Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAEKÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985 Sýning Einars Þorlákssonar Fassianos Það er óvenjulegt að hingað á norðurslóðir reki sýningar grískra myndlistarmanna, er lifa og starfa í París, og eigin- lega vita íslendingar næsta lítið um gríska nútímalist yfirhöfuð. Grikkir eiga þó myndlistarmenn er standa framarlega í röðum umbrotasamra nýlistamanna og vekja athygli á hinum stóru al- þjóðlegu sýningum á meginland- inu svo og annars staðar í heim- inum. Sá er hér ritar þekkir all- nokkuð til grískrar nútímalistar af heimsóknum á slíkar stórsýn- ingar og veit að einn þeirra er hér hafa komist á blað er Alecos Fassianos (f. 1935), er Listasafn ASÍ kynnir um þessar mundir. Fassianos hefur þá sérstöðu umfram marga landa sína, að hann sækir myndefni sitt í goða- sögur og hina auðugu myndrænu erfðavenju Forn-Grikkja og staðsetur í nútímalegt umhverfi. Hann er fulltrúi íhugullar kímni og skáldlegs hugarflugs. Myndir listamannsins bera þess vott að hann kemur víða við um listræna athafnasemi enda er hann allt í senn málari, teikn- ari, grafíklistamaður, leik- myndateiknari, rithöfundur og skáld. Á sýningunni í Listasafni ASÍ kynnumst við grafík — lista- manninum og teiknaranum — og þó hafði ég það á tilfinningunni við skoðun myndanna, að leik- myndateiknarinn og skáldið væru þarna einnig til staðar. Listamaðurinn virðist stöðugt vera að segja okkur einhverja sögu úr nútíð og fortíð og vinnu- brögð hans, létt og áreynslulaus, hafa yfir sér leikrænt yfirbragð. Er líkast sem skoðandinn sé staddur í grísku leikhúsi eða myndskreyttu hofi, er hann reik- ar á milli myndanna. Listamaðurinn vinnur myndir sínar mjög hreint og af óaðfinn- anlegri tækni og á stundum virka þær næsta of sléttar og felldar. En stundum gengur dæmið upp og úr verður mynd- heild mettuð yndisþokka svo sem myndirnar „Fiskimenn á hjóli" (6), „Ávextir" (18), „Diana á hjóli“ (27), „Seifur og Þetis" (28) og „Heimsmaður á hjóli" (33). Allar eru þessar myndir í háum gæðaflokki sem grafíklist, ein- faldar og tjáningarríkar. En það voru þó nokkrar litlar teikningar utan skrár er einkum vöktu athygli mína (nr. 49—54), vel gerðar og sterkar og gæddar grísku andrúmi og lifun. í þeim fannst mér sýning Alecos Fas- sianos rísa hæst. IVyndlist Bragi Ásgeirsson Málarinn Einar Þorláksson hefur nokkra sérstöðu í íslenzkri myndlist, bæði fyrir myndverk sín og óbifanlega trú sína á mál- verkið og yfirburðahlutverk þess á sviði sjónlista. Hann hefur um langt árabil ræktað garð sinn í kyrrþey, — margvíslega flóru lita, forma og lína er hann virkj- ar fyrir athafna- og sköpunar- þörf sína. Og hér er hann ekki einhamur um vinnubrögð, jafn- framt því sem hann málar eins og honum kemur einum við og hann álítur réttast. Þetta er svo sannarlega ekki auðveldasta né beinasta leiðin til að ná til fjöldans nema að síður sé en þó langsamlega farsælasta leiðin til rannsókna á eðli og lögmálum myndflatarins. Og fyrir suma málara er ekki til nein önnur leið, og enginn annar valkostur ætli þeir að standa við starfsheiti sitt. Og það er stórt orð að standa við að vera málari. Einar er einn af stofnendum Listmálarafélagsins, sem hefur Listakonan Sigrún Guðjóns- dóttir, eða Rúna, eins og hún nefnir sig, kynnir þessa dagana nokkrar nýjar myndir í Gallerí Langbrók. Myndirnar eru unnar með sérstöku kínversku bleki á japanskan pappír. Rúna er mjög vel þekkt lista- kona hérlendis og þá aðallega fyrir myndskreytingar sínar á leirmuni og lágmyndir. Hér hef- ur hún víða komið við allt frá þvi að hún varð fyrst þekkt fyrir listfengt handbragð við gerð Laugarnesleirsins svonefnda á árunum eftir stríð. Það er léttur og lifandi yndis- þokki, sem er aðal mynda Rúnu Einar Þorláksson þann tilgang að lyfta undir mál- verkið. Hugmyndin varð til mörgum árum áður en það var formlega stofnað, á árum þrúg- andi vanmats á málverkinu ... í Galleríi Islenzk list, á Vest- urgötu 17, stendur nú yfir sýning á 24 málverkum eftir þennan staðfasta áhangenda málverks- ins. Er það angi stærri sýningar, og styrkleiki hennar felst í því að hún getur í sífellu markað sér nýjar leiðir innan annars mjög takmarkaðs myndsviðs. Blæ- brigðaflóran er hér hreint ótrú- leg og kemur manni einatt á óvart. Myndir þær er hún sýnir í Galleríi Langbrók eru hér engin undantekning og bera hand- bragði listakonunnar fagurt vitni. Hið grófa efni japanska pappírsins hefur um margt svip- aða áferð og yfirborð