Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 18. MAl 1985 39 Minning: Guðmundur Þ. Hjálmarsson Fæddur 18. september 1944 Dáinn 11. maí 1985 Svo alltof fljótt er komin kveðjustund. Svipmyndir leiftra og líða um hugann. Hress og kátur sveinn á skólabekk austur á Búð- um með lífsfjörið og gáskann sem fasta förunauta. Hreinlyndur og heiðbjartur á svipinn. Sú mynd er máske ríkust í dag á kveðjustund. Æskunnar yndistíð með ævintýri sín alls staðar, sem ungur drengur tók af hrifnæmi hugans fagnandi í glöðum félagahópi. Dagarnir líða og árin hverfa eitt af öðru í mistri og móðu — en einn dag erum við samferða á ný — á Reykjalundi liggja saman leiðir okkar og enn er heiðríkja í svipn- um þrátt fyrir þjáninguna, enn hljómar hinn létti hlátur og gleð- ur alla, sem nærri eru. Og aldrei er æðrast, alltaf er allt á góðum batavegi, trúin á lifið og framtíðina á sterkust tök í huga hans, það er hugað að námi til að verða fullgildur í iðn strax og heilsa og geta leyfir slíkt. Hlut- verk hans er sem fyrr að bera brosið sitt inn í annarra veröld og verma umhverfið með glaðværð og gáskanum, sem er þó eðlilega ekki jafnléttur og fyrr á yndisstundum blíðrar bernsku. Og nú er svo sviplega sköpum skipt og Guðmundur Hjálmarsson er horfinn af sviði og eftir situr minningin ein, sem glitrar í gró- anda hins vaknandi lífs á nýju vori. Guðmundur fæddurist 18. sept- ember 1944 á Búðum í Fáskrúðs- firði. Foreldrar hans eru hjónin Svanhvít Guðmundsdóttir hús- móðir og Hjálmar Guðjónsson vélgæzlumaður. Þar fara sönn heiðurshjón, sem gott er að eiga að vinum. Svanhvít átti nú fyrir skömmu á bak að sjá tengdasyni sínum, öðlingsmanninum Jakob Jóhannessyni, en ég veit frá fyrri tíð að reisn þessarar höfðingskonu er slík að hvergi mun æðrast, þó áföllin séu stór og þungbær. Svo mun um Hjálmar einnig. Guðmundur ólst upp á Búðum og var tápmikill og greindur hið bezta, hvers manns hugljúfi og hjálpsemi hans við alla ævinlega einn af helztu eðliskostum hans. Ég rek ekki æviferil Guðmund- ar, en ungur kvæntist hann ágætri konu, Hrönn Benónýsdóttur frá Hömrum í Reykjadal. Þau bjuggu um langt skeið á Breiðumýri í Reykjadal og eignuðust 5 börn og afabörnin voru orðin tvö. Þar var auðna hans og auður. Hrönn og Guðmundur slitu samvistum. Guðmundur vann fyrst að ýmsu er til féll, en starfsvettvangur hans allt þar til heilsan brast var hjá Jarðborunum ríkisins og þar skil- aði hann mörgu góðu dagsverki, enda verklaginn og samviskusam- ur. — Og svo kom heilsuleysið, sjúkrahúsvist og aðgerðir til sög- unnar, en að hverri lotu lokinni var lífsgleðin í öndvegi á ný og á dögunum sagði hann mér að nú hefði allt heppnast svo vel og batahorfurnar betri en nokkru sinni. Og svo sortnar yfir sviðinu, svo alltof fljótt, í svo skjótri andrá er á æviþráðinn klippt. Örlögin eru ekki aðeins undarleg, óvægin og hörð eru þau oft svo mann setur hljóðan í hryggð og undran. Á burtu er horfinn sá bjartleiti og ljúfi vinur, sem margir áttu í Guð- mundi Hjálmarssyni. Þökk er mér efst í huga fyrir að fá að kynnast mínum gamla nem- anda á ný og mega finna sama hjartahlýja drenginn og ég kenndi forðum tíð. Mér er hugumkær