Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 4
4 MÖfiGÍTNÍJLAÐlÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ1985 Auðu seðlarnir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins: Urslitin ráðin á fundi fulltrúaráösins í dag — lögfræðinga greinir á um hvort telja beri auðu seðlana með AUÐIR atkvsðaseðlar, 151 að tölu, úr allsherjaratkvæðagreiðslu Kennarasam- bands íslands um hvort sambandið eigi að segja sig úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), ráða úrslitum um aðildina, eins og fram hefur komið í Mbl. Tveir fjögurra lögfræðinga, sem skilað hafa álitsgerðum um efnið, telja aö ekki beri að telja auða seðla með, sem þýðir að kennarar ganga úr BSRB, hinir tveir álykta að telja beri seðlana með, sem þýðir að kennarar yrðu áfram í BSRB. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands, sem í eiga sæti um 40 manns, þar á meðal stjórnarmenn, mun í dag taka endanlega afstöðu til þess hvort telja beri auðu seðlana með — og hvort KÍ segir sig úr BSRB á þingi sambandsins í byrjun næsta mánaðar. Fram hefur komið það álit Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB, að tvímælalaust beri að telja auðu seðlana með og að KÍ skuli því vera áfram í bandalaginu. Hlaut 10 í einkunn fyrir bókfœrslu VERZLUNARSKÓLA íslands var slitið í gær og brautskráðir 4. bekkingar. Þessi unga stúlka, Kristjana Sigurðardóttir, sem var nemandi í 4. bekk A vann til verðlauna í bókfærslu og hlaut bókhaldsbikarinn, sem er farandbikar. Hún hlaut einkunnina 10 í bókfærslu. 72% af kröfum í þrotabú Magasíns fengust greidd Hlutlausa skal ekki telja með Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem skilaði áliti til Kennarasam- bandsins, segir i sinni greinargerð m.a. að verði auðu seðlarnir taldir með muni það hafa þau áhrif, að auðu seðlarnir verði taldir með þeim, sem atkvæði greiddu á móti úrsögninni. Ef viðkomandi hefðu engan seðil sent inn, þá hefði hann ekki haft nein áhrif. „Hvorki er ástæða til að ætla, að sá sem sendi inn auðan seðil hafi viljað að seðili hans hefði þessi áhrif, né er líklegt að hann hafi áttað sig á muninum á því annars vegar að senda engan seðil og hins vegar að senda auðan seðil,“ segir í svari Jóns Steinars. Hann segir ennfremur: „Ef at- kvæði hefðu verið greidd á fundi með handauppréttingum er áreiöanlega ekki rétt að telja með þá, sem alls ekki rétta upp hönd, þegar fundið er út hver hinn aukni meirihluti skuli vera. Mun það heldur aldrei vera gert. Það er þá tæpast heldur rétt að telja þá hlutlausu með þó svo standi á, að atkvæðagreiðsla á fundi fari fram skriflega (t.d. vegna þess að einn fundarmanna krefst þess). Og heldur ekki þó greidd séu atkvæði með nafnakalli. Þetta er nauðsynlegt að hafa hér í huga, því að ákvörðun um úrsögn mátti taka á fundi." Niðurstaða Jóns Steinars er sú, „að það þurfi að taka það sérstak- lega fram í samþykktum félags, ef ætlunin er að telja auða seðla og ógilda með, þegar reiknað er út, hve aukinn meirihluti atkvæða skuli vera stór. Svo er ekki hér og er það því álit mitt, að ekki skuli telja þessi atkvæði með.“ Greitt atkvæði er greitt atkvæði urðssonar hrl. er á hinn veginn: „Samkvæmt almennri málvenju þýð- ir greitt atkvæði sama og atkvæði, sem hefir verið skilað í kjörkassa," segir í álitsgerð hans til BSRB. „Það skiptir ekki máli hvort seðillinn er auður, ógildur eða gildur i þessu sambandi. Viðkomandi hefir greitt atkvæði, hvort sem hann skilar auð- um seðli, gildum seðli eða ógildum, og því ber að telja auð atkvæði og ógild til greiddra atkvæða. Ef við gefum okkur að 3.000 manns hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu þá þurfa 2.000 að vera fylgjandi úrsögn (% af 3.000). Ef við hins vegar gefum okkur að af þessum 3.000 atkvæðum séu 300 auð og ógild, þá eru gild at- kvæði 2.700. % af 2.700 gera 1.800. Samkvæmt ljósu oröalagi 7. gr. laga BSRB hefði tillaga um úrsögn ekki hlotið samþykki, ef hún hefði fengið