Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 50
50 MOROimBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1986 nwM nn • 1ÖM UnlvtrMl Prtu Syndlottt 3-II * Hvernig gelur 15 Kr. súKkula^i- stgKki or&i& e& f)'órum kílóum?" Hvf gerftiat ég hnefaleikamaéur — utavaraA, þaA er hollt og mjög skemmtilegtl Af þvf að þú itt afmeli borðum vi* beint af fatinu og þú sieppur viú uppvaakkk, vinurt HÖGNI HREKKVlSI Púkar, ættaðir frá Freud, en ættleiddir af íslensku geðheilbrigðisþjónustunni Steinar Guðmundsson, Lindar- götu 14, Rvik skrifar: 1 tveimur tölublöðum Lesbókar Morgunblaösins birtist nýlega grein um málefni sem snertir okkur Islendinga meir en margan kann aö gruna. Þar var m.a. gerð tilraun til aö svipta hulunni af kenningum Freuds um áhrif hugs- anlegra áfalla í bernsku á hegðun er fram komi á æsku- og fullorð- insárum. Um árabil hef ég látið mig varða sem flest er snertir sjúklega ofdrykkju (alkóhólisma) og þurft að glima viö margan drauginn á þeim vettvangi, en einna erfiðastir hafa mér reynst þeir púkar sem ættaðir eru frá Freud en ættleidd- ir af islensku geðheilbrigðisþjón- ustunni. Þeir sem bera ábyrgð á of- drykkjuvörnum okkar íslendinga hafa veifað Freud-dulunni i tima og ótima með þeim afieiðingum sem ekki verður séð fyrir endann á ef fer sem horfir, að hin merku þjóðarsamtök SÁA ánetjist villu- kenningum geðlæknastefnunnar i vaxandi mæli, þvi sjúkdómshug- takið sem hamraö er á þegar um vandræðadrykkj uskap er að ræöa er að verulegu leyti samkynja og samofið kenningum Freuds og fyrirlitning á staðreyndum sú sama og þar veður uppi. Að rétta fólki, sem ekki má drekka, átyllu til að sniöganga eigin ábyrgð á drykkjuskap sinum i stað þess að vinna gegn honum sem persónulegu vandamáli er ábyrgðarieysi sem ekki samrýmist þeirri stefnu sem frumkvöðlar SÁÁ mótuðu. Sú var tiðin að menn gerðu sér ljóst að þegar ekki var hægt að rekja alkóhólisma til mistaka áfengisneytandans eða kæruleysis hans i samspili manns og áfengis voru liklegustu orsakavaldarnir félagsleg smit, andspyrna, flótti eða eitthvert annað hegðunar- vandamál, en að um sjúkdóm sé að ræða var afskrifað með öllu og alls ekki á dagskrá og þvi siður álitið að ættlægur drykkjuskapur kæmi lausn vandamálsins nokkurn skapaðan hlut við þótt vitað sé að drykkjuskapur þeirra sem hátt eru settir innan fjölskyldu eða þjóðfélags geti bseði valdið smiti og uppreisn og örvað til drykkju- skapar. Sennilega verðum við íslend- ingar að búa við Messiasarhvöt geðlækna i ofdrykkjuvörnum á meðan miðaldra kynslóðin gengur sér til húðar þvi ekki vottar fyrir þvi að þeir láti sig rökstudda gagnrýni varða þegar um of- drykkjuvarnir er að ræða. Reynslunni ríkari ber okkur Is- lendingum að forðast allan vis- indalegan leikaraskap til lausnar hinu stórbrotna ofdrykkjuvand- amáli, en leggjast heldur af full- Sigmund Freud um þunga á sveif með SÁÁ og hvetja ráðamenn samtakanna til að kippa að sér þeirri löppinni sem af vangá hefur verið stigið inn í sandkassa sjúkdómsdýrkendanna. Án AA-undirstöðunnar hefði SÁÁ orðið hjóm eitt. Útþynnt AA-stefna er engin AA-stefna. Látum freudarana um sitt, okkur nægir hitt. Ár æskunnar og bjórinn Theódóra hringdi: Ég hef alitaf haldið að þjóðar- atkvæðagreiðsla ætti að fara fram um bjórfrumvarpiö, en nú eiga bara blessaðir þingmenn- irnir að ráða. Þeir hafa e.tv. ekki hugsað út í það að kjósend- ur munu nú fara að athuga betur hverjum megi treysta fyrir mál- efnum þjóðarinnar. Er ekki nóg af eiturlyfjum i landinu þó að bjórinn bætist ekki við? Nú er ár æskunnar og ætla þingmennirnir kannski að gefa unglingunum þetta i af- mælisgjöf? Hjólastuldur í Breiðholtinu Sigurrós hringdi: Ég bý i Kambaseli i Breiðholt- inu. Sonur minn eignaðist hjól 18. apríl og vann fyrir þvi alveg sjálfur. Hjólið var af gerðinni BMX, en þau eru mjög vinsæl þessa dagana. Hinn 4. maí var hjólinu svo stolið rétt við dyrnar hjá mér. Mjög mikið er um hjólastuldi hér f hverfinu og vil ég benda foreldrum á aö kíkja inn í bilskúra og hjólageymslur sínar til að vita hvort ókunnn hjól hafi bæst við. Ég skil ekki hvernig það getur farið fram hjá fullorðnu fólki ef börn þeirra koma heim með ókunn hjól. Sonur minn á BMX-hjól, silf- urlitað með bláu i, og höfum við verið mikið á ferðinni til að leita að þvi en án árangurs. Ég heiti fundarlaunum og er siminn hjá mér 72452 ef einhver kynni að rekast á hjólið. Þakklæti Sigurbjörg Pétursdóttir, dval- arheimilinu Droplaugarstöðum hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra er sendu mér peninga og bættu með þvi full- komlega það tjón, er ég varð fyrir á dögunum. Ég óska öllu þessu fólki blessunar i nútið og framtíð. Bindindi er besta hnoss Ottó ÞorvaldssoB hringdi: Ég var á ferð suður Barónsstíg og bar þá fyrir augu mér orð á húsgafli sem var „bindindi“. Vegna þessa varð til hjá mér lítil vísa. Bindindi er besta hnoss, bræðralags og vina. Byggir upp og bætir oss, breitt um landsbyggðina. Hjólbarðaskipting allt of dýr Kona hringdi: Bifreiðaeigendur eru nú óðum að skipta yfir á sumardekkin og þvf nóg að gera hjá dekkjaverkstæðum. En ég furða mig á verðinu. Ég greiddi 840 krónur fyrir verk sem tók minna en 15 mínútur. Þetta er víst taxtinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.