myndin af bjartsýni og lífsgleði þessa látna vinar míns, brosi hans og bliki augnanna sem yljuðu öll- um. sem urðu á vegi hans. Ástvinum hans öllum eru send- ar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Hjálmarssonar. Helgi Seljan Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sólarlags lund Matthías Jochumsson Hann Guðmundur okkar er dá- inn. Er þessi sorgarfregn barst um heimilið hér á Reykjalundi urðu allir harmi lostnir og við horfðum hvert á annað tárvotum augum, öll spyrjandi í hjörtum okkar, hvers vegna hann? Á Reykjalundi er lítið samfélag. Fólk á öllum aldri dvelur hér um lengri eða skemmri tíma í leit að bættri heilsu. Við vinnum hér saman, tengjumst vináttuböndum, deilum sorg og gleði, heilsumst og kveðjumst og óskum hvert öðru alls hins besta að dvöl lokinni. Nú kveðjum við einn besta vin okkar hér hinstu kveðju, hann sem í blóma lífsins var kallaður svo óvænt frá okkur, í byrjun fagurs vors. Hvern hefði grunað, er við að lokinni starfsviku hér óskuðum hvert öðru góðrar helgar að Guð- mundur, glaður og hress að vanda, yrði fyrir óvæntum sjúkdómi næstu nótt og þrátt fyrir að allt væri gert til að bjarga lífi hans, þá lést hann fáeinum stundum síðar. Skarðið er stórt. Guðmundur var þannig skapi farinn að hann átti afar auðvelt með að umgang- ast fóik. Hann átti hug og hjörtu fólks á öllum aldri hér á Reykja- lundi. Fasið var hressilegt, lundin létt og ósjálfrátt hresstust allir í návist Guðmundar. Greiðvikinn og hjálpsamur var hann, lá aldrei á liði sínu ef einhver var í vand- ræðum. Um leið og við vottum börnum Guðmundar, foreldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð, þökkum við af alhug þessum góða dreng einstaklega ánægju- lega viðkynningu og samfylgd hér á Reykjalundi. Blessuð sé minning hans. Vinir á Reykjalundi Sverrir Matthíasson Keflavík - Minning Fæddur 14. aprfl 1912 Dáinn 30. aprfl 1985 Þann 30. apríl sl. varð Sverrir Matthíasson bráðkvaddur að heimili sínu i Keflavík. Hann hafði verið heilsugóður, ef frá er talin sjóndepra, er hrjáði hann síðustu æviárin. Það þarf engum að koma á óvart að maður, sem kominn er á áttræðisaldur, falli skyndilega frá. Slíkt kemur fyrir menn á besta aldri. En söknuður ættingja og vina er engu minni fyrir því. Útför Sverris heitins fór fram frá Keflavíkurkirkju laugardag- inn 11. maí sl. Sverrir Matthíasson fæddist í Reykjavík 14. apríl 1912. Foreldr- ar hans voru merkishjónin frú Sigríður Guðmundsdóttir frá Lambhúsum á Akranesi og Matthías Þórðarson frá Móum á Kjalarnesi. Matthías var þjóð- kunnur athafnamaður á sinni tíð. Merkir stofnar stóðu að Sverri í báðar ættir. Sverrir hlaut gott uppeldi í for- eldrahúsum ásamt systkinum sín- um. Á bernskuárum Sverris heit- ins flutti fjölskyldan til útlanda, fyrst til Liverpool og síðar til Kaupmannahafnar. Var þetta á stríðsárunum fyrri og stóð það í sambandi við störf föður hans, sem lét til sín taka á mörgum svið- um. M.a. var hann lengi ritstjóri i Kaupmannahöfn, skrifaði gagn- merkar bækur um sjávarútvegs- mál og fleiri efni, sem snertu framfaramál íslenzku þjóðarinn- ar. Vegna búsetu sinnar í Dan- mörku stundaði Sverrir nám við danska