Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 64
D1T NORT AUS SHAAR LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sjómannadeilan á Vestfjörðum: Verkfall boðað á Bíldudal og Þingeyri SÁTTAFTJNDUR hefur verid boðaö- ur í mánudag í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna á ísafirði. í fram- haldi af þvi verður síðan tekin ákvörðun um hvort boðað verði til fundar með Alþýðusambandi Vest- fjarða. Tvö verkalýðsfélög til viðbótar hafa nú boðaða verkfall hjá sjó- mannadeildum sínum. Verkalýðs- félagið Brynja á Þingeyri hefur boðað verkfall frá og með 17. þessa mánaðar og Vörn á Bíldudal frá og með 20. apríl. Engir sátta- fundir hafa verið boðaðir hjá deiluaðiljum á þessum stöðum, en ákvörðun um fundi verður líklega ekki tekin fyrr en eftir helgi. Rauða fjöðrin fest í barm Sala „rauðu fjaðrarinnar“ er nú í fullum gangi og ef marka má fjölda þeirra sem skarta fjöður í barmi þessa dagana hefur salan gengið vel. Á myndinni sjáum við einn Lions-félaganna, Pétur Ólafsson, festa fjöður í barm Ásdísar Sigurðardóttur. Þorskstofninn 100.000 lestum stærri en áætlað var: Gefur lítið tilefni til breytinga á kvóta — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra FISKIFRÆÐINGAR hafa nú kom izt að þeirri niðurstöðu að bæði heildarstofn þorskins og hrygningar- stofn séu um 100.000 lestum stærri en áður var talið. Stafi það fyrst og fremst af bættum vaxtarskilyrðum í sjónum, auknum vaxtarhraða og hraðari kynþroska. Þrátt fyrir það leggja þeir ekki til aukningu á þorskkvóta þessa árs. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, seg- ir í samtali við Morgunblaðið, að þessar upplýsingar gefi lítið tilefni til breytinga á kvótanum, en staöfesti að rétt hafi verið að fískveiðistefn- unni staðið. „Það, sem var mikillvægast í þessum upplýsingum,“ sagði Hall- dór, „var það að þorskstofninn er heldur stærri en gert var ráð fyrir í upphafi þessa árs og munar það um 100.000 lestum og er því nú um 1.070.000 lestir. Þá var gert ráð fyrir því, að hrygningarstofninn væri 260.000 lestir, en er áætlaður nú um 350.000 lestir. Ástæðurnar fyrir stærri hrygningarstofni eru fyrst og fremst þær, að nú er meira af 5 og 6 ára þorski og meira af kynþroska fiski en áður. Áður hafði verið gert ráð fyrir því, að 15% af 5 ára fiski væru orðin kynþroska en nú 25%. Þetta er fyrst og fremst að þakka betri vaxtarskilyrðum í sjónum. Allar þessar upplýsingar sýna okkur það, að mikilvægast er, að þeir árgangar, sem nú eru að vaxa upp, 1983, 1984 og vonandi 1985, gætu orðið allsterkir og skipt sköpum í því, hvort við náum þorskstofnin- um upp í æskilega stærð, um 1,5 milljónir lesta. Við munum fara betur ofan í þessar upplýsingar um helgina. Okkur ber að ákveða það fyrir 15. apríl hvort um aukningu verður að ræða. Ég tel þessar upplýsingar staðfesta að ákvarðanir hafi verið réttar en gefi ’..tið tilefni til breyt- inga á kvótanum. Þá er það alvar- legt hve mikill samdráttur hefur orðið á veiðum á öðrum botnlæg- um tegundum á þessu ári. Við út- hlutuðum 250.000 lestum af þorski á þessu ári og gerum ráð fyrir því, að um 15.000 lestum verði skipt úr öðrum tegundum yfir í þorsk og einnig gerum við ráð fyrir því að til viðbótar komi 15.000 lestir vegna sóknarmarks. Því má ætla að heildaraflinn verði 280.000 lest- ir miðað við gefnar heimildir. Sá afli mun hvorki ganga á hrygn- ingarstofninn né heildarstofninn svo nokkru nemi. Á hinn bóginn má benda á það, að afli vertíðar- báta hefur verið meiri nú en í fyrra og það þýðir að nú eru færri fiskar í 280.000 lestum en í fyrra, þar sem bátarnir eru venjulega með stærri fisk en togararnir," sagði Halldór Ásgrímsson. Hélt hann ætlaði að ganga frá mér — segir Bárður Ólsen sem varð fyrir árás tveggja vopnaðra pilta „ÉG ER viss um, að hann hefði veitt mér meiri áverka með hnífnum, hefði ég ekki náð að taka hann af honum. Mér virtist hann hreinlega ætla að ganga frá mér. Hann var drukkinn ásamt félaga sínum og þeir til alls vísir. Það er hastariegt til þess að vita, að maður skuli ekki vera óhultur á leið sinm heim frá vinnu, jafnvel þó að það sé að nóttu til.