Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 58
Wi e§?f 61 ílU0AtW/.0''‘M/JIO'AjaH’JWKH 58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 BréfriUri furðar sig á því að árekstrarhætU geti skapast í nánd við Keflavíkurflugvöll þar sem hann sé með fáfornustu millilandaflugvöllum í heimi. Ast er... .... að gæta þess að hún verði ekki of lenyi í sólbaði. Ég skil ekki þetU Ul um mismun Gvöð hvað ég varð hrædd. Hélt milli kynjanna. Eru þær gömlu það væri ’ann Siggi! ekki álflca margar og þær yngri? HÖGNI HREKKVlSI /, PÁPl þiNN VIXÐlGT K4FA HITT<SA/WlAN \JlH'" Af hinu og þessu M.G. skrifar: 1. Hvernig stendur á því að árekstrarhætta skapast í lofti í nánd við Keflavíkurflugvöll sem þó er með fáförnustu millilanda- flugvöllum í heimi? Hvers mætti þá vænta á fjölförnum flugvöllum þar sem flugvélar fara á loft með fárra mínútna millibili? 2. Hvernig stendur á því að þétt- býlið í Mosfellssveit heitir ekki neitt? Eru ekki neinir tilburðir í þá átt að gefa því nafn? 3. Hvernig stendur á því að þétt- býlinu á Kjalarnesi hefur verið valið jafnfráleitt nafn og Esju- grund? Er ekki nóg komið af Grundarnöfnunum? Væri ekki betra að velja þéttbýlinu þarna nafn eins og Bergvík? 4. Hvernig stendur á því að Morg- unblaðið sést lítt eða ekki á a.m.k. sumum sjúkrahúsum borgarinn- ar? Já hvernig stendur á því? Dálítil ferðasaga Fimmtudagurinn 7. mars rann upp, veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma. Bréfritara hlýnaði um hjarta- rætur, er hann hugsaði til ánægjulegrar ferðar þennan dag með Flugfélagi Norðurlands til Akureyrar og áfram til Reykja- víkur með Flugleiðum. Það er í rauninni ekkert spaug aö skreppa til höfuðborgarinnar frá Þórshöfn, þú kemst þetta jú, á einum degi ef þú ert heppinn og upphæðin sem þú greiðir fyrir flugferðina, kr. 5.726,00 verður naumast hrist fram úr erminni. En hvað um það. Áætlun til Þórshafnar stóðst reyndar, lend- ing kl. 16.30. Falleg flugvél hvít að lit renndi sér upp að því, sem við á hjaranum köllum flugskýli. Mér brá í brún ... aðeins einn flugmaður, guð minn góður ... og nú rifjast upp fyrir mér alls- kyns sögur um flugmenn að störfum upp í háloftunum, sem fengu slag eða matareitrun þeg- ar síst skyldi ... Eg setti í mig kjark og hrakti burt allar svartsýnishugsanir og gekk um borð. Til Vopnafjarð- ar???? og ég sem ætlaði til Reykjavíkur. Eftir um tveggja mfn. flug segir flugmaðurinn okkur að bú- ið sé að loka flugvellinum á Ak- ureyri vegna óveðurs, og að við megum búast við óróleika í lofti til Vopnafjarðar. Allt fór þetta samt vel og við lentum heilu og höldnu á Vopna- firði. Okkur er sagt að sennilega yrðum við að bíða af okkur óveðrið sem var um það bil að skella á, og í besta falli yrði farið í loftið seint í kvöld, ef ekki þá snemma morguninn eftir. Nú ... Þá var bara um að gera að komast yfir eitthvert lesefni til að drepa tímann, meðan beðið var en að sjálfsögðu bjuggumst við við því að flugfélagið sæi um okkur farþegana á meðan beðið yrði. Ónei ... á okkur var naumast yrt eftir lendinguna. Ég var svo heppin að eiga mömmu sem bú- sett er á Vopnafirði, og er ég var orðin úrkula vonar um að starfs- menn Flugfélags Norðurlands ætluðu að skipta sér af mér, fékk ég leyfi til að hringja í móður mína, sem sendi bíl eftir mér á flugvöllinn ... sem sagt, hér var búið að planta mér niður á Vopnafirði og hér varð ég að gera svo vel