Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 Frumraunin Það hlýtur að sumu leyti að vera meira spennandi að búa úti á landsbyggðinni en hér í Reykjavík, því í dreifbýlinu er svo mikið land ónumið í menningar- legu tilliti. Eða getiði hugsað ykk- ur hvílík eftirvænting lá í loftinu á Akureyri er RÚVAKIÐ flutti nú á fimmtudagskveldið i fyrsta sinn útvarpsleikrit. Fyrsta ástin gleym- ist seint og það er ég viss um að þessi uppfærsla þeirra RÚVAKS- manna líður þeim seint úr minni. Vil ég nota hér tækifærið og óska þeim Jónasi og félögum innilega til hamingju með þessa frumraun. Því miður er ekki mögulegt að senda ilm með lesmáli og því verð ég að færa rósavöndinn í skraut- legan búning orða. Hvað um það, þá er útvarpið kjörinn vettvangur fyrir hverskyns leiklistarflutning, hvort sem upptakan á sér stað við Skúlagötuna eða í einhverju fé- lagsheimilinu, vil ég hér með koma þeirri hugmynd á framfæri við leiklistarstjóra útvarpsins, að þeir beiti sér fyrir því að hinir ýmsu áhugaleikhópar er vinna hetjulegt starf, oft við hin erfið- ustu skilyrði, fái greiðan aðgang að þessu leikhúsi þjóðarinnar. Við skulum gera okkur grein fyrir því að stór hluti Reykvíkinga er að- fluttur, og hví skyldi mönnum hér meinað að hlýða i landsútvarpinu á leiklistarflutning sveitunganna? Og hvers á blessað fólkið úti á landi að gjalda? Hefur ekki einu sinni efni á að koma með leiksýn- ingar hingað suður þótt það fegið vildi. Er ekki upplagt að nýta hið dýra og mikla dreifikerfi útvarps- ins til þess að rjúfa hina menning- arlegu einangrun landsbyggðar- innar með fyrrgreindum hætti og í leiðinni að lífga svolítið uppá út- varpsdagsskrána ? Frumraunin En víkjum nú nánar að frum- raun þeirra RÚVAKS-manna á leiksviði Ijósvakans, leikritinu John hatar Mary. Hér er á ferðinni létt og leikandi verk úr penna breska leikritahöfundarins Owen Holder. Má með réttu segja að verkið sé fagmannlega unnið og að þar sé fléttað á áreynslulausan hátt saman glæpasögu og gaman- málum. Söguþráðurinn er raunar of margslunginn til að rekja hann hér í dálki og þar sem þeir RÚVAKS-menn sendu mér ekki handrit verksins, til aflestrar eins og venja er hér syðra, þá varð ég að sperra eyrun til að ná sögu- þræðinum, enda gleymdist fljótt staður og stund. En betri með- mæli get ég raunar ekki gefið út- varpsleikriti. Leikstjóri að þessu sinni var sjálfur útvarpsstjóri RÚVAKSINS, Jónas Jónasson. Hinn ljúfi húmor Jónasar fylgdi leikurunum og varð þess valdandi að verkið varð býsna áheyrilegt. Ekki spillti hljómfagurt norð- lenskt tungutak þeirra Þráins Karlssonar og Sigurðar Hall- marssonar er hér voru í stórum hlutverkum. Þessir leikarar hafa báðir mikið vald yfir rödd sinni og eru svo skýrmæltir að ýmsir at- vinnumenn hér syðra gætu margt af þeim lært. Að vísu örlaði einstaka sinnum á smá stirðleika í samskiptum þessara ágætu leikara við þær stöllur Guðlaugu Bjarnadóttur og Þóreyju Aðalsteinsdóttur, er einn- ig skipuðu stórt hlutverk og þá hefði leikstjórinn mátt passa bet- ur uppá leikarana í smærri hlut- verkunum, þá Pétur Eggerz, Mar- íno Þorsteinsson og Gest Jónas- son, en allt eru þetta nú smámun- ir. Torfey Steinsdóttir snaraði verkinu yfir á kjarnyrt mál slíkt er hljómar enn víða í sveitum landsins. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP „Við feðginin" í síöasta sinn Feóginin, Sam og Simon. ■I Breski gam- 35 anmyndaflokk- — urinn „Við feðginin" hefur átt mikl- um vinsældum að fagna meðal íslenskra sjón- varpsáhorfenda. Það eru því örugglega margir ósáttir við að í kvöld verð- ur sýndur síðasti þáttur- inn með þeim í þessari þáttaröð. Í þessum lokaþætti kemur ýmislegt óvænt upp á hjá þeim feðginum, Simoni og Samönthu, sem endranær, Sögupersón- urnar eru að hyggja að sumarfríinu sínu sem er á næsta leyti. Ýmislegt er ráðgert og ýmsar óvæntar uppákomur eiga sér stað. Að lokum fer það svo að fæstir lenda á þeim sumardvalarstað sem þeir höfðu ráðgert. Ekki er okkur kunnugt um það hvort og hvenær við fáum að sjá þau feðg- inin aftur en við skulum bara vona að það verði sem fyrst. Skemmtiþáttur með „The Flying Pickets" H Á eftir spurn- 35 ingakeppninni Kollgátunni i kvöld verður sýndur í sjónvarpi 40 mínútna langur breskur skemmti- þáttur með söngsveitinni „The Flying Pickets”. Söngsveitin saman- stendur af sex ungum mönnum sem upphaflega hófu feril sinn sem leik- hópur. En áhuginn vakn- aði fyrir sönglistinni og þeir lögðu leikarastarfið