Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 17 mál einstaklingsins, þó með þeirri þversögn, að hið illa í heiminum verður á stundum enn meira en þversumman af illsku einstakl- inganna. Í dauða og upprisu Jesú fór að dómi Nýja testamentisins fram úrslitabarátta, þar sem góður Guð bar sigurorð af hvers konar illum öflum, mannkyni til eilífs hjálp- ræðis. Sú barátta snerist um þann vanda, er sprettur af eðli manns- ins, eins og hann kemur fyrir af skepnunni. Sá vandi er vitanlega sístæður og óháður hverjum þeim tíma er stendur yfir þá og þá. En hann fékk á sig sína ákveðnu mynd á árunum þegar Pilatus var landstjóri í Júdeu og Kaífas æðsti prestur í Jerúsalem. Synd manns- ins hafði spillt veraldarvaldinu rétt eina ferðina, hún hafði meng- að trúarbrögðin eins og stundum fyrr og síðar og læst klónum í ættjarðarástina og gert úr henni þjóðernisrembing. í frásögninni af dauða og upprisu Jesú leggja höf- undar guðspjallanna áherslu á, að málstaður Guðs hafi gengið með sigur af hólmi í viðureigninni við spillt kerfi. Jesús vopnabróðir í samtali sínu við Megas gerir blaðamaðurinn því skóna, að Jesús sé „vopnabróðir” mannanna. Vissulega fjallar kristnin um rétt- læti. „Komi ríki þitt“, biðjum við í Faðirvorinu. Og þó er erfiðleikinn í þessu sambandi sá, að Jesús setti ekki fram neina stefnuskrá til þess að umbreyta þjóðfélaginu eða koma á einhverri sérstakri þjóð- félagsskipan, ef marka má guð- spjöllin. Hann fjallaði þannig hvorki um til að mynda þrælahald eða jafnrétti kynjanna. Mikilvæga þætti í mannlegu félagi á borð við réttarfar og stjórnmál, viðskipti og fræðslumál lét hann liggja milli hluta. Kirkju sína virðist hann ekki heldur hafa stofnað sem „hið fullkomna þjóðfélag" og henni til handa krafðist hann einskis í veraldlegum efnum. Er ekki fjallræðan fyrst og fremst ætluð einstaklingum eða í hæsta lagi fámennum hópi? Má ég gera hér þá játningu, að mér er mjög til efs, að Halldór Laxness eigi á landi hér öllu ein- lægari aðdáendur en þann, sem hér heldur á penna. Fengi ég fimm sekúndur til þess að velja mér um- ræðuefni eða prófefni til þess að fjalla um á staðnum, mundi ég lík- lega annað hvort velja mér selló- svíturnar eftir J.S. Bach ellegar höfundarverk Halldórs Laxness. Ég held að engu sé logið þótt sagt sé, að ég kunni skáldsögur hans næstum utanbókar, orðagrannt. En ég hefi þar á móti oft þakkað Guði hátt og í hljóði, að blessaður grillufangarinn í Gljúfrasteini skyldi ekki verða prestur. Það var lúterskri kirkju stórmikið happ. Afstaða Laxness til kirkjuföðurins Lúters hefur einlægt farið alveg óímunnberanlega mikið í taugarn- ar á mér. Stórséníið Lúter, sem uppgötvaði fagnaðarerindið að nýju, verður auðvitað mjög í heiðri hafður löngu eftir að allir eru hættir að hlæja að Laxness. Eftir hinn síðarnefnda hefur varð- veist að minnsta kosti ein prédik- un (í Sjálfstæðu fólki: „Áðan var klukkan eitt, nú er hún orðin tvö, bráðum verður hún þrjú“). Sú reisn, sem einkennir þessa stól- ræðu Halldórs er höfuðeinkenni hans í skrifum um kristni mót- mælenda. Nei, það hefur aldrei verið meiningin að rugla saman kristni og marxisma, þótt það hafi raunar lengi verið ósiður að þurfa einlægt að bæta einhverju öðru við kristna trú. Það er eins og það sé ekki nóg að vera bara kristinn. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa: kristindómur og nýja sálfræðin, kristindómur og þjóðfélagsskipan- in, kristindómur og huglækningar, kristindómur og sálarrannsóknir, kristindómur og jurtaát, kristin- dómur og íþróttir, kristindómur og orgelsmíði. Sr. Gunnar Björnsson Af lestri Passíusálmanna kem ég ekki auga á, að skáldið sé undir áhrifum annarra hugsjóna, er hann yrkir um pínu og dauða frelsara síns. „Godsögnin“ um Jesúm Snemma í viðtalinu við Megas víkur spyrillinn orði að „goðsögn- inni“ um Jesúm. Ég verð að viður- kenna, að þetta orðalag fór mjög fyrir brjóstið á mér. Þessi glósa blaðamannsins uppúr Laxness gerir því skóna, að frásögnin af Jesú sé uppspuni, hugarsmið rit- höfunda. Sannleikurinn er hins vegar sá, að kristnin, með Gamla testamentið mikinn part að bak- hjarli, er söguleg trú, byggð á at- burðum, sem