Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 Erindi flutt á landsfundi í gær Einar Hákonarson myndlistarmaöur: Tækni kemur ekki í stað mannlegrar hugsunar og tilfinninga „VIÐ íslendingar erum fámenn þjóA, en vandamál okkar eru ekki smæAin, heldur tilfinningin og hugsunin um smæð okkar, sem setur takmörk,“ sagði Einar Há- konarson myndlistarmaður í upp- hafi ræðu sinnar, en hann fjallaði um menningu og listir á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Allir sem einn“. Einar varaði m.a. í ræðu sinni við því að ráðamenn gerðu sér ekki grein fyrir þýðingu listanna fyrir þjóðarsálina og sagði að þeir hefðu þá mikið á samvizk- unni. „Ef höggvið er á þær ræt- ur, eina af annarri, verður hér andleg auðn meðalmennsku og vilji til átaka í listum og atvinnu troðinn niður," sagði hann og bætti við: „En spyrja má, hvort þjóðin hafi ekki sífel lt verið að ganga á þennan arf, líkt og við höfum gengið á náttúruauðlindir þessa lands og þá á ég einnig við í siðferðilegu tilliti." Þá fjallaöi hann um gildi list- arinnar fyrir manninn og sam- band listamannsins og áhorf- andans. Hann sagði síðan: „List- in er andardráttur þjóðfélagins og mikil lægð í listum er merki um andlega hnignun þjóða. Menningarstig og þróun þjóða endurspeglast í þeim menning- arverðmætum, sem kynslóðirnar skilja eftir sig.“ Þá ræddi hann stöðu listamanna á íslandi og sagði, að við hefðum borið gæfu til að meta okkar beztu lista- menn, en nú á seinni árum hefð- um við aðhyllst um of efnis- hyggju og látið andann sitja á hakanum." í framhaldi af því ræddi hann tækni nútímans og sagði að lofsöngurinn í kringum tæknina hefði komið á eins kon- ar afturhvarfi til fortíðarinnar. Tækni kæmi aldrei í staðinn fyrir mannlega hugsun og til- finningar. „Tækni er aðeins hjálparmeðal í þjónustu manns- ins, en ekki herra. Það er jú mannleg hugsun sem kemur öllu af stað, innblásin krafti náttúr- unnar. Þessu vilja menn oft rugla saman, málmkenndur, hol- ur rómur rafmagnsheilans getur ekki keppt við lifandi söng.“ Einar sagði það skoðun sína að við ættum mikla ónýtta orku í hugviti til framleiðslu á ýmsum sviðum. Á sviði listiðnaðar væri svo til óplægður akur. Hann brýndi formhönnuði og lista- menn til dáða og sagði: „Við verðum allir sem einn að skilja okkar vitjunartíma, að í fleiru felast verðmæti, en í fiski og sauðfé." Síðar í ræðu sinni benti hann á að fjármagn til menntun- ar á sviði listiðnaðar skilaði sér margfalt til baka fyrir þjóðar- heill og að hinar Norðurlanda- þjóðirnar hefðu fyrir löngu skil- ið þetta, enda væri listiðnaður þeirra þekktur víða um veröld." Einar kvaðst fagna frumvarpi menntamálaráðherra um Myndlistarháskóla. Þá sagði hann kvikmyndalistina vera þá listgrein sem ræktað hefði tengslin við menningararfinn hvað beinast síðustu árin. Loka- orð Einars Hákonarsonar voru: „Á allra síðustu árum hafa horf- ið af sviðinu afreksmenn í sögu okkar, sem mótað hafa menn- ingu og þjóðmálasögu liðinna áratuga. Nú er komið að okkur að standa saman allir sem einn vörð um sjálfstæði og menningu þjóðarinnar, bæta við hana og auka svo hér megi verða gott og hamingjuríkt líf.“ Katrín Fjeldsted læknir: „Heilt lífsstarf að vera maður“ „HVERNIG hornsteinn er það heimili þar sem annríki foreldra og átök um það hver eigi að vinna heimilisstörfín leiðir til þess að ekki er lengur eldaður venjulegur matur heldur nærzt á snarli? „Súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin" heyrist sungið í útvarp- inu, en á bak við það leynist meiri harmleikur en flesta grunar", sagði Katrín Fjeldsted læknir m.a. í ræðu sinni á landsfundi Sjálf- stæðisfíokksins en hún fjallaði um fjölskylduna í nútímaþjóðfélagi. Katrín gerði að umtalsefni stöðu fjölskyldunnar í íslenzku samfélagi, húsnæðismál, at- vinnumál