á hilluna. Þeir sexmenning- arnir notast ekki við nein hljóðfæri heldur syngja og líkja jafnframt eftir hinum ólíkustu hljóðfær- um með rödd sinni. Þessi tegund af söng nefnist einu nafni „capella" og er söngsveitin „The Flying Pickets" þekktasta og ástsælasta „capella"- söngsveitin í Bretlandi. Lögin sem þeir félagar flytja fyrir okkur í kvöld eru einkum dægurlög frá árunum milli 1960 og 1970. Gestur þáttarins er söngvarinn Debbie Bish- op. Söngsveitin The Flying Pickets Candice Bergen og Charles Grodin í hlutverkum sínum. Húsið við Harrowstræti — bresk mynd frá 1974 ■I Að loknum 20 skemmti- þættinum með The Flying Pickets hefst laugardagsmyndin. Hún er bresk frá árinu 1974 og nefnist „Húsið við Harrowstræti" (Eleven Harrowhouse). Kvikmyndahandbókin okkar gefur henni tvær stjörnur sem þýðir að hún sé miðlungs góð. Söguþráðurinn er eitt- hvað á þessa leið. Chesser er ungur bandarískur gimsteinakaupmaður sem fer að staðaldri til Lund- úna til að versla. í einni af ferðum sínum lendir hann í heldur óvenjulegu ævin- týri sem tengist kænlegu demantaráni. Leikstjóri myndarinnar er Aram Avakian og eru aðalleikararnir ekki af verri endanum. Þeir eru John Gielgud, Charles Grodin, James Mason, Trevor Howard og Cand- ice Bergen. ÚTVARP LAUGARDAGUR 13. aprll 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá Morgunorð: — Benedikt Benediktsson talar. 8.15 Veöurfregnir. 8J0 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalðg sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir.) Óskalög sjúklinga. frh. 11M Eitthvað fyrir alla. Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónteikar. Til- kynningar. 1230 Fréttir. 12.45 Veðúr- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Listapopp. — Gunnar Salvarson. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islenskt mál. Jón Hilmar Jónsson flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njöröur P. Njarövlk. 17.10 A óperusviöinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónteikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19J5 A hvaö trúir hamingju- samasta þjóð I heimi? Umsjón: Valdls Oskarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. 20.00 Utvarpssaga barnanna: 13.45 Enska knattspyrnan. Liverpool — Manchester United. Bein útsending frá undan- úrstitum ensku bikarkeppn- innar. 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19J5 Þytur I laufi. Lokaþáttur. Breskur brúðumyndaflokkur ( sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Við feðginin. „Grant skipstjóri og bðrn hans“ ettir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les þýöingu Inga Sigurðssonar (18). 20.20 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.50 Parisarkommúnan. Fyrsti þáttur. Umsjón: Þorteifur Friöriks- son. Lesarar: Steinunn Egils- dóttir og Grétar Halldórsson. 21.30 Kvöldtónleikar. LAUGARDAGUR 13. aprll Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I þrettán þáttum. Þýöandi Þrándur Thor- oddsen. 214)5 Kollgátan Sjötti þáttur spurninga- keppninnar. — undanúrslit: Stefán Benediktsson og Vilborg Siguröardóttir. Umsjónarmaöur lllugi Jök- ulsson. Stjórn upptöku: Viöar Vlk- ingsson. 2135 Söngvaseiður Breskur skemmtiþáttur með sðngsveitinni The Flying Pickets. Þeir félagar tlytja einkum dægurlög frá árun- Þættir úr sígildum tónverk- um. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2? 35 Uglan hennar Mlnervu Lifsskoðun Sigurðar Nordal. Lesarar: Hjalti Rögnvaldsson og Erlingur Glslason. Um- sjón: Arthúr Bjðrgvin Bofla- son. 23.15 Óperettutónlist. um milli 1960 og 1970 og llkja eftlr hvers konar hljóð- færum með rðddum slnum. ■n 9«i Húsið viö Harrowstræti (Eleven Harrowhouse). Bresk blömynd frá 1974. Leikstjóri: Aram Avakian. Aðalhlutverk: Charles Gro- din, James Mason, Trevor- Howard. John Gielgud og Candice Bergen. Myndin er um bandarlskan gimsteinakaupmann sem oft verslar I Lundúnum. I einni ferðinni lendir hann I óvenju- legu ævintýri sem tengist kænlegu demantaráni. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 00.00 Dagskrárlok. 24.00 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 13. aprll 14.00—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 24.00—00.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 00.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þorsteinsdóttir. (Ftásirnar samtengdar að lokinni dagskrárásar 1.) SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.