Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 13 Sýning Jóns Gunnarssonar IWyndlist Bragi Ásgeirsson Það er ekki oft, sem myndlist- armenn leggja út í það ævintýri að halda sérsýningar í Háholti, hinum mikla sýningarsal í hús- næði Þorvalds Guðmundssonar veitingamanns, í Dalshrauni 9b í Hafnarfirði. Salurinn er stór og voldugur og býður upp á mikla möguleika og þá einkum fyrir hin svipmeiri verk. Með betri hönnun skilrúma væri og einnig hægt að hólfa af hluta salarins fyrir myndir af fínlegri gerðinni. Myndlistarmaðurinn Jón Gunnarsson í Hafnarfirði sýnir mikið hugrekki með því að ráð- ast í það fyrirtæki að halda einkasýningu á þessum stað. Hann mun að vísu hafa átt nóg af myndum til að sýna og á sýn- ingunni eru 82 myndverk unnin í olíu og vatnsliti. Persónulega hefði ég óskað þess, að hugrekkið hefði komið fram í meiri átökum við form og liti því að það verður ekki vart neinna breytinga í list gerand- ans né viðfangsefnum. A þetta einkum við í málverkunum, sem eru mjög svo keimlík frá einni sýningu til annarrar svo að út- koman verður líkust ósjálfráðum kæk. Viðfangsefnin virðast lista- manninum mjög svo hjartfólgin, sem er í prýðilegu lagi en í þess- ari meðhöndlun verða þau því miður að rislágri átthagalist í flestum tilvikum. Nokkrar vatnslitamyndir á sýningunni lyfta henni þó í æðra veldi um myndræn átök og vil ég hér helst nefna myndirnar „Bræður“ (7), „Skammdegi" (15) og „Úr Grafningi" (35). Er mér það óskiljanlegt, að hér skuli sami maður að verki, sem þó er vissulega raunin því að með Jóni Gunnarssyni búa ágætir hæfi- leikar. En þeim virðist undar- lega ósýnt um að komast upp á yfirborðið. Færi vel, að gerandinn leitað- ist við að rækta hér betur sinn garð. Philip W. Franksson Myndlist Bragi Ásgeirsson í Ásmundarsal við Freyjugötu heldur nú ungur maður Filip W. Franksson að nafni sína fyrstu sýningu hérlendis en áður hefur hann haldið tvær sérsýningar í Danmörku. Á sýningunni i Ásmundarsal eru 22 myndir, sem allar eru unnar í olíu og akríl og virðast nýjar af nálinni, en ártöl vantar í skrá. Nám gerandans hefur verið mjög stopult og byggst á kvöld- námskeiðum í Myndlistarskól- anum ásamt einum vetri í Kaup- mannahöfn. Þess sér og fljótlega merki, er sýningin er skoðuð, að Filip hefur ekki nægilega þjálf- un að baki til að ráða við þann myndstíl eða réttara, samansafn myndstíla á flatarmálslega svið- inu, sem hann er uppnuminn af. Hér skortir allt í senn innsæi á form, liti og línu, formræna tilfinningu, aga og sjálfrýni. Formin virka nefnilega einum of laus í sér og máttlítil og það virðist hreint ekkert koma frá gerandanum sjálfum annað en óupplifað handverk. Hér er enn eitt dæmið á ferð um fullkominn misskilning á eð- li flatarmálslistar, sem er máski sú list er krefst mestrar grund- vallarmenntunar og áralanga þjálfun. Miskunnarlausa þjálfun og vísindalega nákvæmni — einnig í hinum frjálslegri bún- ingi. Á sýningunni er einmitt gott dæmi um þetta i myndinni „Pierrot" (5) en fram koma í henni átök við efnivið og form, sem ekki er að finna í flestum hinna myndanna, — og þó geng- ur dæmið ekki upp og aðallega fyrir auða hvíta léreftið á trön- unum, sem svo mjög stingur í stúf við allt annað í myndinni. Af þessari sýningu verður næsta lítið ráðið um hæfileika Filip W. Frankssonar. Kreisler strengjasveitin Tónllst Egill Friöleifsson Bústaðakirkja lO.apríl Flytjendur Kreisler strengjasveitin Stjórnandi: Michel Thomas Einleikari: lan Belton Efnisskrá: B. Britten, Tilbrigði um stef eftir F. Bridge, J.S. Bach, Fidlukonsert í a-moll, A. Dvorák, Serenaða fyrir strengi. Strengjasveitin, Kreisler String Orchestra, frá Englandi efndi til tónleika í Bústaðakirkju sl. miðvikudagskvöld. Hljóm- sveitina skipa 23 ungir hljóð- færaleikarar, sem allir stunduðu nám í Royal Northern College of Music í Manchester. Hljómsveit- in var stofnuð árið 1978 og hét þá Manchester String Orchestra, en á síðasta ári var skipt um nafn og kennir sveitin sig nú við fiðlusnillinginn Fr. Kreisler. Þessi nafnbreyting gefur til kynna vissan metnað og einnig að hljómsveitin stefnir hátt. Það bendir og ýmislegt til að þetta unga velmenntaða fólk nái markmiði sínu beri það gæfu til að halda hópinn og æfa reglu- lega. Hljómur hljómsveitarinnar er bæði safaríkur og sveigjanleg- ur og skilaði viðfangsefnum sín- um með umtalsverðri listrænni reisn. Og þó taktsláttur stjórn- andans, Michel Thomas, sé langt frá því að vera hefðbundinn, hef- ur hann góð tök á fólki sínu og veit greinilega hvað hann vill. Kreisler strengjasveitin hóf tónleikana með því aðapila til- brigði eftir B. Britten um stef eftir F. Bridge. Britten lét vel að skrifa fyrir strengi, og bera til- brigðin þess glöggt vitni. Þar skiptist á gaman og alvara, hæg- ir þættir og hraðir. Verkið er launkímið á köflum og bráð- skemmtilegt og var hér leikið af fjöri og snerpu. Næst heyrðum við fiðlukon- sertinn í a-moll eftir J.S. Bach. Einleikari var Ian Belton, sem er góður fiðluleikari. Hann lék ákveðið og hnökralaust. Tæpast var túlkun hans gædd nægum léttleika í hröðu þáttunum I þessum margspilaða konsert, en undurfagur annar þátturinn hljómaði mjög vel í höndum hans. Eftir hlé lék hljómsveitin Ser- enöðu fyrir strengi eftir Antonin Dvorák. Þetta er innblásið stór- fallegt tónverk, og að mínu mati með því besta, sem höfundurinn lét frá sér fara. Og þrátt fyrir hárómantískt yfirbragð verksins örlaði hvergi á væmni í þokka- fullum leik hljómsveitarinnar. Víða brá fyrir glæsilegum sprettum, eins og t.d. í eldfjörug- um Scherso þættinum. Sem aukanúmer lék hljómsveitin hið viðkvæma Adagio fyrir strengi eftir S. Barber af fágætum næmleik. Ég hafði mikla ánægju af vönduðum leik Kreisler strengjasveitarinnar. Þessi stund í Bústaðakirkju lýsti upp gráma hversdagsins. Fyrirliggjandi í birgðastöð GalvaniseraÖ plötuiárn ST 02 Z DIN 17162 Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA. rÆ .STÁLHF Ðorgartúni 31 sími 27222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.