Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985 . PlnrgMi! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Málefni sett sem skilyrði Isetningarræðunni á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins fór Þorsteinn Pálsson, flokks- formaður, ekki í launkofa með þá skoðun sína, að það myndi ráðast af málefnum og fram- gangi þeirra á næstu vikum, hvort stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins yrði fram haldið. Þegar fullyrt er, að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi talað um vikur í þessu sambandi, nægir því til stað- festingar að líta á þau um- mæli hans, að ekki væri frá- gangssök að lengja þinghaldið í vor til að brýn mál næðu fram að ganga. „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins er í raun og veru reg- inafl í íslenskum stjórnmál- um. Hann getur haft afger- andi áhrif á framgang stjórn- málaþróunarinnar i landinu," sagði Þorsteinn Pálsson og bætti við: „Ég hygg að ekki sé ofsagt að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins sé eina aflið í íslenskum stjórnmálum, sem með ákveðinni stefnumörkun af sinni hálfu getur eytt óvissu og snúið vörn þjóðar til sóknar og bjartsýni." Með þessum orðum er ekki lítið sagt um mikilvægi þess fundar sem nú fer fram. Þeim mun meira afl sem menn hafa því mikilvægara er, að þeir kunni vel með það að fara, beiti því frekar til góðs en ills. í ræðu sinni lagði Þorsteinn Pálsson áherslu ó hófsemi í málflutningi en festu við að fylgja málefnum fram til sig- urs. Hann hvatti til þess að ekki yrðu stigin nein vanhugs- uð skref og sagði: „Þegar við höfum á þessum fundi sýnt þann styrkleika sem í Sjálf- stæðisflokknum býr og þann þunga sem liggur að baki málatilbúnaði okkar kemur í ljós hvort þetta samstarf (við Framsóknarflokkinn í ríkis- stjórn innsk. Mbl.) er farvegur til uppbyggingar og endur- reisnar íslenskum atvinnu- málum eða hvort finna verður aðrar leiðir í þeim efnum." Þegar litið er yfir þau mál- efni sem formaður Sjálfstæð- isflokksins lagði áherslu á má draga þau sama með þessum hætti. • Með viðræðum við aðila vinnumarkaðarins takist rík- isstjórninni að ná samstöðu um launabreytingar sem tryggja kaupmátt án verð- bólguholskeflu; nýsköpun í at- vinnulífi leiði til hagvaxtar; farið verði að tillögum Sjálf- stæðisflokksins í húsnæðis- málum. • Festa í gengismálum og að- hald í peningamálum. • Staðinn verði vörður um takmarkað frelsi banka til vaxtaákvarðana. Hlutdeild ríkisbanka minnki. • Umsamdar breytingar í landbúnaðarmálum nái fram að ganga. • Eiginfjárstaða fyrirtækja í sjávarútvegi verði styrkt og einkarekstur varinn gegn ásókn félagslegrar hringa- myndunar og hugmynda um opinbera forsjárstefnu. • Samin verði löggjöf gegn einokunarhringum. • Ríkisfyrirtæki verði seld og eignarhlutur ríkisins í at- vinnufyrirtækj um. • Fallvötn verði virkjuð og stóriðja byggð upp í samvinnu við erlenda aðila. • Hvergi verði hvikað frá stefnunni í utanríkis- og varn- armálum. Ratsjárstöðvar verði reistar og einhliða yfir- lýsingum um kjarnorkuvopna- laus svæði á Norðurlöndunum hafnað. • Einokun Ríkisútvarpsins verði afnumin á þessu þingi og öllum útvarpsstöðvum verði tryggður réttur til að afla fjár með auglýsingum. Þorsteinn Pálsson sagði að þessi málefni yrðu látin ráða úrslitum um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til samstarfs við Framsóknarflokkinn. Orðsendingin til framsókn- armanna í ræðu Þorsteins Pálssonar var skýr. Stjórnar- samstarfið og framhald þess ræðst af því „hvort verkin verða látin tala á þeim mál- efnagrundvelli sem lagður verður með stjórnmálayfirlýs- ingu þessa fundar." Og sjálfur tíundaði flokksformaðurinn það sem hann teldi eiga að vera í slíkri yfirlýsingu eins og að framan er lýst. Á þessari stundu skal engu spáð um það, hvernig fram- sóknarmenn taka þeim mála- tilbúnaði sjálfstæðismanna sem hér hefur verið reifaður. Skömmu fyrir landsfundinn sáu þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins ástæðu