l. 800 atkvæði (100íl.800+3.000=60%). Ef ætlunin hefði verið að taka mið af gildum atkvæðum einvörðungu hefði þetta verið orðað öðruvísi og mun skýrar, svo sem t.d. að úrsögn þyrfti samþykki a.m.k. % gildra atkvæða. í þessu sambandi má benda á 19. gr. þingskapa BSRB. Þar er beinlínis tekið fram, að auður seðill teljist ekki til greiddra atkvæða." Niðurstaða Guðmundar Ingva er þessi: „Til að úrsögn úr BSRB verði talin gild þurfa a.m.k. % þeirra sem hafa skilað inn atkvæði að vera fylgjandi úrsögninni. í þessu sam- bandi teljast til greiddra atkvæða bæði auðir seðlar og ógildir.“ Óeðlilegt að telja með auða seðla { álitsgerð Páls Lindal hrl. segir m. a. að í þessu sambandi sé helstu leiðbeininguna að fá 1 þingsköpum Alþingis. „Á sínum tíma var ákveðið að grein þeirri er nú samsvarar 53. oröaðist þannig, að engin ályktun væri lögmæt nema meira en helm- ingur fundarmanna greiddi atkvæði með henni, en breytingin var í því fólgin, að þingmaður, sem væri á fundi, en greiddi ekki atkvæði án lögmætra ástæðna, teldist taka þátt í atkvæðagreiðslu. Þessi breyting sýnir, að svo hefur verið litið á, að þegar þannig stæði á teldist hjáseta, sem svarar til auðs seðils, ekki þátttaka í atkvæða- greiðslu. Að öðrum kosti hefði þessi breyting ekki verið talin nauðsyn- leg,“ segir Páll Líndal. „í 2. mgr. 7. gr. laga BSRB segir, að í allsherjaratkvæðagreiðslu um úrsögn þurfi a.m.k. % greiddra at- kvæða til að úrsögn teljist gild. Mér virðist óeðlilegt skv. þessu orðalagi að líta svo á, að telja beri með auða seðla, þegar svo stendur á, sem hér segir. Þeir sýna engan vilja, en ef þeir eru taldir með geta þeir haft áhrif á það hvort atkvæði þeirra %, sem sýna ákveðinn vilja, eigi að gilda eða ekki,“ segir Páll. % greiddra atkvæða þarf til Gestur Jónsson hrl. segir m.a. í sinni álitsgerð til Kennarasambands Islands að enginn vafi sé á því, aö „einstaklingur, sem mætir á kjör- stað, tekur við atkvæðaseðli og skil- ar honum í atkvæðakassa, hefur greitt atkvæði. Gildir þá einu hver ráðstöfun hans á atkvæðaréttinum var. Hvort kjósandinn greiddi at- kvæði með eða móti þeirri tillögu, sem kosið er um, eða hvort kjósand- inn skilaði auðum eða á annan hátt ógildum seðli gildir einu. Kjósand- inn hefur notað atkvæðisrétt einn, þ.e. greitt atkvæði. Á sama hátt eru „greidd atkvæði" öll þau atkvæði, sem koma frá þeim kjósendum sem greiddu atkvæði. Þessi atkvæði eru ýmist gild eða ógild. Einfalt væri að setja fram lagasetningu um að til samþykkis þyrfti % gildra atkvæða. Það hafa höfundar laga BSRB ekki gert held- ur skal miðað við greidd atkvæði. Af því leiðir, að ég tel vafalaust að telja beri auða og aðra ógilda seðla til greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu félaga í KÍ um úrsögn úr BSRB og að a.m.k. % þeirra, sem greiddu at- kvæði, hafi þurft að samþykkja úr- sögnina til þess að hún taki gildi,“ segir Gestur Jónsson. FYRIR nokkru lauk skiptum á þrotabúi Vöruhússins Magasín sf. og tveggja eigenda fyrirtæk- isins. Búin voru tekin til gjald- þrotaskipta þann 18. ágúst 1983. I þrotabú Vöruhússins Magasín voru viðurkenndar forgangskröf- ur samtals að fjárhæð kr. 635.872 og voru þær greiddar að fullu. Viðurkenndar voru almennar kröfur í búið að fjárhæð samtals liðlega 5 milljón krónur. Upp í þær fengust tæplega 87 þúsund krónur, eða 1,7%. f þrotabú annars eigandans voru viðurkenndar kröfur sam- tals um 5 milljónir 167 þúsund krónur og eru þá meðtaldar þær kröfur, sem viðurkenndar voru í þrotabú Magasíns og ekki fengust greiddar að fullu af eignum þess bús og voru þær allar flokkaðar sem almennar kröfur. Upp í þess- ar kröfur voru greiddar kr. 52.655, eða 1,02%. í þrotabú hins eigandans voru viöurkenndar forgangskröfur samtals liðlega 241 þúsund krón- ur og greiddust þær að fullu. Við- urkenndar almennar kröfur í bú- ið námu samtals um 7,3 milljón- um króna og eru þá meðtaldar þær kröfur, sem viðurkenndar voru í þrotabú Magasíns og