lágmynda og leirmuna í þrívídd, sem hún hefur áður fengist við að skreyta. Rúna er þannig um margt á heimavelli en þó er það er listamaðurinn hugðist opna á Kjarvalsstöðum sl. haust, en ekki varð af vegna ófyrirsjáan- legra orsaka. En sú sýning verð- ur vonandi að veruleika fyrr en síðar. Það er mjög heillegur svipur yfir sýningu Einars og hún kynnir hann vel sem málara. Fram kemur hve breitt litasvið listamaðurinn hefur og hve mjög hann sækir á stemmningarík mið í listsköpun sinni. Samsemd hans með því sem hann er að gera hverju sinni er það sem máli skiptir. Til áréttingar máli mínu vil ég vísa til mynda eins og „Veizla" (I), sem bjartir og glaðlegir litir einkenna, „Ægishjálmur“ (10), sem er vafalaust öflugasta myndin á sýningunni, sterk og ákveðin í formum, og svo hina hugnæmu mynd „Húm“ (19), sem er fjölbrögðótt í formi og lit, dökk og dularfull og gædd fjar- rænu seiðmagni. Allar litlu myndirnar við innganginn eru og mjög frísklega málaðar. Hver og einn verður að skoða þessa sýningu eins og hún leggur sig, hreint og beint, og til þess er leikurinn gerður. naumast hennar sterkasta hlið að vinna á þennan hátt. Efnis- kenndin er vafalítið sterkasta hlið Rúnu og nýtur sín vel í myndum eins og „Gullregn yfir brúna" (2), „Vatnagyðjan Dit- urna“ (3) og „Daphne“ (6). Hér er um mjög fagurt handverk að ræða. Litla einfalda myndin „í gullnum sandi“ (7) hittir í mark og er ein heilsteyptasta myndin á sýningunni. Átakamest þykir mér þó myndin „Goðsögn" (17) en fuglarnir gera hana þó einum of skreytikennda að mínu mati. Þetta er lítil en mjög menn- ingarleg sýning og Rúnu til sóma. 'KÚNt'r í &HJLER) LPtmffiÓK Sú gamla kemur f heimsókn Silfræðingurinn og sá sjúki í The Sender. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: The Sender **'/t Leikstjóri: Roger Christian. Framleiðandi: Edward S. Feldman. Handrit: Thomas Baum. Tónlist: Trevor Jones. Aðalhlutverk: Kathryn Harrold, Zeljko Ivanek, Shirley Knight, Paul Freeman, Sean Hewett. Bresk/bandarísk, gerð 1982. Dreinng: ParamounL 91 mín. Það vill til að vorið er komið og sólin hátt á lofti, því drauga- sögurnar hellast yfir mann þessa dagana. The Sender er sem sagt ein til viðbótar, og talsvert illkvittnisleg á köflum! Ungum manni, Zeljko Ivanek, er bjargað frá drukknun eftir misheppnaða sjálfsmorðstilraun og tekinn til meðferðar á geð- sjúkrahúsi. Sá sem mest annast hann er sálfræðingurinn Kathr- yn Harrold. Nú, það líður nátt- úrlega ekki á löngu uns ofsjónir og voveiflegir atburðir fara að hrjá Harrold og er engu líkara en hún sé að upplifa martraðir sjúklingsins, því þeir gerast ein- göngu er hann sefur. Ivanek er í meira lagi kolslútt- aöur, hefur misst minnið að mestu leyti en virðist þó óttast móður sína, sem enginn veit hver er. En þar að kemur að sú gamla fer að koma f heim- sókn... Ég þekkti hvorki haus né sporð á þessari prýðilegu draugahrollvekju. Taldi hana eina af þessum fjölmörgu bíl- skúraframleiðslumyndum sem eingöngu er ætlað til uppfyll- ingar í kvikmyndahúsum og enda svo sitt dauðastríð ryk- fallnar í hornum myndbanda- leiganna í henni veröld. En öðru nær. The Sender hefur eitt sinn verið borubrött Paramount- framleiðsla og þeir hafa meira að segja látið svo mikið með hana að gæða hana Dolby hljómi. En einhverra ástæðna vegna hafa vinsældirnar ekki orðið umtalsverðar og því sting- ur hún upp kollinum hér í C-sal Regnbogans (leigður af Háskóla- bíói). En það þarf engum að leiðast, ef hann á annað borð rekst þang- að á næstunni því hryllingurinn í The Sender kemur manni fram á sætisbrúnina í svæsnustu köfl- unum. Efnið er að sjálfsögðu með afskaplegum ólíkindum, sem vonlegt er í draugamögnuð- um sjúkrahússþriller, en hryll- ingssenurnar, sem koma með taktföstu millibili eru flestar gerðar af eftirtektarverðri og áhrifaríkri fagmennsku (enginn var að tala um snilld). Shirley Knight, sem er þekkt- ust þeirra leikara sem hér koma fram, tekst ári vel upp í ógnþrungnu hlutverki þeirrar gömlu. Áðalleikararnir báðir sleppa fyrir horn. Sá sem leikur brjálæðinginn, sem telur sig Drottin, getur tæpast verið al- heilbrigður í kollinum. Fagvinn- an er allgóð, einkum margar tæknibrellnanna. Leikstjórinn hefur gert betri mynd en fólk hefur almennt fattað, en endir- inn er þó ómerkilegur stuldur úr Carrie. Sem sagt, lítilþæg mynd, óvænt og allgóð skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af að láta hræða sig svolítið...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.