skóla og öðlaðist þar hald- góða verzlunarmenntun. Síðar hlaut hann góða undirstöðuþekk- ingu í lagmetisiðnaðinum, aðal- lega í Þýzkalandi. Sverrir heitinn var ákaflega duglegur maður og hugmyndarík- ur. Kreppuárin fyrir seinna heimsstrfð gáfu slíkum mönnum þó ekki mikið svigrúm. Sverrir starfaði um árabil í Vestmanna- eyjum, ýmist við verzlunarstörf eða útgerð, sem vegna kreppunnar var ekki sérdeilis fýsilegur kostur. Hvarf hann því aftur til Dan- merkur og var mest öll strfðsárin þar og einnig um tíma í Þýzka- landi, þar sem hann starfaði með- al annars við niðursuðuverksmiðj- ur og kynntist vel öllu, sem snerti lagmetisiðnaðinn og kom það hon- um að góðu haldi heima á íslandi síðar. Úti í Danmörku gekk Sverrir að eiga unnustu sína, Fjólu Snæ- björnsdóttur, ættaðri frá Hafnar- firði, sem hann hafði kynnzt áður heima á íslandi. Fjóla er látin fyrir nokkrum árum — hin mæt- asta kona. Úti f Kaupmannahöfn fæddist þeim sonur, Thor. Það var árið 1944. Thor er vélstjóri að mennt, kvæntur og á tvær dætur og starfar við Hitaveitu Suður- nesja. Þegar strfðinu lauk 1945 flutt- ust frú Fjóla og Sverrir heim til íslands og settust að á Bíldudal, þar sem Sverrir fékk fram- kvæmdastjórastöðu við niður- suðuverksmiðju Gísla Jónssonar. Þar eignuðust þau annað barn sitt, son, Frey að nafni, sem fórst af slysaskoti á fermingaraldri, hinn mesti efnispiltur. Eins og við var að búast sat Sverrir ekki auðum höndum á Bíldudal. Fór svo að hann keypti niðursuðuverksmiðjuna af Gisla í félagi við annan aðila úr Reykja- vík. Gerðu þeir út 3 báta til rækju- veiða og frystu rækjuna, sem var nýjung hér á landi. Gekk starf- semin vel framan af, en svo fór þó af óviðráðanlegum ástæðum, að fyrirtækið lagðist niður og flutti Sverrir heitinn þá með fjölskyld- una til Keflavíkur. Þar starfaði hann hjá Sjöstjörnunni sem bók- ari og rak jafnframt litla niður- suðuverksmiðju á meðan heilsan leyfði. Og eftir að sjóndepran ágerðist hætti hann störfum og hefur síðustu árin verið eftir- launamaður. Eiginkonu sína missti Sverrir 1981 og hefur síðan búið einn, fyrst í fallegu einbýlishúsi við Birkiteig 18, en það hús seldi hann fyrir rúmi ári svo og verksmiðjuna og keypti 2ja herbergja þjónustu- íbúð við Birkiteig 6. Ibúð þessi var mátulega stór fyrir hann. Falleg og haglega innréttuð. Flestir verða fyrir einhverjum áföllum á lifsleiðinni. Sverrir heit- inn fór ekki varhluta af því, frem- ur en margir aðrir. En þrátt fyrir það má hiklaust fullyrða, að hann hafi verið gæfumaður. Hann eign- aðist góða konu, myndarleg bðrn og barnabörn. Hann var íhugull og ákaflega fróðleiksfús. Sjóndepran angraði hann mjög því að hann gat ekki lengur sinnt einu aðal- ; áhugamáli sínu frá því á árum fyrr, að lesa innlendar og erlendar fróðleiksbækur um ýmis efni. Hann bætti sér það upp að hluta til með því að hlusta á segul- bandsspólur frá Blindrafélaginu, en það gat auðvitað aldrei fylli- lega komið í staðinn fyrir bækurn- ar. Hann ferðaðist töluvert til út- landa, einnig eftir að hann varð ekkill. Hann hafði einmitt ráðgert að fara til útlanda í sumar. Thor, sonur hans, tengdadóttir- in, frú Hulda Gunnarsdóttir, svo og