Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 Sextugsafmæli: Sigríður Salvars dðttir, Vigur í •j'ier varð okkur hér i Vatns- fir hugsað til Vigrar í Djúpi, m:ð því húsfreyjan þar, frú Sig- ri .r Salvarsdóttir frá Reykjar- fir i rér í sókn, fyllti þá hið sex- tugasta ár síns lífs. i iógunum er við hjón komum ] r í kynnisför til mágkonu minn- ar '• :amt kennurum tveim úr •U héraðsins, er langaði til að •já «>juna og hið gamla fornfræga var hún kát að vanda og þótti • ' in ókunnugu skörulega tekið á i gcstum, ferð öll hin ánægju- •:>ta og skemmtilegt um að lit- ; svo úti sem inni. Á Sigríður ' lælalaust sinn þátt i að gera .urheimilið svo viðkunnanlegt ■iérstætt sem raun ber vitni. -ast gestastofur af þeirri gerð n þar er æ sjaldgæfari, en stofa írra hjóna Sigriðar og Baldurs, .. raunar heimilið allt, ber með :r töfrandi blæ liðinnar tíðar, unhverja festu, sem hefur sitt írildi í sjálfri sér og felur í sér 'amlan heim er kallar á oss fólk plastaldar og rafmagns. Fellur af- mælisbarnið vel i þessa umgerð og er hluti þessa alls og gæðir það lífi og lit með léttri skapgerð sinni og alúð. Er og að sjá i Vigur saman slungið gamalt og nýtt með hag- kvæmum hætti og finnst mér að á bak við sumt af þvi megi sjá smekkvísi mágkonu minnar og hagkvæma greind. Má i öllu þessu sjá andstæðu þess er nú gerist i byggingarlist þar sem hlaupið er eftir hverskyns vafasamri tisku, afkáraskap, hégóma og jafnvel sýndarmennsku. Á herðum hennar hefur lengi hvílt stjórn á stóru heimili, þar sem mikið er starfað að ýmsum greinum búskapar, fyrir utan að gestagangur er gríðarmikill á sumrum, þvi margir vilja sjá líf eyjarinnar og blómgan, þá hæst fer sumar og sól gyllir Djúpið, en æðurin vaggar i sumarhitanum að og frá hreiðrum sinum, ibyggin og dul... Allt fas frú Sigríðar ber vott um yfirvegun og rósemi, ögun, frið- semd, jafnvægi sem nokkuð þarf til að úr skorðum gangi. Fer henni vel slíka eiginleika að bera með því þeir eru eðlislægir, en ekki yf- irborð héraskapar og vesal- mennsku, er dafnað fær i geðleysi og greyskap. Við hér í Vatnsfirði væntum þess, að sól skini glatt á bæjarþil i Vigur þann 17. og þú megir eiga ánægjulegan afmælisdag, fullan gleði og birtu, svo og aðra daga er í hönd fara. Þessi fáu orð frá okkur eiga að bera þér þá ósk á merkum degi. Þökkum góðar stundir. Lifðu heil. Vatnsfirði á Pankratius- messu 1985, sr. Baldur Vilhelmsson. H 'sfyllir var á listahátíðinni f Ýdölum. Morgunbladið/Sig. P. Björnsson Fjölsótt listahátíð í Ýdölum .-traumnesi, Aðaldal, 14. maí. SUNNUDAGINN 12. maí sl. var mik:l listahátíð á vegum Hafralækj- ar.skóla haldin að Ydölum. Hátíðin tet t með hljómleikum lúðrasveitar kólaos, sem lék við mikla hrifningu áheyrenda, undir stjórn Guðmundar Norðdahls, tónlistarkennara skól- ans. Þá komu fram nemendur við tónii .tardeild skólans og léku nokk- ur lög. Allt félagsheimilið var undir- lagt undir sýningu á handavinnu nemenda frá sl. vetri og afrakstri vinnuviku, sem skólinn hafði fyrir nemendur 5.-8. bekks að aflokn- um prófum. í þessari viku unnu nemendur undir stjórn kennara skólans að ýmsum verkefnum, m.a. við jurta- söfnun, lagfæringu á lóð, könnun á rekstri fyrirtækja, handiðn, grafik vinnu og myndlist. Sú vinna var unnin undir handleiðslu Guð- mundar Ármanns Sigurjónssonar myndlistakennara frá Akureyri. Var afrakstur í vinnu þessara nemenda með ólíkindum mikii og fjölbreytileg. 5 bestu málverkin á sýningunni hlutu sérstaka viður- kenningu og voru innrömmuð og verða geymd í framtíðinni í skól- anum og verða höfð þar til sýnis. Á hátíðinni voru líka myndir og listmunir eftir kennara skólans og foreldra nemenda. Húsfyllir var á listahátíðinni. — Stefán Hljómsveitin Goögá leik- ur fyrir dansi frá kl. 22.00. Dansleikur frá kl. 22—03. Frítt inn öll kvöld sunnud. til fimmtud. og föstud. og laugard. til kl. 23. Eftir kl. 23 föstud. og laugard. aögangseyrir kr. 150. Siggi Jonnie skemmtir. Aldurstakmark 20 ár Allar veitlngar Veriö velkomin Smiðjuvegi 1,%Kópavogi. 46500 HOTEL HEILLANDI HEIMUR Starfsfólk Hótels Loftleiða býður þlg velkominn. Takmark okkar er að gera þér dvölina ogleymanlega. Vlð bjóðum þér flest það sem hvíllr, hressir og léttir lund. Þægileg herbergl, sundlaug, gufubað, Ijúffengan mat, góða skemmtun og iðandi mannlíf. Síðast en ekki síst munum við leitast vlð að greiða götu þína í höfuðborginni. Vlð getum til að mynda bókað fyrir þlg miða I ieikhúsið eða óperuna og vltaskuld sjáum vlð til þess að bflalelgubílllnn biði þín við hóteldyrnar sé þess óskað. Strætisvagnaferðlr eru frá hóteldyrum á 30 mfn. fresti. HÓTEL ? LOFTLEIÐIR FLUOLEIDA Æm HÓTEL Ef þú tekur eftir þessarí auglýsingu þá ert þú ein(n) af þeim sem við bjóðum velkomin i Sigtún í kvöld. Það verður nefnilega margt um manninn. & Ásamt öllu fjörínu f kvöld, þá verða skemmtiatriði á borð við íslandsmeistara f freestyle ’85 (stórkostlegt atriði). Sjáumst í kvöld! Sýftún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.