“ sagði Bárður Ólsen. j dyravörður, í samtali við Morgunblaðið. en í fyrrinótt varð hani< fyrir tólskulegr árás tveggja pilta, sem voru vopnaðir hnffi Bárðui' sagð' tildrög árásarinr. ' ar hau’, veriii þeu, að hann hefði ásamt.-tveimm1 stúlkum verið að ! koma tri\ vinm. sinnt á veitinga- ' staðnun: Pubbinn við HverfÍ9götu í ,f leiö ini' : bfí sinn við staðinn. Piltana hefði þá borio aö og annar hefði ætlaö aö troðt: sér inn í bll- inn. Hann hefði þá fariö úí ýtt honuir frá, en hanr. þá ráðisÉ á sig. Þá hefði hinn tekiö upp hníf og önirur stúlkan. varaö sig við. „Ég snéri mér þá að þeim með hnífinn og reyndi hann að stinga mig og náði að skera mig fyrir neðan hálsinn og á bringunni. Mér tókst að ná um hendina á honum. en rann til þannig að ég skar mig talsvert í lófann. Loks náði ég hnífnum a* honum komsv inn bílinti og keyrði beinf upp ;i slysavarðstofu,' sagði Bárðuv ól- seii. - * Máí þetta var kært ti! rann- sóknariögregiunnar en til piit- anna hafði ekkt náðst í gærkvöldi. Bárður Ólseil Morgunbl»ðiö/Júllu; Bjórfrumvarpið komið úr nefnd: Fimm með tveir á móti Málið væntanlega á dagskrá í næstu viku Allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis afgreiddi bjórfrumvarpið frá sér á fundi í gærmorgun. Fram komu tvö álit, — meirihlutaálit sem fímm nefndarmanna stóðu að, og voru þeir meðmæltir frumvarp- inu, en dr. Gunnar G. Schram, for- maður nefndarinnar, undirritaði þó álit meirihlutans með fyrirvara. Tveir nefndarmanna stóðu að minnihlutaálitinu. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir að heimiluð sé bruggun og sala áfengs öls, allt að 5% að styrkleika. Formaður nefndarinnar, dr. Gunnar G. Schram, flutti tillögu í nefndinni, sem ekki hlaut stuðning, en hún var þess eínis að nefndin vísaði frumvarpinu til hinnar stjórnskipuðu nefndar um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum og óskaði eftir álitsgerð hennar um efni frum- varpsins. Lagði Gunnar til að slík álitsgerð kæmi fyrir þingið í haust, en hún hlaut, eins og áður segir ekki stuðning nefndar- manna. Þeir sem standa að áliti meiri- hlutans eru Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sem er fram- sögumaður meirihlutans, Gunn- ar G. Schram, Sjálfstæðisflokki (með fyrirvara vegna málsmeð- ferðar), Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi og Guðmundur Einarsson, Banda- lagi jafnaðarmanna. Minnihlut- ann skipa þeir ólafur Þ. Þórð- arson, Framsóknarflokki, sem hefur framsögu fyrir minnihlut- ann og Friðjón Þórðarson, Sjálfstæðisflokki. Nefndaráliti verður skilað inn strax eftir helgi, og má því búast við að málið verði tekið á dagskrá um miðja næstu viku. Taka Samvinnu- ferðir við Hótel Húsavík? Að undanförnu hafa staðið yfír viðræður milli Ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða/Landsýnar og stjórnar Hótels Húsavíkur um leigu ferðaskrifstofunnar á hótel- inu í V/2 ár. Samvinnuferðir/Landsýn hafa sett, fram tilboð um leigu a hót- elinu frá 1. júni næstkomandi, en til þessa hefur enn ekki verið tekin afstaða. Verðui þao vænt- anlega gert s næstu víku. Húsavíkurkaupstaður ti um 70% hlutafjár i hótelinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.