sonardæturnar voru honum mikill gleðigjafi. Frú Áslaug, dótt- ir hans, sem hann átti áður en hann kynntist Fjólu, og dótturson- ur hans juku einnig á lifsfyllingu hans. Karitas, systir Sverris, en þau voru mjög samrýnd og Friðrik bróðir hans ásamt fjölskyldu létu sér mjög annt um hann. Það er nefnilega ekki auðvelt fyrir mann, sem lifað hefur sæll í faðmi fjöl- skyldu sinnar mestalla ævina, að fara skyndilega að búa einn. Þetta vildi hann þó sjálfur eftir að hann missti eiginkonu sína og vandist því sæmilega, eftir því sem bezt er vitað. En hann naut einnig ástrík- is sinna nánustu og það kunni hann Vel að meta. Sverrir var drengur góður. Hann var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. En einnig alvöru- gefinn og dulur, þegar því var að skipta. Það, sem ég dáðist þó mest að í fari hans, var æðruleysi hans og rósemi þegar erfiðleikar steðj- uðu að. Sverri heitnum Matthíassyni á ég mikið að þakka. Ég votta börn- um hans, barnabörnum, systkin- um og ðllum aðstandendum inni- lega samúð. Með virðingu og þakklæti kveð ég þennan trygga vin. Minning hans lifir. Magnús Guðbjörnsson Minning: Aðalsteinn Einars- son frá Eyrarlandi Fæddur 2. maí 1906 Dáinn 8. maí 1985 Við erum ekki allir hér sumir eru farnir. En við höldum áfram og áfram. Mc. Guffey Við sem áfram höldum verðum að lifa meðan líf með okkur bær- ist. Lífið er ekki alltaf hamingja, þótt það ætti ef til vill að vera það og dauðinn er ekki hamingja af þvi að við leyfum honum ekki að vera það. En þrátt fyrir trega og tár gleðst ég þó í hjarta mínu yfir hægu andláti tengdaföður mins og afa litlu barnanna minna. Þann sama morgun hafði hann komið litlu hjóli á bíl suður, sem átti að berast Sólveigu Kristu 5 ára svo hún gæti hjólað af hjartans lyst í vorinu. Ég minnist þess þegar við komum með hana nýfædda til ömmu og afa í fyrsta sinn. Áhugi Aðalsteins á litlu manneskjunni var svo sýnilegur og síðar þegar honum fannst hún skríða of lengi, rétti hann hana upp og sagði henni að hætta nú þessu og fara að ganga, hún gæti það vel og það gerði hún upp frá því. Það sem ég vildi svo gjarnan segja er það að Aðalsteinn lét sér annt um afkomendur sína og börnin okkar elskuðu „Afastein" á Akureyri, en svo kallaði Einar Hlér, bráðum þriggja ára, afa sinn. Þegar þau voru skírð settist afi við orgeiið og spilaði sálmana eftir nótum upp á gamla móðinn, stillilegur og fallegur að vanda. Með þessum orðum sem segja þó of lítið eins og orð svo oft gera, vil ég minnast „Afasteins". Hans sem ATHYGLl skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. { minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. átti Grænuhlíð og reitinn sem i mínum augum er stór skógur. Hans sem fylgdist með fjármála- legum framkvæmdum okkar barnafólksins sem besti ráðgjafi og studdi ásamt ólöfu ömmu á þann hátt sem aldrei verður full- þakkað. Það sem við gerum nú er að haida áfram, áfram að lifa, vera eilítið hamingjusöm og reyna að vera sátt við almættið. „Hann afi minn er dáinn,“ segir lítill drengur og stoltið skín úr skærum augum. Anna Svanhildur Björnsdóttir Blomastofa fnójinm Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.