Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 45 Mikil upplifun að spila með stórri hljómsveit TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík og Sinfóníuhljóms'veit fslands halda tónleika í Háskólabíói í dag kl. 14.30. Tónleikarnir eru fyrri hluti einsöngvaraprófs Elísabetar Waage og einleikaraprófs píanóleikaranna Huldu Geirlaugsdóttur, Nínu Mar- grétar Grímsdóttur og Valgerðar Andrésdóttur. Blaðamaður Mbl. leit inn á «ef- ingu í Háskólabíó sl. fimmtudag. Fyrst var Elísabet Waage tekin tali. „Kk hef stundað söngnám í mörg ár,“ sagði Elísabet. „Fyrst var ég hjá Maríu Markan í fjögur ár en fór þá til Sieglinde Kahman sem hefur verið minn kennari sl. sjö ár. Fyrst í Söngskólanum, en þaðan lauk ég 8. stigs prófi eftir þrjú ár. Þá fluttist ég með henni í Tónlist- arskólann í Reykjavík." — Hefur þú hugsað þér að halda áfram námi? „Nei, ég læt þetta nægja í bili. Svo sé ég bara til, fer e.tv. á nám- skeið. Ég á fjölskyldu og hef því nóg að gera.“ — Hvenær vaknaði áhugi þinn á söng? „Eg hef lengi sungið í kórum. Eftir að hafa gert það í mörg ár fannst mér að ég þyrfti að fá leið- sögn. Síðan hefur þetta undið upp á sig“. Elísabet þurfti að flýta sér á aðra æfingu. Hún er að æfa hlut- verk í óperunni Leðurblökunni, sem íslenska óperan mun bráðlega hefja sýningar á. Hún var spurð hvað tæki við eftir prófið. „Ég hef alla vega nóg að gera núna,“ sagði hún. „En annars gæti ég vel hugsað mér að fara að kenna í framtíðinni.“ Á tónleikunum í dag syngur Elísabet aríu úr Orfeus eftir C.W. Gluck, aríu úr Titus eftir Mozart og aríu úr Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni. Áhuginn kom í Tóniistarskólanum Hulda Geirlaugsdóttir hóf píanó- nám í Barnamúsikskólanum er hún var átta ára gömul. Hún var 12 ára er hún hóf nám í Tónlistarskólan- um í Reykjavík „og þá kom áhug- inn fyrir alvöru," sagði Hulda. — Er erfitt að stunda nám í hljóðfæraleik jafnframt öðru námi? „Já það hafði truflandi áhrif á hvort annað, sérstaklega þegar ég var komin í menntaskóla. Eg var fegin þegar ég gat klárað hann og snúið mér alfarið að píanónáminu.“ — Hvernig byggist einleikara- prófið upp? „Við spilum á einum tónleikum með hljómsveit og síðan eru einka- tónleikar. Það er mjög spennandi og gaman að spila með stórri hljómsveit." — Ætlar þú að halda áfram námi? „Já það er alltaf hægt að halda Þrír píanóleikarar taka einleikara- próf og söngkona tekur einsöngv- araprófá tónleikum í Há- skólabíói í dag áfram að læra. Eg reikna með að fara til Þýskalands, eða eitthvað annað, í haust til þess að læra. Annað er óráðið. Ég ætla bara að sjá til,“ sagði Huida að lokum. Hún spilar Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Ludvig van Beethoven á tónleikunum i dag. Píanóið tók yfírhöndina Valgerður Andrésdóttir mun leika Píanókonsert í d-moll eftir J.S. Bach í tónleikunum. Valgerður hóf píanónám sjö ára gömul í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar. „Ég man ógreinilega eftir því þegar ég byrjaði," segir hún. „Mér fannst gaman fyrst, en varð svo löt að æfa mig eins og á víst við um flesta. Ellefu ára gömul fór ég í einkatíma til önnu Þorgrímsdóttur og þar fékk ég aftur áhugann. Síð- an fór ég í Tónlistarskólann til Margrétar Eiríksdóttur tveimur árum síðar.“ — Hvernig finnst þér að leika með heila sinfóníuhljómsveit á bak við þig? „Það er mjög stressandi, en þetta er óneitanlega mikill viðburður og það er gaman að fá tækifæri til að reyna þetta.