Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 42
 fclk í fréttum „HAPPAREGN" „Staðsettum sturtuhausa fyrir ofan höfuðin á fólki.. “ Hvað skyldi það geta haft gott í lor með sér að verða holdvot- ur af regni og eins og hundur af sundi dreginn. Ef lesandi er í vafa um svarið þá hefur hann aldrei séð happa- regnsauglýsinguna hjá Slysa- varnafélaginu í sjónvarpinu. Þar rignir niður vinningunum, úti- grillum, útvarpsvekjaraklukkum og vasadiskóum, en bílarnir 11 sem eru aðalvinningar voru álitnir of þungir til að falla i fangið á fólki. Blaðamaður og Ijósmyndari fylgdust með þegar verið var að taka upp þessa augiýsingu og ræddu stuttlega við Ragnheiði Harvey hjá auglýsingastofunni Gylmi sem hafði veg og vanda af auglýsingunni. — Happaregn er orðinn ár- viss viðburður hjá Slysavarnafé- laginu og þá rignir yfir þjóðina happdrættisvinningum. Það vinna ekki allir og sumir mis- mikið þannig að við unnum aug- lýsinguna út frá því. Hún gerist á útiveitingastað þar sem sumir blotna og aðrir ekki. Nokkrir hljóta stóran vinning og aðrir þar af leiðandi minni eða engan. Þetta er „þemað“. — Tók langan tíma að taka þetta upp? — Auglýsingatakan sjálf í stúdióinu Aðstöðu í Vatnagörð- um tók einn dag, sem er ótrúlega vel sioppið og einungis að þakka Morgunblaðið/Bjarni nákvæmni, undirbúningi og góðri samvinnu. — Hvernig farið þið að því að láta rigna mismikið á fólk? — Við staðsettum sturtu- hausa beint fyrir ofan höfuðið á fólkinu og beittum svo vatninu eftir þörfum. — Þurfti ekki oft að skipta um klæönað þennan dag? — Nei, það var ekki nema einu sinni, enda áttum við ekki oftar til skiptanna. Annars blotnuðu allir vel og einnig þeir sem ekki voru fyrir framan vél- ina. Það streymdi mikið vatn og við þurftum að setja lista með- fram veggnum og silicone því það er pappírslager fyrir neðan „Aðstöðuna" og ekki ýkja gæfu- legt ef rignt hefði þangað. Að svo komnu slapp blaða- maður í burtu án þess að fá á sig deigan dropa! r*s' LEMMY OG SAMANTHA Ekkert persónulegt Það safnast oft saman alls konar fólk í móttökur og veislur þar sem frægt fólk er í gestgjafastólnum og þessi mynd er talandi dæmi um það. f veislu einni í Lundúnum fyrir skömmu hugðist ljósmyndari einn festa Samönthu Fox, eina af ástsælli leikkonum og fyrirsætum Breta, á filmu. Um leið og hann smellti af hafði Lemmy karlinn snarað sér inn í svið linsunnar og teflt fram sínu kynþokkafyllsta brosi. Lemmy, sem er forsprakki bárujárnshljómsveitarinnar „Moterhead", þykir ekki vera pilta fríðastur og raunar gerir hann í því að hampa því eins og sjá má á myndinni. Raunar heldur hann nokkuð aftur af sér á myndinni. Ef hann léti skína betur í tanngarðinn myndi glöggt sjást að þar hafa verið höggvin stór skörð. Eitthvað var um kjaftasögur er mynd þessi birtist í bresku vikuriti og þurfti ungfrú Fox að bera til baka að hún og Lemmy væru í ástarsambandi ... Missti næstum af sjálfri sér Susan Wooldridge, enska leikkonan sem lék Daphne Manners í „Dýrasta djásninu", sem sýnt var hér á landi á dögun- um, missti næstum af fyrsta hluta þáttarins og er því í hópi hinna hamingjusömu sem bíða þess spenntir að rás 4 í breska sjón- varpinu endursýni þættina í haust. Það er saga að segja frá því hvers vegna Susan missti af mikl- um hluta þáttarins: Dagurinn var runninn upp og þátturinn var að byrja. Susan sat stíf af spenningi fyrir framan sjónvarpið sitt. Þá hringdi dyrabjallan. Við dyrnar stóð rukkari eða öllu heldur mað- ur sem ætlaði að leggja hald á sjónvarpstækið hennar Susan. „Ég verð að taka tækið, vinan. Þú skuldar 50 pund í því,“ sagði mað- urinn og lét ekkert á sig fá rama- kvein Susan, sem reyndi að gera honum skiljanlegt að hann mætti alls ekki taka sjónvarpið nú, „hún væri á skjánum". Susan bjargaði málinu með því að skrifa ávísun upp á 50 pund og maðurinn hvarf á braut glaður í bragði, en Susan settist sem óðast niður og horfði á það sem eftir var af þættinum ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.