og sjá um mig sjálf. Auðvitað hamlaði veður flugi, en ef Flugfélagið fór með okkur til Vopnafjarðar í staðinn fyrir að snúa bara við, þegar ófært var orðið á Akureyri, og lenda á Þórshöfn, sem hefði verið hægð- arleikur, á þá ekki Flugfélagið að sjá um sína farþega? Á ég sem kaupi farmiða til Reykjavíkur en lendi austur á Vopnafirði, að bera þann kostn- að sem óhjákvæmilega verður af því að dvelja á stað sem ekki er fyrirhugað að fara til, svo sem kostnað af mat og gistingu? Nú sækja að mér allskyns ljót- ar hugsanir, eins og til dæmis ... ef Flugfélag Norðurlands hefði verið að flytja, ja, hænsni, refi eða eitthvað álíka, hefðu þá ekki starfsmenn séð um aö koma þessum skepnum í hús, séð um að þær fengju mat og svo fram- vegis ... Það sem einkennir okkur landsbyggðarfólk, auk annarra góðra eiginleika, er þolinmæði og aftur þolinmæði, við látum bjóða okkur upp á svo ótrúlega hluti að það gengur gráti næst ... En áfram með ferðasöguna. Kl. 9 næsta morgun var veður orðið sæmilegt og haldið til Akureyrar. Þar var allt á fullu þar sem allt flug hafði fallið niður seinnipart fimmtudags, sakir óveðurs. Nú bjóst ég við að fá fyrstu vél suður, þar sem ég átti sæti í flug kl. 20.00 á fimmtudagskvöld. Ónei, vinan, það er möguleiki að þú komist í þriðja flug, en bíðum við, sennilega hefur afgreiðslu- maðurinn orðið hissa við að sjá farþega frá Þórshöfn á þessum tíma sólarhrings, því nú var eins og rofaði til í höfði hans, já. búin að vera 18 tima á leiðinni, jú, ég reyni að koma þér í annað flug til Reykjavíkur, sem og varð. Auðvitað þurfti ég að komast heim, jú, mánudagurinn valinn í það. Flug frá Reykjavík kl. 10.30, lent á Akureyri kl. 11.15, í bæ- inn, pantað flug til Þórshafnar, mæta á áætlun kl. 15.30. Ég gaf að sjálfsögðu upp sím- ann sem ég yrði í á Akureyri þennan tíma. Kl. rúmlega 13.00 var hringt frá Flugfélagi Norð- urlands og sagt að búið væri að flýta flugi til Þórshafnar og ég eigi að koma innan hálftíma. Og ég sem hafði farið frá Reykjavík svona snemma til að geta notað tímann á Akureyri til útrétt inga ... Veðrið var fremur slæmt, og ég hafði ekki fylgst með veður- fréttum þennan dag, svo að kannski versnaði veður þegar liði á daginn, og ekkert yrði þá úr flugi austur. Nema hvað, landsbyggðarmanneskjan lét bjóða sér að missa af tveimur tímum, sem hefðu nýst mér við ýmis erindi á Akureyri, til að Flugfélag Norðurlands geti haft sína hentisemi á þjónustu sinni við smástaðina á norðaustur- horninu. Flogið frá Akureyri í versta veðri, slydduhríð og nánast hvassviðri, og nú hófst gamanið fyrir alvöru, reyndar voru nú tveir flugmenn um borð, svo mér leið ofurlítið betur, þó er ekki hughreystandi hvað þá þægilegt að koma i flugvél sem er svo hlaðin farangri, frakt og pósti í farþegarýminu að farþegarnir eru, að manni virðist, aukaatriði. Ég vil minna á að flugfar Þórshöfn-Akureyri-Þórshöfn kostar kr. 3.300,00. Annar flugmaðurinn býður okkur velkomin um borð og segir eftirfarandi: Áætlað flug tíl Kópaskers er 25 mín., þaðan er áætlaður flug- tími til Raufarhafnar 10 mín. og þaðan til Þórshafnar 10 mín. Guð minn góður, og ég sem keypti mér farseðil sem átti að koma mér Þórshöfn-Reykjavík- Þórshöfn. Það skal tekið fram að veður á Norður- og Austurlandi fór batnandi er leið á daginn. Jóna Þorsteinsdóttir Langanesvegi 24, l>órshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.