“ — En hvað tekur við eftir prófið? „Mig langar til að fara út að læra. Helst til Mið-Evrópu. Ég býst við að maður þurfi að vera í 3—4 ár til þess að ná einhverri gráðu. Eftir það kem ég trúlega heim til að kenna og spila eitthvað með.“ — Varst þú strax ákveðinn í að gerast píanóleikari? „Nei, ég var það ekki frá upphafi. En þegar ég var 16 eða 17 ára fór píanóið að taka yfirhöndina og ekk- ert annað kom til greina,“ sagði Valgerður. Semur eigin kadensur Nína Margrét Grímsdóttir leikur Píanókonsert nr. 21 K 467 í C-dúr eftir Mozart. Þegar blm. var að ræða við Nínu gekk kennari hennar Halldór Haraldsson hjá. Hann sagðist vilja benda á að Nína hafi samið sínar eigin kadensur við verkið. „Eg er viss um að hún hefði ekki minnst á það sjálf,“ sagði hann. „Já sagði Nína, þetta er rétt. I gamla daga sömdu píanóleikararn- Ráðstefna um varð- veislu skjala, ljós- mynda og fornleifa RÁÐSTEFNA um varöveislu nkjala, Ijósmynda og fornleifa verður haldin á vegum félagsins Ingólfs i laugardag. Á ráðstefnunni, sem verður haldin í Lögbergi, húsi lagadeiidar Háskóla tslands, verða flutt erindi um brýn verkefni stofnana sem hafa það hlutverk að varðveita menjar um liðna tíð. Þau ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, Guðmundur Ólafsson, deildar- stjóri á Þjóðminjasafninu og Ragnheiður Þórarinsdóttir, borg- arminjavörður tala fyrir hönd ir þessa einleiksþætti sjálfir. Það fylgja ekki kadensur þessum kons- ert, svo mig langaði að reyna að semja þær sjálf." — Hefur þú spilað lengi á píanó? „Ég byrjaði 7 ára gömul í Barna- músikskólanum og valdi mér pí- anóið ári siðar. Kennari minn var Málfríður Konráðsdóttir. Þetta gekk mjög vel fyrstu 7 árin, en þeg- ar ég var í menntaskóla dofnaði áhuginn, fyrstu tvö árin hafði ég píanóið í hjáverkum, en svo snerist þetta við. Ég byrjaði í Tónlistar- skólanum hjá Halldóri Haralds- syni 1979“ — Skiptir miklu máli fyrir pí- anóleikara að byrja snemma? „Já vegna þess að tæknilegi grunnurinn skiptir svo miklu máli. Þennan grunn fékk ég t.d. í Barna- músikskólanum. Það er atriði sem svo miklu auðveldara er að kenna börnum." — Hvernig leggjast þessir tón- leikar í þig? „Ég hlakka til tónleikanna. Að vísu hef ég þurft að yfirvinna mikið stress, en nú er þetta allt að koma. Það er virkilega gaman að spila með hljómsveitinni. Þetta er mikil upplifun." — Og að lokum hin sígilda spurning. Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég er búin að fá inni hjá einka- kennara í London sem heitir Peter Feuchtwanger. Þar verð ég næsta árið, en svo veit ég ekki hvað tekur við. Maður lýkur aldrei námi í pí- anóleik,” sagði Nína Margrét að lokum. Stjórnandi á tonleikunum er Páll P. Pálsson. Elísabet Waage söngkona. Hulda Geirlaugsdóttir píanóleikari. Valgerður Andrésdóttir píanóleikari. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN stofnana sinna og sagt verður frá hugmyndum Gunnars Guttorms- sonar, deildarstjóra í Iðnaðar- ráðuneytinu, um skjalasöfn stjórnarráðsins. Þá ræðir Inga Lára Baldvinsdóttir, ritstjóri Ár- bókar fornleifafélagsins, um varð- veislu ljósmynda og Eiríkur Jónsson, safnstjóri á DV segir frá Ijósmyndasafni blaðsins. Að loknum erindum verða um- ræður, en ráðstefnan hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Að henni lok- inni verður haldinn aðalfundur fé- lagsins Ingólfs. er ekki fullt heldur troðfullt af gullfallegum pottaplöntum í gróðurhúsunum okkar. Græna höndin p gróörarstöðin víö Hagkaup, Skeifunni sími 82895. P.S. P.S. Viö erum meö úrvals Hreppamold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.