og tengsl við þá lifs- hætti sem við lifum við. Hún sagði ábyrgðina á afkomu fjöl- skyldunnar við ríkjandi aðstæð- ur svo þrúgandi, að engar tvær manneskjur gætu staðið undir henni og það bitnaði fyrst og fremst á yngstu aldurshópunum. Hún spurði: „Til hvers er að státa sig af háum meðalaldri og að dregið hafi úr ungbarnadauða ef enginn hefur tíma eða löngun til að sinna einstaklingum í þessum viðkvæmu aldursflokk- um nema sérmenntað vanda- laust fólk? Þá sagði hún: „Sé þjóðfélagið og fjölskyldan skoðuð af háum sjónarhóli blasir við heild, sem í stórum dráttum er fjandsamleg börnum." Þá gerði hún saman- burð á tilfinningalegum þroska barna á Vesturlöndum og í þjóð- félögum, sem okkur er gjarnt að kalla vanþróuð, t.d. í Indlandi og í öðrum Austurlöndum. Niður- staða hennar var sú, að allt benti til að þau lönd væru þróaðri hvað varðar tilfinningalegan þroska og afstöðu til fjölskyld- unnar. Katrín sagði í lok ræðu sinnar: „Heimilið þarf að verða horn- steinn að nýju, sá griðastaður og skjól sem hverjum og einum er nauðsynlegt." Hún lauk máli sínu með því að vitna í Meistara Kjarval, er hann sagði: „Það er nefnilega heilt lífsstarf að véra maður.“ Magnús Gústafsson, forstjóri: „Tækifærin eru í snjallri markaðssókn og beitingu nýtækni“ „AUKIN þjóðarframleiðsla byggist fyrst og fremst á samkeppnishæfni atvinnuveganna, sem háð er fram- leiðni en hún mótast aftur af stigi tæknivæðingar. Það er því raikil- vægt að við íslendingar nýtum þá öru tækniþróun sem við erum vitni að í heiminum nú,“ sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood co., sölufyrirtækis Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, m.a. í erindi sínu. í erindinu fjallaði hann um at- vinnutækifæri í matvælaþjónustu og lagði á það áherslu að vegna þess að við værum og yrðum miklir matvælaframleiðendur bæði í sjáv- arútvegi og landbúnaði væri mik- ilvægt að allir sem einn reyndu að nýta þau tækifæri, sem þar eru. í lok erindisins tók hann sam- an helstu efnisatriðin með eftir- farandi orðum: „Ég hef leitast við að koma þeirri skoðun á framfæri að við eigum að vera næmari fyrir markaðnum og tækifærum þar, en láta ráðast minna af framleiðsluviðhorfum. Sveigjanleiki Bandaríkja- manna virðist hafa skapað 14 milljónir starfa, meðan störfum fækkaði um 1,6 milljónir í Efna- hagsbandalagslöndunum. Að einhverju leyti er þessi aukni sveigjanleiki vegna þess að launasamningar eru ekki eins miðstýrðir og þátttaka í verka- lýðsfélögum ekki almenn, minnkaði úr 35% 1955 í 19% 1983. Að stunda viðskipti til að hagnast er besta aðferðin til að tryggja heilbrigðan rekstur fyr- irtækja og jafnrétti í þjóðfé- laginu. Bandaríkjamenn eyða minni hluta tekna sinna í mat og hafa áhuga á gæðum, hollustu og fjöl- breytni. Við sem sinnum sér- þörfum getum nýtt okkur það, en fiskneysla er aðeins 2% af kjöti, fiðurfé og fiski samanlagt. Þeir sem selja eingöngu hráefni efnast sjaldan. Það er of auðvelt að keppa í verði. Mikilvægt er að beita hugmyndaflugi og veita góða þjónustu en Levitt sagði að séreinkenni vöru (Product Im- age) væri það mikilvægasta í markaðssókninni. íslendingar hafa valið þá leið í Bandaríkjunum að þróa sérein- kenni sín og þjónustu sem Kan- adamenn vildu gjarnan gert hafa. Samstaða einstaklings- hyggjumanna á íslandi í sölu- málum virðist hafa verið rétt ákvörðun. Tækifærin eru í snjallri markaðssókn og beitingu nýtækninnar í auknum mæli í matvælaframleiðslunni. Láta ytri skilyrði ekki hindra að vel rekin fyrirtæki hagnist svo þau verði enn þróttmeiri, og það þarf að gera það áhugavert og aðlað- andi að taka þátt í matvælaþjón- ustu til útflutnings. En vel- gengni í útflutningi byggist á því að við höfum vel hæft og áhuga- samt starfsfólk. Tækifærin bíða okkar ef við stöndum saman all- ir sem einn,“ sagði Magnús Gústafsson. Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliði: „íslending- ar hafa aldrei þolað ánauð eða kúgun“ „JÁ, VIÐ erum öll af sömu þjóð,“ sagði Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliði, í upphafí erindis síns sem hún nefndi „velferð einstakl- ingsins tryggir velferð þjóðarinn- ar“, og vitnaði í Ijóð eftir Einar Benediktsson. „Svo mikið er víst að íslendingar hafa aldrei þolað ánauð eða kúgun,“ sagði Margrét, „íslendingar unna frelsinu ofar öllu, og geta því eðli sínu sam- kvæmt aðeins notið sín þar sem frelsi lýðræðis, frelsi einstaklings- ins er í hávegum haft.“ Margrét ræddi um stefnu Sjálfstæðisflokksins og sagði að hann væri stærsti stjórnmála- flokkur þjóðarinnar vegna þess að hann hefur verið upphaflegri stefnuskrá sinni trúr. Hún sagði að samhliða því að tryggja at- vinnuöryggi, þyrfti að tryggja eðlilega tekjuskiptingu og kaup- mátt launa. „Með réttlátri tekju- skiptingu á ég ekki við tekju- jöfnuð," sagði Margrét. „Tekju- jöfnuður er ekki til þess fallinn að vera afkastahvetjandi eða stuðla að eðlilegri samkeppni manna á milli. Það verður hins- vegar að tryggja það að fullvinn- andi maður beri úr býtum laun, sem unnt er að lifa af, laun sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði einstaklingsins, en efnahagslegt sjálfstæði er hverjum manni mikilsvert." Hún lagði á það áherslu að efnahagslegt frelsi stuðlaði að aukinni sjálfsvirð- ingu, efldi löngunina til heil- brigðrar lífsbaráttu og væri jafnan hvati til framkvæmda. En hvernig hefur núverandi ríkisstjórn tekist að halda á þessum málum? spurði Margrét. „Vissulega var ríkisstjórnin á réttri leið í baráttunni við verð- bólguna, sem alltof lengi hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Fólkið í landinu var reiðubúið að taka á sig réttlátar byrðar í þeirri baráttu. En árangur í formi betri lífskjara, raunhæfs kaupmáttar fyrir allan almenn- ing. lét á sér sfanda. Biðin varð of löng, því fór sem fór,“ sagði Margrét. Hún ræddi um ófrið á vinnu- markaðnum, einkum í röðum opinberra starfsmanna, og starf sjálfstæðismanna í launþega- samtökunum sem hún sagði að þyrfti að efla. „Ef við trúum því sjálf að styrkur Sjálfstæðis- flokksins og velferð þjóðarinnar fari saman má enginn hópur gleymast eða verða útundan," sagði Margrét síðan. „Sem sjálfstæðismenn getum við ekki unað því að Sjálfstæðisflokkur- inn gleymi eða hafni neinni stétt þjóðfélagsins og sem sjálfstæðis- mönnum ber okkur skylda til að vinna að því að engin stétt af- neiti Sjálfstæðisflokknum. Við eigum samleið hvar í stétt sem við stöndum." „Með samtakamætti og með þann skilning að leiðarljósi að velferð einstaklingsins tryggir velferð þjóðarinnar, er sá mögu- leiki fyrir hendi, að þessi litla þjóð norður á hjara veraldar hafi til þess öll skilyrði að vera í raun hamingjusamasta þjóð í heimi," voru lokaorð Margrétar S. Einarsdóttur. Sigríður Þórðar- dóttir kennari: Teikn um að æskan hafi verið svipt öryggi og kjölfestu SIGRÍÐUR Þórðardóttir kennari ræddi málefni æskunnar og lagði út af orðtakinu „æskan í dag er þjóðin á morgun“. Hún varaði við þeirri þróun sem orðið hefur í þá átt að börn séu skilin eftir ein á heimilunum á meðan báðir for- eldrar verða að vinna fyrir lífs- nauðsynjum. Sagði hún hina svart- sýnustu þegar vera farna a ðsjá ýmis teikn þess, að æska landsins hefði verið svipt því öryggi og kjölfestu sem falist hefði í því að eiga móður á vísum stað til að deila gleði með og sorgum, eins og hún orðaði það. Sigríður sagði, að þegar mætti greina alvarleg áhrif nútímalifn- aðarhátta í lífi barna, svo sem vaxandi neyslu hættulegra vímuefna, tilgangsleysi, stefnu- leysi, einsemd, jafnvel vonleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.