að aðbúnaður íslendingsins var bættur. Sagði Gunnar Snorri ennfremur að staðfesting hefði nú fengist á því. að sakargjöf mannsins er sú að fundist hafi á honum rúmiega xk kíló af hassi. Um þessar mundir eru ætt- ingjar mannsins að gera ráðstaf- anir til að greiða sekt mannsins, sektin er að andvirði um 14 þúsund íslenskar krónur, og eftir það mun koma í ljós hve mikið fangelsisvistin verður stytt. F arþegum til íslands fjölgar í JÚLÍMÁNUÐI komu 29.609 farþegar til landsins með skipum og flugvélum og það er tæpum fjögurþúsund farþegum fleira en i júlímánuði i fyrra. Frá áramót- um hafa 84.563 farþegar komið til landsins en á sama tíma í fyrra voru farþegar orðnir 77.489. að því er segir í frétt frá útlendingaeftirlitinu. Islendingar voru í meirihluta farþega í júlímánuði, alls 11.455, Bandaríkjamenn voru 3.185, Þjóð- verjar 3.011, Bretar 2.055, Danir 1.882, Frakkar 1.601. Þar á eftir koma Norðmenn, Svíar og Sviss- lendingar. Býður nokkur betur? Fyrir aðeins 60 þúsund kr. færð þú: 1. COMMODORE tölvu meö 32 þús. stafa minni. 2. Diskettustöö meö 1 milljón stafa rými á 2 drifum. 3. EPSON prentara meö svipuöum gæöum á útskrift og ritvél. 4. íslenskt letur (þ,æ,ö,ð,á,é,í,ó,ú og ý) á skermi og prentara. 5. Vel reynd og örugg íslensk forrit fyrir: fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, launabókhald og lagerbókhald. 6. Nýtt og öflugt forrit fyrir ritvinnslu, svo nú getur þú líka lagt ritvélinni. 7. Hálfsmánaöar námskeið hjá Tölvuskólanum í meðferð tölvunn- ar og auk þess kennslu á hvert forrit fyrir sig. 8. Aöstoö, ráö og leiðbeiningar hvenær sem á þarf aö halda. Hringið og faið kynningar- bækling sendan eða komið og skoðið Tölvubuðin Laugavegi20 A. commodore Sími 25410 Sýningarkerfi á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.