til að lýsa hollustu við ríkisstjórnina með sérstakri ályktun. Sjálf- stæðismenn sýnast reiðubúnir til að gera það líka með þeim skýru og ótvíræðu skilyrðum, sem Þorsteinn Pálsson lýsti í ræðu sinni, er hlaut góðar undirtektir hjá þeim mikla fjölda sem á hana hlýddi. fiteneíM [náQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 282. þáttur Kristján Jónsson frá Snorra- stöðum skrifar mér öðru sinni merkilegt bréf. Meðal annars biður hann mig að leiðrétta villu sem varð í fyrra bréfi hans, þar sem hann sagðist óttast að ljósmóðurstarfið yrði kallað fæðingaraðstoðar- tæknifræðingur. Hann átti að sjálfsögðu ekki við að starfið yrði kallað þessu álappalega nafni, heldur hitt, að það kæmi í stað hins fagra orðs Ijósmóðir. Þá kemur hér langur kafli, að mestu orðréttur, úr bréfi Kristjáns: „En úr því ég er farinn að skrifa, langar mig lifandis ósköp að minnast á nokkur orð sem mér finnst vera að ná ólöglegum þegnrétti í málinu. Bæði flytjendur íslensks og daglegs máls hafa varað við þeim, en þau flæða æ því meir yfir, svo að tæplega er hægt að líkja þeim við annað frekar en stórstraumsáhlaðanda á fjöru- sandi sem flæðir yfir sandeyr- ar og sker og er óstöðvandi. Mér finnst líka að þessir ágætu menn leggi aldrei nóga áherslu á útbreiðslu þessara orða og skaðsemi, og hve þau eru ríkjandi í riti og ræðu þeirra manna sem betur, og jafnvel best, ættu að vita ... Fyrst nefni ég ofan í í stað niðri í. Það heyrði ég fyrst fyrir 75 eða 76 árum. Ég flutti mjólk til vegamanna. Hún var borin í flöskum sem hafðar voru í sokkum, bundnum saman á fitjunum og borið í bak og fyrir. í vinnunni voru tveir feðgar úr Reykjavík — „að sunnan" að minnsta kosti. Þeir voru saman um þriggja pela flösku. Faðirinn fann ekki tap- ann og spurði strák, sem var á aldur við mig, hvar hann væri. „Hann er oní flöskunni," sagði hann. Hann hafði þá ekki náð tappanum úr og potað honum niður í flöskuna. Nú finnst mér svo komið að þrjóskustu gam- almenni að eins segi þetta rétt. Eftirfarandi orð eru, held ég, ekki orðin eins rótföst enn, en verða það ef svo heldur fram sem horfir. Þar ma fyrst nefna: „Það á eftir" í stað „það er eftir". Það á eftir að byggja hæð ofan á þetta hús, er sagt, ef ráðgert er að hækka það um hæð. Þetta finnst mér sér 1 lagi vera menntamannamál, gott ef ekki málfræðinga sumra. Ég undanskil þó Orðabókarmenn og fleiri slíka. í öðru lagi: Eitthvað í stað eitthvert. „Ég hitti alltaf eitt- hvað fólk á ferðum mínum." í þriðja lagi: „að gera mikið af“ einhverju í stað „að gera mikið að“ því. Ég heyrði eitt sinn og sá í sjónvarpi háskóla- mann tala við rangæskan bónda, og hann sagði: „Þið ger- ið mikið af því að rækta upp sandana." Bóndi tók undir það og sagði: „Já, við gerum mikið að því, en þó ekki nóg.“ Þetta finnst mér táknrænt um það, hvað þessi villa er rótgróin. í þriðja lagi sé í stað er. Dæmi: Ég skal gá hvort það sé rétt. Þessi villa held ég samt að sé lausust í sessi. Eitt vil ég enn nefna, sem ekki mun þó hægt vera að kalla málvillu, en skelfing er það leiðinlegt. Það er þessi árátta margra — jafnvel helst þeirra sem telja sig heldur meiri menn en minni — að segja í dag, þar sem áður dugði að segja nú eða núna. Þetta flæddi, að segja má, skyndi- lega yfir um 1950. Mér er sagt að það séu áhrif enskrar tungu sem valda þessu, og kennt varnarliðinu. En árin milli ’50 og ’60 mátti heita að sá þættist mestur maðurinn sem oftast gat komið þessu að. Þetta get- ur hljómað allfáránlega. Gæti t.d. verið sagt: „í dag er ríkis- reikningurinn meira en tutt- ugu þúsund sinnum hærri en um aldamót. En það er bara ekki vitað í dag hve hár hann er.“ Ég held að þessi árátta sé í rénun núna. Það sækja á mig eftirþankar viðvíkjandi ummælunum að fara á vonarvöl sem Skúli for- dæmdi og ég tók undir. Ég hef löngun til að sætta mig við þau..." Ég þakka Kristjáni Jónssyni bréfið og skal nú reyna að víkja nánar að efnisatriðum þess. Sjálfsagt verður eitthvað að bíða næsta þáttar. 