Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 35 LjÓ8m./ÓB Skagaströnd: Fyrsti báturinn kominn upp í brautina. u.þ.b. 1 milljón króna. Höfða- hreppur greiðir 60% af kostnaði við byggingu dráttarbrautarinn- ar en ríkissjóður 40%. Höfðahreppur hefur ákveðið að gera samning við Skipasmíða- stöð Guðmundar Lárussonar hf. um leigu á dráttarbrautinni og mun hún reka þar alhliða þjón- ustu við báta með aðstoð Véla- verkstæðis Karls Berndsens og rafvirkja á staðnum. Við athöfnina er dráttarbraut- bauð viðstadda velkomna. Lýsti hann í nokkrum orðum mann- virkinu og þakkaði þeim aðilum sem að smíðinni hafa staðið. Lagði hann áherslu á þýðingu dráttarbrautarinnar fyrir at- vinnulífið á Skagaströnd og þakkaði þingmönnum góðan stuðning í máli þessu. Því næst töluðu Sigfús Jóns- son sveitarstjóri, sem rakti byggingarsögu brautarinnar, og alþingismennirnir Pálmi Jóns- son og Páll Pétursson. Að því búnu tók oddvitinn brautina formlega í notkun með því aö Þrjú ný mannvirki á Skagaströnd SkagaNtrönd, 7. aprfl. Á FÖSTUDAGINN langa var vígður í Spákonufelli 60 m: skíðaskáli í eigu Umf. Fram á Skagaströnd. Skálínn, sem var fokheldur í september, hefur verið innréttaður í vetur að mestu leyti í sjálfboðavinnu af félögum í Fram. Ungmennafélagið bauð öllum bæjarbúum og öðrum velunnurum skálans til kaffidrykkju í hinu nýja húsi. Fjölmenni var í skálanum og drukku um 200 manns kaffi. I vígsluræðu sinni þakkaði Lárus Guðmundsson formaður Fram öllum þeim fjölmörgu sem gerðu þessa byggingu að veruleika. Lét hann þess getið að því miður væri ekki hægt að nefna neina gefendur til skálabygg- ingarinnar vegna þess að það yrði svo langur listi. Laugardaginn 6. apríl var síð- an ný dráttarbraut vigð á Skaga- strönd. Framkvæmdir við brautina hófust í október 1982 er dýpkun- arskipið Grettir dýpkaði innri hluta hafnarinnar framan við dráttarbrautina. Sjálf smíðin hófst svo í maí 1983 er Sölvi Friðriksson verkstjóri hjá Hafn- armálastofnun kom til starfa en Gústaf Jónsson tæknifræðingur hafði eftirlit með verkinu af hálfu stofnunarinnar. Dráttarbrautin sem er boga- braut er um 110 m löng frá spilhúsi að brautarenda. í dag er hægt að taka upp báta allt að 100 brl. en með lengingu braut- arinnar um 10—12 m verður hægt að taka upp báta allt að 180 brl. Kostnaður við byggingu brautarinnar er nú um 16,5 milljónir króna, reiknað á verð- lagi hvers árs, en framkvæmd- um er ekki að fullu lokið þar sem eftir er að ganga frá hliðargörð- um svo hægt sé að taka upp fleiri en einn bát í einu. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem eftir eru er Adolf J. Berndsen oddviti tekur dráttarbrautina formlega í notkun. in var vígð hélt Adolf J. Bernd- sen oddviti Höfðahrepps ræðu og setja af stað spilið sem dró upp fyrsta bátinn sem tekinn er upp í brautina. Að lokinni athöfninni við dráttarbrautina var öllum Skagstrendingum boðið til kaffi- samsætis í Fellsborg og var þar fjölmenni. Dráttarbrautin er þó ekki eina nýja mannvirkið á hafnarsvæð- inu því nýverið var tekin í notk- un ný mjög fullkomin hafnarvog. Vogin, sem tekur allt að 50 tonna þunga, leysir af hólmi aðra gamla sem ekki tekur nema 15 tonn. Nýja vogin sem er af Avery-gerð var sett upp í janúar af sérfræðingi frá Bretlandi sem framleiðendur vogarinnar þar sendu gagngert til Skagastrand- ar í því skyni. Nýja vogin hefur það m.a. fram yfir þá gömlu að hún er tengd tölvuprentara sem gefur mjög nákvæmar upplýs- ingar og geymir þær. Vogin kost- aði upp sett u.þ.b. 1,3 milljónir króna. ÓB Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins gegn bflafríðind- um bankastjóra ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalags- ins gerði eftirfarandi samþykkt 10. aprfl sl.: Þingflokkur Alþýðubandalags- ins lýsir fullri andstöðu við bíla- fríðindi bankastjóra og ráðherra. Þingflokkurinn minnir á að Al- þýðubandalagið hefur beitt sér fyrir því að þessi bílafríðindi verði fclld niður til handa ráðherrum og ráðherrar flokksins í síðustu ríkisr stjórnum notfærðu sér ekki þessi hlunnindi og slíkar greiðslur til þeirra því ekki tilefni til neinna fríðinda bankastjóra. Þingflokkur Alþýðubandalagsins leggur áherslu á eftirfarandi aðgerðir vegna bílafríðinda bankastjóra: — Kaup og öll launakjör bankastjóra verði ákveðin af Kjaradómi og afgreiðsla þeirra mála tekin frá bankaráðum. — Bílagreiðslur til bankastjóra verði með öllu stöðvaðar frá 1. janúar 1985 enda verður ekki séð að störfum bankastjóra fylgi nokkur sérstök þörf á bifreiða- akstri. Ennfremur segir í fréttatiy kynningu frá þingflokki Alþýðu- bandalagsins að þingflokkurinn muni hafa lagt fram frumvarp í gær 11. apríl á Alþingi með þess- um efnisatriðum. Eden, Hveragerði: Málverkasýning JÓNAS Guðmundsson listmálari heldur sýningu um þessar mundir í Eden Hveragerði. Sýningin var opnuð fyrir páskana og er þetta síðasta sýningarhelgi. FjöÓur ínatt þjóðarinnar Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem bjargar mannslífum. Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki. 12.-14. APRÍL1985 LANDSSÖFNUN UONS FERÐAMÁLASAMTÖK VESTURLANDS Skemmtikvöld og Vesturlandskynning í Hótel Borgarnesi laugardaginn 13. apríl Fjölbreytt skemmtidagskrá. Bingó. Glæsi- legir vinningar. Frábær kvöldverður. Hljómsveitin Seölar sér um fjöriö. Miða- og boröapantanir í hótelinu. Hótel Borgarnes — Sæmundur Sig- mundsson sérleyfishafi — Veitingaskálinn Ferstikla — Húsafell — Vestfjaröaleiö — Sérleyfisbílar Helga Péturssonar — Akra- borg — Veitingastofan Þyrill. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.