ekki fengust greiddar að fullu af eign- um þess bús. Upp í þessar kröfur voru greiddar liðlega 5 milljónir króna, eða 69,4%. Auk þessa voru greiddar veðtryggðar kröfur sam- tals að fjárhæð liðlega 1,7 millj- ónir króna. Upp í vexti og kostnað, sem féll á kröfur í þessum þrotabúum eft- ir upphafsdag skipta, greiddist ekkert. Upp í almennar kröfur á hendur Vöruhúsinu Magasín fengust því 72,1%. ^Apglýsinga- slminn er 2 24 80 =iT" • Niðurstaða Guðmundar Ingva Sig- gr. skyldi breytt á þann veg, að hún Húsnæðisstofnun ríkisins: 1894 lán að upphæð 443 milljónir afgreidd Á fundi húsnæðismálastjórnar í gær voni neðangreindar lánveitingar samþykktar. Hér er um að ræða 1.894 ián, samtals að fjárhæð 443.4 milljónir króna. Lánveitingarnar eru sem hér segir: 1. Miðlán (2. hluti) þeim til handa, sem fengu frumlán sín greidd eftir 20. september 1984. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 22. maí nk. Hér er um að ræða 56 lán er samtals nema 12,0 milljónum króna. 2. Miðlán (2. hluti) þeim byggj- endum einingahúsa til handa, sem fengu frumlán sfn greidd eftir 10. desember 1984. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 24. maí nk. Samtals er hér um að ræða 30 lán, er nema 6,9 milljónum króna. 3. Lokalán (seinni hluti) þeim byggjendum einingahúsa til handa, sem fengu frumlán sfn greidd eftir 20. september 1984. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 24. maí nk. Hér er um að ræöa 6 lán, sem samtals nema 1,8 milljónum króna. 4. G-lán þeim kaupendum eldri íbúða til handa, er sóttu um þau á tímabilinu júlí-septem- ber 1984. Munu þau koma til greiðslu eftir 3. júní nk. Hér er um 440 lán að ræða, er samtals nema 95,7 milljónum króna. 5. Lán til viðbygginga og endur- bóta þeim til handa er sendu fullgildar umsóknir fyrir síð- ustu áramót og höfðu einnig lokið framkvæmdum fyrir þann tíma. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 6. júní nk. Hér er um að ræða 35 lán, samtals að fjárhæð 10,0 milljónir luóna. 6. Frumlán (fyrri hluti) þeim til handa, sem eru að eignast sína fyrstu fbúð og gerðu fokhelt í janúar og febrúar 1985. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 10. júní nk. Hér er um aö ræða 84 lán, samtals að fjárhæð 30,6 milljónir krnna 7. Frumlán (1. hluti) þeim til handa, sem áður hafa átt íbúð en gerðu nýbyggingar sínar fokheldar í október, nóvember og desember 1984. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 18. júní nk. Hér er um að ræöa 294 lán er samtals nema 67,2 milljón- um króna. 8. Lokalán (seinni helmingur) þeim til handa, sem fengu fyrri helminginn greiddan 7. nóv- ember og 15. nóvember 1984. Lán þessi skulu koma til greiðsiu eftir 24. júní nk. Hér er um að ræöa 131 lán, er samtals nemur 43,6 milljónum króna. 9. Lokalán (3. hluti) þeim til handa, sem fengu frumlán sin greidd eftir 25. marz 1984. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 1. júlí nk. Hér er um að ræða 165 lán, samtals að fjárhæð 35,0 milljónir króna. 10. Miðlán (2. hluti) þeim til handa, sem fengu frumlán sfn greidd eftir 10. nóvember 1984. Lán þessi skulu koma til greiöslu eftir 5. júlí nk. Hér er um að ræða 56 lán, samtals að fjárhæð 12,0 milljónir króna. 11. Lokalán (3. hluti) þeim byggj- endum einingahúsa til handa, sem fengu frumlán sín greidd f júlf 1984. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 10. júlf nk. Hér er um að ræða 24 lán, samtals að fjárhæð 5,3 milljónir króna. 12. Miðlán (2. hluti) þeim byggj- endum einingahúsa til handa, sem fengu frumlán sfn greidd 10. marz 1985. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 10. júlí nk. Hér er um að ræða 76 lán, samtals að fjárhæð 15,0 milljónir króna. 13. G-lán þeim kaupendum eldri íbúða til handa, sem sóttu um lán á tfmabilinu október-des- ember 1984. Munu þau koma til greiðslu eftir 15. júlf nk. Hér er um að ræða 497 lán, samtals að fjárhæð 107,4 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.