1) Ofan (í) og nidur (í) táknar hreyfinguna (stefnuna) til, en niðri (í) táknar dvölina (kyrr- stöðuna) á. Rétt er það hjá Kristjáni, að nú rugla menn þessu oft saman. í fréttum út- varpsins fyrir skömmu var maður sagður hafa verið ofan í sprungu í staðinn fyrir niðri í. Reyndar finnst mér sem orðið ofan heyrist nú sjaldnar en fyrr i merkingunni niður. Þó segja menn gjarna upp og ofan. En í daglegu tali segja menn miklu fremur: Komdu niður (sbr. söngtextann) en komdu ofan. Kerlingin í þjóðsögunni sagði hins vegar, þegar hún datt niður stigann og háls- brotnaði: „Ég ætlaði ofan hvort eð var.“ Dæmi úr bundnu máli um ofan=niður: „Þó skal eigi vist þá víta, var hún köld, en sæmilig; lakast var, að upp til ýta annarra varð ég að lita, en — ofan horfðu menn á mig.“ (Grímur Thomsen: Tókastúfur 36) og ferskeytla eftir Eirík Páls- son í Uppsölum í Svarfaðardal (heldur svona í góðum ýkju- stíl): Hristist vengi, hröpuðu fjöll, hrundi á mengi stofan. Jöguðust lengi jöklasköll, hann Jónas gengur ofan! Það skal svo tekið fram, að ofan merkir ekki alltaf hreyf- inguna til. Það getur í vissum samböndum táknað uppi á eða að efri hluta. Dæmi: Eitthvað er ofan jarðar, eða kletturinn er sléttur ofan, sbr. enn vísuna frægu: Mikið er hve margir lof’ann, menn sem aldrei hafa séð’ann, skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. 2) Mjög erfitt er að halda í sundur orðasamböndunum er eftir og á eftir. Við segjum: Ég á eftir að gera þetta og það er eftir að gera þetta, en sjálfsagt er að reyna, svo sem bréfritari vill. 3) Reglan um eitthvað og eitthvert er skýr. Eitthvað er sérstætt, eitthvert er hliðstætt, það er notað með öðru fallorði. Dæmi: Gastu eitthvað? Gastu gert eitthvert gagn? Langt er þó síðan menn tóku að glundra þessu saman. Bíður nú efni bréfsins frá Kristjáni að öðru leyti næsta þáttar en ekki þótti mér gott mál í útvarpsfréttum fyrir skemmstu, þegar sagt var: „Vegna lágrar skýjahæðar". Getur hæð verið lág? Mikill höfuðsnillingur var Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur. Aldrei les ég svo grein eða bók eftir hann, að ég fyllist ekki hrifningu. Ég á bágt með að trúa þvi að margir hafi um okkar daga farið betur með íslenskt mál en hann. Mig langar til að vísa til fyrir- myndar, þar sem ritverk hans eru. Einkum þyklr mér sem honum hafi vel tekist í bókun- um íslenskir örlagaþættir, en þær bækur skrifaði Tómas Guðmundsson skáld að hluta. Þessar bækur eru dýrlegur lestur.' Álit starfshóps á landsfundi um húsnæðismál: „Þarf að söðla um ef efna á loforðin“ — sagði Ólafur ísleifsson formaður starfshópsins „ÞAÐ ER meginniðurstaða í áliti nefndarinnar að eigi að takast að efna loforð sem gefin hafa verið í þessum efnum, þurfi að söðla ræki- lega um og hverfa frá þeirri áherslu sem nú er lögð á lán til nýbygginga, en veita þeim sem sækja um lán í fyrsta sinn ótvíræðan forgang um- fram aðra,“ sagði Ólafur Isleifsson, formaður starfshóps Sjálfstæðis- flokksins um húsnæðismál, m.a. er hann mælti fyrir áliti hópsins á Landsfundi í gær. ólafur sagði að í álitinu kæmi fram að uppstokkun af þessu tagi þyrfti að eiga sér eðlilegan að- draganda og gera ráð fyrir hæfi- legum aðlögunartíma. Álitið gerir ráð fyrir að megin- regia varðandi lánveitingar Bygg- ingarsjóðs ríkisins verði að lán verði veitt þeim sem ekki eiga ibúð fyrir og hafa ekki áður fengið lán úr opinberum byggingarsjóðum. Jafna þurfi þann aðstöðumun sem nú sé á milli þeirra sem byggja og þeirra sem kaupa notaðar ibúðir. Lán til kaupa á eldri íbúðum verði því hækkuð og verði 70% af ný- byggingarláni, en þó ekki hærri en 70% af kaupverði íbúðar. Þá gerir álitið ráð fyrir því að nýbyggingarlán verði greidd út að stærstum hluta strax og fokheld- isskýrslu hefur verið skilað og að biðtimi eftir lánum til kaupa á notuðum íbúðum verði styttur verulega. Jafnframt er gert ráð fyrir að fallið verði frá áformum um að miða lánsfjárhæðir við stærð húsnæðis þess sem lánað er til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.