Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. MAÍ 1985 33 W Aó lokinni frumsýningu á mióviku dagskvöld. Frumsýning á gieði- leiknum „Astin sigrar“ GLEÐILEIKURINN „Ástin sigrar" eftir Ólaf Hauk Símonarson var frum- sýndur í Iðnó sl. miðvikudagskvöld. í Morgunblaðinu á uppstigningardag urðu hinsvegar þau mistök að frumsýningin var sögð vera þá um kvöldið, fimmtudag. Er beðist velvirðingar á þessu. „Ástin sigrar" fjallar í stuttu máli um ung hjón sem eiga í erfið- leikum með ástarmál sín. Inn í þau flækjast ýmsar spaugilegar persónur sem saman mynda mikla ástarflækju. Flækjan leysist þó og allt fer vel að lokum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, leikmynd gerði Jón Þórisson og lýsingu annaðist Daniel Willi- amsson. Leikendur eru Kjartan Bjargmundsson, Ása Svavarsdótt- ir, Gísli Halldórsson, Valgerður Dan, Bríet Héðinsdóttir, Jón Hjartarson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Helgi Björnsson. Næstu sýningar á „Ástin sigrar" eru í kvöld og annað kvöld. Regnboginn: Up the Creek HAFNAR eru sýningar á myndinni „Up the Creek“ í Regnboganum. Myndin greinir frá háskóla í Banda- ríkjunum sem gengur undir nafninu „hauslausi háskólinn" og hafa nem- endur skólans aldrei hlotið neina viðurkenningu, hvorki bikar né borða. Skólastjóra skólans er nú orðið kappsmál að skólinn vinni keppni og velur fjóra lélegustu nemendur skólans til að taka þátt i keppni þar sem farið er á flekum niður i fjöllunum nærri Kyrrahafi. Þeim félögum er heitið góðum verðlaun- um ef þeir sigra og hvaða próf- gráðu sem þeir girnast. Það er vel boðið því einn þeirra hefur t.d. verið rekinn 16 sinnum úr háskól- anum. Þannig að ... Kvikmyndin er framleidd af Samuel og Louis Arkoff en leik- stjóri er Robert Butler. Helstu leikendur eru Tim Mateson, Jenn- ifer Runyon, Stephen Furst, Dan Monahan, Sandy Helberg, Jeff East og Blaine Novak. Orgelsjóður Hallgrímskirkju GÓÐAR gjafir halda áfram að ber- ast orgelsjoði, nýlega barst sjóðnum Ld. minningargjöf að upphæð 30.000 kr., segir í frétt frá sjóðnum. „Allmargir hafa leitað til sjóðsins vegna áheita. Kona nokkur, Berg- þóra Jóelsdóttir, bét á orgelsjóð, að hún fengi aftur bílinn sinn, sem hafði verið stolið frá heimili hennar. Nokkrum dögum síðar kom bifreið- in í leitirnar óskemmd. Jónína Þorsteinsdóttir hafði skemmtilega sögu að segja. Hún hét á orgelsjóð Hallgrímskirkju að hún fengi vinning i happadrætti. Skömmu síðar hafði hún unnið á báða happdrættismiða sína, alls um 40.000 kr. Hún lét það fylgja sögunni að hún væri mjög þakklát og glöð og vonaðist til að fleiri færu að dæmi hennar. Skrifstofa orgelsjóðs verður opin út maímánuð, alla virka daga kl. 14—17. Hún verður lokuð yfir sumarmánuðina, en þrátt fyrir það verður gjöfum i orgelsjóð veitt viðtaka í Hallgrímskirkju alla daga nema mánudaga kl. 10—12 f.h. og kl. 14-16 e.h.“ Eftirtaldir gerðust stuðningsmenn orgelsjóðs, tímabiið 01.05—17.05. ’85: Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Hjallabraut 23, Hafnarfirði. Sesselja Ó. Jónsdóttir, Grettisgötu 45, Reykjavík. Freyr Áskelsson, Byggðavegi 144, Akureyri. Guðríður Egilsdóttir, Sóleyjargötu 17, Reykjavík. Bergþóra Jóelsdóttir, Grettisgötu 2a, Reykjavík. Jón Steinþórsson, Grettisgötu 45, Reykjavfk. Stefania Guðjónsdóttir, Suðurgötu 4, Reyjavik. Ingimundur Ólafsson, Langholtsvegi 151, Reykjavik. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Langholtsvegi 151, Reykjvík. Sveinbjörg Þorgilsdóttir, Reykjavík. Gísli Helgason, Holtastíg 10, Bolungarvfk. Valdemar L. Gíslason, Völusteinsstræti 22, Bolungarvik. Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir, Holtagerði 7, Kópavogi. Björn Guðmundsson, Álftamýri 69, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Eskihlíð 12, Reykjavik. Gísli Jónsson, Lækjarseli 7, Reykjavík. Torfi Jónsson, Kleppsvegi 42, Reykjavík. Margrét Tómasdóttir Johnsen, Eiríksgötu 35, Reykjavík. Ágúst Eiríksson, Safamýri 42, Reykjavik. Þóra Jenný Pétursdóttir, Safamýri 42, Reykjavik. Kristjana Þorsteinsdóttir, Stangarholti 24, Reykjavik. Finnbogi Guðmundsson, Setbergsvegi 1, Hafnarfirði. Bjarni Vilhjálmsson, Grænuhlíð 9, Reykjavík. Hildur G. Eyþórsdóttir, Meistaravöllum 7, Reykjavík. Guðbjörg M. Benediktsdóttir, Bragagötu 33, Reykjavik. Guðlaug Sveinsdóttir, Kirkjubæjarklaustri. Ólafur Sveinsson, Botnum, Meðallandi. Þórunn Sveinsdóttir, Fljótakrók, Meðallandi. Ingibergur Sveinsson, Reykjavík. Sigríður Sveinsdóttir, Galtalæk, Landsveit. Valgerður Sveinsdóttir, Reykjavík. Steingrímur Sveinsson, Reykjavík. Jón Rafn Gunnarsson, Skeiðarvogi 11, Reykjavfk. Anna Hoffmann, Kjeldulandi 15, Reykjavik. Árni Bjarnason, Byggðarenda 13, Reykjavik. Friðbjörn Agnarsson, Bjarnarstíg 12, Reykjavfk. Ragnheiður Þórðardóttir, Vesturgötu 41, Akranesi. Þorvaldur Jónasson, Vesturbergi 183, Reykjavfk. Steingrímur Björgvinsson, Laugavegi 45, Reykjavfk. Harald Þorsteinsson, Háaleitisbraut 18, Reykjavík. Ragnhildur Bjarnadóttir, Lönguhlið 3, Reykjavík. Guðrún Hjörleifsdóttir, Huldulandi 3, Reykjavik. Jónina Þorsteinsdóttir, Krummahólum 2, Reykjavfk. Islenskur skemmti- þáttur í sjónvarpinu NÝR íslenskur skemmtiþáttur, sem sjónvarpið hefur látið gera, verður á dagskrá sjónvarpsins á ann- ann í hvítasunnu. „Þátturinn byggist aðallega á tónlist og söngatriðum, tengdum með stuttum leikþáttum," sagði Tage Ammendrup, fulltrúi á lista- og skemmtideild. „Þeir sem koma fam í þættinu eru flestir ungir og nýir skemmtikrafta sem ekki hafa komið fram í sjónvarpi áður og viljum við með því gefa áhorfend- um tækifæri til að kynnast ein- hverju nýju.“ Meðal þeirra sem koma fram er hljómsveitin „Rickshaw", söng- * , flokkurinn „Sedro 5“, Helgi og Hermann Ingi Hermannsynir frá Vestamannaeyjum og Bergþór Pálsson og Sólveig Baldusrsdóttir, en þau eru ný komin frá söngnámi í Bloomington í Ulinoi, Bandaríkj- unum. Auk þess koma fram Rósa Þórsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Júlíus Agnarsson, Einar Þor- steinn Einarsson. Kynnir og stjórnadi er Ragnheiður Elva Arnardóttir. Umhverfið er ný matstofa í Reykjavik sem verið er að opna og á staðnun er myndband auk sjónvarps. Jazz-Sporið: Nemendasýning á Broadway Jazzballettskólinn Jazz-Sporið, Hverfisgötu 105, verður með nemenda- sýningu á Broadway í dag, 18. maí, klukkan 14.00. Nemendur skólans í jazzdansi og jazzballett, sem eru um 150, taka þátt í sýningunni og eni þeir frá tveggja ára og upp í þrítugt. Nemendur sem taka þátt í sýningunni eru frá tveggja ára og upp í þrftugt Sjóstangaveiðimót í Vestmannaeyjum um hvítasunnuna Vmtffl*nn«7jum, IS. mai. ÞAÐ ER kominn veiðihugur f sjó- stangaveiðimenn hér í Eyjum og þeir stla að halda sitt árlega Hvíta- sunnumót dagana 25. og 26. maí nk. Þetta mót Sjóstangaveiðifélags Vest- mannaeyja verður hið 16. í röðinni og er ekki að efa að þáttUka í því verður góð eins og ávallt áður. Þegar er vitað um fjölmargar veiðikempur frá Vestmannaeyjum, Reykjavfkur- svæðinu, Akureyrí og fsafirði sem * hyggja á veiðiskap í Eyjum um hviU- sunnuna. Að vanda verða fjölmörg verð- laun veitt og auk þess gefur mótið stig til fslandsmeistaratitils. Auk hvítasunnumótsins í Eyjum gefa mót á ísafirði í júli og á Akureyri stig. -hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.