áttu sér stað. Hún rís ekki á skröksögu, heldur á raunverulegum atburðum, sem gerðust suður á Gyðingalandi á valdatíma keisaranna Agústusar og Tíberíusar. Sagan af upphafi kristindómsins í tveim bindum (Lúkasarguðspjall og Postulasag- an) er kynnt fyrir lesendum sem sögulegt rit. Þessar bækur tvær sáu dagsins Ijós á árabilinu 75 til svona 95 eftir Krists burð. Þá voru ekki nema um 40 ár síðan Jesús dó. (Páll postuli fjallar um sama veruleika í bréfum sínum 15—20 árum eftir dauða Jesú og upprisu.) Kringum árið 200 e.Kr. andaðist í Lyon á Frakklandi gamall biskup að nafni freneus. Varðveist hefur sendibréf, sem hann skrifaði skól- abróður sínum, Flórínusi að nafni. í bréfinu rifjar íreneus upp gaml- ar minningar frá skóladögunum, einkum þegar þeir félagar sóttu tíma hjá Pólýkarp- usi, biskupi í Smyrnu í Litlu-Asíu, en sá lést kringum 155 e.Kr., lík- lega um það bil hálfníræður að aldri. freneus minnist þess með gleði í bréfi sínu, þegar Pólýkarp- us var að segja þeim bekkjar- bræðrum frá „Jóhannesi, læri- sveini Drottins“. I stuttu máli: Skömmu fyrir árið 200 e.Kr. getur maður í Frakklandi vitnað í kenn- ara sinn, sem að sínu leyti hafði þekkt mann, sem var persónulega kunnugur Jesú. Svona löguð minn- ing, sem ein kynslóð af annarri rifjar upp fyrir sér, er aldrei köll- uð goðsögn, en alltaf sagnhefd. Þó er það vitanlega svo, að öll guðspjöllin fjögur eiga sammerkt í því að vera frásögn af staðreynd- um að viðbættri túlkun á þeim sömu staðreyndum. Á nítjándu öldinni og öndverðri þeirri tuttug- ustu höfðu menn ríka tilhneigingu til þess að skræla túlkunina utan af „hinu raunverulega innihaldi" guðspjallanna. Sleppum bullinu úr þeim í frumkirkjunni, og þá mun- um við standa eftir með stað- reyndir málsins í höndunum!! Menn gleymdu því, að guðspjöllin eru umfram allt söguleg rit, sagn- fræði, og það jafnt fyrir því þótt þau séu fyrst og fremst trúarleg verk í þeim skilningi, að þau bera trú safnaðarins vitni. Áf ofanrituðu má ljóst vera, að engum heilvita manni dettur í hug að Jesú-atburðurinn (fæöing Jesú, líf, starf og dauði, að viðbættri upprisu hans), sé goðsögn. Um leið verðum við að muna, að margar frásagnir guðspjallanna eru hlaðnar táknmáli, þær eru ríkar af myndum af heimi ljóðsins. í jólafrásögnunum til að mynda vitja englar manna, draumar ræt- ast, stjarna boðar fæðingu frelsar- ans og fleira gerist, sem við þekkj- um úr jólasálmum og helgi- leikjum. Áð baki þessu táknmáli búa staðreyndir. Það, sem sög- umennirnir vilja tjá er þetta: Festarmær smiðsins ól son og sú fæðing táknaði þáttaskil í sög- unni, þegar haft er í huga það, sem síðar varð. Hæpið að kalla píslargönguna goðsögn Síra Hallgrímur hugleiðir písl- arsöguna í Passíusálmum sínum með svipuðum hætti og t.d. Jó- hann Sebastían Bach hugleiðir hana í Passíum sínum. Minnumst þess endilega, að af gjörvöllu efni guðspjallanna er frásögnin af handtöku Jesú, réttarhöldunum yfir honum, dauðadóminum og líflátinu — lengst frá því að vera goðsögn. Athugull lesandi tekur strax eftir því, að síðustu dögun- um í ævi Frelsarans eru gerðar afar ítarleg skil á síðum guðspjall- anna. Kristnir menn lögðu snemma þá merkingu í dauða og upprisu Krists, að þar hefði farið fram úrslitabarátta, þar sem góð- ur Guð bar sigurorð af hvers kon- ar fjandsamlegum og annarlegum öflum. Sú barátta hafði ekki ein- asta sögulega þýðingu. Þó reið á að halda fast við það, að hún hefði í raun og veru gerst. Og þótt guð- spjöllin séu ekki samsaga um ein- staka þætti frásagnarinnar af síð- ustu jarðvistardögum Jesú, þá er mjög eftirtektarvert, hve ná- kvæmlega þau fylgja í stórum dráttum sama söguþræði. ómögu- legt er með nokkrum rökum að ve- fengja, að meginþættir þeirrar frásagnar, sem er efni Passíu- sálma síra Hallgríms Pétursson- ar, hafi í raun og veru átt sér stað. Hér eru á ferð sögulegir atburðir á sama hátt og orrustan við Wat- erloo eða stofnun íslenska lýðveld- isins á Þingvöllum. OPIÐ í DAG LAUGARDAG, FRÁ 1-4 Ryðvöra er ávalt innifalin í verðinu. Hagstæðir greiðsluskilmálar LADA 1200 169.000. LADA SPORT 4X4 LADA SAFIR LADALUX BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.